Morgunblaðið - 14.09.2000, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Hin jákvæða blekking
TOIVLIST
Hailgrímskirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Kirkjuleg verk eftir Þorkel Sigur-
bjömsson (Heyr, himna smiður),
Jónas Tómasson (Drottinn er minn
hirðir), Oliver Kentish (Turn Thee
Unto Me), Jón Leifs (Requiem), Jón
Hlöðver Askelsson (Tignið Drottin),
Atla Heimi Sveinsson (Maríukvæði)
og John A. Speight (Sam’s Mass).
Marta G. Halldórsdóttir sópran,
Daði Kolbeinsson óbó; Schola
Cantorum undir stjórn Harðar
Áskelssonar. Mánudaginn 11.
september kl. 20.
SCHOLA Cantorum er á förum
til Helsinki sem fulltrúi íslenzkra
kirkjukóra á norræna kirkjukóra-
mótinu Jubilemus (,,Fögnum!“)
2000. Kórinn markaði upphaf
fimmta starfsvetrar síns með ekki
nema þokkalega sóttum tónleikum í
Hallgrímskirkju á mánudagskvöld,
enda úti veður vont. Dagskráin sam-
anstóð eingöngu af íslenzkri and-
legri tónlist, og burtséð frá „Requ-
iem“ Jóns Leifs var flest tiltölulega
nýlegt af nálinni.
„Heyr, himna smiður“ eftir Þor-
kel Sigurbjörnsson var efst á blaði
og markaði söngurinn þegar í upp-
hafi flutningsgæði af þeirri gráðu
sem eiginlega kemur umfjallanda í
ákveðinn bobba. Því líkt og með
klénan flutning má á vissan hátt
spyrja hvort afburðatúlkun sýni al-
veg rétta mynd af óárennilegu nú-
tímatónverki, þótt með öfugum for-
merkjum sé, þegar jafnvel minnsti
vottur erfiðleikans er horfinn og
fegurðin ein stendur eftir; eða m.ö.o.
þegar varla má á milli Sjá hvað sé
höfundi að þakka og hvað flytjand-
anum.
En ætli verði ekki að gera ráð fyr-
ir að flestir höfundar kjósi fremur
þennan seinni kost en hinn fyiri.
Tæknilega séð var Himnasmiður
Þorkels, ólíkt mörgu sem á eftir
kom, að vísu mjög viðráðanlegt
verk. Engu að síður er jafnan erfitt
að flytja hið slétta og fellda virkilega
vel. Og þegar svo vel er flutt sem hér
gat að heyra, án þess að gæðin rýrn-
uðu skynjanlega í tæknilega meira
krefjandi verkum þeim sem á eftir
komu, er ljóst, að túlkendur hafa
náð því stigi þar sem flestir vegir
eru færir. Þetta má við íslenzkar að-
stæður útleggja sem flutning í sér-
flokki. Að öðrum fremstu kórum
landsins ólöstuðum virtist jafnljóst,
að enginn hefur komizt lengra til
þessa að marki hæstu atvinnu-
mennsku en Schola Cantorum
komst þetta umrædda kvöld - með
smáfyrirvara um textaframburð,
sem ævinlega má skerpa, þótt kunni
að vísu að kosta annað í staðinn.
Skrafa mætti lengi um ýmis ágæt-
iseinkenni kórsins, en hér skal látið
nægja að benda á eitt, sem verið
gæti mörgum hérlendum kórum til
fyrirmyndar og þótt víðar væri leit-
að: hvergi vottaði fyi'ir þeirri „aftur-
reigingu", ef svo má kalla, sem svo
víða heyrist, þegar inntónun er fín-
stillt með því að læðast í tóninn og
herða síðan á styrk. Vera má að til
þurfi söngmenntað kórfólk eins og
hér var um að ræða - en mikið ósköp
er þá líka ljúft að vera laus við téða
tiktúru og þann ámáttlega blæ sem
henni fylgir! Vel að merkja þegar
tónstaðan helzt tandurhrein, eins og
ávallt átti við um söng Scholae
Cantorum, hvort heldur í einföldu
líðandi lagferli eða í erfiðum inn-
komum og stórstígum tónbilum.
Af framansögðu má gruna, að
flutningur kórsins hafi verið það
jafn um alla dagskrá að til lítils sé að
reyna að gera upp á milli túlkunar
stakra atriða. Hvað verkin sjálf
varðar má aftur á móti segja, að
flest ef ekki öll birtust hlustendum
sem meiri eða minni meistaraverk,
a.m.k. við fyrstu heyrn, og hjúpuð
þeirri jákvæðu blekkingu sem felst í
framúrskarandi túlkun, hvað svo
sem tíminn og ítrekuð hlustun á eftir
að vinza úr, þegar töfrum augna-
bliksins linnir.
Hinar velþekktu smáperlur Þor-
kels og Atla Heimis stóðu meira en
vel fyrir sínu þetta kvöld og sömu-
leiðis hið stutta en síferska Requiem
Jóns Leifs. Hin nokkru lengri verk
Jónasar Tómassonar og Olivers
Kentish, „Drottinn er minn hirðir"
við 23. Davíðssálm og „Turn Thee
Unto Me“ (1999) við hinn 25. sam-
einuðu, líkt og verk Jóns Hlöðvers
Askelssonar (og raunar einnig síð-
asta verk kvöldsins eftir John
Speight), fornt og nýtt tónmál, hvert
á sinn hátt.
Sérkennilegur leiðslublær var yf-
ir verki Jónasar, sem hélt sér við
fremur fábreyttan stíl og tíð unisoni
án þess þó að glata áhrifum. Verk
Olivers var mun fjölleitara að áferð
og stundum allágengt í samræmi við
textann og oft stutt hermikontra-
punkti, víða litað allt frá tvíundar-
kryddi í þéttriðnasta hljómaferli, og
hneig til viðar á kosmískum klasa-
hljómi er leystist í tóman fimmund-
artvíhljóm. I „Tignið Drottinn" Jóns
Hlöðvers Áskelssonar frá 1997
kenndi jafnt þjóðlegrar samstigni
sem nútímalegri tónmeðala. I byrj-
un mátti heyra áhrifamikla beitingu
undirsöngsþrástefs hjá körlum við
sjálfstætt efni kvenradda, og lauk
með glæsilegri fagnandi á „heilagur,
heilagur".
Hið nærri hálftíma langa verk
Johns Speight, „Sam’s Mass“
(1997), var samið fyrir kór, ein-
söngssópran og óbó. Því miður til-
færði söngskráin ekki latneska
requiemtextann heldur aðeins ívafs-
texta úr ljóðum eftir William Blake,
og því örðugt að glöggva sig til fulls
á formbyggingu verksins í fyrstu at-
rennu. Engu að síður var eftirtekt-
arvert hvað það hélt góðri athygli
þrátt fyrir mikla lengd og oft njörv-
aðan satz, og var það að líkindum
mikið til fjölbreyttri áferð að þakka,
þar sem sólistarnir komu í góðar
þarfir með tilbreytandi einleiks- eða
meðleiksinnslögum. Meðal sam-
tengjandi þátta voru andaktsvekj-
andi blævængshljómar á „requiem"
og „sanctus“ og sérkennileg rísandi
(síðar hnígandi) 3-5-7-9 „tröppu“-
frum. Að mörgu leyti framsækið
verk með nútímaeffektum eins og
klösum og talkórum, þótt einnig
gætti fortíðaráhrifa allt frá greg-
orsku lagferli og Ars Nova. I heild
viðamikil og oft spennandi tónsmíð í
frábærum flutningi kórs, einsöngv-
ara og óbóista, sem fjaraði eftir-
minnilega út á dapurri óbóstrófu
„lontano", eða úr fjarska.
Ríkarður Ö. Pálsson
Kvennakórinn Léttsveit Reykjavfkur.
Ljósmynd/Grímur Bjamason
Léttsveitin í
nýjum búningi
STOFNAÐUR hefur verið nýr
kvennakór í Reykjavík og hefur
hann hlotið nafnið Kvennakórinn
Léttsveit Reykjavíkur. Fyrirrenn-
ari kórsins var Léttsveitin, sem til-
heyrði Kvennakór Reykjavíkur.
Þegar grundvöllur fyrir samstarfi
Léttsveitarinnar við Kvennakórinn
brast sl. vor ákváðu áhugasamir fé-
lagar hennar að halda áfram starf-
seminni og hyggjast halda form-
legan stofnfund 22. september nk.
Stjórnandi Léttsveitarinnar
verður sem áður Jóhanna Þórhalls-
dóttir og verður Aðalheiður Þor-
steinsdóttir pianóleikari. Eins og
nafnið gefur til kynna leggur
Léttsveitin áhcrslu á létta og
skemmtilega tónlist, bæði íslenska
og erlenda, s.s. þjóðlög, dægurlög,
djass og gospel.
Léttsveitin mun á komandi
starfsári halda tvenna tónleika,
auk þess sem hún tekur að sér að
koma fram við ýmis tækifæri.
Klassíska
vinaástin
KVIKMYJVDIR
Stjörnubíó
BOYS AND GIRLS ★ %
Leikstjóri: Robert Iscove. Handrit:
Andrew Lowery og Andrew Miller.
Aðalhlutverk: Freddie Prinze Jr.,
Claire Forlani, Jason Biggs, Am-
anda Detmer og Heather Donahue.
Dimension Films 2000.
ÞAU eru agalega falleg. Mikið fal-
legra gerist fólk ekki. En þau passa
ekkert sérstaklega vel í hlutverkin
sín. Hvemig á maður að trúa því að
Freddie Prinze Jr. sé algjör lúði af því
að hann er með gleraugu? Hann get-
ur ekki mikið leikið. Claire Forlani er
reyndar líklegri sem hin glaðlynda og
léttlynda Jennifer, en þessi skötuhjú
verða bestu félagar í háskóla án þess
að vilja viðurkenna íyrir sjálfu sér og
hvort öðru að þau eru ástfangin upp
íyrir haus.
Svo þurfum við, aumingja áhorf-
endumir, að sitja undir atriðum sem
eiga að vera rosalega krúttleg og
skemmtileg þar sem þau fara út að
dansa og á hjólaskauta og geta ekki
tekið hendumar af hvort öðm, og
bíða þar til í lokin, þegar þau loksins
fatta hvers vegna þeim verður heitt í
mallanum þegar þau sjá hvort annað.
Og mikið hefði nú verið gaman ef
lokaatriðið hefði verið glæsilegt eða
alla vega fmmlegt. En endirinn er svo
mikil klisja að maður roðnar. Og hvað
var hún að standa upp á kaffihúsi og
halda einhveija fáránlega ræðu um
ást? Þá sekkur maður í sætinu. Og af
hveiju? Við höfum hundrað sinnum
séð rómantískar gamanmyndir sem
em fyrirsjáanlegar en samt lifað okk-
ur inn í þær af öllu hjarta.
Þessi mynd er bara öll eitthvað svo
klunnaleg og endirinn toppar allt.
Rómantískar gamanmyndir eiga að
vera hnyttnar og skondnar, en höf-
undar þessarar myndar tína saman
uppáhaldsatriðin úr uppáhalds róm-
antísku gamanmyndunum sínum og
umbreyta þeim í lélega útgáfu, og það
er það sem þessi mynd er. Metnaður-
inn er greinilega alveg að fara með
fólk í Hollyood.
Persónurnar þyrftu t.d ekki að
vera svo vitlausar. Bestu vinir Jenni-
fers og Ryans, þau Amy (Amanda
Detmer) og Hunter (Jason Briggs)
era bæði í mikilli sjálfsmyndarkrísu
auk þess að vera ástsjúk, sem er
raunsætt vandamál og getur verið
býsna fyndið, en þau em bæði gerð að
„íyndna vininum" sem á ekki að taka
alvarlega. Þau era öll að rembast svo
við að vera fyndin að þau verða bara
bjánaleg og aumkunarverð.
Þessi mynd vekur áhuga yngri
kynslóðar unglinga tíu til fjórtán ára,
og ég held að persónumar allar, og
þær sálarkreppur sem þau eiga að
standa fyrir, séu ekki nógu nákvæm-
lega dregnar upp til að unglingamir
skilji almennilega hvað þau em að
pæla. Ég átti frekar erfitt. Þar að
auki felst söguþráðurinn aðallega í
þróuninni í sambandi Ryans og
Jennifer og hún er hæg. Krakkar
þarfnast þess að hetjumar þeirra hafi
sjáanlegri markmið en það að afneita
augljósri ást. Þessi saga er klassísk
og verður alltaf, og virkaði t.d mjög
vel í „When Harry met Sally“, en það
verður að vinna úr efniviðnum á við-
eigandi hátt.
Þá sem langar að sjá myndina Boys
and Girls geta notað það fyrir afsökun
að undir kreditlistanum í enda mynd-
arinnar er ótrúlega sérstakt grín-
atriði með Jason Biggs (American
Pie) og súpermódelum Victoria’s
Secret kvennærfatamerksins.
Hildur Loftsdóttir
Skýr mótun tónhendinga
TQjVLIST
Langholtskirkja
ORGELTÓNLEIKAR
ANDREW
PAULHOFMAN
frá Boston lék verk eftir
Buxtehude, Niels W.Gade,
IQell Mörk Karlsen, Daniel
Pinkham og J.S. Bach.
Þriðjudagurinn 12 september,
2000.
TÓNLEIKARNIR hófust á
Prelúdíu í g-moll BuxWV 149,
eftir Buxtehude en prelúdíuform-
ið hjá Buxtehude var oftast mjög
frjálst og innihélt oft tvo til þrjá
milliþætti, frjálslega unnar fúgur.
Fyrsti kaflinn var venjulega viða-
mesti hluti prelúdíunnar, bæði
leiktæknilega og hvað snertir úr-
vinnslu hugmyndanna. Nafngiftin
„Prelúdía og fúga“ finnst ekki í
handritum Buxtehude og gæti
slík nafngift aðeins átt við fimm
prelúdíur, þar sem um er að
ræða aðeins eina fúgu. Prelúdían
var leikin af öryggi og með tölu-
verður tilþrifum, sérstaklega
upphafskaflinn
Tvö kóralforspil, eftir Niels W.
Gade, voru smekklega flutt og
era þýð og falleg tónlist, sér-
stakléga seinna kóralforspilið,
sem er unnið yfir sálmalagið
Hver sem ljúfan Guð lætur ráða,
eftir Georg Neumark, þó sjálfur
sálmurinn hafi verðið einum of
freklega sterkt registreraður.
Eftir Kjell Mörk Karlsem flutti
Hofman fimm þátta partítu,
„post moderne11 tónsmíð, sem var
á köflum skemmtileg í radd-
skipan, sérstaklega þrástefja
(ostinato) þátturinn og kvartett-
inn fyrir krummhornin. Passac-
alian var hins vegar lítilfjörleg
tónsmíð og því lítið hægt að gera
úr henni.
Hofman er nokkuð leikinn
orgelleikari og mótar leik sinn
mjög skýrlega, svo sem heyra
mátti í tólf prelúdíum eftir Daniel
Pinkham (1923). Prelúdíurnar
tengjast frásögnum af dýrðling-
um og píslarvottum en yfirskrift
verksins er „Dýrðlingadagar".
Þetta eru stutt eins stefs verk,
byggð á mjög ákveðnum stefjum,
sem unnið er úr á sannfærandi
máta og var bæði raddskipan og
flutningur oft mjög vel mótaður
af Hofman.
Danile Pinkham er Bandaríkja-
maður, menntaður við Harvard
og sótti einnig einkatíma hjá
Nadiu Boulanger í París. Hann
hefur samið fimm einleiks-
konserta, fjórar sinfóníur, leikhús
og kvikmyndatónlist, kammert
tónlist og kirkjuleg verk, enda
mátti vel heyra, að Pinkham er
leikinn tónsmiður og er tónmálið
í prelúdíunum bæði nútímalegt
og vísar einnig til hefðbundinna
gilda, bæði er varðar „tematík“
og á köflum „tónalan" rithátt.
Hofman lauk tónleikunum með
prelúdíu og fúgu í C-dúr, BWV
547, eftir J.S. Bach. Þetta er leik-
tæknilega skemmtilegt verk og
það sem er sérkennilegt við fúg-
una og frekar fátítt í orgelverk-
unum, er að stefið er sérlega
stutt, einn taktur, sem meistar-
inn bætir sér upp með því að
leika stefið í lengingu og spegla
þessa lengingu einnig í pedal-
röddinni, er gefur verkinum
virðulegan endi. Hofmann er góð-
ur orgelleikari, og naut sín sér-
lega vel í verki Pinkhams, þar
sem leikur hans var sérlega skýr
og einnig var mótun tónhendinga
vel útfærð í prelúdíunni eftir
Buxtehude. Hinsvegar var flutn-
ingurinn á Bach ekki alls kostar
snurðulaus og í heild svolítið lit-
laus en borinn upp af töluverðri
tækni.
Jón Ásgeirsson