Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 48
>48 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Hundalíf 1 t l | j í Smáfólk Dríföu þig Magga.. Það eru engin vötn Segðu hattinum mínum Förum að veiða! héma, herra minn.. það.. Hann verður mjög vonsvikinn.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Stór hluti landsmanna grautartrúar Frá Sigurpáli Oskarssyni: PRÓFESSOR Pétur Pétursson skrifaði athyglisverða grein í Morg- unblaðið 20. júlí síðastliðinn, þar sem hann leggur tii, að það fjölmiðlafólk, sem skemmdi hátíðina á Þingvöllum fyrir þjóðinni með vanþekkingu sinni og fordómum, ætti að biðja hana op- inberlega afsökunar. Og er ég hon- um fyllilega sammála. Eftir synodus á Norðurlandi fyrir fáeinum árum var ég að hlusta á um- ræðuþátt í Ríkisútvarpinu, þar sem meðal annars var rætt um nýaf- staðna synodus og furðaði mig stór- lega á þeiná umræðu, því að ég fékk ekki heila brú í það, sem sagt var og undraði mig sérdeilis á þeim rang- hugmyndum, sem þar komu fram hjá meirihlutanum. Á þessu hlaut að vera einhver skýring. Við blaðalest- ur kom líka ýmislegt í ljós. Yfirleitt greindi Morgunblaðið rétt frá og hlutlaust frá gangi mála en önnur voru mjög svo ónákvæm í framsetn- ingu og ýmislegt þannig orðað, að auðvelt var að draga rangar ályktan- ir. Það sem gerði mér sérlega gramt í geði, var, að norðlenskt blað skyldi vera framarlega í flokki þeirra, sem leyfðu sér að viðhafa froðusnakk. Ég hafði talið mér trú um, að slík lág- kúra viðgengist aðeins sunnan heiða. Presta-félagsfundur var haldinn á undan synodus eins og oftast á sér stað, þar sem launamál stéttarinnar voru rædd ásamt öðrum innanfé- lagsmálum. í fyrrgreindum útvarps- þætti kom það álit fram í spurnar- formi, hvort prestar hefðu ekkert annað að gera en að væla um launa- kjör, er þeir kæmu saman. Þama grautuðu viðkomandi saman stéttar- félagsfundi og ráðstefnuþingi, sem er tvennt ólíkt. Ekki var hægt að kenna blaðamönnum um þessa grautarhugsun, þar kom til annar- legur skoðunarferill. Venjulegu hugsandi fólki fínnst eðlilegt, að stéttarfélag gæti hagsmuna félags- manna sinna, enda hafði starfsmað- ur á biskupsstofu orð á því, að líkleg- ast væri ráð að hafa prestafélagsfundinn á öðrum tíma og meinti þá, að óæskileg hugsana- brengl næðu sér þá síður á strik. Eftir þetta gat ég ekki varist þeirri hugsun, að margt væri til í þeirri skoðun, sem fram hefur kom- ið, að stór hluti eða ofstór hluti landsmanna væri grautartrúar, þar sem grautað væri saman kristinni trú, guðspeki, andatrú, yoga, nýguð- fræði, innhverfri hugsun, íslenskri draugatrú og heilun og hefði þar af leiðandi óljósa og þokukennda hug- mynd um, hvað kristin trú er sam- kvæmt hugspjöllunum. Snemmsumars eða síðla vors opn- aði ég fyrir Ríkisútvarpið að morg- unlagi í bflnum og heyrði þá í manni í miðju viðtali, sem eftir orðræðunni að dæma var ritstjóri. Eins og ég skildi mál hans hafði hann ekki hug- mynd um hvað hugtakið synd merkti samkvæmt kristnum skilningi. Synd er allt, sem er gagnstætt heilögum vílja Guðs. Upprunasyndin er hin meðfædda tilhneiging til að gera hið illa, tilhneiging, sem allt mannlegt hold er að kljást við og fram kemur í þessum orðum Páls postula: Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki, það gjöri ég. (Róm.7:19). Og einnig þetta: Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, (Róm. 3.23). Á op- inberum vettvangi verða menn að kunna skfl á því, sem þeir halda fram og fullyrða en flumbrist ekki áfram í vanþekkingu sinni eins og fram kem- ur í áðumefndri grein og virðast að því búnu hlakka yfir skeðum skaða. Það er svo annað mál, hvort menn viðurkenna kristna trú eða ekki. Trúfrelsi er á Islandi. Hver og einn getur aðhyllst þá trú, sem honum lík- ar innan landsins laga. Það er aftur á móti mín fullvissa og sannfæring, að kristin trú hafi alltaf og alls staðar vinninginn og sú eina, sem hefur hjálpræðið og bjargi í himininn inn. Ymsir trúa öðru og geri ég ráð fyrir, að þeir telji sína trú rétta, annars væri þeir ekki þeirrar trúar, - þótt ég persónulega teldi þá betur setta, tryðu þeir á Guð og Jesú Krist. Menn geta haft sína trú út af fyrir sig en tjái menn sig opinberlega verður að byggja á réttum forsend- um, svo að ekki sé klifað á fölskum klisjum jafnvel þótt búið sé að benda á og gefa réttar tölulegar upplýsing- ar, - með slíku er vanþekkingunni haldið við og ber vott um það hugar- far, sem innifyrir býr. Nú er mál að linni, því að enn stendur til boða endurmenntunar- námskeið dr. Péturs rektors í Skál- holti, sem er tilbúinn að upplýsa fólk um guðlega forsjá og málefni, svo að menn hætti að ráfa um í villu og svima. Sé því boði hafnað og aftur höggvið í sama knérunn, þá er illvilj- inn einn í fyrirrúmi. SIGURPÁLL ÓSKARSSON, Starengi 18, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ■< HLiGSKOT ^ ) / Brúðkaupsmyndatökur Nethyl 2, sími 587 8044 Kristján Sigurðsson, ijósmyndari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.