Morgunblaðið - 20.08.2000, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 20.08.2000, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT N. GUÐJÓNSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1b, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum Fossvogi að kvöldi miðvikudagsins 16. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju mið- vikudaginn 23. ágúst kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa. Elsa Vilbergsdóttir, Guðjón Vilbergsson, Jóhanna M. Sveinsdóttir, Sævar Már Sveinsson, Gunnar Már Sveinsson, Kristján Geir Guðjónsson, Margrét Kristín Guðjónsdóttir, María Kristín Guðjónsdóttir. Pétur H. Pétursson, Ásrún Krístjánsdóttir, Siggeir Vilhjálmsson, Juliana Scombatti Martins, + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúp- faðir og afi, OLIVER BÁRÐARSON, Fannafold 129, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Landakoti sunnudaginn 6. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum sérstaklega starfsfólki sjúkrahússins fyrir alla aðhlynningu og aðstoð vegna veikinda og andláts hans. Auður Jónsdóttir, böm, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, sonur okkar, bróðir, barnabarn og tengdasonur, SIGURBJÖRN FANNDAL ÞORVALDSSON, Karlagötu 1, Reykjavík, sem lést á heimili sínu 13. ágúst, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 22. ágúst kl. 15.00. ———. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er þent á krabþameinsdeild Landspítalans, deild 11E. Ása Lára Þorvaldur Skaftason, Hafdis Þorvaldsdóttir, Jónas Fanndal Þorvaldsson, Skafti Fanndal Jónasson, Sigurbjörn Sigurðsson, Guðríður Ásgrímsdóttir, Þórir Bjarnason, Þórisdóttir, Erna Sigurbjörnsdóttir, Björgvin Bragason, Ragna Magnúsdóttir, Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir, Margrét Árnadóttir, Anna Filippía Sigurðardóttir. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNAS SVEINSSON, Berjarima 3, sem lést sunnudaginn 13. ágúst, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju þriðjudaginn 22. ágúst kl. 15.00. Svanhildur Fjóla Jónasdóttir, Ásmundur Vilhjálmsson, Dagmar Lilja Jónasdóttir, Kári Hallsson, Maríanna Björk, Rebekka Sól og Pétur Már. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Hátúni 37, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. ágúst kl. 15.00. Þórarinn Gíslason, Inga Lísa Middleton, Michael Rose Sunneva Margot Middleton Rose. SIGTRYGGUR BRYNJÓLFSSON + Sigtryggur Brynjólfsson fæddist í Hrísey 3. febrúar 1916. Hann lést á Landspítala - háskóiasjúkrahúsi, Fossvogi, 13. ágúst siðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Brynj- ólfur Jóhannesson f .8.11. 1891, d. 21.2. 1977 og Sigurveig Sveinbjörnsdóttir f. 20.2. 1886, d. 20.8. 1950. Systkini Sig- tryggs voru: Jórunn R. Brynjólfsdóttir f. 20.6. 1910, Jóhannes Brynjólfsson f. 17.12. 1914 , d. 18.1. 1962, Ásta Brynjólfsdóttir f. 11.3. 1912, d. 8.3.1997, Sigurður Brynjólfsson f. 9.5. 1918, Hallfríður Brynjólfs- dóttir f. 4.3.1922, Fjóla Brynjólfs- dóttir f. 15.1. 1926, d. 20.5. 1989, Sóley Brynjólfsdóttir f. 5.1.1926. Sigtryggur kvæntist 3.október 1942 Sigrúnu Pálsdóttur f. 12.6. 1919. Foreldrar hennar voru: Páll Sigurjónsson f. 11.6. 1886, d. 1.4. 1973, og Karolína Sigurgeirsdótt- ir f. 23.11. 1889, d. 28.10. 1972. Börn Sigrúnar og Sigtryggs eru: l)Ásgeir P. Sigtryggsson f. 15.2.1946. Maki Sigrún Benedikts- dóttir f. 14.2.1954. Dætur þeirra eru: Bjarney Sigrún f. 28.12.1977, hennar bam Ragnheiður Eva f. 7.10.1999, og Berglind Sigríður f. 11.8.1981. Þau slitu samvistum. Maki Ásgeirs er Heiða Th. Krist- jánsdóttir f .4.3.1956. Börnþeirra eru: Valgerður Sif f. 18.7. 1995, Bryndís Lilja f. 30.9. 1997 og Snædís María f. 30.9 1997. 2)Brynjar Sig- tryggsson f. 18.8. 1949. Maki Sigríður Björg Þórðardóttir f. 8.9. 1954. Börn þeirra eru Sigtrygg- ur f. 15.10. 1972, Friðrik Þór f. 27.9. 1977, og Gunnhildur f. 14.4. 1987. Þau slitu samvistum. Maki Anna Margrét Guðmundsdóttir f. 23.9. 1957, böm hennar eru Guð- mundur Freyr f. 28.3.1981 og Ágústa f. 17.4.1987. 3) Sigurveig K. Sigtryggsdóttir f. 21.5. 1951. Maki Pétur Stein- grímsson f. 23.10. 1943. Börn þeirra eru Haraldur Líndal f. 13.4. 1978 og Sigrún Líndal f. 2.8.1982. Barn Péturs, Anna Kristín f.18.4. 1969. Maki Hjörtur Þór Grjetars- son f. 2.10. 1968, Börn þeirra em: Halldóra Kristín, f. 21.7. 1994, Ingibjörg Anna, f.29.4. 1998, óskírður f.16.7 2000. Sigtyggur lauk hefðbundinni skólagöngu á Laugavatni auk þess hafði hann vélsljóra- og skip- sljórnarréttindi. Hann stundaði sjómennsku til 48 ára aldurs en eftir það hóf hann störf hjá Mjólk- ursamlagi Húsavíkur og vann þar til hann fór á eftirlaun. Samhliða öðrum störfum og eftir að hann hætti hjá Mjólkursamlaginu sá hann um netaviðgerðir. Útför Sigtryggs fer fram frá Kópavogskirkju á morgun og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag kveð ég tengdaföður minn Sigtrygg Brynjólfsson sem látinn er úr erfiðum sjúdómi 84 ára. Sláttumaðurinn kemur alltaf jafn- mikið á óvart og ekki grunaði mig þegar hann var fluttur á sjúkrahús daginn fyrir andlát sitt að hann ætti ekki aftukvæmt. Ég kynnist Sigtryggi eða Tryggva eins og hann var ávallt kallaður fyrir 27 árum en þá bjuggu þau hjónin norður á Húsavík. Hann tók þessum strák sem dóttir hans kom með norð- ur afar vel og allt síðan hefur okkur verið vel til vina. Tryggvi var af þeirri manngerð sem auðvelt er að umgangast og hafði þægilega og góða nálægð. Aldrei heyrði ég hann láta falla hnjóðsyrði um nokkurn mann. Hann var rólyndur og vann sín störf til sjós og lands af æðruleysi og öryggi, hann blés ekki í lúðra en var traustur sem klettur þegar á hann reyndi. Hann var af þeirri ósér- hlífnu og nægjusömu kynslóð sem nú er óðum að hverfa. Glettnin var samt ekki langt undan, hann hafði yndi af spilamennsku sem var hluti af hans lífsstíl og þegar tekið var í spil var oft glatt á hjalla. Tryggvi var afar barngóður og hafði allt til hins síð- asta gott samband við bamabömin og þau við hann. Oft fóram við saman með tengdaforeldrum í ferðalög til útlanda, þá ásamt ungum bömum okkar og kom þá vel í ljós natni þeirra hjóna við smáfólkið. Sömu- leiðis bjuggju þau hjónin iðulega hjá okkur í lengri eða skemmri tíma þeg- ar þau voru hér fyrir sunnan og var það dýrmætt veganesti fyrir bömin okkar að umgangast þau. Já, það era margar minningar frá þeim áram sem stranda í hringiðu tímans og koma upp í huganum á kveðjustund. Tryggvi var fæddur í Hrísey og ólst þar upp í nánum tengslum við sjóinn og þess vegna lá beint við að hann gerðist sjómaður enda kominn í beinan karllegg frá Hákarla-Jör- undi. Hann aflaði sér snemma rétt- inda bæði sem vélstjóri og skipstjóri. Sigrúnu, síðar eiginkonu sinni, kynntist hann í Hrísey þegar hún vann þar um stundarsakir hjá Brynj- ólfi föður hans sem þá rak þar út- gerð. Tryggvi og Sigrún gengu í hjónaband 3. október 1942. Fyrstu árin bjuggu þau í Hrísey en 1947 fluttu Sigrún og Tryggvi inn á Húsa- vík og bjuggu fyrst í húsi sem bar nafnið Hliðskjálf og fluttu sig svo um set í annað sem hét Hornbjarg. Húsin höfðu nefnilega sál á þess- um tíma og báru nöfn. A þeim árum var ekki óalgengt að menn sæktu sjóinn langt að og sótti Tryggvi vinnu í Sandgerði bæði sem landmaður og sjómaður en á sjötta áratugnum keypti hann ásamt félaga sínum bátinn Maí og rak um nokk- urra ára skeið útgerð eða til ársins 1959 þegar hann varð fyrir þeirri ógæfu að bátur þeirra ferst og með honum meðeigandi hans við annan mann. Þetta var honum mikið áfall og lagðist útgerðin þar með af. Eftir það stundaði hann sjómennsku, m.a. sem stýiimaður og skipstjóri á síld- arbátum. Tryggvi hætti sjómennsku 1964 og hóf þá störf hjá Mjólkursam- lagi Húsavíkur þar sem hann starf- aði allt þar til hann fór á eftirlaun. 1961 fluttu þau hjónin sig um set á Húsavík að Höfðabrekku 20 þar sem þau höfðu reist sér nýtt framtíðar- heimili. Margar og góðar minningar era tengdar heimsóknum okkar að Höfðabrekku 20 þar sem okkur var ávallt tekið með kostum og kynjum enda rammar taugar í þessari fjöl- skyldu. Eftir að Tryggvi hætti vinnu við sjómensku stundaði hann sjóinn áfram, í huganum, hann hafði ávallt mikinn áhuga fyrir öllu sem honum tengdist. Tryggvi var tíður gestur á bryggjunni á Húsavík. Hann fylgdist vel með, hann vildi ekki missa tengslin og tel ég víst að samferða- mönnum hans sem þar unnu hafi þótt sjónarsviptir af honum þegar þau hjónin fluttu til Kópavogs 1978. Tryggvi hafði einnig mikinn áhuga fyrir veðri sem tengdist áreiðanlega sjómanninum í honum. Oftsinnis spurði ég hann um útlitið og aldrei stóð á svari. Það var ekki fyrr en á allra seinustu mánuðum þegar sjúk- dómur hans ágerðist að ég fann á honum bug. Hann fylgdist ekki með veðrinu eins og áður. Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm hafði hann fótavist fram á seinasta dag og fór meira að segja í stutta göngutúra allt til hins síðasta, eljan og vilja- þrekið brást honum ekki enda var Sigrún hans stoð og stytta allt þar til yfir lauk með dyggri hjálp heimaað- hlynningar Krabbameinsfélagsins. Það kunna allir að lesa en færri kunna að lesa lífið. Tryggvi kunni það. Hann var sjómaður í huga sínum allt sitt líf, dáðadrengur, og sannur heiðusmaður. Ég þakka Tryggva fyxir samfylgdina. Guð veri með þér. Ég votta Sigrúnu tengdamóður, svo og öðram ættingjum mína dýpstu samúð, þau hjónin gengu saman lífsins leið í 58 ár. Pétur Steingrímsson. Dagur er að kveldi kominn, sólin er sest - Sigtryggur Brynjólfsson hefur lokið göngu sinni. Ég var djúpt snortinn þegar ég stóð fyrst frammi fyrir Tryggva og Sigrúnu á heimili þeirra norður á Húsavík. Kærleikur og hlýja fyllti loftið og þau buðu mig velkomna í fjölskyldu sína. Fjölskyldu sem þau hjón höfðu lagt svo óendanlega mikla rækt við. Það þurfti ekki löng kynni af Tryggva til þess að sjá að þar fór maður sem gæddur var miklum mannkostum. Tryggvi var hluti af þeirri kynslóð sem lifað hefur miklar breytingar á íslensku þjóðfélagi. Hann vann hörðum höndum við að sjá sér og sínum farborða og lífsbar- áttan var oft erfið en hann uppskar með samhentri fjölskyldu. Hann var ekki margmáll né yfirlýsingaglaður og hafði sig ekki mikið frammi. Allt sem hann hins vegar sagði hafði merkingu og skipti máli. Tryggvi var alltaf til staðar. Fyrir rúmum tveim- ur áram fluttu þau hjón suður og settust að í Kópavogi. Bjuggu þau um sig í notalegri íbúð í Sunnuhlíð og voru nú komin í nálægð við börnin sín og barnabörnin. Það var mikil gleði og hamingja hjá þeim að geta verið í nánum tengslum við fjöl- skyldu sína og heimilið var alltaf opið fyrir okkur öll. Tryggvi naut þess að fá sér göngutúra í nánasta umhverfi sínu og fara í sundlaugina nánast á hverjum morgni á meðan heilsan leyfði. Undanfarin misseri hafði Tryggvi ekki gengið heill til skógar. Þrátt fyrir veikindi sín bar hann sig ætíð vel. Hann gerði h'tið úr því að hann væri veikur og sagði oft að hann gæti þakkað fyrir svo ótal margt í lífinu. Undanfarnar vikur voru honum erfiðar, á undraverðan hátt tókst honum að hafa fótavist all- an tímann. Hann vildi véra heima hjá Sigrúnu sinni og ekki leggjast inn á sjúkrahús. Honum varð að ósk sinni því hann þurfti ekki að dveljast þar nema hluta úr sólahring áður en yfir lauk. Elsku Sigrún, missir þinn er mik- ill. Þú kveður nú lífsförunaut þinn eftir tæplega 60 ára hjónaband. Við verðum öll til staðar fyrir þig og höldum utan um þig. Elsku Tryggvi, börnin mín Guð- mundur og Agústa þakka þér sam- fylgdina og þakka þér fyrir hversu vel þú tókst þeim. Kæri vinur ég kveð þig með virðingu og þökk fyrir allar þær stundir sem við áttum sam- an, öll þau fallegu orð sem þú sagðir við mig og alla þá umhyggju sem þú sýndir mér. Guð blessi þig. Þín tengdadóttir, Anna Margrét. Elsku besti afi, við viljum þakka þér fyrir allar þær góðu samvera- stundir sem við höfum fengið að upp- lifa með þér. Það var alltaf gaman að koma til þín og ömmu á Húsavík, þar sem þið tókuð okkur alltaf opnum örmum. Við minnumst allra ökuferð- anna með þér upp að Botnsvatni á sflaveiðar og fjöniferðanna svo ekki sé minnst á háloftið hjá ykkur ömmu. Það var heill heimur út af fyr- ir sig, og aldrei var kvartað þótt stundum stæði varla steinn yfir steini eftir vera okkar þar. Það var alveg sama hvaða prakk- arastrik við gerðum, alltaf mætti okkur hlýja og væntumþykja. Við minnumst þess þegar þið komuð og pössuðuð okkur og bjugguð hjá okk- ur í Asbúðinni, oft nokkrar vikur á ári. Þú vildir alltaf að öllum liði vel í kringum þig og sást alltaf til þess að okkur leiddist ekki. Það er svo erfitt að reyna að koma orðum að öllu því sem að upp kemur í huga okkar þeg- ar við minnumst þín, því þú varst svo einstakur. Þegar fyrst varð vart við veikindi þín, hafðir þú meiri áhyggjur af þeim sem að í kringum þig vora heldur en sjálfum þér. Þú kvartaðir aldrei þótt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.