Morgunblaðið - 20.08.2000, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 20.08.2000, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 27 sem les sjálfshjálparbækur því eng- inn vill hana. Þetta er allt voða rugl- ingslegt." Er von á þriðju bókinni um Bridget? „Ekki í augnablikinu. Það getur vel verið að ég fái þörf til að rasa að- eins meira út í gervi Bridgetar en það er ekkert ákveðið sem stendur. Eg vil aldrei segja aldrei og við verð- um bara að sjá til.“ Þar sem við Islendingar erum einkar góð í ensku hefur bókin helst verið lesin á frummálinu og erfitt hefur verið að þýða orðasambönd eins og “singletons“, „smug-marr- ieds“ og „emotional fuckwittage" (wittage er borið fram á frönsku eins og fromage) en hvernig skilgreinir þú þessi orð? „,,Smug-married“ er sjálfumglatt fólk sem er voðalega ánægt með að hafa fundið sinn maka og gengur upp að einyrkjum, „singletons“ og spyr um ástarlíf viðkomandi. Svona fólk furðar sig á því hvað eftir annað af hverju maður sé ekki ennþá giftur og þar fram eftir götunum og maður vill helst spyrja þau: „Hvernig geng- ur hjónabandið? Stundið þið ennþá kynlíf?" Þetta er fólk sem skilur ekki að maður spyr ekkert svona persónulegra spuminga í fjölskyldu- boðum og að okkur einyrkjum finnst þær óþægilegar og pirrandi. „Fuckwittage" er orð yfir ömurlega hegðan karlmannsins þegar hann fær ekki nákvæmlega það sem hann vill á þeirri stundu sem hann vill. Dæmi um „fuckwittage“ er karlmað- ur sem hefur átt kærustu í 13 ár en hættir svo með henni því hún vill flytja inn með honum og það er of mikil skuldbinding eða karlmaður sem sefur hjá konu og hringir svo aldrei aftur. Nú eða karlmaður sem fer á stefnumót og sefur hjá konu í heillangan tíma, hefur svo engan tíma fyrir kærustu EN vill samt halda áfram að sofa hjá henni. Þetta er bara orð yfir bjánalega og frekju- lega hegðan karlmanns sem konur hafa sætt sig við allt of lengi.“ Metsala um allan heim Nú hefur nýja bókin verið á topp tíu sölulista í Bretlandi í 11 vikur og sú fyrsta selst vel út um allan heim, virka bresku brandararnir alls stað- ar? „ Já, ég held það. Það sem um ræð- ir í bókinni eru vandamál sem konur allra landa glíma við og held ég að hún sé frekar alþjóðleg lesning. Eins og til dæmis í Japan þar sem allar konur eru þvengmjóar og kunna bara að borða fisk, þar hefur bókin selst í milljónum eintaka. Það er gífurlegt gap á milli þess hvernig konum finnst að þær eigi að vera og hvernig þær eru í raun og veru, og konur um allan heim kannast við þessar tilfinningar sem Bridget er að glíma við.“ Bridget les óttalega mikið af sjálfshjálparbókum eins og „Það sem karlmenn vilja“, „Hvernig karl- menn hugsa og tilfinningar þeirra", „Hvernig á að leita og finna hina réttu ást“, „Hvemig á að finna réttu ástina án þess að leita“, „Hvernig á að elska ástina sem þú leitaðir ekki að“o.s.frv. Eru þessar bækur til? „Sumar eru til, en augljóslega bjó ég aðrar til. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk les mikið af þessu, eins og í Bandaríkjunum var hver einasta bók á einhverjum topp tíu sölulista sjálfshjálparbók. Fólk vill fá reglur og leiðsögn í gegnum lífið.“ Allar pæjur lesa Cosmopolitan og Vogue, gerir þú það líka? „Já. Eg fletti oft í gegnum þessi blöð en staldra stutt við því annars verð ég bara þunglynd því ég er ekki eins sæt og gellumar í blöðunum. Að vísu var ég að skoða einhverja mynd í Vogue um daginn og hugsaði með mér: „Huh, vildi að ég liti svona út, og þá var þetta mynd af mér og ég var ýkt sæt þannig að hugmyndirn- ar sem við höfum um toppfyrirsæt- urnar eru kannski ekki á rökum reistar.“ Áfengi og kynlíf Nú drekkur Bridget frekar mikið og er alltafað röfla um kærastaleysi ogoflítið kynlíf. Hvað hefur þú verið gagnrýnd sem mest fyrir? Er fólkið í AA eitthvað að pikka íþig? „Nei, ég hef allavega ekki verið gagnrýnd fyrir að skrifa of mikið um áfengi eða kynlíf því allir gera sér grein fyrir að þetta eru bara brand- arar og fæstir drekka eins mikið og Bridget nema kannski harðnaðir alkóhólistar. I fortíðinni hafa konur verið með svo einföld hlutverk, hór- an, eiginkonan eða morðóða glæfra- kvendið en í raunveruleikanum haga konur sér mjög svo svipað karl- mönnum, þær fara líka á barinn og verða fullar og djamma fram á nótt. Þannig að ég hef ekki verið mikið gagnrýnd fyrir drykkjuna og kynlíf- ið en ég hef oftar en ekki verið gagn- rýnd fyrir að vera ekki nógu mikill feministi. Mér finnst það rosalega sorglegt að hlusta á gallharða femin- ista gagnrýna bókina því mér finnst það svo mikill styrkur að geta hlegið að veikleikum sínum. Ef konur geta ekki höndlað kómíska kvenhetju og hlegið að henni erum við nú ekki komnar langt í jafnréttisbaráttunni. Bókin var ekki skrifuð sem félags- fræðirannsókn, hún var skrifuð sem grínsaga og sú staðreynd að svona gífulegur fjöldi hefur keypt hana og sýnt svona sterk viðbrögð er áhuga- verðast við þetta allt saman. Kannski það pirri feministana að fólk taki mark á samræðum stelpn- anna í bókinni þegar meginmálið er náttúrlega bara sá ruglingur sem það er að vera kona í dag. Við þurf- um að velta fyrir okkur nokkrum hlutverkum og kunnum varla á neitt þeirra og eitt af þeim hlutverkum er feministi og margar konur skilja ekki hvað það þýðir að vera femin- isti. Við þurfum að blanda saman jafnréttisbaráttunni og sjálfstæðis- baráttunni en við viljum líka starfs- frama og ofan á þetta bætist það, að vilja elska og vera elskaðar. Þetta er erfitt.“ Ritstíll þinn er með þeim skemmtilegri í dag og allar skamm- stafanir í byrjun hvers dags, af hverju skrifar þú aldrei ég, um mig, frá mér, til mín? (Hún fer að hlæja yfir bjánalegri spumingu). „Þegar ég byrjaði að skrifa pistl- ana í The Independent fékk ég bara ákveðinn fjölda orða. Mér fannst ég svo fyndin þegar ég byrjaði á Bridg- et að ég fór alltaf yfir orðakvótann þannig að ég þurfti að skera út nokkur orð sem maður segir hvort sem er allt of oft eins og; ég, mjög, gott, og greininn (the).“ Er þessi bók aðeins fyrirkonur? „I fyrstu voru það aðeins konur sem keyptu hana en nú eru konur farnar að kaupa hana fyrir kærast- ana sína og eiginmenn til að segja þeim í eitt skipti fyrir öll hvernig þeim líður. Eg fékk nýlega bréf frá 75 ára gömlum manni sem sagðist hafa reynt allt sitt líf að skilja konur og eftir lestur bókarinnar hafi hann loksins gert það. Eg held að mjög margir finni sjálfa sig í bókinni, það geta allir tengst tilfinningunni að manneskjan vil hliðina á þér geti allt aðeins betur en þú.“ Hver er sá frægasti sem þú hefur hitt? „Eg hitti einu sinni Díönu prins- essu, heilsaði henni með handabandi og allt (mjög stolt). En sá sem ég vil mest hitta af öllum frægum er Nel- son Mandela." Afhverju? „Því hann er frábær." (Góð ástæða). Þá er það lokaspurningin, hefur Bridget Jones breytt lífí þínu á ein- hvem hátt? „Já, ég bjó í pínkulítilli íbúð í London og skrifaði fjórar greinar á viku og verslaði aðeins á útsölum. Núna ferðast ég um heiminn og kynni bækumar mínar, fólk er byrj- að að svara símtölum frá mér og ég hef engar áhyggjur af reikningunum. Það að eiga peninga skiptir ekki svo miklu máli en það að þurfa ekki að hafa áhyggjur af reikningum gefur manni innri ró sem skiptir öllu máli. Svo á ég líka litla íbúð í Los Angeles þar sem ég bý núna þannig að Bridget hefur nú breytt þó nokkru fyrir mig, en öllu til hins betra.“ Lokalokaspurningin, áttu kær- asta og börn? (Spumingin sem Bridget hatar mest af öllu þannig að blaðakona er svolítið stressuð og þorði ekki að spyrja fyrr en í lokin.) „Ég reyki ekki, drekk ekki og er hrein mey!“ (Þá er það komið á hreint.) Fyrir þá sem þyrstir í frekari upplýsingar um Bridget og kvik- myndina vil ég benda á vefsíðuna http:/Avww.spring.net/karenr/ mdbro/bjd.html 13:00- 17:00 Veitingastaðir og Kringlubíó verða með opið lengur. Vife höfum aukiö þjónustuna við viöskiptavini okkar og ætlum aö hafa opið í vetur ó sunnudögum. Komdu þegar þér hentar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.