Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Meiri pen- ingar - f leiri vandamál NÝR sjónvarpssamningur ensku úrvalsdeildarliðanna er í höfn og sá samningur var veitirenn meiri peningum inn í keppnina en áð- ur og þótti ýmsum nóg. Þrátt fyrir það er sjálfsmynd ensku knatt- spyrnunnar ekki sem best verður á kosið þessa stundina og í gær var frumsýning; enski boltinn fer að rúllar að nýju eftir sumar- leyfið. ^Jnglendingar hafa alltaf talið að Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson efsta deild þar í landi sé sú besta í heimi og sú skoðun breyttist ekki með stofnun úrvalsdeildarinnar, Premier League, og sjónvarps- samningurinn við SKY sjónvarps- stöðina og fjölmiðlakónginn Robert Murdoch. Þá fórpeningavélin fór af stað. Bosman-dóm- urinn gerði enskum félögum kleift að fá til sín snjalla leik- menn fyrir lítið og borguðu þess í stað himinhá laun til leikmanna og enska knattspyman sneri við blaðinu eftir mörg mögur og vond ár í kjölfar harmleiksins á Heysel-leikvanginum árið 1985. Uppskriftin hefur gengið vel til þessa og náði hámarki með sigri Manchester United í meistaradeild Evrópu árið 1999 en nú örlar á vissri taugaveiklun í Englandi þar sem margir af bestu knattspyrnumönn- um heimsins kjósa að leika í löndum í Suður-Evrópu í stað Englands. A sama tíma er mikill skortur á hæfi- leikaríkum innfæddum knattspyrn- umönnum. Úrslitakeppni EM í sum- ar var mikið áfall fyrir enska knattspyrnu og leikmenn liðsins brugðust inni á vellinum meðan enskir stuðningsmenn héldu lög- regluyfirvöldum við efnið, hvar sem þeir komu. Nú hefur Tony Blair for- Kvenna- landsliöið það 17. besta ÍSLENSKA landsliðið í kvennaknattspyrnu er í 17. sæti á styrkleikalista sem gefínn var út í lok júlí. List- inn er annar tveggja óopin- berra styrkieikalista Alþjóðaknattspyrnusam- bandsins og er staða liða fundin út með útreikningum á úrslitum landsleikja. fs- land færðist upp úr 21. sæti eftir naumt tap við Italíu fyrr í sumar þar sem ítölsku stúlkumar em í áttunda sæti. fsland leikur gegn tíkr- aínu á þriðjudag í afar mik- ilvægum ieik um þriðja sæt- ið íþriðja riðli Evrópu- mótsins. tíkraína er í 18. sæti styrkleikalistans og samkvæmt því ætti leikur- inn á þriðjudag að vera mjög jafn. Liðið sem hafnar í' þriðja sæti riðilsins leikur við England um aukasæti í úrslitakeppni Evrópumóts- ins. England er í 15. sæti listans og því er alls ekki fráleitt að ísland gæti strítt ensku stúlkunum næðu þær að komast í þann leik. Þýskaland, sem sigraði fsland 6:0 á fimmtudag, er í 5. sæti listans á meðan Nor- egur vermir toppsætið. Bandaríkin eru f öðru sæti, Kína í því þriðja og Brasilfa í því fjórða. sætisráðherra blásið í herlúðra og ríkisstjórn landsins hefur úthlutað enskum knattspyrnufélögum tæpum 7 milljörðum króna í verkefni sem skapa á framtíðarstjörnur Englend- inga. ímynd Englendinga veldur Blair áhyggjum og markmið hans er að heimurinn muni eftir sigrum Eng- lendinga á knattpymuvellinum og að afrek enskra áhangenda hverfí því í skuggann. Annað vandamál sem kom upp á yfírborðið í sumar er að þrátt fyrir að ensk knattspymufélög fái tæpa 140 milljarða króna á næstu þremur árum fyrir nýgerðan sjón- varpssamning þá hafa stór nöfn horf- ið af braut og dýmstu knattspymu- menn heimsins leika ekki í Englandi. Það kom aldrei til tals að Lois Figo frá Portúgal færi til Englands fyrir tæpa 5 milljarða og á sama tíma hurfu stjömur á borð við Emmanuel Petit og Marc Overmars til Spánar. Stærstu nöfnin í knattspyrnuheimin- um vilja leika í Suður-Evrópu. Frakkinn Zinade Zidane er efstur á óskalista allra stóm félagsliðanna en ensk félög eiga varla möguleika í baráttunni um hann þrátt fyrir þau bjóði himinhá laun; kannski of há? Endurskoðunarfyrirtækið Del- oitte og Touche hefur skilað árlegri skýrslu um rekstur enskra félaga og niðurstaðan var sú að launagreiðslur til leikmanna em of stór hluti af rekstrarkostnaði félaganna. Um 60% af tekjum félagana fara beint í launa- greiðslur og því verður lítið eftir til að gera vel við aðra hluti í rekstri fé- laganna. Með þessu áframhaldi verð- ur þróunin sú að þeir stærstu verða stærri og litlu félögin verða smærri og sum munu hverfa. Sé tekið meðal- tal af liðum í tveimur efstu deildun- um í ensku knattspyrnunni em tekjur úrvalsdeildarliðanna um fimmfalt hærri en liðanna í 1. deild- inni. I stuttu máli: Meiri munur á fé- lögunum, færri stjömur, færri hæfi- leikaríkir ungh- knattspyrnumenn og lélegri knattspyrna; kannski? Reuters Roy Keane og félagi hans hjá Manchester United, David Beck- ham, eru á meðal tekjuhæstu knattspymumanna heims. Mörg- um líst illa á þá þróun sem er að eiga sér stað í ensku knatt- spyrnunni þar sem launin hækka stöðugt og dæmi era um að 60% tekna félaga fari í launagreiðslur. Hærri laun hafa hins vegar ekki alltaf orðið til þess að knattspyman hafi batnað. Beláný til Breiðabliks GRÓTTA/KR hefur leigt hornamanninn Zoltán Beláný til 1. deild- ar liðs Breiðabliks i handknattleik. Er leigusamningurinn til eins árs. Bæði liðin unnu sér sæti í 1. deild karla á sl. vori. Beláný hefur verið í herbúðum Gróttu/KR undanfarin tvö ár, en í ljósi breyttra aðstæðna hjá félaginu, en það hefur m.a. fengið til liðs við sig hornamanninn Davíð Ólafsson frá Val, þá varð það að samkomuiagi að Beláný verði leigður til Breiðabliks. Beláný lék með IBV um nokkurra ára skeið áður en hann gekk í raðir Gróttu/KR. Alexei Triífan tók við þjálfun Blikana í vor og ætlar hann jafn- framt, að leika með liðinu. Silja og Einar lík- legust til afreka N ORÐURLAND AMÓT unglinga 20 ára og yngri verður haldið hér á landi 26.-27. ágúst. Mótið verð- ur haldið á Skallagríms- velli í Borgarnesi og er það í fyrsta sinn sem al- þjóðlegt frjálsíþróttamót er haldið utan höfuðborg- arsvæðisins. Mótið er liða- keppni milli Svíþjóðar, Finnlands, Noregs og sameiginlegs liðs Dan- merkur og Islands. Að auki er mótið Norður- Iandameistaramót í ein- staklingsgreinum. Um 300 erlendir kepp- endur koma til landsins til þátttöku og til viðbótar keppa 24 Islendingar. í fyrra var mótið haldið í Finnlandi og náði Einar Karl Hjartarson öðru sæti í hástökki og Silja tílfars- dóttir krækti í brons í 200 og 400 metra hlaupum. I ár verða einnig mestar vonir bundnar. við að þau nái góðum árangri. Egill Eiðsson landsliðs- þjálfari unglinga valdi eftirtalið frjálsíþróttafólk íliðið: Silja tílfarsdóttir.Eva Rós Stefánsdóttir, Anna Margrét Ólafsdóttir, Ylfa Jónsdóttir, Iris Jónsdótt- ir, Sigrún Fjeldsted, Björgvin Víkingsson, Daði Rúnar Jónsson, Ingi Sturla Þórisson, Óttar Jónsson, Jónas H. Hall- grímsson og Vigfús Dan Sigurðsson öll úr FH. Guðný Eyþórsdóttir, Hafdís Ösk Pétursdóttir, Gígja Gunnlaugsdóttir, Stefán Ágúst Hafsteins- son og Einar Karl Hjart- arson ÍR, Þórunn Erlings- sdóttir og Sigurður Arnar Björnsson, UMSS, Rósa Jónsdóttir, Fjölni, Ásdís Hjálmsdóttir og ívar Örn Indriðason Ármanni, Borghildur Valgeirsdótt- ir, HSK, Aðalheiður M. Vigfúsdóttir, Breiðabliki. Ungmennalandsmót á hverju ári SÚ tilraun að halda Ungmennalandsmót UMFÍ um verslunar- mannahelgina tókst vonum framar. Framkvæmdin var í hönd- um Héraðssambandsins Hrafna-Flóka og mótið var haldið í bæjunum þremur á svæði þess, Tálknafirði, Patreksfirði og Bíldudal. Hátt í eitt þúsund börn og unglingar á aldrinum 11-16 ára tóku þátt í átta íþróttagreinum og enn fleiri foreldrar og forráðamenn fylgdu þeim. Útkoman var vel heppnuð íþrótta- útihátíð, þar sem boðið var upp á ýmiss konar afþreyingu og skemmtanir fyrir gesti á öllum aldri. Eftir Víði Sigurðsson Heimamenn fyrir vestan lögðu mikinn metnað og mikla vinnu í að leysa gestgjafahlutverk sitt sem best af hendi og eiga hrós skilið fyrir sitt framlag, bæði und- irbúning og fram- kvæmd, og ekki síst viðmót í garð gestanna sem komu úr öllum landshlutum. Að sjálfsögðu eru alltaf einhverjir hnökrar á fram- kvæmd stórra viðburða en ekki voru þeir til að gera veður út af; frekar fyrir mótshaldara til að læra af. Það sem mestu máli skipti var að keppendur og forráðamenn þeirra áttu ánægjulega verslunar- mannahelgi með heilbrigðum for- merkjum og þar með var tilgangin- um náð. Ekki var annað að sjá en að ung- mennin skemmtu sér konunglega á mótinu; í keppni að deginum, á tónleikum og öðrum skemmtunum á kvöldin og við ýmsa aðra afþrey- ingu inni á milli. I þeim hópi sem ég var með fyrir vestan voru allir ánægðir, bæði yngri sem eldri, og sama stemmning virtist ráða ríkj- um allt í kringum okkur. Sumir þátttakendur létu sig ekki muna um að keppa í körfubolta eða sundi á Tálknafirði og mæta síðan í fót- boltaleik á Patreksfirði eða í frjáls- íþróttakeppni á Bíldudal strax á eftir. Þátttaka foreldra var meiri en áður hefur þekkst á ungmenna- landsmótum, án efa vegna þess að einmitt þessi helgi varð fyrir val- inu, og mótshaldarar voru sérstak- lega ánægðir með góða þátttöku í elsta flokknum, 15-16 ára. Hápunktur helgarinnar var stangarstökkskeppnin þar sem Vala Flosadóttir, „dóttir Bíldu- dals“, var mætt til leiks í sinni heimabyggð ásamt þremur erlend- um gestum. Sennilega hefur sjald- an eða aldrei verið meiri umferð yfir Hálfdán, fjallveginn milli Bíldudals og Tálknafjarðar, en þetta laugardagssíðdegi, fyrir og eftir keppnina. Nokkur þúsund áhorfendur, fleiri en byggja bæina þrjá samanlagt, hvöttu stúlkurnar svo undir tók í fjöllunum og mér er til efs að alþjóðleg keppni í stang- arstökki hafi áður verið haldin við slíkar aðstæður. Það var mögnuð sjón að sjá stúlkurnar svífa yfir rána með hrikaleg vestfirsk fjöllin í bakgrunni. Vala sigraði að sjálf- sögðu á heimavelli, stökk 4 metra og felldi 4,20 naumlega, og gaf síð- an eiginhandaráritanir í gríð og erg. Ungmennalandsmótin hafa ver- ið haldin á þriggja ára fresti til þessa og við mótsslitin í Tálknaf- irði var tilkynnt að næsta mót yrði á Snæfellsnesi, í umsjón HSH, eft- ir tvö ár. En með reynslu þessa móts að baki er það ekki nóg. Svona mót á að sjálfsögðu að fara fram árlega - þessi valkostur þarf að vera til staðar fyrir unglinga og forráðamenn þeirra um hverja verslunarmannahelgi héðan í frá. Þetta er kjörið tækifæri fyrir ung- mennafélagshreyfínguna til að ná betri fótfestu í nútímanum. Hún var gífurlega sterkt afl í þjóðfélag- inu frá stofnun og fram eftir liðinni öld en undan henni hefur fjarað smám saman með breyttum tímum og hún nær ekki lengur til nema takmarkaðs hluta íslenskra ung- menna. Mótshald sem þetta um hverja verslunarmannahelgi getur gjörbreytt ímynd og vægi hreyf- ingarinnar. Hún hefur nú mögu- leika á að sýna styrk og frumkvæði með því að halda næsta ungmenn- alandsmót í ágústbyrjun 2001 og festa sér þessa helgi til frambúðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.