Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Seiðavísitala þorsks sú næsthæsta sem mælst hefur Efniviður í sterkan ár- gang fjórða árið í röð SEIÐAVÍSITALA þorsks við landið er sú næsthæsta sem mælst Segðu þeim góðu fréttirnar, þú ert nú ráðherrann, Árni minn. Hagkaup opnar nýja verslun í Grafarvogi í nóvember V el gengur að manna nýjar stöður KRISTÍN B. Eysteinsdóttir, ráðn- ingarstjóri í Starfsmannaþjónustu Baugs hf., gerir ráð fyrir því að ekki verði erfitt að manna um það bil þrjá- tíu stöðugildi í nýrri verslun Hag- kaups í Spönginni í Grafarvogi. Hún segir að stefnt sé að því að verslunin verði opnuð í byrjun nóv- ember nk. og var af því tilefni m.a. auglýst eftir starfsfólki í sérvöru- deild og matvörudeild verslunarinn- ar í síðasta sunnudagsblaði Morgun- blaðsins. Auk þess var auglýst eftir öryggisvörðum og gjaldkerum svo fleiri dæmi séu nefnd. Kristín segir í samtali við Morgunblaðið að alls Upplagt í eldhúsiö bráðsniðugt í barnaherbergið hljómar vel í hjónaherbergi stórgott í stofuna ■ Flötum 29 Slmi 481 3333 á aðeins 14.900 stgr. www.ormsson.is þurfi að ráða í rúmlega þrjátíu heil stöðugildi í nýju versluninni auk þess sem ráða þurfi í þó nokkur hlutastörf. „Viðbrögð við auglýsingunni hafa verið mjög góð,“ segir Kristín, „og ég geri ekki ráð fyrir því að við verðum í vandræðum með að manna stöðum- ar.“ Segir hún að margir hafi hringt og spurst fyrir um störfin - aðallega fólk búsett í Grafarvoginum. „Við vissum að fólk úr Grafarvoginum myndi sækja um og því koma þessi góðu viðbrögð okkur ekki á óvart.“ Segir hún m.a. dæmi þess að starfs- fólk í öðrum verslunum Hagkaups hafi áhuga á því að verða flutt til verslunarinnar í Grafarvoginum vegna þess að sú verslun sé í þess hverfi. Auk þess sem dæmi séu um áhuga meðal kvenna í Grafarvogi sem hafi verið heimavinnandi en vilji nú fóta sig á hinum almenna vinnu- markaði. „Og þær sjá þama tækifæri til þess að starfa nálægt heimilinu." Aðspurð hvemig gangi að ráða í sambærileg störf í öðmm verslunum Baugs segir Kristín að það gangi upp og ofan. Hún bætir því þó við að sept- ember sé alltaf erfiður tími, m.a. vegna þess að þá hætti margt sumar- fólk störfum til að halda áfram námi. „En það er heldur erfiðara að ráða fólk í ár en áður. Það er ekki hægt að neita því.“ ----------------- Fjármáiaráðuneytið Staða ráðu- neytisstjóra auglýst STAÐA ráðuneytisstjóra í fjármála- ráðuneytinu verður auglýst á næstu dögum. Staðan losnaði þegar Arni Kol- beinsson var skipaður hæstiréttar- dómari. Árni tekur við starfi dómara 1. nóvember nk. og er stefnt að því að þá verði búið að ráða nýjan ráðu- neytisstjóra. Evrópska listaþingið IETM Gjöfult og spenn- andi samstarf Ása Richardsdóttir HINN ö. til 8. októ- ber eiga Sjálf- stæðu leikhúsin von á 150 evrópskum koll- egum sínum á fjögurra daga listahátíð. Þetta fóik kemur hingað í tengslum við Evrópska listaþingið IETM Reykjavík, en stjómandi þess er Ása Richardsdóttir. Hún var spurð hvað þarna væri nánar til tekið að gerast? „Þetta er í senn fjögurra daga listahátíð þar sem við bjóðum okkar erlendu gestum upp á kröftuga listadagskrá, og ráðsteíha með málþingum, kynning- arfundum og samræðu- stundum. Auk þess er IETM-þing tækifæri til kynningar; dagar þar sem samtök, stofnanir, listhóp- ar og einstaklingar geta komið á framfæri upplýsingum um störf sín og verkefni, myndað tengsl og hugsanlega fundið sam- starfsfélaga. Þetta er stærsti hóp- ur sem komið hefur hingað til lands í þessum tilgangi." -HvaðerlETM? „Það er tengslanet, skammstöf- unin stendur fyrir The „Informal European Theatre Meeting". í IETM em yfir 450 félagar frá 42 löndum. Þeir em stjórnendur listahátíða, leikhúsa, danshúsa og menningarstofnana. Þeir em líka sjálfstætt starfandi listamenn, framleiðendur og hugsuðir. í raun má segja að í IETM sé öll sviðs- listaflóran í Evrópu. Allt frá ein- staklingum til listahátíðar í Avign- on í Frakklandi, sem er ein sú stærsta í Evrópu." -Hefur þessi starfsemi verið lengi hér? „Nei, alls ekki. Sjálfstæðu leik- húsin gengu í IETM í lok síðasta árs og em fyrstu íslensku félag- arnir. IETM sjálft er hins vegar 20 ára gamalt tengslanet. Það elsta og öflugasta í Evrópu." - Höfum við mikið gagn af þessu samstaríi? „Já, sannarlega. Við teljum að vöxtur sviðslista sem atvinnu- greinar muni til lengri tíma séð byggjast á samskiptum við önnur lönd. Hér er um að ræða tækifæri fyrir hvern sem er úr íslensku listalífi og áhugasama leikmenn til að mynda tengsl við fjölda evrópskra kollega. Við þurfum á því að halda að stækka atvinnu- markað íslenskra listamanna. En við höfum ekki aðeins gagn af þessu samstarfi sem mögulegum vettvangi fyrir listamennina til starfa, heldur sem tækifæri til að læra af öðra fólki, kynnast nýjum samstarfsaðferðum og hugmynd- um, stækka sjóndeildarhringinn. Við höfum ekki búið til heimasíðu fyrir þingið sérstaklega en heima- síða IETM sjálfs er www,- itm.org.“ - Hvað gerist á þessari listahá- tíð? „Við bjóðum þessum gestum okkar upp á 24 leik- og danssýn- ingar og annars konar listviðburði. Fólki alls staðar að úr listageir- anum var boðið að taka þátt í listadagskránni og fengum við mjög góð viðbrögð. Erfitt að tala um eitt frekar en annað í þessu sambandi en þó vil ég nefna að við eig- um von á tveimur erlendum gesta- sýningum. Þetta em Sóló eftir hinn þekkta belgíska danshöfund og myndlistarmann Jan Fabre, dansað af íslendingnum Emu Ómarsdóttur og tvö verk eftir ven- esúselska danshöfundinn Söm ► Ása Richardsdóttir fæddist í Reykjavfk 19. ágúst 1964. Hún lauk stúdentsprófí frá Mennta- skólanum í Kópavogi, er með BA-próf frá Bretlandi í alþjóða- stjórnmálum og er með diploma í evrópskri menningarstjórnun. Hún starfaði sem fréttamaður hjá Sjónvarpinu og raunar við fleiri störf, var framkvæmda- stjóri hjá Kaffileikhúsinu en er nú stjómandi evrópska lista- þingsins IETM Reykjavík. Hún er gift Hjáimar H. Ragnarssyni tónskáldi og eiga þau tvö börn. Gebran. Bæði þessi verk verða sýnd í Tjamarbíói. Hvað varðar ráðstefnuhluta dagskrárinnar þá bjóðum við upp á tíu málþing, kynningarfundi og samræðuhópa eða fundi á þinginu. Þar vil ég sér- staklega nefna tvo kynningar- fundi, ekki síst ætlaða Islending- um, sem báðir verða í Norræna húsinu. Sá fyrri verður á föstudeg- inum 6. október. Það er kynning- arfundur um IETM og önnur evrópsk menningartengslanet, hlutverk þeirra og hugmynda- fræði. Sá seinni verður daginn eft- ir og ber yfirskriftina: Alþjóðlegt samstarf - hvar á að byrja?“ - Hverjir standa að þessu lista- þingi? „Það em Sjálfstæðu leikhúsin, sem em samtök tuttugu og sjö starfandi leikhúsa og danslist- hópa. Samstarfsfélagar okkar hér heima em Hitt húsið, íslenski dansflokkurinn, Listaháskóli Is- lands, Norræna húsið og Reykja- víkurakademian, en erlendir sam- starfsfélagar okkar em IETM sjálft sem hefur aðalskrifstofu í Belgíu, Kultorkonzepte í Austur- ríki og Nordisk Ide Fomm í Dan- mörku. Þetta samstarf hefur verið mjög gjöfult og spennandi." -Hvað verða margir íslenskir þátttakendur? „Við getum tekið á móti um 120 íslenskum þátttakendum og er skráning þeirra þegar hafin. Vægt þátttökugjald greiðist við skrán- ingu og hún fer fram á skrifstofu okkar að Vesturgötu 3 eða í síma 552-9119. Það er ákaflega mikil- vægt að sem flestir úr íslenska listgeiranum nýti sér þetta tæki- færi.“ -Hvað með árang- ur? „Starf IETM snýst um sam- skipti og samstarf. Við vonumst til að í kjölfar evrópska listaþingsins IETM Reykjavík muni fleiri en áður úr listageira okkar sjá mögu- leika á að leita út fyrir landstein- anna með hugmyndir sínar og verkefni. Þá er árangrinum náð.“ Um er að ræða tækifæri fyrir hvern sem er í ís- lensku listaiífi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.