Morgunblaðið - 14.09.2000, Page 4

Morgunblaðið - 14.09.2000, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heyfengur víðast góður Meðlimur kín- verska ríkisráðs- ins til íslands Æðsta kon- an í stjórn- kerfi Kína ÆÐSTA kona í stjórnkerfi Kína, Wu Yi, sem sæti á í kínverska ríkisráðinu, kemur hingað til lands á morgun. Á mánudag mun Yi flytja erindi ásamt Valgerði Sverrisdóttur, viðskipta- og iðnaðarráðherra á ráðstefnu um við- skipti íslands og Kína og möguleika íslenskra íyrirtækja í Kína. Þá mun Yi einnig heimsækja ís- lensk fyrirtæki og meðal annars kynna sér starfsemi orkufyrirtækja. Ríkisráðið er æðsta valdastofnun í Kína, en í því eiga sæti forsætisráð- herra, varaforsætisráðherrar og fá- einir háttsettir fulltrúar. Yi er eina konan sem sæti á í ráðinu, en hún hef- ur um árabil verið áberandi í kín- versku stjórnkerfi, var m.a. utanrík- isviðskiptaráðherra Kína á árunum 1993 til 1998 og þar áður varaborgar- stjóri Peking um þriggja ára skeið. Auk íslands, sækir Wu Yi Dan- mörku og Þýskaland heim í för sinni, en hún verður viðstödd dag Kína á heimsýningunni í Hannover í Þýska- landi síðar í mánuðinum. ----------------- Fréttir í tölvupósti FRÁ og með deginum í dag geta les- endur Fréttavefjar Morgunblaðsins sent öðrum fréttimar í tölvupósti með einföldum hætti. Neðan við hverja frétt er sérstakur tengill og sé smellt á hann birtist nýr gluggi þar sem skráð er netfang viðkomandi og einnig er hægt að láta skilaboð fylgja. Viðtakandi fær texta fréttarinnar auk slóðar viðkomandi íréttar á mbl.is. EINSTAKA bændur í Eyjafirði eru enn í heyskap, þött komið sé fram í miðjan september. Ólafur G. Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, sagði að víðast hvar væri hey- fengur góður í sumar. Hann sagði þó að þar sem tún eru þurrlendari hafi spretta verið frekar treg eftir fyrri slátt vegna þurrka seinni partinn í júlí. Tún HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna kröfum réttargæslu- manns ungrar stúlku um að teknar yrðu skýrslur af henni í Barnahúsi en ekki í dómshúsi Héraðsdóms Reykjavíkur. Yfirheyrslurnar tengjast meintu kynferðisafbroti gegn stúlkunni. Hæstiréttur var sammála héraðsdómara um að húsnæði í dómhúsi Héraðsdóms Reykjavíkur fullnægði i hvívetna kröfum reglugerðar um tilhögun skýrslutöku fyrir dómi af brota- þola sem er yngri en 18 ára. I úrskurði Héraðsdóms kemur fram að lögreglan í Reykjavík hafi farið þess á leit við héraðsdóm Reykjavíkur, að skýrsla yrði tekin af stúlkunni vegna gruns um kyn- ferðisbrot gegn henni. í boðun kom fram, að skýrslutakan skyldi fara fram í sérútbúnu húsnæði dómsins til þess að yfirheyra börn. hafi þó verið að koma til seinni part sumars og menn því enn að. „Maður hefur séð ágætt gras komið á tún ef menn hafa þráast við að bíða nógu lengi, ef svo má segja. Þannig að ég held að þetta hafi yfirleitt verið í góðu lagi. Bændur á Norðurlandi urðu margir fyrir miklu tjóni vegna kalskemmda í túnum í fyrravor Þá var sérhæfður kunnáttumaður kvaddur til aðstoðar við skýrslu- tökuna. Tæpum þremur klukku- stundum áður en skýrslutakan átti að hefjast bárust dómara skrifleg mótmæli réttargæslumanns stúlk- unnar við því að yfirheyrslan færi fram í dómhúsi héraðsdóms. Rétt- argæslumaðurinn krafðist þess, að yfirheyrslan færi þess í stað fram í Barnahúsi. I greinargerð með kröfunni seg- ir orðrétt um aðstöðuna í héraðs- dómi: „Biðaðstaða er ekki góð, barnið kemst ekki hjá því að verða vart við allan þann umgang sem fylgir daglegum störfum í dómhúsi og ekki er unnt að tryggja að barnið hitti ekki sakborning ef hann er viðstaddur yfirheyrsluna. Þá er salernisaðstaða afleit. Hins vegar er vísað til þess, að sjálft yf- irheyrsluherbergið er stórt og þar eru bæði spegill andspænis sæti og varð heyfengur víða rýr vegna þessa. Ólafur sagði að tún í Eyja- firði væru mun betri heldur en reiknað var með eftir ástandið í fyrra. „Tún hafa náð sér veru- lega á strik í sumar. Allra verstu túnin eru þó ekki farin að ná sér en heilt yfir hafa tún komið ótrú- lega vel til. Það lítur því alveg þokkalega út með heyfeng al- mennt.“ vitnisins og sýnileg upptökuvél. Er það almennt til þess fallið að hamla einbeitingu og athygli ungra barna og kann einnig að verka fráhrindandi og ógnvekjandi fyrir þau. Við slíkar aðstæður, sem eru afar framandi fyrir lítið barn, er rík hætta á að spenna og kvíði leiði til lakari skýrslu og óáreiðanlegri auk þess að valda barninu vanlíðan og óþarfa óþægindum." Héraðsdómur féllst ekki á kröf- una og á mánudaginn staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms. I úrskurði héraðsdóms er gagnrýni réttargæslumannsins hafnað. Bent er á að í dómshúsinu hafi verið út- búið sérstakt hliðarherbergi og það útbúið í samráði við sálfræðing barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Tekið er fram að salernisaðstaða er á hæðinni og gerðar eru ráð- stafanir til að koma í veg fyrir að sakborningur hitti brotaþola. Hæstiréttur staðfestir úrskurð héraðsdóms Kröfu um skýrslutöku í Barnahúsi hafnað Geisladiskataska ! Skipulagsmappa / Penni Námsmannaiinudebetkort / Biiprófsstyrkir Námsmannaiinureikningur/ Netklúbbur Framfærslulán / Lægri yfirdráttarvextir Námsstyrkir / Námslokalán / Tölvukaupalán ISIC afsláttarkort f Heimilisbankinn ®BÚNAÐARBANKINN Traustur banki námsmannalínan Síma- útvarp í næsta mánuði RÍKISÚTVARPIÐ hyggst hefja rekstur símaútvarps upp úr miðjum næsta mánuði. Not- endur þjónustunnar hringja í ákveðið símanúmer á símatorgi á vegum Landssímans og geta þar keypt sér aðgang að fréttum RÚV. Mínútan á að kosta 24,90 krónur. Þorsteinn Þorsteinsson, markaðsstjóri RÚV, segir að þetta hafi verið í vinnslu í hálft ár. Notendur geti valið yfirlit frétta, fréttatímann í heild eða valið ákveðnar fréttir, og hlust- að á flutning þeirra í símanum. Til stendur að bjóða í fyrstunni upp á fréttatíma kl. 8,12,18 og 22 og verður hægt að tengjast fréttatímunum í síma 10-15 mín- útur eftir flutning fréttanna- þeirra í útvarpi. Þegar fram í sækir ætlar RUV að bjóða upp á alla fréttatímana. Þorsteinn segir að unnið sé að lausn tengingar frá útlöndum og það sé í sjálfu sér ekki tæknilegt vandamál. Málið snýr hins veg- ar að gjaldtökunni sem er flókn- ara úrlausnarefni þegar hringt er t.d. með farsíma frá útlönd- um. Sama mínútugjald verður þótt hringt sé frá útlöndum en við bætist símkostnaður vegna utanlandssímtalsins. RÚV hefur ekki gert áætlanir um telýur af þessari þjónustu en Þorsteinn segir að bundnar séu vonir við að hún skili hagnaði. Tilkostnaður sé ekki verulegur. RÚV hefur pantað átta símalín- ur vegna þjónustunnar og hugs- anlegt er talið að fjölga þurfi þeim. Þorsteinn segir að líklegt sé að boðið verði upp á meira út- varpsefni þegar fram í sækir, eins ogt.d. íþróttalýsingar. Braut reglur í Hvalfjarð- argöngum FLUTNINGABÍLSTJÓRI braut reglur um hámarkshæð farms á ferð norður um Hval- fjarðargöng sl. föstudags- kvöld. Lögreglan fékk tilkynn- ingu frá vegfaranda í Hvalfirði um að farmur á vöruflutninga- bíl hefði rekist upp í og brotið niður hæðarslá yfir veginum skammt sunnan gangamunn- ans. Bílstjórinn var stöðvaður í gjaldhliðinu að norðan og þar tók lögregla af honum skýrslu. Flutningabíllinn var með vagn í eftirdragi og á honum stóð vinnulyfta sem mældist 4,50 metra há. Leyfð hæð farms er hins vegar 4,20 metrar. Bílstjórinn má búast við að þurfa að greiða sekt fyrir til- tækið. Vegurinn í sundur við Högná VEGURINN um Þorska- fjarðarheiði fór í sundur við Högná sl. þriðjudag vegna vatnavaxta. Skemmdir urðu ekki miklar og var viðgerð lokið í gærmorgun og vegur- inn þá opnaður á ný. Á vef vikublaðsins Bæjar- ins besta á ísafirði kemur fram að vegfarendur á leið til Vestfjarða kvörtuðu yfir þvi að lokun þessi hefði ekki ver- ið tilkynnt heldur hefðu þeir komið að lokunarskilti við Músará í Þorskafirði þar sem vegurinn liggur upp á heið- ina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.