Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Meira um drauma Atli Hraunfjörð skrifar: í GREIN sem birtist í Morgunbl. 10 ágúst sl. fjallaði ég lauslega um kenningar dr. Helga Pjeturss um drauma. Ég tel rétt að skýra það ít- arlegar en þar kom fram. Eftir áratuga langar athuganir á eigin draumum og athugunum ann- arra vísindamanna sem á þeim tíma birtu rannsóknir sínar, auk rita um draumreynslu manna víða um heim, birti hann niðurstöðu rannsókna sinna í ritinu Nýall árið 1922. „Eðli drauma er mjer nú kunnugt orðið. Mjer er það alveg ljóst, að jeg skipti um meðvitund, þegar jeg vakna. I svefni fæ ég þátt í lífi einhvers ann- ars,“ segir hann og einnig „draumur- inn er líf en ekki endurminning um líf, eða hugsun um líf.“ Og síðar. „Það sem ein augu sjá, getur komið fram, eigi einungis í þeim heilanum sem augun fylgja, heldur einnig í öðrum.“ Dr. Helgi benti á drauma- frásagnir einstaklinga sem fengu staðfestingu á að það sem þá dreymdi, var í rauninni að gerast á meðan draumurinn átti sér stað og að sjálfsögðu tók það jafnlangan tíma og draumurinn varði. Það er að segja, að draumur eins var vökulíf annars og var í sumum tilfellum að gerast í nágrenni við draumgjafann. Nú, ef vökulíf eins verður að draumi hjá nágrannanum hvað þá um alla aðra drauma? Sumir draumar eru mjög skýrir, þannig t.d. að dreyma- ndanum finnst að hann eigi margar og merkar minningar, um hluti eða staði sem ber fyrir augu í draumn- um, atriði sem jafnvel ekki er að finna hér á jörðu. Dr. Helgi segir frá draumi þar sem hann kemur niður á hafnarbakka og sér stórt og tignar- legt seglskip sem hann kannast við og á þaðan margar og góðar minn- ingar. í raunveruleikanum hafði hann aldrei séð svona skip né verið þar um borð og gat þar af leiðandi ekki átt minningar þaðan. Dr. Helgi dró þá ályktun að draumurinn eigi sér upptök utan jarðar og þannig sé það með flesta drauma. Draumur eins, er ávallt vökulíf annars og oft- ast við íbúa annarra hnatta í geimn- um. Sem rök fyrir draumakenning- unni, tók hann til dæmi sem hver og einn getur athugað á eigin spýtur. Mann dreymir hest og á um hann minningar og ber til hans hlýjar til- finningar. í vöku hefur maðurinn aldrei átt hest og ekki nálgast þá vilj- andi á sinni ævi. Þegar hesturinn í draumnum er borinn saman við þá hesta sem hann getur skoðað í ná- grenninu, sér hann, að athöfnin að horfa á hest og dreyma hest, er næstum sama tilfinning, þar með að skynja lit kyn og form. Að hugsa um hest, eða rifja upp sýnina um hest, er ekki það sama og sjá hest. Bestu og markverðustu draumarnir eru skýr- ir og þeim fylgir alltaf tilfinning, góð eða slæm samkvæmt efni draumsins. Dr. Helgi fann það einnig út, að hverjum draumi fylgir mögnun, sem aðeins kemur til við samband draumgjafa og draumþega og veldur því að alla verður að dreyma, annars er voðinn vís. Flestir draumar eru ruglingslegir og sundurleitir og aðr- ir draumar eru hreinasta martröð. Þó er þetta allt raunveruleiki. Dag- legt líf fólks er ekki alltaf dans á rós- um, það lendir í ýmsu misjöfnu og veldur einnig öðrum misjöfnu og þannig er um veröld alla. Draum- gjafaskiptin eru svo ör að heildar- mynd draumsins er ein della og magnleysið um morguninn í sam- ræmi við það, í stað fullkomins draums og mikillar mögnunar eða hleðslu og vellíðanar. Draumar geta endurspeglað líf einstaklingsins, en það er samt ekki hans eigið líf sem hann dreymir, heldur líf annars. Kemur þar til lögmál sem dr. Helgi kallar stillilögmál. Lögmál sem hef- ur áhrif á manninn og lífríkið og síð- ast en ekki síst á drauma og hvað mann dreymir, en meira um það síð- ar. ATLIHRAUNFJÖRÐ Marargrund 5, 210 Garðabæ. OKKAR LANDSFRÆGU MATAR- OG KAFFIHLAÐBORÐ KAFFI laugardags- og sunnudagskvöld ta sunnudaga kl. 14 -17 Sktðaskáíinn í Hveradöíum Sími. 567 2020 Trönuhrauni 6, Hafnarfiröi Sími 565 1660 Staðfesta þwf pantanit jyrir 2i• ágúst. 1 Innritun er hafin! Ný námskeið byrja 28. ágúst NÝTT-NÝTT: 1. ^ á vnovgnana ■mVíVUNLElÐAÐ B VR.1 A D AGlNNj FUNDIR VIGTUN MÆLING MATARÆÐI jsb - góður staðurfyrir koriu IBliliiI FRA TOPPI TIL TAARI Námskeið sem hefur veitt ótalmörgum konum frábæran árangur. Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum, sem berjast við aukakílóin. Uppbyggilegt, lokað námskeið. Fimm tímar í viku, níu vikur í senn. Góður matarkúr sem fýlgt er eftir daglega með andlegum stuðningi, einkaviðtölum og fyrirlestrum um mataræði og hollar lífsvenjur. Heilsufundir þar sem farið er yfir forðun, klæðnað, hvemig á að bera líkamann og efla sjálfstraustið. FRA TOPPI TIL TAAR n - framhald Námskeið fyrir þær sem vilja halda áfram í aðhaldi. Fijálsir tímar, 9 vikur. Fundir lx í viku í 9 vikur. Námskeið fyrir eldri borgara... Grundvallaratiiði upplýsmgatækni Windou's styrikerfid Word rit\4nnsla Notkuu Intornotsins Námskeiðlð hefst 5. septembev. og Kkiu' 6. oktobet. Kennt verðui A l>i Iðjtuioguin og flinnittuioguin frákl.9«0 0112.-00 Nánari upplvsingar og innritun t siniuni S55 4980 og 544 4500 ... 60 ára og eldri Nýi tölvu viðskiptaskólinn Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Slmi: 555 4980 - Fax: 555 4981 Hllðasmára 9- 200 Kópavogi - Sfmi: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoii@ntv.is - Heimasföa: www.ntv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.