Morgunblaðið - 14.09.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 13
FRÉTTIR
Fundur norrænna þjóðminjavarða á íslandi
Sótt um að
Þingvellir fari á
heimsminj askrá
Island stendur ekki jafnfætis hinum Norð-
urlöndunum í minjavörslu að sögn Margrét-
ar Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar. Hún
segir að meðal þess sem rætt var á fundi
norrænna þjóðminjavarða hafí verið að
Þingvellir verði skráðir á heimsminjaskrá.
UNDIRBÚNINGUR er hafinn að
því að koma Þingvöllum á heims-
minjaskrá. Margrét Hallgrímsdóttir
þjóðminjavörður segir að það hafi
mikla þýðingu fyrir þjóðina, ferða-
þjónustuna og minjavörsluna í land-
inu ef Þingvellir verði skráðir á
heimsminjaski’á en enginn staður á
Islandi er á skrá Menningarmála-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna
(UNESCO) yfir heimsminjar.
Skráning sögu- og náttúruminja á
heimsminjaskrá voru meðal helstu
umræðuefna á fundi norræna þjóð-
minjavarða sem haldinn var á Kirkju-
bæjarklaustri um síðustu helgi. Mar-
grét sagði að á fundinum hefðu farið
fram gagnlegai’ umræður um mögu-
leika Islands á að koma merkustu
minjum íslands á slíka skrá. Hin
Norðurlöndin ættu öll staði á
heimsminjaskrá og þjóðminjaverðir
landanna hefðu því getað gefið mikil-
vægar upplýsingar um gagnsemi
þess að vera á slíkri skrá og hvemig
standa ætti að umsókn um skráningu.
Þingvellir og Skaftafell
eru til skoðunar
Strangar reglur gilda um skrán-
ingu á heimsminjaskrá að sögn Mar-
grétar. Á þessari skrá væru staðir
sem þættu merkilegir út frá sögu og
náttúru landsins en einnig þyrftu þeir
að hafa sérstöðu í heiminum öllum.
Þess væri enn fremur krafist að
staðnum væri sýnd virðing og hann
væri verndaður. Auk þess mætti ekki
ríkja neinn ágreiningur um staðinn,
þ.e. um lagalega stöðu hans, eignar-
hald eða annað.
Margrét sagði að norrænu þjóð-
minjáverðirnir hefðu verið sammála
um að Þingvellir ættu skilyrðislaust
heima á heimsminjaskrá. Þingvellir
væru meðal allra merkustu sögustaða
landsins og hefðu einnig þýðingu fyr-
ir norræna sögu. Náttúra Þingvalla
væri einnig einstæð en mjög æskilegt
þykir að staðir á heimsminjaskrá
sameini það að vera merkilegir bæði
út frá sögulegu og náttúrufræðilegu
sjónarmiði.
Norrænu þjóðminjaverðirnir skoð-
uðu nokkra staði á suðausturlandi um
helgina. Meðal þeirra var Skaftafell
sem Margrét sagði að hefði vakið
mikla hrifningu félaga sinna og til
skoðunar væri að sótt yrði einnig um
að Skaftafell fengi skráningu á
heimsmipjaskrá. Ekki þyrfti að hafa
mörg orð um náttúru Skaftafells en
hún sagði að saga staðarins væri ekki
síður áhugaverð. Bæjarhúsin í Seli
væru mjög merkileg. Þau væru vel
varðveitt og þeim hefði ekki verið spillt
með seinni tíma viðgerðum. Sú heild
mipja sem þau mynduðu sköpuðu
staðnum ótvíræða sérstöðu. Margrét
sagði að á seinni árum væri farið að
leggja meiri áherslu á heildarumgjörð
staða, þ.e. hugtakið menningarlands-
lag en einstakar minjai’ eða rústir.
Margrét sagði að íslenski torfbær-
inn væri einstakt fyrirbæri í bygg-
ingasögu heimsins. Varðveislugildi
hans væri því ótvírætt. Varðveisla
torfbæja væri hins vegar með flókn-
ustu viðfangsefnum í varðveislu fom-
minja.
Þriggja ára verkefni
Margrét sagði að það tæki þrjú ár
að fá minjar skráðar á heimsminja-
skrá. Undirbúninginn, sem tæki eitt
ár, þyrfti að vanda sérstaklega vel. Á
fundinum um helgina hefði Birgitta
Hopberg sérfræðingur á þjóðminja-
safni Svíþjóðar boðist til að aðstoða
við gerð umsóknar en hún hefur und-
irbúið umsóknir Svía til UNESCO en
Svíþjóð á níu staði á heimsminja-
skránni.
Þegar umsókn hefur verið send til
UNESCO leggur sérstök nefnd mat
á hana en sú vinna tekur um eitt og
hálft ái’. í nefndinni sitja m.a. Henrik
Lilius, þjóðminjavörður Finnlands.
Margrét sagði að það hefði mikla
þýðingu fyrir ísland ef tækist að fá
merkustu sögu- og náttúi-uminjai’
þjóðarinnar skráðar á heimsminjaskrá
UNESCO. Það hefði mikið að segja
fyrir sjálfsmynd þjóðarinnai’. Það hefði
verulega þýðingu íyrir ferðaþjónust-
una og það hefði einnig þýðingu al-
mennt íyrh’ minjavörsluna í landinu.
Margrét er formaður nefndar sem
vinnur að því að fá merkustu sögu-
staði á Islandi skráða á heimsminja-
skrá en nefndin er skipuð fulltrúum
menntamálaráðuneytisins,
umhverfisráðuneytisins, Þjóðminja-
safns og Náttúruvemdar rítósins.
Margrét sagði að unnið yrði að þessu
máli í samráði við Þingvallanefnd og
þjóðgarðinn í Skaftafelli. Aðspurð
sagði hún að ágreiningur um eignar-
hald og sölu á Hótel Valhöll á Þing-
völlum, sem talsvert hefrn’ verið í
fréttum að undanförnu, gæti tafið
fyrir því að Þingvellir yrðu skráðir á
heimsminjaskrá.
Margrét sagði að samkvæmt
reglum UNESCO ætti umsókn um
skráningu á heimsminjaskrána að
fylgja listi yfir 10 aðra staði sem til
greinar kæmu á slíka skrá. Það hefði
einnig talsverða þýðingu fyrir þessa
10 staði að komast á þennan lista.
Friðlýstum minjum spillt
Mörg fleiri mál voru til umræðu á
fundi norrænu þjóðminjavarðanna.
Margrét sagði að td. hefði verið fjallað
um drög að tillögum um nýja löggjöf
fyrir þjóðminjavörslu á íslandi en þau
gera m.a. ráð fyrir að Þjóðminjasafnið
verði aðskilið fráfomleifavarðveisl-
unni. Hún sagði að félagar sínir á hin-
um Norðurlöndunum hefðu hvatt til að
farið væri varlega í breytingar á lög-
gjöfinni. Þeir hefðu lýst breytingum í
sínum heimalöndum og lýst vilja til að
miðla af reynslu sinni. Rætt hefði verið
Vetrarleyfi nemenda
hafa mjög færst í vöxt
MIKIÐ hefur borið á því í upphafi
þessa skólaárs að foreldrar taki
börn sín með í vetrarleyfi og þau
séu þar af leiðandi fjarverandi
skólahaldi í jafnvel margar vikur.
Samkvæmt úrskurði menntamál-
aráðherra frá því í vor þurfa for-
eldrar ekki sérstaka heimild skól-
astjóra til að taka börn sín úr skóla
og finnst skólastjórum það skjóta
nokkuð skökku viðenda hafi á
sama tíma mjög verið þrýst á um
nýtingu skóladaga.
Úrskurðinn felldi menntamála-
ráðherra í vor eftii’ að skólastjórn-
endur í Korpuskóla í Reykjavík
höfðu ritað honum bréf og farið
fram á skýringar á því hvort þeir
hefðu yfirhöfuð heimild til að veita
nemendum leyfi í marga daga,
væri óskað eftir slíku af foreldrum.
Þorsteinn Sæberg, formaður
Skólastjórafélags íslands, segir að
samkvæmt þessum úrskurði sé
Foreldrar þurfa
ekki heimild skóla-
stjóra til að taka
börn sín úr skóla
nám á ábyrgð foreldra. Það sé hins
vegar alveg sama hvernig menn
reyni að sneiða hjá því, brotthvarf
barna í jafnvel langan tíma hafi
óhjákvæmilega áhrif á skólahald.
Nefnir hann að áætlanir um skóla-
starf geti raskast, m.a. vegna þess
að sinna þurfi sérstaklega nem-
endum sem jafnvel voru fjarver-
andi í þrjár vikm'.
Aðspurður sagði Þorsteinn að
skólastjórar hefðu engar tölulegar
upplýsingar um það hversu mikið
það hefði færst í vöxt að börn
fengju tímabundin leyfi til ferða-
laga með foreldrum sínum. Það
hefði ekki verið tekið saman. „En
það er veruleg aukning og ég held
að menn merki það í flestöllum
skólum að það er aukning á vetrar-
leyfum nemenda."
Skólaskylda í landinu
Þorsteinn sagði skólastjórar
hefðu fram að þessu talið sig hafa
eitthvað um það að segja hvort
börn hyrfu frá náminu í lengri
tíma. Enn fremur hefðu þeir talið
áhugavert að heyra hvort ráðu-
neytið teldi það beinlínis lögum
samkvæmt að börn hyrfu á brott
svo vikum skipti því það væri jú
skólaskylda í landinu. Niðurstaða
ráðuneytisins vekti því athygli.
Aðspurður sagði hann að skóla-
stjórar hefðu á hinn bóginn
kannski ekki oft neitað beiðnum
um leyfi hér áður fyrr. I sumum
tilfellum hefðu þeir þó örugglega
ráðlagt foreldrum að taka börn sín
ekki úr skóla.
Þjóðminjaverðirnir skoðuðu m.a. Núpsstað. Á myndinni eru frá vinstri
Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður á Þjóðminjasafni Islands,
Erik Wegraeuts, þjóðminjavörður Svíþjóðar, Henrik Lilius, þjóðminja-
vörður Finnlands, Steen Hvass, þjóðminjavörður Danmerkur, og Nils
Marstein, þjóðminjavörður Noregs.
Ljósmynd/Margrét Hallgrímsdóttir
Torfhúsin í Selinu í Skaftafelli vöktu mikla athygli þjóðminjavarðanna
og nú er verið að skoða hvort Skaftafell á erindi á heimsminjaskrá.
um ný lög í Danmörku og reynslu af
þeim. Hún sagði að þeir hefðu einnig
bent á að þróunin væri í þá átt að auka
samstarf í minjavörslu og sú hætta
væri fyrir hendi að á Islandi myndi
mikil stópting dreifa um of kröftum
fomleifa- og minjavarða.
Margrét sagði ljóst að ísland væri
langt á eftir hinum norrænu þjóðunum
i mipjavörslu. Hún nefndi sem dæmi
að á íslandi væru um 600 friðlýstar
minjtir. Samkvæmt lögum ætti að end-
urskoða þessa skrá á þriggja ára fresti.
Vegna mannfæðar hefði þetta ekki
verið gert. Hún sagði að talið væri að
búið væri að raska eða skemma 30-
40% af þessum íriðlýstu minjum.
Margrét sagði að á fundinum hefðu
þjóðminjaverðir hinna landanna lýst
sig tilbúna til að aðstoða við það upp-
byggingarstarf sem væri fram undan
hér á landi. Búast mætti við að það
tæki Island tíu ár til að ná hinum nor-
rænu þjóðunum í þessu efni.
Á fundinum kynnti Margrét sam-
þykkt Alþingis í sumar um stofnun
kristnihátíðarsjóðs en helmingi sjóðs-
ins verður varið til fomleifarann-
sókna á fomminjum á þekktustu
sögustöðum landsins. Á fundinum
hefði komið fram það sjónarmið að
mikilvægt væri að undirbúa vel hvar
og hvað ætti að rannsaka. Fagnað var
framkomnum tillögum um kennslu í
fomleifafræði við Háskóla íslands.
Margrét kynnti á fundinum nýjar
sýningar í Þjóðminjasafninu en verið
er að ganga frá samningum við
sænska aðila sem áttu lægsta tilboð í
uppsetningu sýninga í safninu þegar
það opnar árið 2002.
Fundinn á Kirkjubæjarklaustri
sátu, auk Margrétar, Erik Wegra-
euts, þjóðminjavörður Svíþjóðar,
Steen Hvass, þjóðminjavörður Dan-
merkur, Nils Marstein, þjóðminja-
vörður Noregs, og Henrik Lilius,
þjóðminjavörður Finnlands.
Ljósa-
2.490 kr.
Útiljós Astra E-27
HÚSASMIDJAN