Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 43 MINNINGAR færði henni dótturina Ingu Lísu. Trú Þorbjargar var sterk. Hún trúði á það góða í mannfólkinu og varð aldrei íyrir vonbrigðum með þá trú. Vonin og vissan um að ástvina og allra biði einungis það sem þeir þráðu. Hún hafði lag á að leiða fólk áfram veginn til þroska og sýndi vin- um sínum skilyrðislausan kærleik. Hún var gefandi þroskuð sál sem leiddi mig áfram veginn til skilnings á lífinu og fyrir það verð ég henni að ei- lífu þakklát. Það var gott að vera samferða kærri vinkonu en skelfing einmana- legt að vera skilin eftir, en Þorbjörg trúði á framhald lífs á öðru tilveru- stigi og var alla tíð óhrædd við dauð- ann og sýndi það allt til enda. Með því hefur hún gefið mér hugrekki til að sætta mig við stundarskilnað. Þorbjörg var gift Þórami Gíslasyni síðustu árin og var samlíf þeirra ynd- islega fallegt og gefandi báðum. Hon- um, Ingu Lísu og fjölskyldunni allri færi ég þakkir fyrir fallegar sam- verustundir og bið þeim blessunar. Sigrún Sigurðardóttir. Vertu sæl vina mín. Nú er guð búinn að taka þig í faðm sinn og gefa þér hvfldina og verður vel tekið á móti þér, það efa ég ekki. Þú varst svo einlæglega trúföst honum og kærleikanum. Eg vann 14 ár með þér á skrifstofu lögreglustjóra og voru það góð ár, en mér ávallt minnisstæð: Það geislaði af þér glaðværðin og létta lundin þín var einstök sem aldrei brást. Þú varst einstaklega hugrökk í baráttu þinni. Lífslöngun þín og von- in um bata. Trúin á guð og hans mátt hjálpaði þér. Þú áttir góðan eigin- mann sem var þér góður styrkur í veikindum þínum. Hann á nú um svo sárt að binda. Einkadóttir þín Inga Lísa missir sína elskulegu móður, þið voruð ávallt svo góðar vinkonur. Gleðilegt var að þú gast verið við brúðkaup hennar í sumar og fæðingu dóttur hennar, þíns eina bamabarns sem var þinn ljósgeisli. Tilvera okkar hér á jörðu er oft hverful. I fávisku minni spyr ég; því fékk Þorbjörg ekki að njóta lengur, yndislega hússins sem var heimili þeirra sem þau gerðu upp sem nýtt. Draumahúsið sem hún elskaði, garð- inn og fallegu blómin. En við fáum engu ráðið, líf okkar er víst ekki eftir pöntun. Innilegustu samúðarkveðjur frá okkur Margréti til ykkar Þórarins og Ingu Lísu. Guð gefi ykkur sfyrk í sorg ykkar og söknuði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (V. Briem.) Þín Pálína (Palla). Sl. þriðjudag barst mér sú sorgar- frétt að heiman þangað sem ég er stödd erlendis að vinkona mín Þor- björg Jónsdóttir hefði látist sl. laug- ardag. Ég fylltist söknuði er mér var hugsað til ótal ánægjulegra samvem- stunda á heimili hennar, spjalli yfir tebolla við stofu- eða eldhúsborðið og á síðustu tímum við sjúkrabeð henn- ar. Alltaf mætti gestum heimilisins glaðværð og hlýja Þorbjargar og ekki gleymist gestrisni Þórarins manns hennar og Ingu Lísu einkadótturinn- ar að ógleymdri litlu fallegu Sunnevu, augasteins ömmu síðustu mánuðina. Spjallstundimai’ um sameiginleg hugðarefni okkar vildu oft dragast á langinn en alltaf, jafnvel á síðustu og erfiðustu tímunum, var hún sami gleðigjafinn og kvaddi jafnan með þessum orðum „Góða komdu oftar við þegar þú átt leið um“ og þetta vom einnig kveðjuorð hennar þegar. ég kom til hennar í síðasta sinn tæp- um hálfum mánuði áður en hún lést. Sumir spekingar álíta að innri maðurinn ákveði endalok jarðneska lífsins. Kannski hefur Þorbjörg lokið ætlunarverki sínu á þessu tilveru- sviði. Það er huggunarríkt fyrir harmi slegna vandamenn og vini að hún hefur vafalaust verið kvödd til annarra góðra starfa Guðs um víðan geim. Það er eitt mesta lífslán hvers manns að eiga góða samferðamenn þó svo að oft séu þeir ekki metnir sem skyldi fyrr en þeir em látnir. En söknuður eftirlifenda verður alltaf sár þegar þeir kveðja en eftir lifa góð- ar minningar. Leiðir okkar Þorbjargar lágu fyrst saman í Sam-Frímúrarareglunni fyr- ir tuttugu og níu ámm og síðan í fleiri andlega uppbyggjandi félögum. Hún var ákaflega leitandi kona og gerði sér fulla grein fyrir að með tilvera sinni hér á jörðinni ætti hún að þrosk- ast andlega. Það er erfitt að dæma hvemig til tekst í þeirri viðleitni hvers og eins en ég er sannfærð um að hún hefur haft árangur síns erfiðis því að aðdáunarvert var hvað hún hélt sálarró og jafnvægi fram á síð- asta dag. Þorbjörg hafði til að bera einn þann þýðingarmesta eiginleika sem hægt er að óska sér, það er góðvildin. Með því að geisla frá sér góðvild og kærleika til meðbræðranna finnum við okkur sjálf og erum sterkir hlekk- ir í bræðralagi alls mannkyns. Og að lokinni lífsgöngu okkar eigum við ekkert nema það góða sem við höfum gefið. f Ijósi alls þessa mun Þorbjörg eiga góða heimvon. Ég bið Guð hinn almáttuga og al- staðar nálæga að hugga og styrkja eftirlifandi aðstendendur og vini Þorbjargai- og blessa hana á nýjum leiðum. Guðrún I. Jónsdóttir. bæði í Barmahlíðinni og eins þegar við bjuggum í litlu kjallaraíbúðinni í Nökkvavoginum. Við áttum margt skyldfólk úti á landi og það var einhvemveginn sjálfgefið að þegar það kom í bæinn, komu flestir til okk- ar. Það var oft glatt á hjalla og sjálf- sagt skemmdi ekki fyrir að mamma var höfðingi heim að sækja. Mamma og pabbi vora mjög sam- rýnd og náin. í raun og vem gerðu þau nánast alla hluti saman. Mamma fór tvisvar í skurðaðgerð þar sem skipt var um mjaðmarlið og pabbi var ekki í rónni fyrr en hún var komin heim aftur. Bamabömin gáfu foreldmm mín- um mikla gleði og þau sakna þeirra sárt nú. Eftir að pabbi dó fyrir sjö áram fór mömmu smátt og smátt aftur í hreyfigetu þar til svo var komið að hún gat ekki lengur gengið stigana í Barmahlíðinni. Hún keypti sér íbúð á jarðhæð við Laugamesveg, en hún bjó ekld lengi í henni. Þegar hún gat ekki lengur séð um sig sjálf fékk hún loks pláss á Hjúkmnarheimilinu Eir, þar sem henni líkaði mjög vel að vera. Það var gott að koma þangað til hennar og finna hvað henni leið vel þar. Ef Gísli var ekki með mér þegar ég kom, spurði hún alltaf hvar hann væri og hvað hann væri að gera. Það var augljóst að bamabömin vom öll ofarlega í huga hennar. Ég á eftir að sakna þeiira stunda þegar ég kom við í Barmahlíðinni bara til að spjalla við mömmu. Það var alltaf svo gott að koma til hennar. Maður þurfti ekki að eiga neitt sér- stakt erindi; það var bara svo gott að vera hjá henni. IÞegar pabbi veiktist fóra þau ekki í neinar grafgötur með það að þau sóttu styrk sinn í trúna á Guð. Þau báðu iðulega saman á kvöldin. Það var mér mjög dýrmætt að fá að biðja með henni eftir að hún veiktist. Ég veit að mamma trúði orðunum í Jóh.11.25: „Ég er upprisan oglífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi.“ Það gerir söknuðinn létt- bærari. Elsku mamma mín, ég veit að Ivið eigum eftir að hittast aftur í dýrð Guðs, en þangað til mun minning þín lifa í huga mér. Agnes S. Eiríksdóttir. KLARA JÓNASDÓTTIR + Klara Jónasdótt- ir fæddist í Reykjavík 18. febr- úar 1918. Hún lést á Landspítalanum f Fossvogi 10. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 17. ágúst. Með örfáum orðum vil ég fá að kveðja hana Klöm. Allt frá okkar fyrstu kynnum, sem urðu til þegar mamma mín hóf sam- búð með Ragnari syni hennar, og til kveðjustundar var hún kona sem ávallt var glæsileg og vel til höfð, hvort sem stefnan var tekin í sunnudagskvöldmat suður í fjörð- inn eða morgungöngu á Cocoa Beach. Virðuleg, smekkvís og „ammý“ em þau orð sem fyrir mér lýsa henni best. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst jafnmerkilegri manneskju og hún var. Hvfl í friði, kæra Klara. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúizt við atorð eitt, aðgát skal höfð í nærveru sálar. (Einar Ben.) Berglind Hafliðadóttir. Elsku Klara, mig langar til þess að kveðja þig með nokkrum fátæk- legum orðum. Ég minnist þín fyrst í kjallaran- um á Hringbrautinni, þá var ég lítil hnáta, heimagangur hjá þér. Þú áttir heima í kjallaranum og ég á hæðinni. Það var alltaf gaman að banka upp á hjá þér, líta í heimsókn og spjalla við þig eins og fullorðna fólkið gerði. Mér fannst ég svo stór og fullorðin þegar ég heimsótti þig. í þér hef ég alltaf átt góðan bandamann. Ef ég varð fyrir ein- hverju óréttlæti varst þú komin mér til hjálpar. Þannig var það svo alla tíð, þú stóðst alltaf með mér og ég hef á tilfinningunni að þú munir alltaf gera það, hvar sem þú ert. f þér átti ég traustan vin sem trúði á mig og einhvem veginn fannst mér að þú mundir alltaf verða þáttur í tilveru minni. Núna ertu farin yfir móðuna miklu en þú hefur skilið eftir handa mér eitt af því mikilvægasta sem nokkur getur átt, trúna á sjálfa mig. Elsku Raggi, Vigdís og Ragnar Valdimar, megi guð vera með ykk- ur á þessum erfiðu tímum. Guðrún Björg Egilsdóttir. Frágangur afmælis- og minningar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (minning@- mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fyigj- Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blað- inu). Funalind 9 - opið hús í dag munu Alexander og Hildur sýna glæsilega 4ra herb. 110 fm íbúð á 3. hæð. Glæsilegar inn- réttingar og gólfefni. íbúðin verður sýnd á milli kl. 14 og 17 í dag sunnu- dag. V. 14,9 m. 9728 J St FASTEIGIUAMIÐSTÖÐIiy ttr ^ SKIPHOLTl 5QB - SÍBBí 552 6000 • FAX 552 6005 Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali | Opið virka daga frá kl. 8-12 og 13-17 SKIPHOLT Glæsilegt skrifstofuhúsnæði við Skipholt í mjög góðu, nýlegu húsi. Húsnæðið er rúmir 400 fm að stærð, allt á einni hæð, mjög vel skipulagt og innréttað. Nýjar tölvulagnir og raflagnir. I húsinu er lyfta. Svalir. Húsnæðið getur selst i einu lagi, einnig kemur til greina að selja það í smærri einingum. Húsnæðið er að hluta í góðri leigu og getur verið það áfram ef það hentar. Til leigu atvinnuhúsnæði Neðst við Skúlatún, 2000 fm skrifstofuhúsnæði ó þremur hæðum, gegnt Samvinnuferðum- Landssýn. 30-40 malbikuð bílastæði. Fyrsta hæð gæti hentað sem verslunar- eða þjón- ustuhúsnæði. I sama húsi er til leigu 650 fm kjallari. Góð loft- hæð. Stór hluti laus nú þegar, allt húsið til afhendingar l. október. Fróbær staðsetnig. Austurstæti 16 (Apótekið). 400 fm glæsileg skrifstofu- hæð með síma og tölvulögnum í fyrsta flokks óstandi. Laust 1. október nk. I sama húsi efsta hæð, rishæð ósamt turni, u.þ.b. 1 80 fm. Laust nú þegar. I sama húsi 200 fm geymslu- húsnæði í kjallara. Suðurhraun - Garðabær. Vandað og fullbúið 3500 fm iðnaðar og/eða þjónustuhúnæði. Mikil lofthæð, myndarleg starfsmannaaðstaða og 8000 fm malbikuð lóð. Laust strax. Kópavogur 230 fm vel staðsett verslunar og/eða þjónustu- húsnæði. Hentar vel sem verslun, pizzahús, sjoppa og video- leiga. Stendur sér, 25 malbikuð bílastæði, u.þ.b. 3500 íbúar í nógrenninu. O.B. bensínstöð ó vegum Olís ó staðnum. Mikl- ir möguleikar. Vesturbær. 300 fm geymslu- eða lagerhúsnæði nólægt J.L húsnæðinu. Garðatorg, Garðabæ. 500 fm húsnæði. Góð lofthæð, engar súlur, hentar vel sem skrifstofur, fyrir auglýsingastofu, arkitekta og verkfræðinga. Næg bílastæði, hagstæð leiga. Hafðu samband ef þig vantar atvinnuhúsnæði Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf., símar 562 3585 o" 892 0160.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.