Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 SLYSIN I UMFERÐINNI MORGUNBLAÐIÐ Qhug hefur slegíð á fólk við slysahrinuna í umferðinni í sumar og margir varpa öndinni léttar þegar í fréttum af umferðarslysi kemur fram að allir hafí komist lífs af. En þar með eru einungis fyrstu orðin sögð í þrautagöngu margra þeirra sem lenda í umferðarslysum og sumir ná sér aldrei að fullu. Kristín Sigurðardóttir kynnti sér sögu tvegg;ia manna sem voru nær dauða en lífi eftir bílslys. Kristinn Sigvaldason, umsjónarlæknir á gjörgæsludeild Slösuðum sem þurfa meðferð í öndunarvél fjölgar mjög SLÖSUÐUM sjúklingum sem þurfa á meðferð í öndunarvél að halda hefur fjölgað umtalsvert frá 1998 eða úr 7,7% í 55% það sem af er þessu sumri. Kristinn Sigvaldason, umsjónar- læknir á gjörgæsludeild Landspít- ala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi, segir það ennfremur áhyggjuefni að innlagnir yfir sumarmánuðina á deildina vegna slysa hefur fjölgað um 50% frá árinu 1998. Það ár og árið í fyrra voru að meðaltali 22 sjúklingar lagðir inn á deildina frá júníbyrjun og fram til 25. ágúst en í ár nemur fjöldinn 33. Kristinn segir að ekki sé rétt að tala um að sjúklingum sé haldið sofandi í öndunarvél. Ástand þeirra sé það alvarlegt að þeir þurfi hjálp með öndun því þeir séu það illa slasaðir að þeir geta ekki andað sjálfir. Kristinn segir að þá sé grip- ið til þess ráðs að styðja við öndun með fullkomnum öndunarvélum og oft þurfi jafnframt að gefa flestum létta svæfingu til þess að þeim líði vel og séu án verkja. Svæfingin sé því afleiðing af alvarlegum áverk- um og til þess að hjálpa sjúklingum til að komast yfir hið alvarlega ást- and. Fleiri nú en áður mjög mikið slasaðir og í verra ástandi við komu á sjúkrahús Kristinn segir að hægt sé að líta svo á að þurfi sjúklingur á meðferð í öndunarvél að halda sé það ákveð- inn mælikvarði á áverkana. Af auknum fjölda sjúklinga sem þurfa á meðferð í öndunaivél að halda sjáist að fleiri sjúklingar nú en áður séu mjög mikið slasaðir og í verra ástandi við komu á sjúkrahús. Kristinn bendir á að líkt og sést á línuriti hefur orðið gífurleg aukn- ing á fjölda þeirra sem þarf með- ferð í öndunarvél. Það er greinilegt að þetta sumar er eitt það versta í sögu deildarinnar og að allt of mik- ið sé um slys á íslandi, að sögn Innlagnir eftir slys á gjörgæsludeild í júní, júlí og ágúst árin 1998- 2000 Fjöldii þeirra sem fóru í öndunarvél eftir slys 1998 1999 2000 Kristins. Hann bætir við að ljóst sé að mikilla forvarnaaðgerða sé þörf. Yalgeir Ómarsson slasaðist alvarlega í bilslysi að morgni annars dags jóla 1998 Hlaut dreifðan áverka á heila og verður aldrei samur á ný ALVARLEGUSTU áverkar vegna slysa eru heila- og mænuskaðar. Fólk sem skaddast á heila bíður oft varanlegan skaða af. Minnið getur versnað hjá fólki og einbeit- ing og úthald minnkað. Oft er ekki hægt að hverfa aftur til sömu vinnu og miklar breytingar geta orðið á innsæi í eigin vandamál og annarra, tilfinningalífi og persónu- leika, segir Stefán Yngvason, yfir- læknir á endurhæfingardeild Landspítala á Grensási. Hann seg- ir það oft geta tekið langan tíma fyrir aðstandendur þeirra sem verða fyrir heilaskaða að átta sig á að tjónið er varanlegt, að ástvinur- inn verður aldrei samur. Eitt augnablik getur gerbreytt lífi manns og þannig var það hjá sjni Elínar Birnu Arnadóttur og Omars Valgeirssonar sem var rétt rúmlega 22 ára þegar hann lenti í hörðum árekstri á Reykjanes- braut. Þetta afdrifaríka augnablik snemma að morgni annars dags jóla árið 1998 breytti þó lífi fleiri manneskja en Valgeirs, sem starf- aði sem aðstoðarverslunarstjóri í matvöruverslun og átti góða möguleika á verslunarstjórastöðu, það gjörbreytti einnig lífi foreldra hans og systur. Eftir þrjár vikur milli heims og helju á gjörgæslu- deild, hálfan annan mánuð á heila- og taugadeild og rúma 15 mánuði á endurhæfingardeild fékk Valgeir að fara aftur heim. Sá Valgeir sem sneri aftur var ekki sá sami og fór þaðan rúmu einu og hálfu ári áður. Heilaskaddaður og hefur enga starfshæfni Hann er mjög fatlaður, með mikla hreyfihömlun og algerlega bundinn hjólastól. Valgeir hefur lítinn mátt í vinstri hendi og fæti og hægri hliðin lætur illa að stjórn vegna vöðvakippa. Höfuðáverkarn- ir sem hann hlaut í slysinu orsök- uðu heilasköddun og starfshæfni hans er engin enn sem komið er. Hann er alveg bundinn allri um- önnun og aðhlynningu. Eins og fyrr segir var Valgeir fyrstu þrjár vikurnar í öndunarvél undir áhrifum lyfja sem héldu hon- um sofandi. Því næst var hann fluttur á heila- og taugadeild. Þetta tímabil tók mjög á fjölskyld- una, en foreldrar hans komu dag- lega til hans og eyddu tíma með honum. Móðir hans segir að þegar sagt er í fjölmiðlum að viðkomandi sé „úr lífshættu" geri vafalítið fæstir sér grein fyrir því hvað tek- ur við. Elín lýsir fyrstu vikunum eftir slysið svo: „Þegar sonur okk- ar var færður á heila- og tauga- deild var hann talinn úr lífshættu. Þrátt fyrir það voru honum enn gefin svæfingarlyf af og til. Hann þjáðist af hjartsláttartruflunum og fleiri erfiðleikum. Rúmum mánuði eftir slysið var drengurinn okkar ekki enn farinn að sýna nein önnur viðbrögð en að titra eða kippast til líkt og vegna sársauka, svitna og rjúka upp og niður í hita og kulda. Manni fannst maður svo lítils megnugur. Það var ekkert hægt að gera annað en að sitja hjá hon- um, þerra svitann af enninu, hag- ræða koddanum, halda í hendur hans, tala blíðlega við hann, kyssa hann og vona að hann fyndi að við værum hjá honum. Þessi tími var óumræðilega þungbær. Við sökn- uðum hans orðið svo sárt að við þráðum það eitt að hann kæmi til baka og myndi ná bata. Það var ekki fyrr en um tveimur mánuðum eftir slysið sem hann opnaði augun og virtist skynja okkur foreldra sína, systur og lítinn systurson. En þá var alveg óráðið hverjar batahorfurnar yrðu.“ Mjög mikil varanleg fötlun Enginn getur sagt til um hve miklu Valgeir getur náð til baka af fyrri getu eða hversu langan tíma það mun taka hann að ná því sem hægt er að ná. Þó er ljóst að hann hefur orðið fyrir mjög mikilli var- anlegri fötlun og að hann getur aldrei horfið til fyrra lífernis. Engu síður er það eitt, öðru frem- ur, sem foreldrar Valgeirs hafa haft að leiðarljósi við að takast á við afleiðingar slyssins og það er að gefast aldrei upp. Valgeir hefur náð meiru til baka en læknar sögðu í upphafi og mottó foreldra hans er: „Uppgjöf er ekki til í orðaforðanum," segja þau Elín og Ómar. Einbeitni þeirra og vilja- festa hafa líka haft áhrif á Valgeir sem einnig hefur ákaflega sterkan vilja. Hann ætlar sér að ganga aft- ur og er duglegur að stunda æf- ingar til að svo megi verða. En fyrst eru aðrir sigrar sem hann vill vinna eins og það að halda á bolla. Þó svo að batinn sé mjög hægur hefur Valgeiri, með óbilandi þraut- seigju og dugnaði, farið talsvert fram. „Þar hefur hann notið ómet- anlegrar aðstoðar starfsfólks gjör- gæsludeildar Landspítala í Foss- vogi, heila- og taugadeildar, sem og Grensásdeildar, hjúkrunarfólks og lækna, ásamt okkur, allra nán- ustu fjölskyldu hans,“ segir Elín og vill koma á framfæri innilegu þakklæti frá fjölskyldunni til allra þeirra sem hafa hjálpað Valgeiri í bataferlinu og veitt þeim stuðning. „Þar til hann útskrifaðist af Grensási naut hann þrotlausra æf- inga í sjúkraþjálfun og endurhæf- ingar í sundi, talkennslu o.fl.,“ bætir Elín við. Þótt Valgeir sé léttur í lund og ávallt fyrstur manna til að skella upp úr yfir góðum brandara er hann mjög háður foreldrum sínum. Tímaskyn hans er ekki gott og sé hann einn í herbergi finnur hann mjög fljótt til óöryggis. Mikil og sár félagsleg einangrun Annað sem hefur ætíð einkennt Valgeir og breyttist ekki við slysið er það hve félagslyndur hann er. Áður fyrr tilheyrði hann stórum vinahópi og oft var margmennt á heimilinu þegar margir vinanna voru þar samankomnir. Eftir slys- ið kom í ljós að flestir vinanna voru fremur kunningjar en vinir í raun og aðeins örfáir þeirra hafa haldið sambandi við Valgeir. Ómar, faðir hans, segir að það sé líkt og fólk verði vandræðalegt, viti ekki hvernig það eigi að koma fram við Valla. En það breytir því ekki að Valgeir saknar félaganna, eða þeirra sem hann hélt að væru vinir sínir, sárt. Þó svo að Valgeir kynnist nýju fólki er það ekki það sama og að umgangast gömlu vin- ina sem hann hefur þekkt árum saman. Foreldrar hans eru sammála um að hin mikla félagslega einangrun sonarins sé ein alversta afleiðing slyssins og fötlunarinnar og ein sú sárasta. Þau hafa leitað allra hugsanlegra leiða til að finna Val- geiri eitthvað við að vera á daginn þar sem hann er ekki háður þeim en Ómar segir að úrræði í dagvist- armálum séu vart til í Valgeirs til- viki. „Það eru mannréttindi að hafa eitthvað að gera á daginn," segir Ómar. Valgeir eyðir nær öllum sínum tíma með foreldrum sínum ef frá er talinn sá tími sem fer í æfingar og sjúkraþjálfun, sem er að hefjast að nýju eftir tveggja og hálfs mán- aðar sumarfrí. Þá stendur til að hann fái svokallaða liðveislu, sem þýðir að manneskja kemur og heimsækir hann eða fer með hon- um út í 3-4 tíma í viku hverri. Val- geir fer nánast allt með foreldrum sínum sem hægt er því hann getur alls ekki verið einn og þarf mann- eskju með sér allan sólarhringinn. Finnur mikið fyrir vanmætti sínuin Áhrif slyssins eru einnig fjár- hagsleg. Þar sem hús fjölskyld- unnar var ekki hjólastólafært urðu þau að flytja. Ómar segir að gildis- mat sitt hafi mikið breyst og að efnisleg gæði skipti minna máli. Elín segist finna mikið fyrir van- mætti sínum. „Mann langar svo að geta gert eitthvað fyrir hann til að hjálpa honum til að ná fram óskum sínum um bata.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.