Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yfírfæranlegt tap Landsbankans að fullu nýtt 1999 Greiðir fullan tekjuskatt í ár SKATTALEGT tap, sem yfírfær- anlegt er milli ára, nýtti Lands- banki íslands að fullu á síðasta rekstrarári og því greiðir bankinn í fyrsta sinn fullan tekjuskatt á rekstrarárinu 2000. Halldór Jón Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans, segir að þessar breyttu aðstæður séu aðalskýringin á lak- ari afkomu bankans á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Hann bendir þó á að afkoma af reglulegri starfsemi sé nánast óbreytt þrátt fyrir að markaðs- skuldabréfaeign bankans hafi þróast með mjög öndverðum hætti á fyrri helmingi ársins. Hagnaður Landsbankans fyrir skatta fyrstu sex mánuði ársins var 681 milljón kr., borið saman við 738 milljónir á sama tíma í fyrra. Þegar tillit hefur verið tekið til tekju- og eignarskatta nam hagnaður bankans á tímabilinu um 503 milljónum króna. Rekstrargjöld Landsbankans námu alls ríflega 3,2 milljörðum kr. á fyrri helmingi ársins og hækkuðu um 10,5%, en heildar- eignir bankans jukust um 20% á sama tíma. Laun og launatengd gjöld jukust um 4,7%. Stöðugildi í bankanuum og dótturfyrirtækjum hans í lok júní sl. voru 924 og hafði fækkað um 21 á einu ári. „Eftir rekstrarerfiðleika Lands- bankans og almenna erfiðleika í efnahagslífinu á árunum 1991 til 1993 átti Landsbankinn í reikning- um sínum verulegt skattalegt tap. Það tap hefur verið yfirfært í sam- ræmi við lög og nýttist bankanum að fullu á síðasta ári. Því er yfir- standandi rekstrarár hið fyrsta þar sem við greiðum fullan tekju- skatt,“ segir Halldór og bendir á að fjölmörg stórfyrirtæki séu í sömu sporum og Landsbankinn í þessum efnum. „Það er að sjálfsögðu fullkom- lega eðlilegt að Landsbankinn greiði tekjuskatt eins og önnur fyrirtæki, en um leið er brýnt að allir átti sig á þessum breyttu for- sendum í rekstrinum,“ segir Hall- dór enn fremur. Hann bætir því við, að markaðsaðilar hafi verið vel upplýstir um þessi mál og því hafi markaðurinn almennt tekið tíðind- um af rekstri bankans vel. Morgunblaðið/Sverrir Menningin tekur á sig ýmsar myndir ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja að menningin tekur á sig ýms- ar myndir í hinu daglega amstri, hvort sem er menning í hefðbund- inni merkingu orðsins eða af öðrum toga. Umferðarmenning hefur til að mynda verið mjög í umræðunni síð- ustu misserin hér á landi og árekstri slíkrar menningar og þeirrar hefð- bundnu hefur lögregluþjónninn á mótorhjólinu eflaust verið að velta fyrir sér í Laugardalnum á föstu- dagskvöld. Einhverjum ökumannin- um hafði nefnilega Iegið svo mikið á að komast í Laugardalshöll að sjá frumsýningu Baldurs - menninguna - að hann skeytti ekki um að leggja löglega í stæði og lagði þar með sitt af mörkum til umferðarmenningar landsmanna. íslenski skálinn hefur notið mikilla vinsælda á heimssýningunni og má hér sjá röð þeirra gesta sem bíða eftir að komast inn í skálann teygja sig frá vinstri til hægri eftir myndinni endilangri. Island ein besta flugleiðin hjá GO BRESKA lágfargjaldaflugfélagið GO hefur flutt hartnær 18.000 farþega til og frá íslandi það sem af er sumri, sem er talsvert meiri fjöldi en forsvarsmenn félagsins höfðu þorað að vona. „Þetta hefur verið ein besta flugleið félagsins í sumar og áhugi Breta á að koma til íslands hefur verið mun meiri en búist var við. Þetta hefur kom- ið mönnum í opna skjöldu," segir Jón Hákon Magnússon, talsmað- ur GO á íslandi. Jón segir að um fjórðungur far- þega á þessari leið sé Islendingar sem bóki sig frá Islandi. „Það kom forsvarsmönnum félagsins á óvart hversu fljótt Islendingar skiluðu sér. I upphafi var ekki gert ráð fyrir mörgum flugfarþegum héð- an enda aðaláherslan lögð á að flytja Breta hingað," segir Jón. Hann segir að um 66 % íslenskra viðskiptavina félagsins hafi bókað farmiða sína á Netinu. Ekki ráðgert að fljúga til Islands í vetur Félagið, sem er dótturfyrirtæki British airways, hefur flogið til ís- lands fjórum sinnum í viku frá því í lok maí en mun hætta fluginu í lok september. „Það var mjög mikill áhugi á að halda áfram flugi hingað í vetur en af því verður ekki og er meginástæðan sú að fé- lagið á ekki nægan flugflota. A veturna er aðallega flogið til Sviss og Austurríkis með breska skíða- menn og svo verður í vetur,“ segir Jón. Hann segir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvort fé- lagið fljúgi hingað á næsta ári en áhuginn sé fyrir hendi. ,Ákvörð- un verður að öllum líkindum tekin í lok þessa mánaðar,“ segir Jón. Jón segir að megnið af breskum farþegum félagsins á þessari leið sé fólk sem ella hefði ekki keypt sér far til Islands. „Meginuppi- staðan er fólk sem annars hefði ekki komið hingað. Félagið ákvað að hefja flug til íslands þar sem þeir höfðu heyrt af því að margir Bretar hefðu áhuga á því að koma hingað en flugfargjaldið væri of hátt og viðbrögðin komu þeim ánægjulega á óvart,“ segir Jón. Hann segir meirihluta breskra farþega vera ungt fók sem komi til íslands um helgar til þess að kynnast næturlífinu en einnig sé mikið um að eldra fólk komi hing- að til þess að skoða land og þjóð. „Það sem kemur á óvart er hversu lengi þetta eldra fólk dvelur hér. Eldra fólk sem er að skjótast með félaginu til annarra áfangastaða í Evrópu dvelur yfírleitt mun skemur," segir Jón. Skótau farþega rannsakað Jón segir að engin marktæk könnun hafi verið gerð á samsetn- ingu flugfarþega til Islands. Hann segir hins vegar að starfsmenn flugfélagsins hafi skoðað skóbún- að farþega í þessu skyni. „Þeir segja að skórnir sem farþegar gangi í séu allt frá því að vera strigaskór, sem tilheyra ungu fólki, upp í að vera gönguskór en einnig sé greinilegt á skótaui sumra að þar séu á ferðinni menn í viðskiptaerindum,“ segir Jón. Hann segir að á öðrum flugleiðum félagsins sé um þriðjungur far- þega fólk í viðskiptaerindum en það eigi ekki við hér. Næstvinsælasti skálinn á heimssýningunni íslenski skálinn á EXPO 2000 hefur not- ið töluvert meiri vinsælda en búist var við og sýna nýjustu kannanir fram á að hann sé næstvinsælasti skálinn á svæð- inu og fylgi þar fast á hæla þess þýska. „AÐ MINU mati hefur þetta allt gengið upp,“ segir Sigríður Sigurð- ardóttir, framkvæmdastjóri ís- lenska skálans á heimssýningunni EXPO 2000, sem fram fer í Hannov- er í Þýskalandi þessa dagana. Sam- kvæmt tímaritinu Expo Journal, sem dreift var meðal þátttakenda í gær, hafa 2,107 milljónir manna nú þegar heimsótt fslenska skálann. Sá þýski, sem trónir á toppnum, hefur fengið 2,342 milljónir heimsókna og því Ijóst að ekki ber mikið á milli. Þetta er ekki hvað síst for- vitnilegt í ljósi þess að munurinn á þýska skálanum og þeim fslenska er áþekkur og munurinn á miðborg Reykjavíkur og Manhattan hvað stærð og íburð varðar. Sigríður segir þó enga eina skýringu að finna á vinsældum skálans, en kveð- ur þýska fjölmiðla hafa verið já- kvæða. „Okkur hefur verið ýtt áfram af fjölmiðlum á marga vegu,“ segir Sigríður. Viðtöl hafa verið birt í aðalfréttatíma þýska ríkis- sjónvarpsins ZDF, netútgáfa Spieg- el hefur tekið skálann til umfjöllun- ar og fagtímarit hafa veitt islensku hönnuninni athygli. Sigríður nefnir sem dæmi að tímarit sem fjalli um innanhússhönnun hafi veitt stólum íslenskra hönnuða athygli og þá hafí margmiðlunardiskur sem gef- inn var út í tengslum við skálann verið kjörinn diskur mánaðarins af virtu þýsku tölvublaði. Sigriður segir ánægða sýningar- gesti þó ekki síður góða auglýsingu og algengt sé að gestir mæli með skálanum við vini og ættingja. „Maður heyrir oft fólk segja aðra hafa hvatt þá til að heimsækja ís- lenska skálann. Okkur þykir þó skemmtilegast að heyra fólk segja þegar það er búið að skoða: Já, nú verðum við að fara til íslands," seg- ir Sigríður og kveður skálann tví- mælalaust vera góða landkynningu. Með gerð hans hafi tekist að veita góða tilfinningu fyrir landi og þjóð og slíkt geri fólk gjarnan forvitið. Þátttakendur ánægðir Minni aðsókn hefur verið að Expo 2000 heldur en búist hafði verið við þótt aðsóknin að íslenska skálanum hafi verið margfalt meiri en áætlan- ir gerðu ráð fyrir. Um þriðjungur sýningargesta hefur lagt leið sína í skálann, en vonast hafði verið eftir að 10% gesta myndu líta þar við. Að sögn Sigríðar verður hún þó ekki vör við óánægju meðal ann- arra þátttakenda og segir hún þá almennt gefa sýningunni góða ein- kunn. Það viðhorf sé frekar ríkj- andi að fyrri væntingar um aðsókn hafi verið óraunhæfar því ekki væri rúm fyrir öllu fleiri. „Þótt það mætti tvisvar sinnum meiri fjöldi inn á svæðið, myndum við ekki geta tekið við miklu fleira fólki inn í skálann okkar. Það er biðröð hér fyrir utan frá rnorgni til kvölds alla daga og þegar það eru komnar svo langar raðir fer fólk að leita annað.“ Þjóðardagur Islendinga á heims- sýningunni verður 30. ágúst nk. og er undirbúningur því í fullum gangi. „Það eru allir hættir að sofa,“ segir Sigríður og kveður ljöl- breytta dagskrá verða í boði. Hún nefnir sem dæmi karlakór- inn Heimi, Dansleikhús með Ekka, Örsögur úr Reykjavík, Sigur Rós, Futurice og kynningu á íslenska hestinum meðal þeirra viðburða sem á dagskrá verða í og við skál- ann. Sérstök kynning verður á ís- lenska hestinum fyrir utan skálann, en auk þess munu fákarnir standa heiðursvörð við opinbera athöfn þjóðardagsins. Þá verður boðið upp á sýningu á Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Lax- ness í leikhúsi einu í Hannover og virðist sá viðburður ætla að njóta umtalsverðra vinsælda. Það er Þjóðleikhúsið sem setur upp sýn- inguna og hafði þriðjungur miða selst í netsölu, en almenn sala á að hefjast nú á mánudag. Leikritið, sem er sjö tímar að lengd, er flutt á íslensku með þýskum texta og segú' Sigríður vinsældir þess því vekja bæðj undrun og aðdáun. „Ég trúi því eiginlega ekki enn hvað það hefur ríkt mikil jákvæðni í garð íslenska skálans," segir Sig- ríður og kveður allar viðtökur hafa farið fram úr björtustu vonum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.