Morgunblaðið - 20.08.2000, Side 1

Morgunblaðið - 20.08.2000, Side 1
STOFNAÐ 1913 189. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Anatolý og Sophia Leonov, foreldrar eins þeirra 118 sjóliða sem eru um borð í kafbátnum Kúrsk, sem hvflir nú á botni Barentshafs, biðu þess í gær á flugvellinum í Múrmansk að verða færð til fundar við aðra aðstandendur sjóliða Kúrsk. Bresk-norsku björgunarsveitarinnar bíður erfítt starf í Barentshafí Rússar telja nær enga von um mannbj örg Múrmansk. AFP, Reuters. TALSMENN rússneska Norður- flotans sögðu í gær, laugardag, að áhöfnin sem hafi verið í fremsta hluta kjarnorkukafbátsins Kúrsk er hann sökk í Barentshafið sl. laugar- dag hafi að öllum líkindum farist samstundis og að nær engin von væri til að þeir sem kynnu að hafa lif- að slysið af séu enn á lífi. „Að öllum líkindum hefur flætt inn í fremsta hluta bátsins og áhöfnin sem þar var látist á fyrstu andartökum slyssins,“ sagði Mikhail Mostak, aðmíráll í Norðurflotanum í viðtali við RTR- sjónvarpsstöðina rússnesku. I viðtal- inu sem sjónvarpað var beint í Rúss- landi, sagði Mostak að við spreng- inguna sem hafi orðið í Kúrsk hafi loftþrýstingur í kafbátnum hækkað verulega mikið og að litlar líkur séu þvi á að nokkur hafi lifað slysið af. Bresk-norska björgunarsveitin, sem á að aðstoða Rússa við að bjarga áhöfn kjarnorkukafbátsins Kúrsk sem liggur laskaður á botni Barents- hafs, var skammt frá slysstaðnum í gærdag og bundu menn nokkrar vonir við að LR5-björgunarkafbátn- um breska tækist betur upp við að ná festu á skrokki Kúrsk en björgunar- hylki Rússa. ígor Dygalo, talsmaður rússneska Norðurflotans, dró þó úr væntingum og sagði að erlenda björgunarsveitin myndi þurfa að kljást við aðstæður sem væru „meira en tvísýnar". Sagði hann jafnframt að ólíklegt væri að bresk-norsku sveitinni myndi takast betur upp en rússneskum björgunarsveitum. Bretar sögðu í gær að hugsanlegt væri að könnunarleiðangur yrði far- inn á laugardagskvöld. Ekkert lífsmark hefur greinst með 118 manna áhöfn Kúrsk síðan á mánudag og bíður björgunarmanna erfitt starf þar sem neyðarlúgur á skrokki bátsins, einu færu leiðirnar, virðast vera mikið skemmdar. Áður hafði verið talið að aftari lúgan væri fær en á fostudag reyndist svo ekki vera og olli það miklum vonbrigðum meðal björgunarmanna. Pá sagði Mostak við RTR í gær að nánast óhugsandi væri að sjóliðar væru á lífi eftir þann tíma sem liðið hefði frá slysinu. Ráðamenn gagnrýndir Örvæntingarfullir aðstandendur sjóliðanna um borð í Kúrsk veittust að Ilýa Klebanov, aðstoðarforsætis- ráðherra Rússlands og yfirmanni rannsóknamefndar Kúrsk-slyssins, í flotabænum Severomorsk á föstu- dag. Er reiði aðstandenda magnaðist var fréttafólki, sem á staðnum var, gert að yfirgefa salinn. „Hverjum er þetta allt að kenna?“ spurði kona á meðan önnur, eiginkona sjóliða, sagðist hafa heyrt nægar afsakanir fyrir aðgerðarleysi embættismanna. * Rússneska sjónvarpsstöðin RTR sagði í gær að hugsanlegt væri að Vladimír Pútín Rússlandsforseti, sem sætt hefur mikilli gagnrýni vegna afskiptaleysis af málefnum Kúrsk, myndi halda til Severomorsk síðdegis á laugardag. Rússneska dagblaðið Komsom- olskaya Pravda birti á föstudag áhafnarlista Kúrsk sem keyptur hafði verið af „nokkrum háttsettum aðilum" innan rússneska flotans á 18.000 rúblur. ÞUIMGT UM ALDRAD HJARTA Moskva er borg andstæðnanna 22 30 MIKILVÆGT AÐ HAFA GOTTAUGA FYRIR FOLKI OG UMHVERFI Inúítafjölskylda Vilhjálms Stefánssonar Og múftakonu hon« ■Mlk 6ð< I kvwðltk* Oanum InútHk. nyrttu IsMnomgabmO I haanl. t( im aS orOI konwK. SM PMuon hMUMMk Ol að htfð* t W««gnlr Hrna f«M * «»nv •klutum VUgtmw og PanmgaNOk og onðgum aflumwnu ptlrrs. / • Gíslatakan á Jolo-eyjum Skærulið- ar leg’gja fram nýjar kröfur Tagbak. Reutcrs, AFP. SAMNINGAMENN sem leitast við að fá 28 erlenda gísla, sem eru í haldi skæruliðasveita á Filippseyjum, leysta úr haldi, urðu frá að hverfa í gær eftir að gíslatökumenn höfnuðu því að sleppa gíslunum öllum í einu lagi. Sagði Rajab Azzarouq, samn- ingamaður.Líbýustjómar, sem beitt hefur sér í málinu, að Abu Sayyaf skæruliðasveitirnar hafi lagt fram nýjar kröfur á síðustu stundu. „Við verðum að hefja samningavið- ræður að nýju,“ sagði Azzarouq við fréttamenn þar sem hann var stadd- ur í herbúðum nærri svæði því sem er í höndum skæruliða, á suðurhluta Jolo-eyju. Sagði hann að skæruliðar væru tilbúnir að leysa gíslana úr haldi í nokkrum lotum en Joseph Estrada, forseti Filippseyja, hefur hafnað slíkum skilmálum. I gær var ekki Ijóst hvort samningaviðræður hefðu hafist að nýju. Skæruliðasveitirnar halda 12 er- lendum ferðamönnum, sex Frökkum, tveimur Þjóðverjum, tveimur Finn- um og tveimur Suður-Afríkubúum. Lewinsky-málið Dómari biðst af- sökunar Washington. Reuters. DÓMARI við bandarískan áfrýjunarrétt viðurkenndi í gær að fregnimar um að nýr kviðdómur hafi verið skipaður til að fara yfir gögn í málinu gegn Bill Clinton Bandaríkja- forseta hafi verið frá honum komnar. I yfirlýsingu sinni bið- ur Richard Cudahy dómari „alla sem að málinu koma“ fyr- irgefningar og að hann hafi óvart sagt frá því að kviðdóm- urinn hefði verið skipaður í við- tali um störf hins sérskipaða saksóknara í málinu, Richards Rays, en Cudahy er einn þriggja dómara sem hefur eft- irlit með störfum Rays og starfsmanna hans. Fregnaðist af skipan kvið- dómsins aðeins nokkrum klukkustundum áður en A1 Gore, varaforseti og frambjóð- andi Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum, hélt framboðsræðu sína og veittust demókratar harkalega að andstæðingum sínum í stjórnmálum fyrir að hafa lagt á ráðin um tímasetninguna. MORGUNBLAÐHJ 20. ÁGÚST 2000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.