Morgunblaðið - 14.09.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.09.2000, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ [■ FRÉTTIR 150 norrænir unglingar lentu í hrakningum í Þórsmörk Fundust heil á húfí á Hlöðufelli Morgunblaðið/Ásdís Elin Kregert, Jacqueline Andersson, Nahrin Yakob og Jonas Gustafsson frá Svíþjóð. Héldu sér vak- andi með söng FIMM ungmenni sem í fyrrakvöld lentu í blindaþoku á Hlöðufelli, sunnan Langjökuls, fundust heil á húfi snemma í gærmorgun en þeirra hafði þá verið leitað frá því um nóttina. Ekkert amaði að fimm- menningunum en þau eru öll nem- endur í íþróttakennaraskólanum á Laugai'vatni og höfðu verið í gönguferð með hópi bekkjarfélaga sinna og kennurum. Hópurinn hafði verið á göngu allan daginn en kom í skála við Hlöðufell um fjögurleytið í fyrra- dag. Ákváðu ungmennin fimm að bregða sér í stutta göngu á fjallið og hugðust þau vera komin aftur fyrir átta um kvöldið til að borða kvöldmat með hópnum. Þau skil- uðu sér hins vegar ekki á tilsettum tíma og hófu félagar þeirra þá leit, gengu upp í fjallið með blys en síð- an var ákveðið að þrír úr hópnum gengju niður af fjallinu til að sækja hjálp. Björgunarsveitarmenn leituðu fólksins allan síðari hluta nætur og fannst það um kl. níu í gærmorgun. Hafði skollið á blindaþoka þegar þau voru komin upp í Hlöðufellið og gengu þau þar um í u.þ.b. þrjá tíma áður en þau ákváðu að halda kyrru fyrir yfir nóttina. Sagði Andrés Már Heiðarsson, einn þremenninganna sem fór eftir hjálp, að ungmennin fimm hefðu hlaðið sér skjólvegg úr grjóti og síðan hefðu þau haldið sér vakandi yfir nóttina með því að syngja sam- söng. Lækir breyttust í erfiðar torfærur Flugmenn áhyggjufullir yfír sjúkrafluginu Verið að fara 20 ár aftur í tímann UM EITT hundrað og fimmtíu unglingar frá Norðurlöndunum báru sig vel í gær þó að þeir hefðu lent í hinum mestu hrakningum á þriðjudagskvöld þegar þeir vom á leið með þremur rútum úr Básum í Þórsmörk. Krakkarnir, sem halda reyndar flestir heim á leið í dag, koma frá öllum Norðurlöndunum og eru hér í heimsókn frá vinabæj- um Kópavogs í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Danmörku og Færeyjum. Hannes Sveinbjörnsson hjá skóla- skrifstofu Kópavogs sagði að krakkamir, sem cru fimmtán ára, hefðu komið hingað til lands fyrir helgi og eru þeir frá Oðinsvéum í Danmörku, Þrándheimi í Noregi, Tampere í Finnlandi, Klakksvík í Færeyjum og bæjunum Norrköping og Ostersund í Svíþjóð. I gangi er áætlun milli þessara landa um sam- starf á skólamálasviði og var komið að Kópavogi að halda vinabæjar- mót nú í ár. Hannes sagði að krakkarnir hefðu gist í Hjallaskóla í Kópavogi um síðustu helgi. Á mánudag var lagst í ferðalög og fór hópurinn fyrst á Gullfoss og Geysi en endaði síðan í Þórsmörk þar sem gist var um nóttina, bæði í Langadal og Básum. Hann sagði að um kvöldið hefði byrjað að rigna mjög. Á sama tíma var afar heitt í veðri og mikið rok. „Okkur var sagt seinna að þegar svona veðurskilyrði færu saman þá yrði bráðnunin rosaleg í jöklunum. Um morguninn reyndist enda mikið vatn í ánum,“ sagði Hannes. „Og það var ekki Krossá sem reyndist vandamál heldur var mest vatn í ánum sem renna úr hlíðun- um, ám sem höfðu bara verið lækir þegar við vorum á leiðinni upp eft- ir.“ Á þriðjudag var lagt af stað með rútum upp úr (jögur og var mein- ingin að vera komin til Kópavogs um áttaleytið. Ferðin niður úr Þórs- mörk tók hins vegar átta tíma. „Það er auðvitað aldrei gaman að velkj- ast sum í rútu í átta tíma,“ sagði Hannes, „en að minu mati var hins vegar aldrei nein hætta á ferðum.“ Sagði hann að rútubifreiðastjórarn- ir hefðu farið að öllu með gát. Þegar loks var komið niður á Hvolsvöll var ákveðið að fá sér í gogginn og sagði Hannes að þar hefðu allir látið vel af sér. Hópurinn kom siðan aftur í Hjallaskóla í Kópavogi um kl. 3 um nóttina. Morgunblaðið ræddi við nokkra af ferðalöngunum í gær og viður- kenndu krakkarnir að ótti hefði gripið um sig hjá mörgum meðan á svaðilförinni úr Þórsmörk stóð. „Þetta var heldur óhugnanleg lífsrcynsla," sögðu þau Jonas Gustafsson og Nahrin Yakob frá Svíþjóð. „Við festumst í einni ánni og þá brustu sumir í grát. Aðrir gerðu að gamni sínu yfir þessu öllu saman.“ „Við höfum ekkert í líkingu við þessar aðstæður í Svíþjóð," bætti Nahrin við. „Stundum trúðum við því jafnvel að við myndum ekki eiga afturkvæmt úr þessari för.“ Það hefði því verið mikill léttir þegar þau komu niður á þjóðveginn heil á húfi. Aðspurð lýstu þau hins vegar ánægju með íslandsheim- sókn sína og sögðu ljóst að þessa sögu myndu þau segja vinum sfnum heima í Svíþjóð. Þær June Bolme og Lise Grönli frá Noregi tóku í sama streng. Ferðin niður úr Þórsmörk hefði verið heldur óskemmtileg lífs- reynsla. „Við vorum mjög hræddar um að rútumar myndu fara á bóla- kaf í ámar.“ Sögðu þær að sumir félaga þeirra hefðu brostið í grát vegna þessara aðstæðna en mikil rigning var meðan á ferðinni stóð. Þær vildu þó ekki meina að þessi svaðilför væri hápunktur ferðar- innar til íslands. Þar væri för í Bláa lónið efst á blaði. FÉLAG íslenskra atvinnuflug- manna, FÍA, hefur miklar áhyggj- ur af væntanlegu fyrirkomulagi sjúkraflugs í landinu og hefur sent heilbrigðisráðherra bréf vegna þessa. Til stendur að bjóða út allt sjúkraflug, sem mun hafa mið- stöðvar sínar á Akureyri, en vélar verða einnig til taks á Isafirði og í Vestmannaeyjum. Heilbrigðisráðu- neytið, Tryggingastofnun og sam- gönguráðuneytið vinna nú sameig- inlega að gerð útboðsgagna sem afhent verða í næstu viku, bæði fyrir sjúkraflugið sem og áætlun- arflug til minni staða eins og Siglufjarðar, Þórshafnar og Grímseyjar sem ríkið hyggst styrkja. Franz Ploder, formaður FÍA, sagði við Morgunblaðið að atvinnu- flugmenn furðuðu sig á þeirri kröfu í drögum að útboðsgögnum að tveir flugmenn verði að vera í flugi frá Akureyri en ekki frá Vestmannaeyjum og Vestfjörðum. Hafa þeir farið fram á svör ráð- herra um ástæður þessa. „Okkur fínnst einnig áhyggju- efni að aðeins sé gerð krafa um litlar níu sæta flugvélar með bens- ínmótor í þetta sjúkraflug, ekki skrúfuþotur með jafnþrýstibúnaði líkt og notaðar eru almennt í áætl- unarfluginu. Auðvitað er betra að hafa jafnþrýstibúnað, þá komast vélarnar hærra og það fer betur um sjúklingana," sagði Franz. Stjórn FÍA krefst þess einnig í bréfí til heilbrigðisráðherra að ávallt verði tveir flugmenn í áhöfn vélanna og að báðir séu með rétt- indi á viðkomandi vélum. Franz sagði það allt of oft hafa tíðkast að aðeins annar flugmaður sé með til- skilin réttindi. „Við erum einfaldlega að tryggja starfsumhverfi okkar flugmanna. Það er verið að fara 20 ár aftur í tímann með því að notast við níu sæta vélar með bensínmótor í stað þess að nota skrúfuþotur á borð við Dornier, Metro og Twin Otter. Það er verið að spara á vitlausum stað, líkt og verið væri að spara í kaupum á sjúkrabíl með því að kaupa Lödu Sport í stað Econo- line. Ég vildi ekki vera fluttur í sjúkraflugi í vitlausu veðri um miðjan vetur í þessum litlu vél- um,“ sagði Franz Ploder. Breytingar ekki útilokaðar Dagný Brynjólfsdóttir hefur unnið að gerð útboðsgagna fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins. Hún sagði við Morgunblaðið að drög að gögnunum hefðu verið send nokkrum aðilum til umsagnar í sumar. Núna væri verið að skoða umsagnirnar og á meðan gæti hún ekki fullyrt um endanlega útgáfu útboðsjgagna varðandi sjúkraflug- ið. Utboðið yrði væntanlega auglýst nk. sunnudag og gögnin afhent á þriðjudag. Um ástæður þess að í drögunum hafi ekki verið gerð krafa um tvo flugmenn í sjúkrafluginu frá Vest- fjörðum og Vestmannaeyjum sagði Dagný að vísast væri það vegna fyrirkomulags flugsins til þessa. Érfitt hefði verið að fá flugmenn til að manna sjúkraflugsvélarnar, sér í lagi á ísafirði yfír vetrar- tímann. „Við skoðum allar athugasemdir sem berast og ekki útilokað að við breytum þessum kröfum alveg eins og einhverjum öðrum í út- boðinu. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Dagný. Að hennar sögn hefur dagsetn- ing ekki verið ákveðin um hvenær tilboð í flugið verða opnuð. Þó liggi fyrir að nýir samningar um sjúkra- og áætlunarflug geti tekið gildi um næstu áramót. Verkfall boðað á Selfossi SAMÞYKKT var í atkvæða- greiðslu ófaglærðs starfsfólks á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi sl. mánudag að boða til verkfalls frá og með miðnætti 29. september nk. Verkfallsboðunin var samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum. Samningur ófaglærðs starfs- fólks á stofnuninni rann út í maí- lok og hafa sáttaumleitanir enn ekki borið árangur. i2si§m Viðskiptablað Morgunblaðínu í dag fylgir blað frá Bison Bee-Q. Morgunblað- inu í dag fylg- ir blað frá NÓATÚNI ÍÞR&mR Gísli gripinn með byssu ....• ó lympíuþorpi n u/ C4 Stórsigrar Barceíóná*’** og Manchester United/ C2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.