Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 41 listakona, lést rétt sextug að aldri. Æðralaus tók Guðrún því, sem öðrum áfollum, enda hafði hún mikið að lifa fyrir. Dætumar þrjár, sem Bríet átti hafa verið henni ómæld lífs- fylling. Laufey fiðluleikari, sem áður er getið, en hún á dótturina Guðrúnu, að sjálfsögðu heitin eftir Guðrúnu langömmu, Guðrún Theodóra Sig- urðardóttir sellóleikari, en hún á dæt- urnar Ester og Önnu Kolfinnu og synina Szymon Héðin og Jakob, og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leik- kona, en hún á dótturina Bríeti Ólínu, allar eru systumar landsþekktir listamenn. Með Guðrúnu er gengin merk kona og minnist ég hennar með þakk- lætiogvirðingu. Einlægar samúðarkveðjur sendi ég afkomendum Guðrúnar, svo og öðmm þeim sem syrgja hana. Bergljót Líndal. Kær vinkona er nú horfin yfir móð- una miklu. Elsku Guðrún, okkar kynni vom kannski ekki löng í áram, en það era kannski sex ár síðan við kynntumst fyrst hjá Laufeyju. Kynn- in þróuðust í góðan vinskap og síðari ár hittumst við því sem næst á hverj- um degi. Ég á eftir að sakna þess að hlusta á þig spila og syngja fallegu lögin hans Sigfúsar og fleiri. Ég á eft- ir að sakna þess að sjá þig í Höfða, þeim yndislega stað en andi þinn mun svífa þar yfir um ókomin ár. Kæra vinkona, öll eigum við eftir að sakna þín, en ég sé þig í anda, þarna uppi, alsæla, stjórnandi þínum eigin engla- kór. Far þú í friði, guð blessi þig. Guðlaug. Okkur langar að minnast Guðrún- ar Pálsdóttur sem lést fostudaginn 11. ágúst sl. á nítugasta og fyrsta aldursári. Guðrún skipaði ávallt sér- stakan sess í okkar fjölskyldu. Móðir hans byrjaði í vist hjá Guðrúnu skömmu eftir lát eiginmanns hennar, Héðins Valdimarssonar, og tengdust þær ævilöngum vináttuböndum sem aldrei bar skugga á. Guðrún lét sér alltaf mjög annt um okkur og til marks um tengslin höfum við bræð- urnir ávallt kallað hana ömmu í dag- legu tali. Guðrún Pálsdóttir var sterkur og svipmikill persónuleiki. Hún var kennari að mennt og kenndi söng um árabil m.a. við Melaskóla og Miðbæj- arskólann í Reykjavík. Tónlistin vkr því aldrei langt undan þegar komið var til hennar í Bólstaðarhlíðina. Heimilishaldið var með miklum myndarskap enda Guðrún afar gest- risin. Minnumst við sérstaklega margra glæsilegra jólaboða í Bólstað- arhlíðinni með nánustu ættingjum hennar. Það era ánægjulegar endur- minningar sem við búum að. I heim- sóknum til Guðrúnar kom umræðan jafnan inn á bókmenntir, tónlist, auk málefna líðandi stundar. Guðrún var einkar vel að sér, las mikið og hafði fjölbreytt áhugasvið. Heimilislífið bar glöggt vitni um þennan menningar- áhuga enda listhæfileikinn ríkur í ættinni. Dóttir Guðrúnar, Bríet Héð- insdóttir heitin, leikari og leikstjóri, var miklum hæfileikum gædd, svo og dætur Bríetar; Laufey, Guðrún Theodóra og Steinunn Ölína sem einnig hafa fetað listabrautina. Jafnframt minnumst við heimsókn til Guðrúnar í Höfða í Mývatnssveit á sumrin. Umfangsmikil skógrækt við Höfða í Mývatnssveit ber einstakt vitni um myndarskap og stórhug Guðrúnar og Héðins eiginmanns hennar. Einnig sú höfðinglega ákvörðun hennar að gefa mestallt land Höfðans til Skútustaðarhrepps. Skógi vaxinn höfðinn er einstök nátt- úraperla en fáir höfðu trú á því á sín- um tíma að þessi ræktun væri mögu- leg. Guðrún kenndi söng til margra ára og var fjölmenntuð á því sviði. Kennarinn blundaði ávallt með henni og þannig lagði hún alltaf áherslu á gildi traustrar menntunar, tungu- málaþekkingar og víðsýni við mig. Hún fylgdist af áhuga með námi mínu og störfum að því loknu. I heimsókn- um okkar til hennar á síðustu aldurs- áram hennar var hún enn þá jafn- skarpskyggn og -glögg sem áður, fylgdist vel með þjóðmálaumræðunni í landinu sem og þróun í alþjóðamál- um. Á hvora tveggja hafði hún ígrundaðar skoðanir. Svo vel var hún að sér í þessum efnum að maður þurfti að vera vel lesinn til að fylgja henni eftir í umræðu. Dæmi um áhuga hennar á tónlist og að takast á við ný viðfangsefni var að hún hóf gít- amám á níræðisaldri. Nú þegar komið er að leiðarlokum minnumst við Guðrúnar Pálsdóttur með mikilli hlýju og vottum Lauf- eyju, Guðrúnu Theodóra og Stein- unni Ólínu og öðram ættingjum hennar innilega samúð okkar. Emil Breki, Hulda og Rúnar. ÞORHALLUR BENEDIKTSSON + Þórhallur Bene- diktsson fæddist í Beinárgerði, Völlum, 5. júlí 1952. Hann varð bráðkvaddur í Reykjavík 12. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Bene- dikt Sigfússon, f. 18. ágúst 1920, d. 6. febr- úar 1997, bóndi í Beinárgerði, Völlum, og kona hans Helga Bjarnadóttir, f. 19. nóvember 1919 sem dvelur nú á sjúkra- húsinu á Egilsstöð- um. Þórhallur ólst upp í Beinár- gerði ásamt fimm systkinum sem eru: Birna Jónina, f. 1940; Sigfús Guðbergur, f. 1942; Klara, f. 1944; Jóhannes Óskar, f. 1946 og, Gunn- ar Smári, f. 1961. Þórhallur hóf sambúð árið 1979 með Sigríði K. Guðmundsdóttur, f. 29.desember 1951 og bjuggu þau á Jaðri, Völlum, og víðar. Eignuðust þau þijár dætur; Ingibjörgu Helgu, f. 26. janúar 1980, hennar sam- býlismaður er Bjarni Þór Broddason, f. 2.janúar 1974 og búa þau í Garðabæ; Sig- urveig Benedikta, f. 24. september 1983 og Jóna Sigurbjörg, f. 10. apríl 1986. Syn- ir Sigríðar eru Þór- arinn Árnason, f. 27. desember 1972, býr í Reykjavík og Guð- mundur Árnason, f. 12. desember 1973, sambýliskona hans er Hrafnhildur Heiða Jóns- dóttir, f. 22. maí 1981, þau búa á Egilsstöðum. Þórhallur og Sigríður slitu sam- búð 1988, sambýliskona Þórhalls frá 1995 var Elín Björg Valdórs- dóttir, f. 2. nóvember 1955. Útför Þórhalls fór fram frá Eg- ilsstaðakirkju 19. ágúst. arbrag og heimili þeirra á Sjafnar- götu 14 hér í borg var sérstætt og glæsilegt. Það var haustið 1950, að ég sá Guðrúnu fyrst, þegar ég kom fyrst á heimili hennar með Bríeti, en við höfðum kynnst þetta sama haust, Guðrún þá nýorðin ekkja, Héðinn hafði látist snögglega skömmu áður. Mér hefur alltaf fundist miður að hafa aldrei kynnst Héðni, ekld einu sinni séð hann, en þeim mun betur kynntist ég Guðrúnu, enda varð ég heimagangur á heimili þeirra upp frá þessu. Guðrún var mér góður vinur og var lærdómsríkt að kynnast lífs- reynslu hennar og lífsviðhorfi. Hún var snemma sjálfstæð í hugsun og fylgdi hugsjónum sínum eftir með því að bijótast til mennta, sem heldur var fátítt meðal kvenna á þessum ár- um. Það sýnir hversu sjálfstæð hún var, að hún hélt áfram kennslustörf- um eftir að hún giftist, hef ég heyrt að það hafi vakið furðu margra, ekíri síst þar sem Héðinn var vel efnum búinn. Hún vildi nýta hæfileika sína og þá menntun, sem hún hafði aflað sér. Hún mun þó hafa látið af störfum ut- an heimilis eftir að Bríet fæddist. Nafnið Bríet er komið frá tengda- móður hennar, hinni miklu kvenrétt- indakonu Bríeti Bjamhéðinsdóttur, en afar kært var með þeim tengda- mæðgum og dáði Guðrún hana og Bríet mat hina gáfuðu og listhneigðu tengdadóttur sína. Veit ég, að það var afdráttarlaus ki-afa Guðrúnar að einkadóttir hennar hlyti nafn föður- ömmu sinnar. Geta má nærri hvílíkur gleðigjafi dóttirin Bríet var foreldram sínum, slíkt efnisbam sem hún var. Við æskuvinkonur Bríetar voram meira og minna heimagangar á heim- ili þeirra mæðgna og nutum ómældr- ar gestrisni. Veitingar vora ávallt miklar og góðar og naut „frostings- terta“ Guðrúnar mikilla vinsælda, enda höfðum við ekki fyrr fengið ann- að eins hnossgæti og var tertan góða nánast einkennisréttur á Sjafnargötu 14. Það var eitt árið að við vinkonur Bríetar, sex að tölu, hugðumst fara í páskaferð í sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur. Þegar til kom reyndist ófært. Útilegan var þá flutt að Sjafn- argötu 14, í tumherbergi, sem kallað var svo, en það hafði verið vinnustofa og bókaherbergi Héðins. Þar sváfum við í svefnpokum, borðuðum nestið í andrúmslofti þrangnu bókum og menningu og hefur þetta verið okkur ógleymanleg „ferð“. Þetta er eitt dæmi af mörgum, þar sem við nutum vinsemdar og skilnings Guðrúnar. Guðrún átti sér unaðsreit að Höfða við Mývatn. Þjóðin þekkir þennan stað ekki síst eftir að Guðrún gaf henni „Höfðann“ sjálfan. Þar undi Guðrún sér flest sumur, og þeir era ófáir, sem hafa notið gestrisni Guð- rúnar og unaðssemda náttúrannar þar. Þar ræktuðu þau Héðinn tré, sem era orðin allnokkur skógur, þai- er ríkt fuglalíf, sem gerir svæðið að einstakri náttúraperlu. Bríet, dóttir Guðrúnar, eignaðist dótturina Laufeyju ung að áram með fyrri manni sínum, Sigurði Emi Steingrímssyni. Bríet fór síðar til náms í Austurríki og tók Guðrún þá dótturdóttur sína að sér. Nokkram áram síðar hætti hún föstu starfi utan heimilis. Guðrún var skemmtileg kona, hafði „húmor“ í besta lagi og var gef- andi að vera í hennar félagsskap. Hún gat verið strangur uppalandi, þegar það átti við og sjálfsagt hafa unglingsár Bríetar og okkar vin- kvenna hennar oft á tíðum verið henni áhyggjuefni, en tiltæki okkar voru ýmiss konar eins og unglinga er háttur, þótt annars eðlis væra, en nú er. Þótt lífið hafi verið henni gjöfult á mai-ga lund, fór hún ekki varhluta af andstreymi þess. Ung að áram veikt- ist hún af berklum og dvaldist lang- dvölum erlendis af þeim sökum, fjarri eiginmanni og dóttur og má nærri geta hversu þungbært það hefur ver- ið. Oll systkini sín hefur hún misst, mörg þeirra fyrir aldur fram, og það var ekki síst erfið reynsla þegar hún missti systur sína Margréti langt fyr- ir aldur fram, sem jafnframt var hennar besta vinkona. Mann sinn missti hún tæplega fertug að aldri. Þyngst var þó höggið þegar Bríet dóttir hennar, hin gáfaða og dáða Elsku pabbi. Ég sendi þér kæra kveðju, núkominerlífsinsnótt. Þig umveQi blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem íifir oglýsirumókomnatíð. (Þórunn Sig.) Hinsta kveðja, Helga, Benedikta og Jóna. HEIÐA BJÖRK VIÐARSDÓTTIR , + Heiða Björk Við- arsdóttir fæddist í Reykjavík 19. júní 1980. Hún andaðist á Landspitalanum við Hringbraut 10. ágúst síðastliðinn og fór útför licnnar fram frá Fella- og Hóla- kirkju 17. ágúst. I tvö ár átti ég heima á sama stað og Heiða. Við voram mjög góðar vinkonur, næstum eins- og systur. Ég man eftir því þegar hún sýndi mér balletskóna sína sem héngu uppá vegg, en ég man ekki eftir því hvort hún var í ballet. Hún var alltaf heiðarleg og sveik aldrei loforð, trúði alltaf því sem ég sagði og var aldrei reið útí mig. Þegar ég fór frá Heiðu hélt ég að ég myndi aldrei hitta hana aftur, en svo í fyrra hitti ég hana. Þegar ég og mamma sáum svo mynd af henni í sjónvarpinu trúðum við ekki hvað hafði gerst, ég grét og grét. Mér finnst svo skrítið af hverju Guð leyfir ekki fólki að halda áfram að lifa til gamals aldurs, því þá lærir það og veit meira um lífið. Ég trúi á himna- ríki og ég veit að hún Heiða er þar og líður vel. Ég votta fjölakyldu hennar ogvinum dýpstu samúð. Ásrún Birgisdóttir. Elsku Heiða mín. Það er svo sárt að missa þig, elsku vinkona, þú varst alltaf svo hress og kát og komst mér alltaf í gott skap. Það var svo gott að hitta þig á Þjóðhátíðinni þegar þú komst upp í tjald til okkar og við töl- uðum um að hafa meira samband eft- ir Þjóðhátíð og þú minntist á að þú værir svo hamingjusöm og þegar þú sást litlu dóttur mína sagðist þú ætla eignast lítið barn einhvem tíma en ekki alveg strax, það væri nægur tími. Hveijum hefði dottið í hug að þetta væri í síðasta skipti sem ég fékk að hitta þig ? Þegar ég frétti af þessu hræðilega slysi hugsaði ég strax til þín en nei það gat ekki verið þú hafðir komið heim til mín þremur tímum áður, því miður var ég ekki heima, en svo daginn eftir fékk ég að vita að þú hafðir verið með og þann 10. ágúst fékk ég símtal sem ég fæ aldrei gleymt. Góði Guð, takk fyrir þann tíma sem ég fékk að þekkja Heiðu, ég gæfi mikið til þess að fá að hitta hana aft- ur og segja henni allt sem ég átti eftir að segjahenni. Nú kveð ég þig, elsku vinkona, minning þín lifir í hjarta mínu. Megi Guð geyma þig og vemda um alla ei- lífð. Þín verður sárt saknað. Vil ég einnig votta fjölskyldu og vinum mína dýpstu samúð, Guð veri með ykkur á þessum sorgartímum. Kær kveðja, Elva Björk. Elsku Heiða, Þrátt fyrir þennan stutta tíma sem ég þekkti þig þá varstu mér mjög kær vinkona. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Þegar mér leið illa varstu til staðar og þú komst mér alltaf í gott skap og fékkst mig til að gleyma vandamál- unum. Þótt ótrúlegt sé finnst mér eins og okk- ur væri ætlað að kynn- ast, því við náðum svo rosalega vel saman. En þegar við kynntumst var ég rosalega döpur en þú vildir samt vera vinkona mín. Þú fékkst mig til að horfa á lífið í nýju ljósi og sýndir mér hversu mikilvægt lífið er. Ég man daginn áður en þú lentir í slysinu*- hringdir þú í mig og mér leið eitthvað illa en þú sagðist ekki geta hitt mig vegna þess að þú varst að fara til Eyja og þá hringdir þú í Ranný og Jóa og baðst þau að tala við mig. Ég hugsaði þá með mér hvað ég væri heppin að eiga svona góða vinkonu. Þú gerðir allt til þess að hjálpa mér en mér finnst að ég hafi aldrei fengið tækifæri til þess að endurgjalda þér. Þú varst svo lífs- glöð, svo ánægð með lífíð og tilver- una og allt var að ganga í haginn hjá þér. Mér finnst mjög leiðinlegt að ég gat ekki eytt eins miklum tíma með þér og ég vildi, því við voram bara rétt að byija lífið saman sem vinkon- ur. En nú ert þú farin. Ég veit að þú < , ert farin til betri staðar, og ég veit að við eigum eftir að hittast á ný. En , mér finnst það svo ósanngjarnt því , ég vildi að þú værir hjá mér núna. Þú varst orðin ein af bestu vinkonum mínum og ég veit að þér fannst það í líka um mig. Ég á eklri það mikið af 1 vinkonum að ég hafi efni á að missa eina svona góða. En ég mun aldrei : gleyma þér, Heiða mín, þú munt allt- af eiga stað í hjarta mínu. Við vottum fjölskyldu Heiðu inni- 1 legustu samúð. Rut Sigtryggsdóttir og * • Stefán Örn Stefánsson. OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN j UUl.Mi!,! II ill • 101 REYKJAVIK | LÍKKISTUVINM ’STOTA EYVINDAR ÁRNASONAR UTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþ j ónus tu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Svcrrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is V 1 j |’ f 1 /V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.