Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR HRATT FLÝR STUND Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Fánar eða Tvö málverk frá 1973 -1978, eftir Daniel Buren eru dæmigerð fyrir listamanninn. MYNDLIST Kjarvalsstaðir BLÖNDUÐ TÆKNI UM 60 ALÞJÓÐLEGIR LISTA- MENN Til 8. október. Opið daglega frá kl. 10-18. Aðgangur kr. 400. TÍMI, fresta för þinni - eins og sýningin Time Suspend Your Flight hefur verið nefnd á íslensku - er ekki fyrsta sýningin sem sett er upp um tímann á þessu herrans ári. Eflaust er hún heldur ekki sú síðasta. En ef hún er miðuð við Tíminn, undir eins! - Le Temps, vite! - sem Daniel Soutif setti upp í Pompidou-miðstöðinni í París á út- mánuðum með hátt á tólfta hundr- að verkum frá öllum tímum og heimshornum - einnig nýjasta nú- tíma - er hún harla smá í sniðum og þröngt hugsuð. A sínum eigin forsendum og samanburðarlaust er hún hins veg- ar prýðileg og býsna vel úr garði gerð. Hún snýst að vísu helst til mikið um lítinn hóp Nýraunsæis- manna og listamenn af Fluxus- kynslóðinni, auk hugmyndlistar- manna frá sjöunda og áttunda ára- tugnum, og lætur sér oftast nægja eitt verk eftir hvem svo gestir verða helst að þekkja til listamann- anna til að skilja stöðu þeirra gagn- vart hugmyndinni. Fyrir vikið verð- ur Tími, fresta för dulítið of safnkennd. Listamennirnir eru of margir miðað við verkin. Sem dæmi hefði mátt hugsa sér mun fleiri verk eftir Kristján Guð- mundsson á þessari sýningu, því hafi einhver listamaður fengist við tímann þá er það einmitt Kristján. Það er rýrt að kynna mann með að- eins einu, litlu verki sem búið hefur til hljóðfráar teikningar, lýst ferli jarðar um sólu og lengstu nótt á íslandi, sýnt hraðamun með muldu og sæbörðu grjóti og látið blek drjúpa ofan í pappír í takt við tím- ann. Svo eru aðrir listamenn sem varla er hægt að flokka nema óbeint sem tímatengda listamenn, svo sem Daniel Buren, þótt randa- línur hans taki tíma eru þær öðru fremur rýmisráðandi. Mun nær- tækara hefði verið að velja verk eftir Pol Bury eða jafnvel Alberto Burri, ef menn voru á höttunum eftir listamönnum með samstæð- unni bur í nafni sínu. Eins og Burri hefði Yves Klein - en báðir reyndu að mála með eldfærum - mátt vera á þessari sýningu, og auðvitað einn- ig Piero Manzoni, en varla Buren. En sá franskur listamaður sem auðvitað hefði sómt sér hvað best á sýningu helgaðri tímanum er Soph- ie Calle, listakona sem árið 1979 bauð 45 manneskjum að sofa í rúm- inu sínu, einni af annarri, í átta tíma hvem og skráði allar vaktirn- ar með textum og ljósmyndum. Aftur hefur Daniel Soutif vinn- inginn, því á sinni sýningu sýndi hann gjörla hve margir ítalskir listamenn hafa fengist beinlínis við tímann í einni eða annarrri mynd, en sú þjóð er fjarri góðu gamni á Kjarvalsstöðum. Soutif valdi meðal annarra Giovanni Anselmo með kál- höfuðið sem heldur höggmyndinni saman, Mario Merz með Fibonacci- krókódílinn og Giuseppe Penone með Andardráttinn sinn úr leir. Og auðvitað leiðir það hugann aftur að íslenskum listamönnum á borð við Magnús Pálsson og Lend- ingu Síkorský-þyrlunnar, en það er einmitt í eigu Listasafns Reykja- víkur svo hægari gátu heimatökin ekki verið. Af hverju var Magnús ekki á sýningunni og hví var Steina Vasulka ekki valin, listamaður sem nálgast hefur tímahugtakið frá óteljandi hliðum? Þá eru nánast engir Norður- landabúar á sýningunni á Kjarvals- stöðum, en fjölmargir framúrskar- andi listamenn úr þeim heimshluta hafa einmitt verið að fást við tíma- hugtakið með frumlegum og óvænt- um hætti á allra seinustu ánim. Má þar nefna Danann Joachim Koest- er, sænsku listakonuna Ann-Sophie Sidén, Norðmanninn Torbjprn Rpdland og fmnsku listakonuna Eiju-Liisu Ahtila. Sömuleiðis vant- ar yngri listamenn frá meginlandi Evrópu og Norður-Ameríku, auk asískra og suður-amerískra full- trúa, en tímahugtakið hefur verið mjög áleitið í báðum síðarnefndu álfunum. En er þá engin glæta í sýning- unni á Kjarvalsstöðum? Vissulega, og eins og áður var bent á þá fylgir sýningin prýðilega eftir kynslóð listamanna sem var að fóta sig í nýjum miðlum og nýjum listhug- myndum á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. Af eftirtektar- verðum listaverkum má til dæmis Elektrónískt skilti úr myndröð- inni Lustmord, frá 1993 - 94, eft- ir Jenny Holzer. benda á hið yfirgripsmikla verk Tehcing Hsieh, One Year Outdoor Piece - Eins árs utandyraverk - frá 1981 til 1982, á miðgangi Kjar- valsstaða. Listamaðurinn lagði á sig að lifa sem utangarðsmaður í heilt ár án þess að koma heim til sín, og lýsa afstöðukort á veggnum stað- setningu Hsieh í New York alla þá tólf mánuði sem hann dvaldi fjarri íbúð sinni. Þá sýna gagnsæir kass- ar fatnaðinn sem hann íklæddist sem utangarðsmaður. Annað sláandi verk er ljósaskil- vinda Jenny Holzer, eða rafknúinn stafabh-tir úr myndröðinni Lust- mord - Lostamorð - frá 1993 til 1994. Þetta innrauða galdratæki bregð- Lyktarorgel Dieter Roth er komið í sitt upprunalega form. ur upp óhugnanlegri sögu með orð- um sem líða upp og hverfa jafnóð- um. Þá er kærkomin kynning sýningarinnar á pólsk-franska hug- myndlistarmanninum Roman Op- alka sem er þekktur fyrir að mála tölurnar sem hann telur til að fylgj- ast með tímanum. Jafnframt lætur hann taka af sér mynd frá degi til dags svo ekki fari milli mála hvern- ig hann breytist með aldrinum. Sannleikurinn er sá að málverk Op- alka eru sláandi fögur í grátónum sínum og mun líflegri en hugmynd- in hljómar. Þá er stórkostlegt að sjá aftur Lyktarorgel Dieter Roth í upp- runalegri mynd, en það er búið til úr pappahólkum og bundið saman eins og panflauta. Um tíma var þetta verk fellt inn í grámálaðan kassa og missti við það allan sinn upprunalega karakter. Nú má sjá hve gott þetta verk er, sem flæmdi á sínum tíma burt sýningargesti vegna pestarinnar sem af því lagði. Nú fælir það ekki frá lengur enda er ódaunninn úr sögunni en eftir stendur fallegt og frumlegt verk sem hvergi á sinn líka. Einn helsti fengur sýningarinnar er verkið Eitt ár - One Year - frá 1972, eftir páfa Fluxushreyfingar- innar, George Maciunas. Þótt rað- imar af appelsínusafadósunum minni óneitanlega á málverk Andy Warhol af Campbell’s súpudósun- um hefur það merkilega nálægð og allt aðra en verk poppmálarans. Þá er Identical Lunch - Alveg eins matur - Alison Knowles, frá 1973 - silkiþrykkt og máluð myndröð - einstaklega upplýsandi og fersk. Vissulega má bæta við fjölmörg- um öðrum itemum - til dæmis Sól- arbrunamyndröð Charles Ross, frá 1972, sem kallast á við Weybourne nr. 7, eftir Roger Ackling, sem brennt er með stækkunargleri - en það yrði of plássfrekt. Það er því enginn svikinn af því sem hann finnur á sýningunni, þótt eflaust sakni margir annarra verka sem þar eru ekki. Sýningarskráin er ágætlega úr garði gerð og margt fróðlegt að finna í henni þótt ef til vill sé það galli að ekki skuli vera smáyfirlit yfir lífshlaup hvers listamanns. Skráin er þó alltént til kynningar, ekki satt? En hvað sýninguna Tími, fresta för varðar þá ætti enginn að láta hana fram hjá sér fara. Til þess hefur hún of mörg merkileg verk að geyma. Halldór Björn Runólfsson KVC LD immmrn Haustönn 2000 Iðnskólinn í Reykjavík, sem er stærsti framhaldsskóli landsins, býður fram fjölbreytt, spennandi og hagnýtt nám í kvöldskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.