Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 23
Associated Press
Þingmenn og aðrir sem héldu uppi vörnum í Hvíta húsinu í Moskvu koma út úr byggingunni 4. október 1993 eft-
ir að hafa gefist upp. Sérsveitir hers og innanríkisráðuneytis gerðu árás á húsið fyrr um daginn.
gerast. Þessir menn náðu á ör-
skömmum tíma að sölsa undir sig
allt sem þjóðin hafði sparað og hinar
geysilegu auðlindh- landsins. Um
80% þessara auðjöfra eru gyðingar
og kannski er það þess vegna sem
antisemítismi er svona mikill meðal
Rússa, en þjóðernissinnar líkja
Rússlandi í dag við Weimarlýðveldið
þegar Hitler og félagar voru að
sækjaí sigveðrið.
Allir peningarnir sem fólk hafði
verið að safna í fjörutíu ár urðu að
ösku í bankabókum þess á nokkrum
nóttum. I dag rétt dregur þetta fólk
fram lífið og er eðlilega mjög biturt.
Örlög þeirra eru svo tragísk - en
þetta er jú land gríðarlegra örlaga.
Það er allt annað hvort í ökkla eða
eyra.“
Svart/hvít mynd af
Rússlandi á Vesturlöndum
Rússland snýst þá ekki bara um
átök milli lýðræðissinna og komm-
únista?
„Nei, af og frá. Á Vesturlöndum
sér fólk þær deilur sem eiga sér stað
í Rússlandi mjög þröngt. Frétta-
mennska er líka oft svo einföld og
svart/hvít.
Ástæðan er auðvitað sú að Vestur-
lönd eiga hagsmuna að gæta. Ég hef
verið í fréttamennsku í tíu ár í Sovét-
ríkjunum íýi-rverandi og hef orðið
mikið var við þessa svarí/hvítu mynd
og einföldun eða einfeldni. Ég skal
gefa þér eitt dæmi.
Ég var í Hvíta húsinu í Moskvu í
október 1993 þegar Jeltsín sprengdi
upp þingið í bókstaflegri merkingu
svo húsið stóð í ljósum logum. Ég
tók þátt í þessari atburðarás frá
upphafi til enda. Hún hófst í septem-
ber og endaði 4. október. Þetta byrj-
aði allt á því að Jeltsín - sem var til-
tölulega edrú á þessum tíma en er
einræðissinnuð manngerð sem tekur
aldrei tilht til skoðana annarra og
heldur sig alltaf hafa á réttu að
standa sem sést best á því hvemig
hann sparkaði stuðningsmönnum
sínum til og frá, ekki bara ráðgjöfum
og ýmsum peðum, það er nú frægt
hvernig heilu ríkisstjórnirnar fuku á
heilu bretti á mánudagsmorgnum á
um 5 til 6 vikna fresti - kemur fram í
sjónvarpi að kvöldi 21. september
1993 og segir í beinni útsendingu:
„Þingið í Rússlandi hefur engin völd
hér eftir. Með einu pennastriki er ég
búinn að leggja niður rússneska
þingið." Eins og alltaf er hér um að
ræða hagsmunabaráttu. Þessar að-
gerðir voru að sjálfsögðu mikið í hag
Vesturlanda, vegna þess að á þeim
tíma var Jeltsín búinn að vera við
stjórnvölinn í fjögur ár og allan þann
tíma hafði verið tekist á um einka-
væðingu orkuveranna - sem snerist
um olíu, gas og kol. Þessar miklu
auðlindir, sem eru til í ómældu
magni í fyrrum Sovétríkunum, höfðu
verið í ríkiseign. Þarna voru hins
vegar hinir örfáu ráðgjafar Jeltsíns
búnir að komast yfir þessar auðlind-
ir og hagsmunir vestrænu olíufyrir-
tækjanna voru geysilega miklir.
Enda naut Jeltsín mikilla vinsælda á
Vesturlöndum og honum var mikið í
mun að þessi einkavinavæðing hans
gengi eftir. Þingið vildi fara hægar í
sakirnar. Kommúnistarnir voru
sterkastir á þingi og þeir voi-u á móti
þessari stefnu Jeltsíns.
Eftir sjónvarpsávarpið þarna um
kvöldið byrjuðu þingmenn að safn-
ast saman í þinghúsinu og héldu sínu
striki vegna þess að þeir vissu að
þetta væri brot á stjórnarskrá og
fullkomlega ólýðræðisleg aðgerð af
Jeltsíns hálfu. Og vegna þess að hún
braut í bága við lýðræðishefðir
bjuggust þeir við stuðningi vest-
rænna kollega eða löggjafarstofn-
anna. En annað kom á daginn.
Á Vesturlöndum var strax sett
upp svart/hvít mynd af ástandinu.
Ánnars vegar var stillt upp „lýðræð-
islegum umbótum" Jeltsíns, hinum
megin voru „helvítis" kommúnist-
arnir.“
Settur út í kuldann
vegna fréttaflutnings
vSem fyrr segir var ég fréttaritari
RÚV og sagði fréttir af atburðunum.
Ég var jú á staðnum og valsaði
þarna um allt Hvíta húsið með minn
blaðamannapassa. En það fór nú svo
að einn mætur starfsmaður Ríkis-
útvarpsins baðst afsökunar á því að
fréttaritari RÚV í Moskvu segði
öðruvísi frétir af ástandinu en þessar
stöðluðu fréttir frá vestrænu frétt-
astofunum sem jafnvel voru ekki
með menn á staðnum og síðan var
lokað á mig á þeirri stofnun. Ég fékk
ekki að senda fleiri fréttir þangað í
einhverjar vikur - eða á meðan þetta
ástand stóð yfir.
Sökin var sú að ég kom með fersk-
ar fréttir, úr innsta hring - innan úr
þinghúsinu - og sagði frá stemmn-
ingunni hjá þingmönnum og þeirra
afstöðu í málinu, það er að segja að
þeir ætluðu ekki að líða þennan yfir-
gang forsetans. Meðal annars ræddi
ég þarna við Rúslan Khasbulatov,
lögfræðiprófessor og þingforseta, en
dregin var upp afar dökk mynd af
þeim ágætismanni. Ég lýsti þeirri
staðföstu stefnu þeirra að standa til
síðasta manns, sem mönnum þótti
eflaust engar ýkjur, enda fór það
líka þannig að lokum að blóðug átök
brutust út þar sem þrjú hundruð
manns létust víða um borgina. Þessi
átök voru milli sveita Jeltsíns og
hluta hersins sem stóð með þing-
mönnum, auk mótmælenda meðal al-
ALLT ANNAR BILL
MUNAR 210.000 A VERÐI
OG ÖLLU EF ÞÚ LENDIR í SLYSI
Þér er óhætt að bera nýjan Accent saman við bíla af svipaðri stærð.
Hann gefur þeim ekkert eftir og er betur búinn ef eitthvað er. Þegar
þú lítur á verðið hefur Accent alltaf vinninginn.
Ford Focus
Vél 1,5 1,4
Hestöfl 102 75
Dyr 5 5
Lengd mm 4200 4150
Breidd mm 1670 1702
Hæð mm 1395 1440
Skottrými 480 350
ABS Já Nei
Loftpúðar 2 0
CD Já Nei
Álfelgur Já Nei
Samlitir stuðarar Já Já
Fjarstýrðar samlæsingar Já Já
Rafmagn í rúðum Já Já
Verð 1.225.000 1.435.000
ÆmÉM
■,
Hyundai söludeild, sfml 575 1280
ýf)
m
Grióthálsi 1, sími 575 1200