Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ -* i. i HUGVEKJA Morgunblaðið/Kristinn Frá kristnihátíð á Þingvöllum. Umræðan um kristnihátíð Sjö vikur eru liðnar frá kristnihátíð á Þingvöllum, Stefán Friðbjarnarson staldrar við kristnihátíðarumræðuna. UTTUGASTA öldin er bjartasti tími gjörvallrar Islands sögu - eftir land- náms- og þjóðveldisaldir. Á henni hvílir þó áratugarskuggi, skuggi kreppunnar miklu, 1930 til 1940. Þá var víða skortur í búi. Mikið atvinnuleysi og strjálar tekjur sniðu heimilum þröngan afkomu- stakk, að ekki sé fastar að orði kveðið. Fjölskyldur þurftu bókstaflega að velta hverri krónu í hendi, áður en henni var eytt. En þrátt fyrir fátækt og fámenni þjóðarinnar á þessum tíma hélt hún upp á þúsund ára afmæli Al- þingis árið 1930 með eftir- minnilegum hætti. Þjóðhátíðin á Þingvöllum 1930 er í minnum höfð fyrrir glæsibrag. En þó íyrst og fremst sem vitnisburðar um vitund fámennrar og fátækrar þjóðar um mikilvægi sögu sinnar og menningararfs. Aðfinnslu- raddir á „sóunarnótum" um Þing- vallahátíð 1930 vóru fáar ef nokkrar. Slíkar raddir hafa á hinn bóginn látið á sér kræla í tengsl- um við kristnihátíð annó 2000 - á mestu hagsældartímum íslands- sögunnar. Asgeir Ásgeirsson, síðar forseti íslenzka lýðveldisins, komst svo að orði í ræðu á Þingvöllum árið 1930: „Tíu alda saga talar til vor í þessu heilaga musteri undir blá- um himni. Það hitar um hjarta- ræturnar. Tign fjallanna, niður ánna, grænka jarðarinnar og blámi himinsins rennur saman við minning Ingólfs og Úlfljóts, drengskap, manndóm, löggjöf og bókmenntir, - allt rennur það saman í eina mynd, mynd hinnar ættgöfgu Fjallkonu, dóttur ís- lerizkrar náttúru og norræns eðl- is. Varðveitum þá mynd í brjóst- um okkar meðan ævin endist. - ísland lifi!“ Þingið og þjóðin komu á nýjan leik saman á Þingvöllum 17. júní árið 1944, á stofndegi íslenzks lýðveldis. Þá var sól í sinni mann- grúans, sem þar var saman kom- inn, þótt hellirigndi á völlunum. Þúsund ára landnáms var síðan minnzt á þessum stað árið 1974 og fimmtíu ára lýðveldis árið 1994, enda Þingvellir staður stórra stunda í þjóðarsögunni. Það kom bókstaflega ekkert ann- að til greina en að fagna þúsund ára kristni í landinu á þessum þjóðhelga stað, þar sem trúin var lögtekin á Jónsmessu skírara árið 1000. Kristnihátíðin á Þingvöllum fór fram með miklum glæsi- og menningarbrag í sól og blíðu. AU- ir, sem þar vóru þessa tvo daga, fóru heim með fagrar og ljúfar ininningar, sem lifa í huga meðan ævi endist. Talið er að um 30 þús- und íslendingar hafi mætt á Þingvöllum hátíðardagana. Þeir vóru þó umtalsvert færri en vonir stóðu til. Hvers vegna? Ástæður vóru nokkrar. I fyrsta lagi var þjóðin rækilega minnt á umferð- aröngþveiti Þingvallahátíðai- sumarið 1994 í fjölmiðlum vikurn- ar fyrir kristnihátíð. í annan stað skóku jarðskjálftar Suðurlands- undirlendið þessar sömu vikur. í þriðja lagi vóru flestir atburðir kristnihátíðar sýndir í sjónvarpi, þá þeir fóru fram, og fjölmargir kusu að fylgjast með þeim í róleg- heitum heima við. Þetta eru meg- inástæður þess, að mati pistlahöf- undar, að færri fóru á kristnihátíð á Þingvöllum en vonir stóðu til. Neikvæð umræða um kristni- hátíð hefur verið nokkur, bæði fyrir og eftir hátíðina, m.a. um kostnaðarhliðina. Að sjálfsögðu eiga allir, líka þeir neikvæðu, sinn skoðana- og tjáningarrétt. Og ekki er heldur hægt að setja allar gagnrýnisraddir undir einn og sama hatt. Sumar vóru hógværari og málefnalegri en aðrar. En nokkrar vóru neikvætt nöldrið uppmálað. Morgunblaðið hitti, sem oftar, naglann á höfuðið í for- ystugrein 9. júlí sl., þar sem um þessa gagnrýni er fjallað: „Það er rangt, sem haldið hefur verið fram, að peningum al- mennings hafi verið sóað með því að efna til kristnihátíðar á Þing- völlum... Þeir fjármunir, sem lagðir voru til þessara hátíða- halda, skila sér bæði í beinum verklegum framkvæmdum og menningarlegri arfleifð. Vega- framkvæmdir standa áratugum saman og koma landsmönnum til góða þótt langt verði liðið frá kristnihátíð. Ritun kristni sögu er merkur menningarviðburður svo að dæmi sé nefnt. Hið sama á við um hátíðahöldin 1974 og 1994. - Þegar efnin voru lítil gátu íslend- ingar sameinast á hinum stóru stundum sögu sinnar. Þegar fjöldi landsmanna hefur tvöfald- ast og þjóðin er orðin ein af rík- ustu þjóðum heims rísa upp ein- staklingar, sumir vel menntaðir, og ráðast af þröngsýni og lágkúru á þessi hátíðahöld." Þetta eru sannyrði. En lágkúr- an og þröngsýnin falla fyrir tím- ans tönn. Eftir stendur að kristni- hátíð var í alla staði vel heppnuð og hin glæsilegasta. Hún varð í raun og sann hluti af Islands sóma. Var og verður sverð og skjöldur kristins menningararfs þjóðarinnar, sem er dýrmætust eign hennar. Þeir sem að stóðu á vegum ríkis og kirkju eiga skilið þjóðarþakkir. Sem og allir þeir fjölmörgu einstaklingar og sam- tök, víðs vegar um landið, sem lögðu hönd að góðu verki. Fyrir þeirra tilverknað varð kristnihá- tíð að dýrmætri perlu á festi sög- unnar um háls Fjallkonunnar. ÍDAG VELVAKAMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Glöggt er gests augað ÞAÐ gæti ef til vill vakið okkur aðeins af dvalanum hvemig aðrir sjá okkur í umferðinni. Eftirfarandi gerðist ný- lega þegar spænsk fjöl- skylda, hjón og tvö börn, voru hér á ferðalagi. Það var leigður bíll og haldið á vit náttúru Islands, ekið byggð úr byggð, margt skoðað og vakti ferðin mikla lukku, hvað sérstaka náttúru varðar og hve mikl- ar andstæður, stórfengleg víðátta og fegurð voru víða. Það yrði of langt mál að fara út í hörgul með lýsingu þessara hjóna á reynslu þeirra í þessari ferð, hitt er staðreynd að þegar þau luku ferð sinni og gistu á hóteli síðustu 2 nætumar hér í Reykjavík þá hafði fjölskyldufaðirinn sérstaka þakkargjörðarbænastund í herbergjum þeirra þar sem þau þökkuðu guði fyrir að hafa vemdað þau í þessari ferð þar sem fæstir sem þau þurftu að aka innan um og með í umferðinni virtust virða nokkurn skapaðan hlut sem heitir umferðar- reglur eða hraði, sem og margt, margt annað sem þau upp töldu. Ekki var gaman að hlusta á þessar þó einlægu athugasemdir ón þess að finna til skömm- ustutilfinningar fyrir okkar hönd. Eitt sögðu þau að þeim fyndist meðal margs annars mjög skrýtið hér og það er að þau skynjuðu að þegar þau voru að aka gegn grænu umferðarljósi þá var eins og allir ykju hraðann til mikilla muna svo þegar yfir á ljósinu var farið á þeysiferð var það oftar en ekki orðið rautt, alla vega mjög rauðleitt. Þetta bara gátu þau alls ekki skilið, hvers vegna fólk getur bara ekki notað þessa stuttu stund sem rautt ljós er til að slaka á og njóta augnabliks- ins. Auðvitað fréttu þau af þessum miklu bílslysum sem yfir okkur hafa dunið að undanförnu og bar þau á góma í samtölum okkar. Þau kváðu það dýru verði keypt að vera með þetta augsýnilega stress við akst- ur og þeim þótti leitt að þurfa að segja, eftir þessa annars yndislegu reynslu að koma hingað til lands, að það væri bara alveg aug- ljóst að við ættum við mik- inn vanda að stríða, þar sem svo margir virðast alls ekk- ert tillit taka til annarra í umferðinni og þau voru í raun ekki hissa á hve upp- skera okkar er dapurleg þegar öll þessi slys bar á góma. Það var þeirra skoðun að eitthvað meira en lítið væri að hér hvað varðar aga og sjálfsagða kurteisi og töldu þau að taka myndi mörg ár að bæta úr þessu, sérstak- lega þótti þeim ungir öku- menn vera ótrúlega sjálf- umglaðir, og frekir í mörgu tilliti, eins og þeim væri bara ekki orðið ljóst að þeir væru farnir að aka alvöru bílum, en virtist ekki ljóst að þeir bæru nokkra ábyrgð. Þau vildu meina að það bara hlyti að vanta stór- lega í ökukennsluaðferðum hér á landi, annað væri ekki að sjá. Að lokum sögðust þau gjarnan vilja koma aftur síðar en þá myndu þau ein- göngu nota rútur ef ekki væri verkfall og ferðast með stórum og sterkum bíl- um. Þau báðu landi og þjóð blessunar en sögðu grafal- varlegt mál, umferðar- ómenningu okkar, það bara yrði að segja eins og er. Þau treysta því að yfirvöld í þessu landi kaupi það ekki dýrara verði en orðið er að gera veigamiklar breyting- ar á ökulögum, stórhækka sektir og sennilega að hækka aldurstakmark þeirra sem taka bílpróf og það strax í lágmark 18 ár ef ekki 19. Bestu kveðjur með ósk- um um að við náum áttum og fáum aukna hugarró. Hugleiðingar frá Antonio F. Diaz. Harmonikkan vinsælasta hljóðfærið FYRIR nokkru var haldin alþjóðleg harmonikkuhátíð í Reykjavík og var hún hluti af dagskrá menningarborg- arinnar Reykjavíkur árið 2000. Hátíðin var á vegum hins landskunna harmonikku- leikara og tónlistarkennara Karls Jónatanssonar og sona hans. Næsta hljótt hefur verið um þessa ágætu hátíð í fjölmiðlum en hún hlaut verðskuldaða athygli al- mennings og góðar viðtök- ur. Þarna komu fram fjöl- margir harmonikku- leikarar, erlendir og innlendir og á ýmsum aldri, m.a. á tónleikum í Grafar- vogskirkju, Norræna hús- inu, Broadway og á útitón- leikum í Laugardal, Bankastræti, Árbæjarsafni og víðar svo og á harmon- ikkudansleikjum. Flutt var mjög fjölbreyti- leg tónlist og var áhugavert að heyra hversu flytjendur voru færir og virtust hafa mikinn metnað fyrir hönd harmonikkunnar, þessa sí- vinsæla og undraskemmti- lega hljóðfæris, sem gefur svo mikla möguleika til túlkunar margs konar tón- hstar. Einkar ánægjulegt var að sjá og heyra hversu ungt fólk hefur náð glæst- um árangri í harmonikku- leik. Komið hefur fram við skoðanakönnun meðal nem- enda í tónlistarskólum á Is- landi að harmonikkan er orðin vinsælasta hljóðfærið. Mætti Ríkisútvarp allra landsmanna, bæði hljóð- varp og þá ekki síður Sjón- varp, ásamt Tónlistarskól- anum í Reykjavík, draga af því nokkurn lærdóm. Ekki er þess kostur í stuttum pisth að geta neitt þeirrar viðamiklu dagskrár sem fram fór né einstakra flytjenda en að lokum eru Karli Jónatanssyni og son- um hans færðar sérstakar þakkir fyrir þetta frábæra framtak, sem varð bæði þeim og flytjendum öllum til sóma og mun vonandi enn auka á vinsældir har- monikkunnar. Áhugamaður um harmonikkuleik. Tapad/fundið Armband í óskilum Karlmannsarmband með áletruninni Haraldur fannst um miðjan júlí á Snorrabrautinni. Upplýs- ingar í síma 581-3396. Gleraugu í óskilum GLERAUGU með lituðum glerjum fundust í byrjun júlí á Ránargötu. Upplýs- ingar í síma 552-1250. Grá læða týndist SUNNUDAGINN 6. ágúst sl. týndist læða frá Baldurs- götu 25. Hún er 8 mánaða, grá að ht með smádrappht- uðum hárum. Hún var með gyllta ól með bjöllu og gult merki sem á stendur Snúlla DúHa, Baldursgötu 25. Hugsanlega hefur merkið dottið af. Hún gæti hafa lokast inni og er fólk beðið um að kíkja í skúra og geymslur í nágrenninu. Hennar er sárt saknað. Ef einhver hefur séð til hennar eða getur gefið upp- lýsingar þá vinsamlega haf- ið samband í síma 552-5859, 865-9967 eða 861-7837. Víkverji skrifar... *.. IOLLU því flóði auglýsinga sem dynur yfir landslýð á degi hverjum hefur ein auglýsing vakið athygli Víkverja síðustu daga. Sú er frá Símanum GSM og hefur birst sem heilsíðuauglýsing í dag- blöðunum í þeim tilgangi að kynna tiltekna tegund farsíma sem þetta stórfyrirtæki í eigu þjóðarinnar hefur að bjóða í verslunum sínum. Stór mynd af farsíma prýðir um- rædda auglýsingu og í glugga sím- ans má lesa skilaboð sem að mati Víkverja eru hreint og beint frá- munalega ósmekkleg: „Misþyrmið mér“! XXX ÍKVERJI áttaði sig að vísu á því við nánari skoðun að hér er Landssíminn að gera lýðum ljóst hversu höggþolinn viðkom- andi símtegund er. Af auglýsing- unni að dæma má hreinlega „mis- þyrma“ blessuðu símtólinu, eflaust þar til það gefst upp og fólk verður að kaupa sér annað í staðinn. En það breytir ekki þeirri staðreynd að hér er um afar ósmekklegan auglýsingatexta að ræða, að mati Víkverja, og fyrirtækinu alls ekki til framdráttar að bera hann á borð á tímum aukins ofbeldis í þjóðfélaginu. Eflaust hefur einhver slagorðasmiðurinn ætlað sér að vera sniðugur með þessum orðum. Það mistókst gjörsamlega. xxx NOKKUR ládeyða hefur verið í kvikmyndahúsum borgarinn- ar upp á síðkastið, enda tími „sum- armyndanna" sem gera minna út á gæði og listfengi, en meira út á hasar og stundargaman. Bestu myndirnar í síðarnefnda flokknum geta vissulega verið á sinn hátt frábærar, en fátt jafnast þó á við þá tilfinningu að horfa á virkilega góða kvikmynd þar sem eru í fyrir- rúmi góður leikur, vitsmunalegt handrit og tækniúrvinnsla af bestu gerð. Kvikmyndir sem kalla fram slík viðbrögð eru því miður ekki daglegt brauð, en Víkverji getur þó ekki stillt sig um að benda á eina kvikmynd sem sýnd var í kvikmyndahúsum hér á landi og er síðan komin út á myndbandi. Sú heitir Innanbúðarmaðurinn, eða Insider á ensku, og skartar A1 Pacino og Russell Crowe í aðal- hlutverkum. Þar er á ferðinni ein- hver besta kvikmynd sem Víkverji hefur séð í háa herrans tíð; mynd sem vekur sterk hughrif, margar spurningar og fær áhorfendur í orðsins fyllstu merkingu til að lifa sig inn í þá atburði sem fyrir augu ber. xxx INNANBÚÐARMAÐURINN er byggð á atburðum sem áttu sér stað í Bandaríkjunum fyrir fáum árum og vöktu þá mikla athygli, enda komu við sögu afar öflugt stórfyrirtæki á sviði tóbaksfram- leiðslu annars vegar og fjölmiðlun- ar hins vegar. Segir myndin af manni nokkrum sem býr yfir upp- lýsingum um framleiðslu tóbaks sem komið gætu tóbaksfyrirtækj- unum afar illa og tilraunum frétta- skýringaþáttarins 60 mínútna til að fá hann til segja sögu sína. Óhætt er að segja að saga þessi er æsispennandi og varpar ljósi á margt í bandarísku þjóðfélagi, en ekki síst er hún lærdómsrík fyrir þá sem starfa við fjölmiðlun og að heill almennings, að einhverju leyti. Víkverji vill ekki fyrir nokkra muni ljóstra frekar upp um sögu- þráð myndarinnar, heldur nota tækifærið og hvetja lesendur til að sjá þessa kvikmynd. Þeir verða ekki fyrir vonbrigðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.