Morgunblaðið - 14.09.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 14.09.2000, Síða 1
STOFNAÐ 1913 210. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hörð mótmæli gegn benzínsköttum halda áfram í Bretlandi og víðar í Evrópu Tony Blair segir manns- lífum stefnt í hættu Lundúnum. Reuters, AP. Landlaus- ir í bar- áttuham UM 400 félagar í samtökum land- lausra landbúnaðarvcrkamanna 1' Brasilíu (MST) skekja verkfæri og eggvopn í mótmælaskyni fyrir utan hliðið að búgarði Fernando Henr- ique Cardosos, forseta Brasilíu, um 170 km frá höfuðborginni Brasihu í gær. Landlausir bændur voru 1 mikl- um ham í gær og hdtuðu að ráðast inn á búgarð forsetans. Þeir hættu við það en efndu til mótmælastöðu við aðalhliðið inn á landareignina sem er 900 hektarar að stærð. Saka hinir snauðu bændur ríkisstjómina um að svíkja loforð um að þeim verði útvegað búland og veitt lána- fyrirgreiðsla. Meðlimir MST hafa vakið al- þjdðlega athygli á málstað sínum með því að slá sér niður á landi sem þeir álíta vannýtt, í því skyni að þrýsta á stjórnvöld að hraða umbót- um og enduruppskiptingu lands. I Brasilíu er um 90% alls ræktarlands í eigu 20% þjóðarinnar. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sagði í gær að hindrun elds- neytisdreifingar í landinu síðastliðna sex daga væri farin að stefna manns- lífum í hættu og lýsti því yfir að hann myndi ekki láta undan kröfum mót- mælenda sem vilja knýja fram lækk- un skatta á eldsneyti. Leiðtogar Belgíu og Þýzkalands höfnuðu einn- ig sams konar kröfum í gær. Brezka varnarmálaráðuneytið staðfesti í gærkvöld, að allt að 80 eldsneytisflutningabflar hersins yrðu í viðbragðsstöðu til að sinna neyðardreifingu á eldsneyti. Herinn raeður yfir eigin olíubirgðastöðvum. í öðru opinberu ávarpi sinu til brezku þjóðarinnar á einum sólar- hring skoraði Blair á flutningabfl- stjóra og bændur, sem lokað hafa fyrir umferð að og frá olíuhreins- unarstöðvum og eldsneytisbirgða- stöðvum, að láta eldsneytisflutn- ingabila komast óhindraða leiðar sinnar, í nafni ör- yggis borgar- anna. TonyBlair „Heilbrigðisþjónustunni og ann- arri mikilvægri þjónustustarfsemi stafar raunveruleg hætta [af aðgerð- unum],“ sagði Blair en ástandið sem skapazt hefur vegna hinna víðtæku mótmæla gegn háu eldsneytisverði er einhver mesta prófraunin sem ríkisstjórn Blairs hefur staðið frammi fyrir frá því hún tók við völd- um fyrir þremur árum. „Líf eru í húfi ef fólk [sem starfar í þessum geirum] kemst ekki til vinnu sinnar," sagði forsætisráðherrann. William Hague, leiðtogi brezka íhaldsflokksins, hvatti til þess að þingið yrði kallað saman úr sumar- leyfi til að taka á benzíndeilunni og Blair bjó sig undir að eiga fleiri neyðarfundi með æðstu ráðgjöfum sinum vegna málsins í dag. Mótmæli í Þýzkalandi og Belgíu Til svipaðra kröfuaðgerða um lækkun eldsneytisskatta hefur kom- ið í fleiri Evrópulöndum undanfarna daga, einkum í Frakklandi, Belgíu, Hollandi og Þýzkalandi, en alvarleg- ast hefur ástandið orðið í Bretlandi. I Þýzkalandi, þar sem frekari hækkun eldsneytisskatta stendur fyrir dyrum um næstu áramót, vöktu mótmælendur athygli Gerhards Schröders kanzlara á reiði sinni yfir háu benzínverði er hann heimsótti norður-þýzku borgina Schwerin. Þar lokuðu mótmælendur leiðum að og frá miðborginni er flogið var með kanzlarann þangað í þyrlu. Varaði Schröder við því að mótmæli af þessu tagi myndu ekki leiða til ann- ars en að skaða efnahag landsins. Og belgíski forsætisráðherrann Guy Verhoefstadt hafnaði einnig kröfum um skattaívilnanir fyrii’ vöruflutningamenn. Umferð lá niðri í gær, vegna mótmæla, um margar helztu umferðaræðai' landsins. ■ Beinar aðgerðir/32 Bandaríkjamenn undirbúa aðgerðir vegna hvalveiða Japana IJtilokaðir frá fiskveiðum Japanir juku umfang hvalveiða sinna í vísindaskyni í sumar og auk hrefnu bættu þeir við búrhval og skorureyði. Bandaríkjamenn telja að Japanir hafi þar með brotið sam- þykktir Alþjóðahvalveiðiráðsins og gildandi náttúruverndarlög. í framhaldi af þvi að Japanir hafa ekki brugðist við harðorðum mót- mælum Bandaríkjastjómar, beitir hún nú ákvæðum bandarískra fisk- verndunarlaga frá 1967. Þar er kveð- ið á um refsiaðgerðir gegn ríkjum sem vanvirða samþykktir ráðsins til verndar hvalastofnum. Mineta sagði að samkvæmt tillög- um hans hefði Clinton fyrirskipað að Japan gæti ekki öðlast réttindi til fiskveiðiheimilda innan bandarískr- ar fiskveiðilögsögu. En Bandaríkja- menn ætla í fyrsta sinn í áratug að veita erlendum skipum heimild til veiða á makríl og sfld í haust. Japan er nú eina landið sem ekki getur sótt um slíkan kvóta. Viðkomandi ráðu- neytum hefur enn fremur verið falið að rannsaka hvernig hugsanlegum refsiaðgerðum, þar með talið við- skiptaþvingunum, verði háttað. Talsmenn japanskra stjórnvalda hafa hótað að fara með málið fyrir Heimsviðskiptastofnunina í Genf (WTO) ef Bandaríkin grípa til við- skiptaþvingana. MORGUNBLAÐiÐ 14. SEPTEMBER 2000 6909C 090000 Washington. Morgnnblaðid. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann fól ríkisstjóminni að kanna hugsanlegar refsiaðgerðh- gegn Japönum fyrir veiðar þeirra á vernduðum hvalategundum. Norman Mineta, viðskipta- ráðherra Bandaríkjanna, og John Podesta, starfsmannastjóri Hvíta hússins, tilkynntu á blaðamanna- fundi að Bandaríkjastórn myndi hefja aðgerðir gegn hvalveiðum Jap- ana á vernduðum tegundum. Var ákveðið að japönsk skip yrðu útilok- uð frá veiðum í bandarískri lögsögu og víðtækari aðgerðum hótað. Léttir í mörgum Evrópulöndum yfír endalokum einangrunar Austurríkis Andar köldu frá Berlín og París París, Klagenfurt, Vín. AFP, Reuters. AUSTURRÍSKI hægrimaðurinn Jörg Haider lýsti því yfir í gær að einangrunaraðgerðir hinna Evrópu- sambandsríkjanna gegn Austurríki hefðu mistekizt með öllu. Jafnvel þótt ákveðið hefði verið á þriðjudag- inn að aflétta þvingunaraðgerðun- um, sem beint var gegn ríkisstjórn- arþátttöku Frelsisflokksins sem Haider fór fyrir þar til í vor, komu í gær fram vísbendingar um að það þýddi ekki endilega að tengsl ann- arra ESB-ríkja við austurrísku stjórnina kæmust í samt lag á ný. Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, lýsti því yfir að hann myndi að minnsta kosti það sem eftir lifði þessa árs ekki leggja leið sína til Austurríkis, né gerði hann ráð fyrir að hann ætti eftir að taka á móti austurrískum ráðamönnum í Berlín. Franska vinstristjórnin, einn harðasti gagnrýnandi hinnar sjö mánaða gömlu samsteypustjórnar austurríska íhaldsflokksins ÖVP og hins umdeilda Frelsisflokks, lét svo ummælt í gær, að ráðamenn í Vín hefðu enga ástæðu til fagnaðarláta. Er einangrunaraðgerðunum var formlega aflýst í París í fyrradag var skýrt tekið fram, að það breytti engu um það, að náið yrði áfram fylgzt með Frelsisflokknum sem sakaður hefur verið um að reka áróður gegn innflytjendum og að vilja leggja stein í götu stækkunar ESB til aust- urs. Léttir yfir því að pólitískri ein- angrun Austurríkis skuli lokið vai’ einkar áberandi í höfuðborgum Norðurlandanna þriggja innan ESB og viðbrögðin voru einnig jákvæð í Bretlandi og Suður-Evrópuríkjum. Einnig lýstu talsmenn stjómvalda í Póllandi, Tékklandi og Ungverja- landi ánægju með endalok aðgerð- anna. Styrkti þjóðernisvitund Á blaðamannafundi í Klagenfurt, héraðshöfuðborg Kámten-fylkis þar sem Jörg Haider er fylkisstjóri, sagði hann einangranaraðgerðirnar hafa haft þau jákvæðu áhrif, að þau hefðu styrkt þjóðernisvitund Aust- urríkismanna. í viðtali sem birtist í dag í tímarit- inu News sakar Haider Gerhard Schröder um „konunglegan hroka“. Lýsir Haider löngun sinni til að færa út kvíar stjómmálahreyfingar sinn- ar til fleiri Evrópulanda; það sé ein- mitt það sem Schröder og fleiri ráða- menn ESB-ríkja óttist mest.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.