Morgunblaðið - 31.08.2000, Page 33

Morgunblaðið - 31.08.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 31. ÁGÚST 2000 33 LISTIR Níu daga djasshátíð haldin í Reykjavík JAZZHÁTÍÐ Reykjavíkur hefst laugardaginn 2. september með setningartónleikum í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 16 Á laugardagskvöld leikur Tómas R. Einarsson með Jens Winther á Kaffi Reykjavík , kl. 20.30. Á efri hæð Kaffi Reykjavíkur leikur Drum & Brass kl. 22. Sunnudaginn 27. september verða þakkargerðartónleikar til- einkaðir Jóni Múla í Kirkju óháðra kl. 15. Um kvöldið, kl. 20.30, leikur Útlendingahersveitin á Broadway og Tríó Olafs Stolzenwald leikur á Kaffi Reykjavík kl. 22. Mánudaginn 4. september hefst dagskráin kl. 20.30 á Hótel Borg. Þar verður sameiginleg dagskrá norrænu menningarborganna þriggja, Ber- gen, Helsinki, Reykjavík undir yfir- skriftinni TRÉ. A Kaffi Reykjavík kl. 22 verður tónleikar með yfir- skriftinni Jazzvakning 25 ára og þar kemur fram Tríó Arne For- chhammer og kl. 23.30 koma fram Tríó „Jazzandi" og „Fortral" tríó á efri hæðinni. Þriðjudaginn 5. september leikur Tríó Töykeát frá Finnlandi á Kaffi Reykjavík kl. 20.30 og á efri hæð leikur Kvartett Árna Heiðars kl. 22. Miðvikudaginn 6. september verða tónleikar í Islensku óperunni kl. 20.30. Þar koma fram Maria Schneider og Stórsveit Reykjavík- ur. Á Kaffi Reykjavík leikur Tríó „FLÍS“ kl. 22. Hádegis- og pönnukökudjass Fimmtudaginn 7. september leik- ur Gítar Islancio með danska klar- inetleikaranum Jörgen Svare í Kaffileikhúsiu kl. 20.30 og kl. 22 verða tónleikar með Circumpolar Tour, kvintett Jóels Pálssonar, á Kaffi Reykjavík. Föstudaginn 8. september verða tvennir tónleikar á Kaffi Reykjavík: Kl. 21 skemmtir Finnsk-íslenskur kvintett Kristjönu Stefánsdóttur og kl. 23 Tríó Sigurð- ar Flosasonar. Laugardaginn 9. september hefst dagskráin á Hótel Borg með hádegisdjassi, „Jazz- brunch“. Þar skemmta Ómar Axels- son og félagar. í Norræna húsinu kl. 16 verður Norræn djassungliða- keppni. Kl. 21 á Kaffi Reykjavíkur kemur fram 17 manna Bigband Samúels Samúelssonar og kl. 23 verður Jam session og Funkmast- ers-dansleikur á Kaffi Reykjavík. Á síðasta degi hátíðarinnar, sunnudaginn 10. september, hefst dagskráin kl. 15 með yfirskriftinni Pönnukökujazz - Tvöfaldur kvart- ett Reynis Sigurðssonar og loka- tónleikarnir verða kl. 20.30 í ís- lensku óperunni með tónleikum Dave Holland kvintett. Vefsíða hátíðarinnar er http:// Go.to/ReykjavikJazz. Rýmmgarsölunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.