Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Góð mvndbönd South Park: Bigger, Longer and Uncut/Trufluð tilvera: Stærri, lengri og óklippt ★★★ Flugbeitt þjóðfélagsádeila í bland við kvikindislegan bamaskap. Hreint óborganlega fyndin mynd, óháð því hvort viðkomandi þekkir þættina eð- urei. Einföld ráðagerð /A Simple Plan ★★★★ Magnþrunginn spennutryllir með sterkum siðferðilegum og dramatísk- um undirtóni. Myndin er í alla staði frábærlega unninn og leikur Billy Bob Thomtons er ógleymanlegur. Ognvaldurinn / The Phantom Menace ★★★ Fyrstu myndarinnar í forleiknum að Stjörnustríðinu sígilda var beðið með mikilli eftirvæntingu. Lucas framreiðir hér skemmtilegt ævintýri sem þó er langt frá því að vera hnökralaust. Stjömustríðsfílingurinn ersamt á sínum stað. Sjötta skilningarvitið/ The Sixth Sense ★★★ Pessari hrollvekju tekst í senn að fá hárin til að rísa og segja marg- þætta sögu. Leikur hins ellefu ára Haley Joel Osment er einnig eftir- minnilegur. Með brostið hjarta / What Becomes of the Broken Hearted? ★★% Agætt framhald kvikmyndarinnar Eitt sinn stríðsmenn sem fjallar um minnihlutamenningu maóra á Nýja- Sjálandi. Temuera Morrison er magnaður sem fyrr í hlutverki hins ofbeldishneigða Jake. Tangó/(Tango) ★★★ Listileg útfærsla hins gamal- reynda Sauras á hjartansmáli Arg- entínubúa, tangóinum. Fjölmargar danssenumar snilldarlega fangaðar á fílmu af Vitor Storario. Þó ekki fyr- ir óþolinmóða. Glys og glaumur / Sparkler ★★Vfe Pó nokkuð er spunnið í þessa galsafengnu og vel skrifuðu gaman- mynd, þarsem brugðið er upp lifandi mynd af lífí í hjólhýsabæ og undir- heimum Las Vegas-borgar. Sláandi fegurð/ Drop Dead Gorgeous ★★14 Hér setja höfundar sig á full háan hest en myndin er á köflum alveg drepfyndin og kvikindisleg. Hjarta/Heart ★★I4 Góð flétta sem fer vel af stað en tapar því miður áttumer tekur að líða á. Leikarar standa sigþó meðprýði. Lífstíð/Life ★★54 Hófstilltur og fínn leikur þeirra Eddie Murphy og Martin Lawrence kemur skemmtilega á óvart í fínni gamanmynd sem er þó ekkert sprenghlægUeg. Eyes wide shut ★★J4 Nokkuð snúinn en spennandi svanasöngur meistara Kubricks. Truflar mann að hann hafí ekki lifað nógu lengi til að fullkára verkið. Cookie frænka / Cookie’s Fortune ★★14 Þessi nýja mynd leikstjórans Roberts Altmans er vel þess virði að sjá. Sposk og skemmtUeg smábæjar- mynd með fínum leikurum. Ævintýri Elmo litla / The Adventur- es of Elmo in Grouchland ★★% Skemmtileg bamamynd með brúðunum úr Sesam-stræti. Góður húmor, söngatriðþsprell og glens gefa henni gUdi. Fullkominn eiginmaður / An Ideal Husband ★★14: Lipur útfærsla á skemmtilegu leikriti Oscars Wildes. Góðir leikarar oglitrík umgjörð. Jakob lygari / Jakob the Liar ★★% Jakob lygari fjallar um tilveru gyð- inga ígettói í Varsjá á valdatíma nas- ista. Mynd sem leynir á sér. Brjálaði aðkomumaðurinn / Gadjo Dilo ★★★ Kvikmynd um samfélag sígauna í Rúmeníu. Vel gerð mynd sem fer með áhorfandann í einstakt ferðalag á framandi slóðir. Myrkrið fellur/Darkness Falls ★★14 FuII hægfara en rnagnað leikhús- drama þar sem snillingurinn Ray Winstone bjargar málunum. Glæp- samlega vannýttur leikari. Líf initt hingað til / My life so far ★★% Fallega tekin kvikmynd sem lýsir bemskuminningum í skoskri sveita- sælu. Tilvalinn kostur fyrir þá sem hafa gaman af Ijúfum Ijölskyldu- myndum. Síðasti söngur Mifune / Mifunes sidste sang ★★★ Þessi þriðja mynd úr dönsku Dogma-reglunni skartar sérlega lif- andi og áhugaverðum persónum. Ljúfsár og bráðskemmtileg kvik- mynd. Mafíumenn / Made Men ★★★ Bráðfyndin og spennandi mafíu- mynd framleidd af HBO-sjónvarps- stöðinni. Fær bestu meðmæli. Berserksgangur í Alabama / Crazy in Alabama ★★% I þessari frumraun sinni í leik- stjórastólnum vinnur Antonio Band- eras skemmtilega kvikmynd úr samnefndri skáldsögu. Morgunverður hinna sigursælu / Breakfast of Champions ★★14 Áhugaverð aðlögun á skáldsögu Kurts Vonnegut þar sem deilt er á hamslausa neyslumenningu Banda- ríkjanna. Bruce Willis og Nick Nolte fara á kostum. Beautiful People / Fallegt fólk ★★★ Fyndin, pólitísk og nokkuð frum- leg mynd sem segir frá mismunandi persónum sem tengjast á einn eða annan hátt í stórborginni London. Góð frumraun hjá leikstýrunni Didzar. Regeneration / Endurnýjun ★★★í4 Ljóðræn stríðsmynd um skáldið Sigfíied Sassoon sem settur er inn á geðveikrahæli vegna skoðanna sinna um ómennsku fyrri heimstyrjaldar- innar. Jonathan Pryce er frábær í hlutverki sínu sem geðlæknir Sass- oons. American Perfekt / Amerísk fyrirmynd ★★I4 Robert Forster er frábær í þessari undarlegu vegamynd um sálfíæðing sem hefur tekið þá ákvörðun að ákveða næstum allt sem hann gerír með því að kasta peningi upp á það. Kleine Teun / Tony litli ★★★J4 Hríkalega áhrifamikil og vel leikin kvikmynd um sálsjúkan ástarþrí- hyming sem myndast þegar einíold bóndahjón ráða til sín unga kennslu- konu til þess að bóndinn geti lært að lesa. The Girl Next Door / Dóttir nágrannans ★★★14 FeríU klámmyndaleikonunnar Stacy Valentine rakinn frá upphafí og þar til hún fær verðlaun á fullorð- insmynda hátíðinni í Cannes. Áhrifa- mikil en ávaUt hlutlaus lýsing á þess- um yfírborðskennda iðnaði. Rótleysi / Tumbleweeds ★★★ Einkar vel gerð kvikmynd sem lýs- ir flóknu sambandi móður og dóttur af einstukrí næmni. Leikkonurnar Janet McTeer og Kimberley Brown fara á kostum í hlutverki mæðgn- anna. Ringulreið / Topsy-Turvy ★★★ Sérlega vönduð og íburðarmikil mynd eftir breska leistjórann Mike Leigh sem fjallar um heim óperett- unnaríLundúnum á 19. öld. Siagsmálafélagið / Fight Club ★★★J4 Umtöluð mynd og ekki að ósekju. Kærkomið kjaftshögg fyrir sanna bíóunnendur og rambar á barmi sniUdarinnar. Edward Norton er snillingur. Fávitamir / Idioteme ★★% Eins og við mátti búast nýtir sér- vitríngurínn Lars Von Trier sér Dogma-formið út í ystu æsar. Djörf og ögrandi hneykslisrannsókn en eklti nógu heilsteypt. Hvað varð eiginlega um Harold Smith? / Whatever Happened To Harold Smith? ★★★ Fortíðardýrkunin er hér allsráð- andi ogíþetta sinn áttundi áratugur- inn á mörkum diskósins og pönksins. Klikkuð og bráðskemmtUeg bresk eðalmynd. Hústökuraunir / Scarfíes ★★★ Enn einn óvæntiglaðningurinn fíá Nýsjálendingum. I þetta sinn pott- þétt spennumynd í anda ShaUow Grave. Fylgist með höfundinum Sarkies í framtíðinni. Fucking Ámál / Árans Ámál ★★★J4 Einfaldlega með betri myndum um líf og raunir unglinga. Állt í senn átakanleg, trúverðug og góð skemmtun. Stúlkurnar tvær vinna kláran leiksigur. Risinn sigraður / Kill the Man ★★'/fe Lúmskt fyndin gamanmynd sem setur Davíð og Golíat minnið inn í nú- tímaviðskiptaumhverfí. Nokkrir frá- bærir brandarar gcfa myndinni gildi. Heiða Jóhannsdóttir Ottó Geir Borg Skarphéðinn Guðmundsson Vtedtett Innntun nyrra nemenda í síma 581 3730 Nemendur fra bvi i fyrra hafa forgang (skólann til 23. ágúst en bá hefst innritun nýrra nemenda. Nemendur tehnir inn frá 7 ára aldri. Skfrteinaafhending verður sem hér segir: Framhaldsnemendur laugardaginn 2. september kl. 13-17. Byriendur sunnudaginn 3. september kl. 15-18. Nauðsynlegt er að mæta í skírteinaafhendingu til að uita tímann sínn og ganga frá skólagjöldum. Vinsamlegast hafið stundatöfluna meðferðis. iíc Lágmúla 9, símar 581 3730 & 581 3760 FÍLD - Félag íslenskra listdansara DÍ - Dansráð íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.