Morgunblaðið - 31.08.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.08.2000, Blaðsíða 37
' MÖRGIJNBL'AÐID LISTIR ' FIMMTUDAGUR'31. ÁGÚST2000 •B7 Morgunblaðið/Bragi Asgeirsson Einu sinni var lítill gleðigjafi, miðpunktur alheimsins, olía á kúpt bólstr- að léreft, 2000. virk á því sviði síðan. Yeigur og ávinningur myndanna liggur í því hve vel er staðið að verki, ferskleiki og útgeislan mikil, lifunarnándin sterk. Myndefnið er dótturminning, meðganga jóðsins Matthildar, sem lifði einungis í þrjá daga, og eru þetta ímyndir vonglaðara hugrenn- inga á níu mánaða meðgöngu, níu sögur, - níu ævintýri sem móðirin fékk aldrei tækifæri til að segja barni sínu. En burtkústuð skyldi sorg og sút, kraftbirtingur lífsins virkjaður í minningu horfinnar dótt- ur; Einu sinni var Lísa í Undralandi, Einu sinni voru vinkonur í álfheim- um, Einu sinni var prinsessan á bauninni, Einu sinni var Öskubuska, Einu sinni var Þumallingur í appels- ínu, Einu sinni var lítill gleðigjafi miðpunktur alheimsins... Þannig hljóða heiti myndanna, jafnframt ævintýrunum er aldrei náðu eyrum barnsins, en birtast nú sjónskynjun skoðandans sem myndbirtingar móðurtilfinninga með lífsrásina ei- lífu að leiðarljósi er gerir tímann að hverfullri andrá. Það eru svo myndir mattrar áferðar sem skila sér ómengaðastar til áhorfandans, eink- um tvær hinar síðastnefndu og eru um leið nær æðra stigi handverks, hugmyndin í þeim skyld yfirraunsæi, surrealisma, bemskum kenndum um leið... Bragi Ásgeirsson mmmámmmm FULL BÚÐ AF NÝJUM VðRUM Leik mér að minu gleðiefni Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona stendur í miðjunni og með henni eru Stefanía Davíðsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir úr menningarkiúbbn- um Emblu. „MÍN hugsjón sem kona hefur verið að sanna að nálin hafi sama listræna gildið í hendi listamannsins og pens- illinn.“ Þetta mælir Sigrún Jónsdótt- ir kirkjulistakona en um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum hennar á orgelloftinu í Hallgríms- kirkju. Þar má líta þverskurð af þeim verkum sem hún hefur unnið að síð- astliðin 50 ár. Á sýningunni eru gler- verk, batíkverk og keramikverk en mest af útsaumuðum höklum og alt- arisklæðum. Sýningin ber heitið í ljósi dýrðar og hefur kristilega skírskotun. „Öll verkin eru trúarlegs eðlis,“ segir Sigrún. „Það er afskaplega eðlilegt fyrir mig sem er svona trúuð mann- eskja að vinna trúarleg verk. Ég er að leika mér að mínu gleðiefni sem er máttur trúarinnar.“ Ekki hægt að meta tímann sem fer í sköpunina Menningarklúbburinn Embla í Reykjavík stendur að sýningunni í samvinnu við Listvinafélag Hall- grímskirkju. „Konui-nar í Emblu áttu hugmyndina að þessari sýningu og sáu um að safna saman verkum mín- um víðsvegar af landinu,“ segir Sig- rún sem búið hefur í Stokkhólmi síð- ustu þijátíu ár. Verkin voru lánuð til sýningarinnar utan örfárra sem eru í eigu listamannsins. Á sýningunni er aðeins að finna brot af því sem Sigrún hefur unnið að á sínum ferli, en yfir tvöhundruð listaverk hennar prýða kirkjur og híbýli víðsvegar um heim. „Þegar ég er beðin um að vinna verk fyrir kirkju fer ég á staðinn og kynni mér sögu hans eða umhverfi og tengi það trúarlegum táknum sem koma fram í verkinu," segir hún Hver sá sem skoðar verkin á sýn- ingunni verður þess fljótt áskynja að mikil vinna liggur að baki hverju þeirra. „Ég á mjög erfitt með að svara því,“ segir Sigrún þegar hún er spurð hversu lengi hún hafi unnið að fallega útsaumuðum hökli.á sýning- unni. „Jafn erfitt og ég á með að segja hversu mikinn tíma ég notaði í að ala upp bömin mín.“ Sýningin á verkum Sigrúnar stendur til sunnudags. Opið er til kl. 18 og er listamaðurinn ævinlega við- staddur sýninguna eftir hádegi. PÓST- OG FJ\RSKIFEYSTOFNUX UMSOKN UM REKSTRARLEYFI FYRIR FARSÍMA Póst og fjarskiptastofnun auglýsir eftir umsóknum um þriðja rekstrarleyfið til að starfrækja farsímanet og þjónustu samkvæmt GSM staðli í 900 MHz tíðnisviðinu. Gögn verða afhent á skrifstofu stofnunar- innar, Smiðjuvegi 68-70 í Kópavogi, gegn gjaldi að upphæð 50.000 kr. Skrifstofan er opin daglega frákl. 8.30 til 16.30. Frestur til að leggja inn umsóknir er til 15. desember 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.