Morgunblaðið - 14.09.2000, Síða 18

Morgunblaðið - 14.09.2000, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Skógræktarfélag Eyfírðinga áformar að byggja upp útivistarmöguleika í Hánefsstaðaskógi í Svarfaðardal Aðstaða gesta bætt með fræðslustígum og leiktækjum SKÓGRÆKTARFÉLAG Eyfirð- inga áformar að auka mjög útivistar- möguleika í Hánefsstaðaskógi í Svarfaðardal, aðstaða fyrir gesti skógarins verður bætt, komið upp leiktækjum og lagðir fræðslustígar. Á síðasta ári var gerður samstarfs- samningur milli Skógræktarfélags Eyfirðinga og Dalvíkurbyggðar um rekstur útivistarsvæðis í Hánefs- staðaskógi, töluverðar framkvæmdir voru í skóginum nú í sumar og á næstu árum verður unnið að verk- efninu í anda samningsins. Vignir Sveinsson, formaður Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga, Hallgrím- ur Indriðason, framkvæmdastjóri þess, og Kristín Gunnarsdóttir, garðyrkjustjóri Dalvíkurbyggðar, kynntu áform um uppbyggingu skógarins en þar er margt á döfinni. Um 25 tegundir í skóginum Vignir gerði grein fyrir sögu skóg- arins, sem rekja má til þess að Eirík- ur Hjartarson eignaðist jörðina Hánefsstaði árið 1941 og hóf þar skógrækt árið 1946, þá um sextugt. Sagði Vignir það mikið þrekvirki af svo fullorðnum manni að hefja skóg- rækt á þessum árutn. Eiríkur hafði stundað nám í Bandaríkjunum á yngri árum og fékk hann mikið af plöntum þaðan, sumar óvenjulegar. Um 25 plöntutegundir eru í skógin- um, m.a. svartgreni sem líkur eru á að sé hið eina sinnar tegundar í Eyjafirði. Alls er talið að á árunum 1946- 1954 hafi Eiríkur plantað um 90 þús- und plöntum í reitinn, en alls vel á annað hundrað þúsund plöntur. Hann var mikill ræktunarmaður og lagði m.a. grundvöll að skógrækt Grasagarðsins í Laugardal í Reykja- Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum BjóÖum eitt mesta úrval á íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband '‘lW&j8gBgfée' œ3g& sTm HF v - vogir eru okkar fag Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is vík. Mikið af þeim plöntum sem hann plantaði á Hánefsstöðum ræktaði hann sjálfur í eigin græðireit. Árið 1965 gerði Eiríkur arfleiðslu- skrá þar sem hann ánafnaði Skóg- ræktarfélagi Eyfirðinga Hánefsstaði í minningu foreldra sinna. Taldi fé- lagið að rekstur jarðarinnar væri ekki vænlegur og var hún því í sam- ráði við afkomendur Eiríks seld, en skóginum haldið eftir í eigu og umsjá félagsins. Dæmi um árangur við erfið skilyrði Skógurinn er að mestu birkiskóg- ur og fremur þétt gróðursettur. Af öðrum tegundum sem náð hafa góð- um árangri má nefna alaskaösp, sitkagreni, rauðgreni og lerki. Birkið hefur verið grisjað nokkrum sinnum en það er vandasamt verk og þarf að ýmsu að gæta vegna snjóþyngsla. Þó svo að Svarfaðardalur sé snjóþung sveit þegar svo árar er skógræktin á Hánefsstöðum dæmi um hvaða ár- angri hægt er að ná við erfið skilyrði. Skógurinn telst nú fullplantaður en auka á fjölbreytni svæðisins, fjölga trjátegundum og koma upp fræðslustíg þar sem komið verður upp merkingum trjátegunda og upp- lýsingum um vaxtarmöguleika þeirra. Leiktæki hafa verið sett upp í einhverjum mæli en bætt verður við þau og þá verður umhverfi tjamar sem í skóginum er lagfært og gert aðgengilegra. Flöt sem hentar til samkomuhalds hefur verið þurrkuð upp og þar verður væntanlega bætt við bekkjum og komið fyrir útigrilli. „Það fer auðvitað eftir örlæti sveitar- stjórnar Dalvíkurbyggðar hvað hægt verður að gera mikið og á hvaða tíma,“ sagði Hallgrímur Indr- iðason. „Við viljum sjá sem flest fólk koma í skóginn og munum kapp- kosta að glæða hann mannlífi með því að bæta aðstöðuna.“ Morgunblaðið/Kristján Örn Arngrimsson, starfsmaður garðyrkjudeildar Dalvíkurbyggðar, Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson bæjarsljóri og Kristín Gunnarsdóttir, garðyrkjustjóri í Dalvíkurbyggð, á göngu um Hánefsstaðaskóg. Morgunblaðið/Kristján Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, Hall- grímur Indriðason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, Kristín Gunnarsdóttir, garðyrkjustjóri í Dalvíkurbyggð, og Vignir Sveinsson, formaður stjórnar Skógræktarfélags Eyfírðinga, við minnis- varða um Eirík Iljartarson sem hóf skógrækt á Hánefsstöðum. Afkom- endur hans létu gera þesssa lágmynd og er hún til í tveimur eintökum, í Hánefsstaðaskógi í Svarfaðardal og Grasagarðinum í Laugardal, en Eiríkur var frumkvöðull að skógrækt þar. Eyþing vill að iðn- og verkmenntun verði byggð upp við VMA Höfuðstöðvar sjávarút- vegsmenntunar verði á N or ðurlandi ey stra VINNA ber að því að höfuðstöðvar menntunar í skipstjórn, vélstjórn og öðrum greinum tengdum sjávar- útvegi verði á Norðurlandi eystra, en þetta kemur fram í ályktun frá aðalfundi Eyþings, samtökum sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyj- arsýslum. Fundurinn hvatti einnig til þess að unnið verði að uppbygg- ingu iðn- og verkmenntunar við Verkmenntaskólann á Akureyri jafnframt því að auka samstarf framhaldsskólanna á Norður- og Austurlandi. í greinargerð með ályktuninni segir að mikil þekking sé fyrir hendi í sjávarútvegi á Norðurlandi. Auk þess sé háskólanám í sjávar- útvegsfræðum í boði við Háskólann á Akureyri. Sérhæfing aukist stöð- ugt í þjóðfélaginu og jafnframt því aukist kröfur um sérhæfða mennt- un og búnað. Þá kemur fram að miklar breyt- ingar séu framundan á iðn- og verk- menntun sem leiða muni til þess að þeim skólum sem annast þá kennslu muni fækka. Ástæða þessa er m.a. aukin áhersla á sérhæfingu skóla, bæði hvað varðar tækjabúnað og kennara. Við Verkmenntaskólann á Akureyri sé til staðar aðstaða og kennarar með mikla reynslu á sviði iðn- og tæknimenntunar. „Það hef- ur hins vegar háð skólunum nokkuð hversu hæg uppbygging verknáms- álmanna hefur verið. Með nýrri byggingadeild hefur verið stigið stórt skref til að tryggja að skólinn geti í samstarfi við aðra framhalds- skóla á Norður- og Austurlandi annast alla kennslu í bygginga- greinum. Sams konar þróun ætti einnig að geta orðið á námi í öðrum greinum,“ segir í ályktuninni. Morgunblaðið/Kristján Verk Óla G. Jóhannssonar á sýn- ingunni í Kaupmannahöfn, sem heitir I norðursins yzta auga. Óli G. sýnir í Kaup- mannashöfn ÓLI G. Jóhannsson myndlistarmað- ur frá Akureyri er þessa dagana með málverkasýningu í Galleri Marius Vrontos í Kaupmannahöfn í Dan- mörku. Þar sýnir Óli 35 verk, akrýl- málverk og teikningar. Sýningin var opnuð þann 24. ágúst sl. en henni lýkur nk. laugardag. Óli hefur áður sýnt verk sín er- lendis, síðast í St. Moritz í Sviss. Yf- irskrift sýningarinnar í Kaupmanna; höfn er, „í sólinni hefst það.“ í umsögn um sýninguna segir að í verkunum gæti áhrifa úr heimahög- um. Afstrakt ekspressjónísk áhrif gefa áhorfandanum tilfinningu fyrir stórbrotinni náttúru á Islandi sem leysast upp og gefa til kynna sögu- legar staðreyndir. í blekteikningun- um er þetta enn skýrara þar sem svartir og hvítir fletir ráða ríkjum. Verk Öla verða á sýningunni Cop- enhagen Art 2000 sem opnuð verður 21. þessa mánaðar í Forum, þar sem dönsk og sænsk gallerí kynna lista- menn sína. Sýningin er opin í þrjá daga. ------*-+-*------ Svala hættir hjá Þór SVALA Stefánsdóttir hefur látið af störfum sem formaður og fram- kvæmdastjóri íþróttafélagsins Þórs. Kristján Guðmundsson, þjálfari meistaraflokks félagsins í knatt- spyrnu, mun gegna starfi fram- kvæmdastjóra þar til ný stjórn fyrir félagið hefur verið kosin á aðalfundi, sem áætlaður er í október. í fréttatilkynningu frá Þór kemur fram að fyrsta verk nýrrar stjórnar verði að ganga frá ráðingu fram- kvæmdastjóra félagsins og er ráð- gert að hann taki við starfinu um næstu áramót. Iþróttafélagið Þór þakkar Svölu fyrir gott og óeigin- gjarnt starf síðustu þrjú ár og óskar henni jafnframt velfarnaðar í nýju starfi í höfuðborginni. ----------------- Djass í Safnahúsinu D JASSTÓNLEIKAR verða í Safna- húsinu á Húsavík föstudagskvöldið 15. september og hefjast þeir kl. 20.30. Fram koma þeir Gunnar Gunnars- son píanóleikari og kontrabassaleik- arinn Tómas R. Einarsson. Þeir fé- lagar hafa leikið mikið saman hér á landi og komið fram í Norðurlanda- húsinu í Færeyjum. REYKIAVIK-AKUREYRI-REYKJAVIK ...f/júgðu frekar — Atta sinnum Bókaiu í síma 570 3030 og 460 7000 •930 kr .meðflujvallarsköttum FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is • www.1lugfelag.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.