Morgunblaðið - 14.09.2000, Side 39

Morgunblaðið - 14.09.2000, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 39 K Ljósmynd/Halldór Böm Runólfsson Hluti af myndskreytingum Edwards Fuglu í anddyri Norræna hússins. eldri Antoníu, sem verða að þreyja myrkrið á leið sinni með varning á handvagni yfir dimma og drunga- lega heiði utan við þorpið. Skrekk- inn magnar ímyndunarafl stúlk- unnar þegar hún reynir að stríða litla bróður sínum, sem þó er hennar eina vörn gegn ógninni sem hún kemur af stað. Trúlega er sögunni enginn greiði gerður með myndskreyting- um Edwards Fuglps. Þær bæta ekki söguna heldur breyta henni einungis úr bernskuminningu handa fullorðnum í barnabók- menntir, sem er auðvitað viss sig- ur út af fyrir sig því þar með sann- ast enn sém fyrr að listaverk á borð við smásögu er ekki lokað kerfi heldur nýtist sem aukafóður í annars konar listmenntir, í þessu tilviki bók handa börnum. Sem slíkur gjörningur eru myndskreytingar Fuglps góðra gjalda verðar og stundum býsna vel út færðar. Við þurfum litlar hryllingssögur fyrir yngstu kyn- slóðina þó að ekki sé nema til að styrkja ímyndunarafl hennar. Að vísu má það ekki ganga svo langt að börnin okkar verði hvekkt eins og Þórbergur heitinn. Hann þorði hvorki að hafa kveikt hjá sér því þá gátu morðingjarnir auðveldlega miðað hann út frá fylgsni sínu ut- an við gluggann, né slökkt því þá ofsóttu hann draugar og önnur yf- irskilvitleg öfl. En myndir Fuglo, sem nú prýða útgáfu Máls og menningar á sögu Heinesen, munu varla framkalla slíkar hremmingar þótt þær séu vissulega dramatískar. Vatnslita- og olíupastelmyndir hans er nefni- lega nægilega hlýlegar til að taka broddinn úr ógninni. Útkoman er því prýðileg og trúlega til þess fundin að veiða viðkvæm börn á vit góðra bókmennta. Halldór Björn Runólfsson Clinique tryggir: Fallega húö Svo mikla trú hefur Clinique á 3ja þrepa kerfinu. í þremur fljótlegum þrepum, tvisvar á dag fær það allar húð- gerðir á öllum aldri til að líta vel út. Það er þróað af húðlæknum, sniðið til að uppfylla sérstakar þarfir húðar þinnar og er 100% ilmefnalaust. Þrep 1. Facial Soap. Hreinsar á mildan hátt. Þrep 2. Clarifying Lotion. Fjarlægir dauðar húðfrumur. Þrep 3. Dramatically Different Moisturizing Lotion. Gefur raka. Með reglulegri notkun 3ja þrepa krefisins - tvisvar á dag, á hverjum degi - mun húð þín líta betur út. Það tryggir Clinique. Facial Soap frá kr. 1.205,- Clarifying Lotion frá kr. 1.096,- Dramatically Different Moisturizing Lotion frá kr. 1.480,- clinique 100% ilmefnalaust Snyrtitaska með 3ja þrepa kerfinu frá Clinique á kr. 1588.-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.