Morgunblaðið - 31.08.2000, Page 37

Morgunblaðið - 31.08.2000, Page 37
' MÖRGIJNBL'AÐID LISTIR ' FIMMTUDAGUR'31. ÁGÚST2000 •B7 Morgunblaðið/Bragi Asgeirsson Einu sinni var lítill gleðigjafi, miðpunktur alheimsins, olía á kúpt bólstr- að léreft, 2000. virk á því sviði síðan. Yeigur og ávinningur myndanna liggur í því hve vel er staðið að verki, ferskleiki og útgeislan mikil, lifunarnándin sterk. Myndefnið er dótturminning, meðganga jóðsins Matthildar, sem lifði einungis í þrjá daga, og eru þetta ímyndir vonglaðara hugrenn- inga á níu mánaða meðgöngu, níu sögur, - níu ævintýri sem móðirin fékk aldrei tækifæri til að segja barni sínu. En burtkústuð skyldi sorg og sút, kraftbirtingur lífsins virkjaður í minningu horfinnar dótt- ur; Einu sinni var Lísa í Undralandi, Einu sinni voru vinkonur í álfheim- um, Einu sinni var prinsessan á bauninni, Einu sinni var Öskubuska, Einu sinni var Þumallingur í appels- ínu, Einu sinni var lítill gleðigjafi miðpunktur alheimsins... Þannig hljóða heiti myndanna, jafnframt ævintýrunum er aldrei náðu eyrum barnsins, en birtast nú sjónskynjun skoðandans sem myndbirtingar móðurtilfinninga með lífsrásina ei- lífu að leiðarljósi er gerir tímann að hverfullri andrá. Það eru svo myndir mattrar áferðar sem skila sér ómengaðastar til áhorfandans, eink- um tvær hinar síðastnefndu og eru um leið nær æðra stigi handverks, hugmyndin í þeim skyld yfirraunsæi, surrealisma, bemskum kenndum um leið... Bragi Ásgeirsson mmmámmmm FULL BÚÐ AF NÝJUM VðRUM Leik mér að minu gleðiefni Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona stendur í miðjunni og með henni eru Stefanía Davíðsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir úr menningarkiúbbn- um Emblu. „MÍN hugsjón sem kona hefur verið að sanna að nálin hafi sama listræna gildið í hendi listamannsins og pens- illinn.“ Þetta mælir Sigrún Jónsdótt- ir kirkjulistakona en um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum hennar á orgelloftinu í Hallgríms- kirkju. Þar má líta þverskurð af þeim verkum sem hún hefur unnið að síð- astliðin 50 ár. Á sýningunni eru gler- verk, batíkverk og keramikverk en mest af útsaumuðum höklum og alt- arisklæðum. Sýningin ber heitið í ljósi dýrðar og hefur kristilega skírskotun. „Öll verkin eru trúarlegs eðlis,“ segir Sigrún. „Það er afskaplega eðlilegt fyrir mig sem er svona trúuð mann- eskja að vinna trúarleg verk. Ég er að leika mér að mínu gleðiefni sem er máttur trúarinnar.“ Ekki hægt að meta tímann sem fer í sköpunina Menningarklúbburinn Embla í Reykjavík stendur að sýningunni í samvinnu við Listvinafélag Hall- grímskirkju. „Konui-nar í Emblu áttu hugmyndina að þessari sýningu og sáu um að safna saman verkum mín- um víðsvegar af landinu,“ segir Sig- rún sem búið hefur í Stokkhólmi síð- ustu þijátíu ár. Verkin voru lánuð til sýningarinnar utan örfárra sem eru í eigu listamannsins. Á sýningunni er aðeins að finna brot af því sem Sigrún hefur unnið að á sínum ferli, en yfir tvöhundruð listaverk hennar prýða kirkjur og híbýli víðsvegar um heim. „Þegar ég er beðin um að vinna verk fyrir kirkju fer ég á staðinn og kynni mér sögu hans eða umhverfi og tengi það trúarlegum táknum sem koma fram í verkinu," segir hún Hver sá sem skoðar verkin á sýn- ingunni verður þess fljótt áskynja að mikil vinna liggur að baki hverju þeirra. „Ég á mjög erfitt með að svara því,“ segir Sigrún þegar hún er spurð hversu lengi hún hafi unnið að fallega útsaumuðum hökli.á sýning- unni. „Jafn erfitt og ég á með að segja hversu mikinn tíma ég notaði í að ala upp bömin mín.“ Sýningin á verkum Sigrúnar stendur til sunnudags. Opið er til kl. 18 og er listamaðurinn ævinlega við- staddur sýninguna eftir hádegi. PÓST- OG FJ\RSKIFEYSTOFNUX UMSOKN UM REKSTRARLEYFI FYRIR FARSÍMA Póst og fjarskiptastofnun auglýsir eftir umsóknum um þriðja rekstrarleyfið til að starfrækja farsímanet og þjónustu samkvæmt GSM staðli í 900 MHz tíðnisviðinu. Gögn verða afhent á skrifstofu stofnunar- innar, Smiðjuvegi 68-70 í Kópavogi, gegn gjaldi að upphæð 50.000 kr. Skrifstofan er opin daglega frákl. 8.30 til 16.30. Frestur til að leggja inn umsóknir er til 15. desember 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.