Morgunblaðið - 20.08.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 20.08.2000, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL VÆGT AÐ HAFA GOTT A UGA FYRIR FÓLKIOG UMHVERFI VIÐSKIPnXIVINNULÍF ÁSUNNUDEGI ► Andrea Brabin er fædd x Reykjavík árið 1968 og ólst þar upp til sextán ára aldurs. Þá flutti hún til New York og hóf þar fyrirsætu- störf. Eftir það bjó hún og starfaði í helstu stórborgum heims eða til ársins 1997 þegar hún fluttist til íslands. Ári síðar stofnaði hún ásamt Jóni Þór Hannessyni, eiganda Saga Film, fyrirtækið Casting ehf. sem sérhæfir sig í að finna fólk til að koma fram í auglýsing- um og kvikmyndum auk þess sem fyrirtækið stendur að námskeið- um sem tengjast starfseminni. Andrea á eitt barn, Evu Lenu Brab- in Ágústsdóttur, og er í sambúð með Hrannari Péturssyni, upplýsingafulltrúa ISAL. Morgunblaðið/Árni Sæberg Oft koma margir til álita í sama hlutverkið og þá fer fólkið gjarnan í prufutökur þar sem það fær að spreyta sig fyrir framan tökuvél. Eftir Hildi Einorsdóttir að eru töluverðar annir á skrifstofu Casting ehf. þegar blaðamann ber að garði snemma morguns. Síminn hringir stöðugt og fólk er að koma í prufumyndatöku því verið er að leita að fólki í erlenda kvikmynd sem á að taka hér á landi á næstunni. Ljósmyndimar verða síðan sendar utan þar sem ákvörðun verður tekin um framhaldið. Casting ehf. hefur frá upphafi sér- hæft sig í því að fínna fólk sem hefur áhuga á að koma fram í sjónvarps- auglýsingum og kvikmyndunum, innlendum sem erlendum. Að sögn Andreu Brabin, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, hefur þessi starfsemi sífellt verið að vinda upp á sig. „Nú er svo komið að meirihlutinn af því fólki sem við sjáum í íslenskum sjónvarpsauglýsingum er á skrá hjá okkur. Hér hafa því í raun allir sem hafa áhuga á þessum störfum tæki- færi til að spreyta sig. Þróunin hefur þó verið sú að við erum einnig komin með fyrirsætur á skrá hjá okkur því auglýsingastof- umar hafa í síauknum mæli verið að leita til okkur í sambandi við gerð auglýsinga í blöðum og tímaritum. Fyrisætumar em ekki margar enn sem komið er en þeim fer fjölgandi." Hjá okkur hafa allir tækifæri til að spreyta sig Andrea er spurð að því hvernig starfið gangi fyrir sig. „Þeir sem sjá um að finna hæfi- leikafólk í auglýsingu eða kvikmynd þurfa að byrja á því að kynna sér handritið að verkinu en þar er að finna lýsingar á persónum og um- hverfi. Við reynum að átta okkur á hvað það er sem leikstjórinn vill fá fram og síðan hefst leitin. Við emm með fjölda fólks á skrá hjá okkur og byrjum að leita þar eða við auglýsum eftir fólki eða gemm starfsmenn okkar út af örkinni til að leita að nýj- um andlitum. Oft koma margir til álita í sama hlutverkið og þá fer fólkið gjarnan í pmfutökur þar sem það fær að spreyta sig fyrir framan tökuvél. Starfsfólk hjá okkur sér um þessar upptökur og sá sem stjómar þeim kallast á ensku casting director eða pmfuleikstjóri, en þaðan er nafnið á fyrirtækinu komið. Leikstjórinn skoðar upptökumar og ef mikið er í húfi prófar hann fólkið sjálfur og tekur síðan ákvörðun um hver fær hlutverkið.“ Hvað þarf pmfuleikstjóri eða sá sem er að leita að hæfaleikafólki í auglýsingu eða kvikmynd að hafa til bmnns að bera? „Það sem gildir í þessu starfi er að hafa gott auga fyrir fólki og um- hverfi. Pmfuleikstjóri þarf að geta áttað sig á hvað leikstjórinn vill fá fram og sjá fyrir sér hvernig hann hugsar sér verkið. Hann þarf því að átta sig á leikmyndinni, búningum og jafnvel hvemig klippingu mynd- arinnar verður háttað. Þannig getur hann betur gert sér grein fyrir hvaða persónugerð hæfir hlutverk- inu.“ Á fyrirtækið til helminga við Jón Þór í Saga Film Til að þjálfa tilfinningu sína fyrir þessum hlutum segist Andrea horfa töluvert á kvikmyndir auk þess sem hún sleppir því ekki að horfa á auglýsingatíma sjónvarpsstöðv- anna. „Við fáum líka sent til okkar úrval erlendra sjónvarpsauglýsinga mánaðarlega sem við horfum á.“ Hvernig kom það til að þú fórst út í þetta starf? „Upprunalega kom hugmyndin að fyrirtækinu frá starfsmanni Saga Film sem bar hana undir Jón Þór Hannesson, eiganda fyrirtæksins. Jón Þór kallaði mig á sinn fund og spurði hvort ég hefði áhuga á að tak- ast á við þetta verkefni. Ég hafði starfað fyrir nokkur erlend fyrirtæki sem lausamaður við að finna fólk í innlendar og erlendar auglýsingar. Þar að auki hafði ég sjálf farið í gegnum fleiri þúsund pmfutökur í gegnum árin vegna stai-fa minna við auglýsingar í sjónvarpi og þekkti því vel til verka. Eitt af mínum fyrstu verkefnum á þessu sviði var að finna sjómenn, sem höfðu Iífreynsluna svo að segja skráða í andlitið. Ég sat á Kaffivagn- inum í nokkra daga til að leita að þessum andlitum og tók myndir sem leikstjórinn fékk að velja úr. En þetta starf krefst líka töluverðrar þolinmæði. Á þessum tíma var ég nýbúin að eignast dóttur mína og hugsaði fyrst og fremst um hana. Svo langaði mig að mennta mig meira. Ég sé þó ekki eftir að hafa tekið þá ákvörðun að stofna fyrirtækið sem ég á til helm- inga við Jón Þór. Það hefur verið einstaklega skemmtilegt að byggja upp fyrirtækið og ég hef öðlast ómetanlega reynslu á þessu sviði.“ Sá um val á aukaleikurum í kvikmyndina 101 Reykjavík Andrea segir að verkefnin sem hefur rekið á fjörur hennar síðan fyrirtækið tók til starfa hafi verið af- ar fjölbreytileg. „Stærsta verkefni okkar hingað til var val á öllum aukaleikurum í kvik- myndina 101 Reykjavík. Það var mjög gaman að takast á við þá áskor- un. Leikstjórinn Baltasar Kormákur sýndi í raun mikið hugrekki og fram- sýni að taka þá áhættu að fela ný- stofnuðu fyrirtæki að sjá um þennan þátt. Á auglýsingasviðinu höfum við starfað með bæði innlendum og er- lendum fyrirtækjum og þar hafa verkefnin verið ótrúlega fjölbreyti- leg. Auglýsingagerð fyrir sjónvarp hér innanlands hefur fai'ið mjög fram á síðari árum. Islenskir leik- stjórar eru á heimsmælikvarða og i margir eru að gera það gott erlendis. I Meira er lagt í handritsgerð en áður I og mjög faglega er staðið að kvik- myndatökunni. Enda hefur orðið töluverð aukning á því að erlend fyr- irtæki láti íslendinga gera fyrir sig auglýsingamyndir. Erlend auglýsingafyrirtæki hafa leitað til okkar milliliðalaust í aukn- um mæli í leit að ákveðnum mann- gerðum í sjónvarpsauglýsingar. Það skiptir þessa aðila ekki máli hvaðan fólkið er heldur að það hafi rétta út- litið. Það munaði til dæmis ekki nema hársbreidd að Pétur Einars- son leikari fengi hlutverk í Skoda- auglýsingu sem tekin var upp í Prag og hefði verið spennandi verkefni. Þrjár fyrirsætur á okkar vegum voru valdar til að leika í auglýsingu fyrir þýsku verslunarkeðjuna Kar- stadt. Okkar hlutverk að finna ný og ný andlit Það kemur fram í máli Andreu að það er eftirsóknarvert að koma fram í erlendum sjónvarpsauglýsingum því launin eru góð. „Fyrir utan hvað þetta er stórskemmtileg reynsla," segirhún. Hvernig hefur tekist að finna fólk í þau fjölbreytilegu hlutverk sem eru í boði? „í upphafi var það mjög erfitt vegna þess að fólkið þekkti ekki fyr- irtækið okkar en nú er það mun auð- veldara og fólk kemur hingað af sjálfsdáðum auk þess sem við auglýsum reglulega eftir fólki, stundum í ákveðin verkefni en í öðr- um tilvikum vantar okkur fleira fólk á skrá hjá okkur. Því það er okkar hlutverk að vera alltaf með ný og ný andlit. Við förum líka á mannamót til að leita að fólki eins og á skemmtanir hjá eldri borgurum, í Kringluna eða í miðbæinn. Sem dæmi um það hvað okkur gengur vel að fá fólk til starfa má segja frá því að í fyrra fengum við það verkefni að finna karl og konu á sextugsaldri til að sitja nakin fyrir framan sjónvarp uppi á jökli. Við héldum að það yrði mjög erfitt að finna fólk sem vildi gefa sig í þetta. En við fengum 8-10 manns af hvoru kyni sem voru til í slaginn. Leiksijórinn verður að geta treyst því að þú vitir hvað þú ert að bjóða Andrea segir að starfsfólk á skrif- stofu eins og Casting þurfi að þekkja vel fólkið sem það er með á skrá þannig að það geti mælt með því. „Leikstjórinn verður að geta treyst því að þú vitir hvað þú ert að bjóða upp á. Éyrir utan að hafa rétta útlitið þarf fólkið að vera tilbúið til að taka að sér verkefnið. Það þarf líka að vera stundvíst og samviskusamt. Það getur því tekið nokkrar vikur að finna rétta fólkið. Þetta á einkum við um kvikmyndirnar en fæstir átta sig á hvað þetta starf getur verið tíma- frekt.“ Hér áður fyrr var mjög áberandi að þeir sem komu fram í auglýsing- um væru annaðhvort þekktir leikar- ar eða fyrirsætur - er þetta ekki að breytast? „Jú, það hefur verið tilhneiging til þess bæði hér og erlendis að nota óþekkt andlit í auglýsingar. Skýr- ingin er sú að viðskiptavinurinn fer fram á það að hafa sitt eigið auð- kenni sem önnur fyrirtæki hafa ekki sem er aðalleikarinn í auglýsingunni og leikstjórinn vill gjarnan að sá sem er í aðalhlutverkinu sé hans upp- götvun. Stendur fyrir auglýsinga- og kvikmyndanámskeiðum Andrea segir að það sé ótrúlegt hvað leynist hér mikið af hæfileika- ríku fólki á þessu sviði, hvort sem það eru leikarar, fyrirsætur eða fólk utan af götunni. „Þú veist aldrei hvað kemur inn á borð til þín, þess vegna er eins gott að vera við öllu búinn,“ segir hún. Til þess að búa fólk undir þessi störf hefur Casting ehf. gengist fyrir auglýsinga- og kvikmyndanámskeið- um sem hafa verið vel sótt. Þar er meðal annars kennt hvernig best er að koma fram fyrir framan tökuvélar og hvernig texti er lesinn, lærður og brotinn til mergjar. Starfsfólk Cast- Morgunblaðið/Árni Sæberg Andrea Brabin, framkvæmdastjóri Casting ehf. i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.