Morgunblaðið - 14.09.2000, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 35
LISTIR
Nýjar bækur
• Blikktromman, þriðja og síðasta
bindi, eftirþýska nóbelsverðlauna-
hafann Giinter Grass.
Blikktromman er saga Óskars
Matzeraths sem rifjar upp sér-
kennilega og viðburðaríka ævi sína.
Blikktromman var fyrsta skáldsaga
Giinters Grass og hefur verið talin
eitt af merkustu verkum hcimsbók-
menntanna á 20. öld en bókin hefur
ekki áður komið út á íslensku.
Þýðandi lokabindisins, eins og
fyrri bindanna tveggja, er Bjarni
Jónsson leikhúsfræðingur.
Sem kunnugt er hlaut Grass bók-
menntaverðlaun Nóbels 1999 og er
þessa dagana gestur bókmenntahá-
tíðarinnar í Reykjavík. Utgefandi
er Vaka-Helgafell. Blikktromman, 3.
bók, er 240 bls. að lengd. Wilfried
Bullerjahn hannaði bókarkápu, Oddi
hf prentaði bókina. Leiðbeinandi
verð hennar er 4.280 kr.
• Skáldsagan Ofurnæfurer eft-
ir Erlend Loe, ungan norskan höf-
und sem þessa dagana er gestur
bókmenntahátíðarinnar í Reykja-
vík.
Ofurnæfur er óvenjuleg skáld-
saga um ungan mann sem skyndi-
lega veit ekki hvert stefna skal í líf-
inu
Ofumæfur hefur vakið athygli
víða um Iönd fyrir það hversu góða
innsýn höfundurinn gefur í veru-
leika ungs fólks þar sem gömlum
gildum og verðmætum hefur verið
hafnað. Bókin hefur verið þýdd á
fjölda tungumála. Þórarinn Elcijárn
liefur þýtt bókina á íslensku.
Útgefandi er Vaka-Helgafell. Of-
urnæfur er 238 bls. að lengd. Loftur
Leifsson hannaði bókarkápu. Bókin
erprentuð hjá Odda hf. Leiðbein-
andi verð hennar er 3.980 kr.
• Taumhald á skepnum skáldsaga
eftir Magnus Mills í þýðingu ísaks
Harðaisonar.
Bókin fjallar um þriggja manna
hóp skoskra farandverkamanna
sem sendur er út til Englands til að
leggja girðingar. Þeir em ákaflega
tortryggnir á allt enskt.
Með þessari sögu hefur Mills sleg-
ið nýjan tón í breskri skáldsagna-
gerð. Frásögnin er afar knöpp, upp-
ákomurnar í bókinni eru með
ólíkindum og húmorinn kolsvartur.
Bókaútgáfan Bjartur gefur bókina
út. Bókin er prentuð íprentsmið-
junni Gutenberg. Hún er 176 bls.
Kápugerð annaðist Snæbjöm Arn-
grímsson. Verð bókarinnar er kr.
1.880.
y<M-2000
Fimmtudagur 14. september
NORRÆNA HÚSIÐ KL. 12
Alþjóðleg bókmenntahátíð í Reykja-
vík
Silja Aðalsteinsdóttir ræðir við A.S.
Byatt um verk hennar.
IÐNÓ KL. 20.30
Upplestur Monika Fagerholm,
Edward Bunker, Siawomir Mrozek,
Braga Ólafssonar og Guðrúnar Evu
Mínervudóttur.
Hátíðin stendur til 16. september.
www.nordice.is
www.reykjavik2000.is, wap.olis.is
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Bókmenntir og kvikmyndir voru yfirskrift pallborðsumræðnanna í Norræna húsinu. Hér má sjá skandinavisku
rithöfundana velta vöngum og hlýða á það sem Edward Bunker hafði til málanna að leggja.
an tauminn, en svo þegar þú sérð
kvikmynd upp úr bókinni breytist sú
hugarmynd og samræmis kvik-
myndinni. Á þann hátt er kvikmynd-
in bókinni yfirsterkari, þó ég myndi
ekki segja að hún eyðileggi hana.“
Einar Már benti á í framhaldi af
þessu að bækur væru margradda, en
að við þýðingu yfir í kvikmynd sé oft
aðeins leitað að einni rödd í bókinni.
„Kvikmyndin er ekki sá miðill sem
gerir rithöfundum hæst undir höfði,“
sagði Bunker. „Kvikmyndir er aðal-
vettvangur leikstjórans því hann
hefur úrslitavaldið um endanlegt út-
lit. Hann gæti til dæmis tekið upp á
því að setja fyrsta atriðið í handrit-
inu aftast í myndina." Hann heldur
áfram. „Ég hef reyndar átt mjög
gott samstarf við leikstjóra. Mín
skoðun er að ef þeir eru góðir í sínu
fagi þá hlusta þeir á ráðleggingar rit-
höfundarins." Bunker sagðist alltaf
fagna því þegar ráðist er í að þýða
verk hans yfir á kvikmynd. Það leiði
af sér aukna sölu á bókinni. Linn
spurði hann þá að því hvort það
skipti máli ef myndin væri slæm og
hann sagði svo ekki vera svo fremi
sem hún glæddi söluna. Flestir rit-
höfundarnir við pallborðsumræðuna
voru engu að síður sammála um að
góð bók myndi lifa af þó að gerð væri
eftir henni miður góð mynd. Þeir
voru einnig sammála um að bestu
kvikmyndirnar væru þær sem hefðu
einkenni bæði frá kvikmyndagerð í
Hollywood og Evrópu.
Prjóna ekki peysuna tvisvar
Ólíkt karlmönnunum við pallborð-
ið hafa þær Linn og Monika ekki
komið að gerð kvikmyndahandrita
sem byggjast á skáldsögum þeirra.
Sveinbjöm spurði þær hverju það
gegndi. „Þegar ég hef lokið við að
skrifa eina bók vil ég snúa mér að
þeirri næstu,“ segir Monika „Ég get
ekki hugsað mér að vinna í henni
áfram og draga út einstaka atriði
fyrir kvikmynd. Mér finnst heiður að
því þegar fólk sýnir bókinni minni
áhuga og vill gera kvikmynd eftir
henni en læt það alfarið í þeirra
hendur." Linn var þessu sammála.
„Að vinna handrit upp úr bók sem ég
hef lokið við að skrifa væri fyrir mér
eins og að prjóna peysu í tvígang úr
sama þræðinum."
í lok þessa umræðna gafst tími
fyrir spurningar úr sal. Ein var á þá
leið hvort að rithöfundum fyndust
þeir vera höfundar að kvikmyndinni
eða hvort þeir teldu leikstjórann eiga
heiðurinn. „Þetta er leikur að hug-
tökum,“ svaraði Hallgrímur. „Við
getum orðað það þannig að bókin er
einsog kjörbúð sem leikstjórinn
verslar í. Hann velur það sem hann
vill og fer með heim til sín og eldar.
Það getur vel verið að hann sé góður
kokkur, en ég á samt búðina.“
_5-35%
afsláttur af Ice-Lux frystikistum
Verð frá
240 Ktra kr. 23.995.- 36í>0a
320 Ktra kr. 28.995.- 39^90
370 Ktrakr. 31.995,- 3339CL
460 Ktra kr. 35.995,- 49í>9a
Kr.23.995,
Skráðu þig %)
í vefklúbbinn
www.husa.is
HÚSASMIÐJAN
Sími 525-3000 • www.husa.is