Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
ENGINN TRÚIR
LEIKRITUM
Rithöfund-
urinn á búðina
sem leikstjór-
inn verslar í
✓
I pallborðsumræðum í Norræna húsinu
á þriðjudag ræddu ríthöfundarnir
Hallgrímur Helgason, Einar Már Guð-
mundsson, Monika Fagerholm, Linn Ullm-
an og Edward Bunker um bókmenntir og
kvikmyndir. Eyrún Baldursdóttir fylgdist
með umræðunum.
A
G HEF eiginlega ekkert
skrifað síðan ég sneri til
baka. Auk þess er ákaflega
erfitt að greina á milli aldurs míns
og hinna ótalmörgu breytinga sem
orðið hafa í landinu. Ekkert er eins
og áður vegna þess að ég er orðinn
sjötugur. Og aldurinn hefur líka
áhrif á afköst mín og stíl. En til að
svara spurningunni heiðarlega get
ég aðeins sagt að ritstörf eru at-
vinna mín. Eg hef ekkert annað
starf. Áhrifin af heimkomunni eru
kannski helst þau að í fyrsta skipti í
33 ár heyri ég pólsku talaða á hverj-
um degi. Það er helsta hreytingin.
Aður heyrði ég ítölsku á hverjum
degi, frönsku eða spænsku. Meðan
ég bjó erlendis leið oft langur tími
milli þess sem ég heyrði pólsku tal-
aða. Eg var hvergi í pólskri nýlendu
og reyndi ekki að finna þær.
í útlegð frá tungumálinu
Ég held ekki að útlegðin frá
tungumálinu hafi haft nein áhrif á
skrif mín. Ekki nema jákvæð áhrif,
því að það auðgar tilveruna að búa
með annarri menningu í 33 ár. Ég
get því ekki kvartað. Pólsk tunga
hefur breyst mikið síðan ég fór.
Þetta er orðinn nýr heimur og
breytingarnar á tungumálinu eru
óhjákvæmilegar. Ég skrifa hins
vegar mitt eigið tungumál og nota
ekki hversdagslegt tungutak. Ég á
ekki við að ég búi til ný orð, en ég
nota minn eigin stíl. Ég hef engan
áhuga á mállýskum eða tímabundn-
um tilbrigðum og tísku. En pólskan
hefur auðvitað breyst eins og önnur
tungumál. Tungumál eru aldrei
kyrrstæð.“
Nú er Tangó eitt af frægustu
leikritum sjöunda áratugarins hvar
sem er í heiminum. Hefur þér fund-
ist sem áhorfendur og leikhús geri
ákveðnar kröfur til þín vegna vel-
gengni þessa eina leikrits og án
minnsta tillits til allra hinna verk-
anna?
„Ekki lengur. Ég skrifaði Tangó
fyrir 36 árum, þannig að þetta er
orðin gömul saga. En leikritið
breytti öllu fyrir mig. Þegar ég kem
til annarra landa, eins og til dæmis
íslands núna, er ekki hægt að
tengja mig við neitt nema þetta
eina verk. Án þess væri nærvera
mín hreint klúður. Enginn veit neitt
um mig. Ég er ekki að kvarta. Ef
Tangó hefur verið á ferðinni gleður
það mig ósegjanlega. Ég mundi því
frekar segja að verkið bjargaði
andliti mínu en að það gerði kröfur.
Auk þess gerir fólk ekki lengur ráð
fyrir að ég skrifi annað leikrit eins
og Tangó af þeirri ástæðu að ég er
orðinn sjötugur og er að hverfa ró-
lega og ekki svo rólega handan við
allt. Núna er ég orðinn hluti af
leiklistarsögunni og ekki lengur í
miðju sviðsljósinu."
Með Vatslav skrifaðirðu þig frá
stíl fyrstu leikritanna, þú opnaðir
leikformið og tókst ákveðið skref
frá raunsæisumgerðinni sem hafði
fyigt fyrri verkum.
„Vissulega, vissulega, en ef við
förum að tala um það verða einung-
is fáir sérhæfðir lesendur að þessu
viðtali." Vatslav var leikið hér á
landi fyrir 15-20 árum.
„Það gleður mig mjög að heyra.
Og það gleður mig líka mjög að
heyra að fleiri af mínum leikritum
skuli vera þekkt hér. En þetta er
líka gömul saga allt saman. Ég vil
ekki velta mér upp úr eintómum
endurminningum eða upphefja
mína eigin persónu."
Leikhús fáránleikans
Ég hef alltaf litið á þig sem sat-
íruhöfund, pólitískan satíruhöfund,
fremur en svo nefnt absúrd-leik-
skáld. Ég hef reyndar aldrei getað
sæst við kenningu Martins Esslin
um leikhús fáránleikans, eða
„theatre of the absurd".
„Martin Esslin fann mjög prakt-
í pallborðsumræðum í
Norræna húsinu sl.
mánudag baðst pólska
leikskáldið Slavomir
Mrozek kurteislega
undan því að tjá sig um
málfrelsi og ritskoðun
með þeim orðum að
hann hefði of lítið vit á
slíku. Mrozek var land-
flótta í 33 ár, en er nú
kominn heim á ný.
Arni Ibsen hitti leik-
skáldið að máli.
Morgunblaðið/Þorkell
„Aðeins þekktur af einu
leikriti," segir Slawomir Mrozek.
íska lausn, „theatre of the absurd"
er hans uppfinning, hann skapaði
þetta tegundarheiti sem gat átt við
hluta þess veruleika sem leikhúsið
sýndi fyrir fjörutíu árum. Ég er
annars vegar mjög þakklátur hon-
um fyrir að hafa mig með í bókinni
sinni, því að hennar vegna er ég
þekktari eða síður óþekktur í Vest-
ur-Evrópu, en hins vegar er þetta
ekki sérlega þægilegt, því að þessi
einkunn loðir við mann að eilífu.
Hvar sem ég hef komið seinustu
fjörutíu árin hef ég naumast verið
spurður um neitt annað en „theatre
of the absurd“, öll viðtöl hefjast á
því að vitna í Martin Esslin, bókin
hans hefur verið námsefni í háskól-
um um víða veröld og meðal gagn-
rýnenda varð hún eins konar
mantra sem þeir þuldu út í það
óendanlega. Það er ekki til það leik-
rit sem hægt er að fella algerlega
undir þessa flokkun. Kenningin er
vissulega snjöll, á vissan hátt gefur
hún hlutunum form og er tilraun til
þess að meta hvers virði þeir kunna
að vera. Ég býst þannig við að bók-
in sé í lagi að því er sjálfan mig
varðar, því ég er þekktari hennar
vegna, en hún er líka slæm vegna
þess að það er ekki glóra í henni.
Þessi bók er orðin mjög gömul,
mjög rykfallin, og ég held, leyfi mér
meira að segja að vona, að nýjar
kynslóðir fái nýjar hugmyndir og
finni nýjar túlkunarleiðir.“
í annarri kenningu um verk þín
er talað um eins konar rökréttan
fáránleika.
„Ég ætla ekkert að andmæla
þessu, en tek þó undir með þeim
sem segja að kenningar séu viss
einföldun. Þessi er eftir annan pró-
fessor, Pólverja á mínu reki. Við er-
um allir orðnir gamlir. Kannski er
ég þó ekki algerlega dauður vegna
þess að ég finn hvað þetta er allt
saman leiðinlegt.“
Háð skilyrtri tilviljun
I leikritum þínum er áleitin,
miskunnarlaus röksemdafærsla og
leikslokin eru gjarnan grimmileg.
Samræða mannanna í A rúmsjó
minnir á heimspekilega rökræðu,
jafnvel samdrykkju. Ég las ein-
hvers staðar að þú hefðir lært
heimspeki.
„Ég lærði ekki neitt. Það sem
stendur í æviágripunum er bæði
satt og alrangt. Vissulega hóf ég
nám í arkitektúr og sinnti því í hálft
ár áður en ég hætti. Síðan kom
myndlistarnám í tvær vikur þangað
til ég hætti í því. Það er líka satt að
ég hóf nám í tungumálum austur-
landa, en lærði þó ekkert. Það átti
að kalla mig í herinn, her kommún-
istanna, en sú hugmynd fannst mér
afar ógeðfelld. Ég gat verið laus við
herinn ef ég var skráður stúdent.
Þetta var nú allt námið mitt í tung-
umálum austurlanda. Það var líka
eina háskóladeildin sem vildi hafa
mig. Þannig að ég lærði ekki neitt.
Ég sé eftir að hafa ekki lært heim-
speki. Ég er ekki stoltur af þessu.“
Líturðu á verk þín í samhengi við
önnur verk? Til dæmis í samhengi
við verk Witkiewitz og Gombr-
owitz?
„Nei. Ég hirði ekki um að smíða
mér listamannssjálf eða ímynd. Ég
veit að þetta hljómar ósennilega,
því rithöfundar eru yfirleitt að
byggja sjálfa sig sem bókmennta-
verur, en það er einfaldlega hluti af
hvöt rithöfúndarins. Ég hef engan
áhuga á slíku. Minn bóklestur var
alltaf sundurlaus og tilviljana-
kenndur. Ég las eiginlega allt og
ekkert. Ég á við að ég las allt hirðu-
leysislega og ekkert kerfisbundið
eða náið. Ég held reyndar að þetta
sé að einhverju leyti hluti af því að
vera leikskáld. Og ég er fyrst og
fremst leikskáld og ekki rithöfun-
dur. Ég kunni vel að meta það sem
ég rakst á í ævisögu Bertolts
Brecht um að hann hefði ekki lesið
bækur, en legið í dagblöðum. Ég
kann líka að meta dagblöð. Að lesa
dagblað er eins og að lesa hluta af
heiminum, en með því að skrifa
leikrit gefur maður honum form.
Vandinn við leikrit er hins vegar
sá að enginn trúir þeim, en allir
trúa blöðunum. Ég vel ekki efni,
brýnt efni handa sósíalistum, eða
hverrar trúar sem þeir kunna að
vera. Það sem er gott efni fyrir leik-
skáld er ekki gott efni fyrir stjórn-
málamann, félagsmálastarfsmann
eða bónda. Gott efni fyrir leikskáld
er það efni sem þá og þegar, hve-
nær sem tíminn er réttur til að
skrifa leikritið, gefur færi á að
byggja dramatískt ástand.
Og hið dramatíska ástand er
hlaðið spennu sem hægt er að
kanna og getur orðið að leikriti.
Efnið getur verið hvað sem er, en ef
það gefur færi á góðu leikriti skrifa
ég leikrit um það. Allt sem ég skrifa
er þannig háð hreinni tilviljun, en
aðeins að því er þetta varðar, því
jafnframt hef ég alltaf trúað því að
ástandið í verkinu verði að vera
ákveðið ástand, staðurinn ákveðið
land, tíminn ákveðið tímabil í sög-
unni. Þetta ræðst því annars vegar
af hreinni tilviljun, en er hins vegar
fremur skilyrt."
Á fímmtudagskvöld ( í kvöld )
ætlarðu að lesa upp í Iðnó. Hvað
ætlarðu aðlesa?
„Ég ætla að lesa nokkrar mjög
stuttar smásögur. Sjö sögur sem
mér þóttu heppilegar til að lesa fyr-
ir áheyrendur. Eitthvað sem er
ekki leiðinlegt en einfalt í upplestri.
Þetta er líkara því að leika en lesa.
Sögurnar eru ekki alveg nýjar, en
sú elsta er um tíu ára.“
SVEINBJÖRN I. Baldvinsson
stjómaði pallborðsumræðum
á vegum bókmenntahátíðar, á
þriðjudag, í Norræna húsinu. Þar
vom samankomnir fimm rithöfundar
til að ræða um bókmenntir og kvik-
myndir. Flestir hafa þeii’ skrifað
skáldsögur sem notaðar hafa verið
sem efniviður í kvikmyndir. Það vom
rithöfundurinn og leikarinn Edward
Bunker frá Bandaríkjunum. Margar
af hans skáldsögum hafa verið kvik-
myndaðar og sjálfur hefur hann unn-
ið handrit upp úr nokkmm þeirra.
Frægasta handritið er líklega Run-
away Train en fyrir það var hann út-
nefndur til óskarsverðlauna 1985.
Monika Fagerholm frá Finnlandi en
verk hennar Underbara kvinnor við
vatten var kvikmynduð undir stjórn
Claes Olsson 1998. Linn Ullman frá
Noregi, en fyrsta skáldsaga hennai-
Aður en þú sofnar vakti mikla at-
hygli og var hún beðin að skrifa kvik-
mmyndahandrit upp úr bókinni, en
hafnaði þeirri beiðni. Einnig tóku
þátt í umræðunum rithöfundarnir
Hallgrímur Helgason og Einar Már
Guðmundsson sem hafa komið við
sögu í íslenskri kvikmyndagerð.
Sveinbjörn sagði í upphafi að um-
ræðurnar yrðu frjálslegar og ekki
nauðsynlega miðaðar við kenningar í
bókmennta- og kvikmyndafræði. í
þeim anda bað hann rithöfundana að
nefna þá kvikmynd sem þeir hefðu
nýlega notið sérstaklega vel og sagð-
ist vona að það gæti gefið viðstödd-
um hugmynd um skoðun rithöfund-
anna á kvikmyndum. Edward
Bunker varð fyrstur til að svara því
og nefndi American Beauty. „Hún
fékk mig til að hlæja,“ sagði hann og
útskýrði ennfremur að hún væri sat-
íra og háðsádeila sem engu að síður
fengist við raunverulega hluti.
Magnolia var sú kvikmynd sem Mon-
ika naut einkar vel og Hallgrímur
sagði að American Psycho væri
besta mynd sem hann hefði séð á ár-
inu. „Stundum er sagt að aðeins
slæmar bækur séu grundvöllur að
góðum myndum. Þetta er þá undan-
tekning því að bókin var jafnvel enn
betri.“
Linn Ullman sagði að sér þættu
þessar myndir góðar, sem þegar
höfðu verið nefndar. Hún kvað upp-
áhaldsmyndina sína hinsvegar vera
The balloon travel of engineer And-
rée sem er frá 8. áratugnum. „Mér
finnst leikstjórinn mjög kjarkaður að
gera mynd með söguþræði sem eng-
an langar að sjá,“ sagði hún og hló.
Einar Már sagði að besta mynd sem
hann hefði séð væri Firemens ball
eftir Milos Forman. Hann sagðist
einnig hafa orðið fyrir áhrifum af
myndinni One Flew Over the
Cuckoo’s Nest eftir sama leikstjóra,
og benti á að óneitanlega væru
tengsl milli hennar og kvikmynda-
handritsins sem hann skrifaði upp úr
bók sinni Englar alheimsins.
Meira frelsi í bókmenntum
en kvikmyndum
,Á-ð vissu leyti hafa kvikmyndir
breytt frásagnarhætti (storytelling)
í bókmenntum,“ sagði Edward
Bunker. „Sífellt meiri kröfur eru
gerðar til skemmtanagildis og at-
burðarásar í skáldsögum, sem ég tel
vera vegna áhrifa frá kvikmynda-
heiminum."
Hallgrímur bætti við að hann hafi
fengið mikla skólun sem rithöfundur
af því að skrifa kvikmyndahandrit. „I
kvikmyndahandritum þarf frásögnin
að vera hnitmiðuð og fléttan þarf að
vera góð. Fléttan er nauðsynleg íyr-
irbæri í kvikmyndum en er ekki
jafnáberandi í bókmenntum. Ég
lærði sitthvað um form og byggingu
af kvikmyndum sem ég tel að hafi
skilað sér yfir í skrif mín.
Linn Ullmann sagðist að sumu
leyti vera ósammála Hallgrími. „Mér
finnst ekki að það ætti að vera nauð-
svnlegt að geta dregið saman efnis-
þráð skáldsögu í þrjár setningar,"
sagði hún en Hallgrímur hafði áður
bent á kosti þess. „Mér finnst einmitt
bestu bækur og kvikmyndir vera
þær sem erfitt er að lýsa í fáeinum
orðum. Það er svo margt í list sem
ekki er hægt að smætta með þessum
hætti. Hvernig ætti maður t.d. að
lýsa Moby Dick með þremur línum?“
Einar Már bar saman takmarkan-
ir í frásögn í kvikmyndum og bókum.
„Frelsi rithöfundarins er miklu
meira en leikstjórans. Með orðum
getur þú ílutt lesandann hvert sem
er en í kvikmyndum er þetta mun
erfiðara."
Þegar hér var við komið við sögu
varpaði Sveinbjörn fram þeirra
spurningu hvort rithöfundar reyndu
að skrifa texta sem félli að kvik-
myndum eða hvort þeir reyndu
fremur að hafa formið frábrugðið.
„Ég held að kvikmyndir hafi áhrif á
sumar skáldsögur en aðrar ekki,“
svarar Bunker. „Stundum hef ég
verið meðvitaður um það allan tím-
ann sem ég skrifa skáldsögu að hún
verði síðar kvikmynduð. Þá skapa ég
samræður, aðstæður og persónur
sem ég tel að myndu sóma sér vel á
hvíta tjaldinu."
Við þetta bætir Monika Fager-
holm: ,Áð mínu mati eru kvikmyndir
og bókmenntir nokkuð ólík fyrir-
brigði, en engu að síður hafa kvik-
myndir áhrif á mín skrif. Hið sjón-
ræna áreiti skiptir miklu, hvort sem
er á skjá eða á ljósmynd, og ég hef
það í huganum þegar ég skrifa."
Kvikmyndir eru aðalvett-
vangur leikstjórans
„Höfundar hafa stundum ekki
tima til að lesa bækur eftir aðra höf-
unda og þá er oft þægilegt að sjá
myndina til að vita um hvað hún er.
Ef þú hefur ekki tíma til að sjá
myndina þá er hægt að redda sér
með því að sjá „trailerinn" af mynd-
inni.“ Þessi ummæli Hallgríms vöktu
mikla kátínu meðal viðstaddra enda
sögð fremur í gríni en alvöru.
I framhaldi af þeim benti Ullman á
að kvikmyndir gæfu ekki alltaf rétta
mynda af skáldsögunni og sagði við
þýðingu úr bók yfir á kvikmynd geti
ýmislegt tapast. „Við lestur bókar er
hægt að gefa ímyndunaraflinu laus-