Morgunblaðið - 14.09.2000, Page 45

Morgunblaðið - 14.09.2000, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 45 hafin. Hún hófst á tregafullan hátt en jafnframt fallegan og Mðsælan. Margt var það sem þú kenndir mér. Mai'gt sem þú gerðir sem vekur hjá manni góðar minningar og bros á vör og maður fyllist söknuði er maður hugsar um þær, en á þeim lifir maður. Mig langar til að rifja upp og segja frá nokkrum sem sitja svo í mér og koma mér alltaf til að brosa og hlæja. Ég man er ég kom fyrst í Raufar- selið. Ég og Aslaug komum seint heim enda að byrja sambandið og til- hugalífið pg afar ástfangin líkt og í dag. Við Aslaug sáum að það virtist vera slökkt inni og allir farnir að sofa. Við læddumst inn en ég sá að það var kveikt á sjónvarpinu. Ég gekk að því inn í stofu og þar sastu í jógastelling- unni þinni sem var svo sérstök, og al- veg sama hvað ég reyni næ ég henni ekki. Ég gekk að þér og á einu augna- bliki fólnaði ég! Ég man hvað þú starðir á mig enda var þarna mættur stór og mikill maður með dóttur þinni. Þú hafðir heyrt af honum en aldrei séð hann. Ég stamaði út úr mér einhver orð og þú gerðir það sama. Báðir vandræðalegir og ekki laust við að vera hálf feimnir. Ég gékk svo upp en man að ég bauð þér góða nótt. „Góða nótt,“ sagðir þú svo. Þessar nætur áttu svo eftir að verða æði margar enda var það lærdómsríkt er við Aslaug bjuggum hjá ykkur. Svo er ég alltaf þakklátur fyrir það er við Ás- laug eignuðumst íbúðina okkar sem var jafnframt sú fyrsta. Þú og Asa komuð með okkur að skoða. Eg var ofsa spenntur og hoppaði um eins og krakki sem var að fá pakka og beið eftir að fá að opna hann. Pakkann opnuðum við svo stuttu seinna. Pakk- inn var íbúðin og ibúðina fengum við, með ykkar aðstoð. Svo var það San Diego-ferðin fræga sem er ógleymanleg. Manstu hvað við gleymdum okkur við að horfa á herskipin og hvað við vorum agndofa yfír stærðinni á þeim. Þú varst svo vel að þér í sögu skipanna þannig að við þurftum ekki að hlusta á leiðsögumanninn. Manstu hvað sjúkraskipið var stórt? Þú varst fljót- ur að reikna út hvað við þyrftum marga Landspítala til að fylla það skip. Og eftir sátum við fránumin af hrifningu. Manstu er við rukum á barinn, ég og þú, í skipinu í skoðunar- ferðinni um Coronado Island? Leið- sögumaðurinn sagði, á ensku, að bar- stúlkan væri íslensk. Við spruttum upp og ætluðum að ræða við hana og hún starði á okkur furðuleg á svip er við byrjuðum að tala. Hún var ekkert íslensk og var leiðsögumaðurinn með einstakan brandara í gangi! Við vor- um ekki lengi að slá stúlkunni gull- hamra, en hún hefði alveg eins getað verið íslensk en var bandarísk. Þú sagðir að hún væri svo falleg að hún gæti verið íslensk, og ég sagði að á Islandi væri bara fallegt kvenfólk. Flottir vorum við; fannst þér ekki? Svo hlógu Ása og Áslaug bara að okk- ur. Manstu er við fórum yfír til Mexíkó? Annar heimur! Öll fátæktin og prúttið við götusalana. Þú varst lunkinn við það að prútta og stjórnað- ir verðinu og því hvað allt yrði keypt á. Götusalamir voru hissa á að þú kynnir þessa klæki. Svo var ég alveg orðlaus yfír allri eymdinni og vildi fara aftur til San Diego, en þá sagðir þú við mig þessa gullnu setningu: „Sveinn minn, þú verður að sjá hvern- ig heimurinn er, en ekki sjá hann eins og þú vilt hafa hann!“ Mikið var það rétt. Svo lágum við saman og hvíldum okkur yfír sjónvarpinu á hótelinu og hrutum eins og hrútar, hlið við hlið. Svo var það dagurinn sem við átt- um saman inni á líknardeild. Þú hafð- ir verið svo veikur en þennan dag varstu svo hress og þér leið svo vel. Við sátum hjá þér, ég og Áslaug, lengi, lengi. Við ræddum margt milli himins og jarðar. Við ræddum um líf- ið og hve dýrmætt það er, við rædd- um um fjölskylduna og hve áríðandi það er að hún haldi tryggð og sam- heldni. Við ræddum um pólitík, við ræddum um bameignir, við ræddum um vonir, þrá og framtíðina. Þú gafst okkur góð ráð fyrir framtíðina. Þau ráð geymi ég og reyni að fai-a eftú þeim með bestu getu, því þau voru góð. Elsku Mummi minn. Ég dáðist að því hvað þú barðist mikið í veikindum þínum. Við lærðum margt af þessu. Ég þakka starfsmönnum líknardeild- arinnar í Kópavogi íyrir allan stuðn- inginn - sá stuðningur er ómetanleg- ur. Nú ertu aftur farinn í ferðalag og hittir marga sem þú þekktir. Þú þekktir svo marga. Gangi þér vel. Ég verð góður við Áslaugu. Skilaðu kveðju til allra og Guð veri með þér. Kveðja, þinn tengdasonur, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson. Skapari himins og jarðar hefur með meistarahöndum gert fjöll og dali, vötn og líf. Verkin hafa verið unnin án sam- ráðs við okkur mennina. Við höfum ekki í önnur hús að venda og verðum að njóta og gjalda þess sem okkur er gefið. Við getum lítið meir en gefið smíðum skaparans nöfn til að lýsa því sem fyrir augu ber, tilfinningum okk- ar og skoðunum. Fyrir fáum árum urðum við Guð- mundur Bjamleifsson mágur minn samferða yfir Fimmvörðuháls. Þar rekur hver hjallinn annan svo mjúk- lega að brekkan er nánast samfelld þegar komið er sunnan að. Þetta var ánægjuleg gönguferð sem farin var beint af augum en heldur lá Guð- mundi þyngra orð til hjallanna eftir því sem leið á uppgönguna. Um efstu hjallana talaði hann tæpitungulaust. Þegar hallaði á hinn veginn og komið var niður í Bröttufönn mýktist vitnis- burðurinn, Heljarkamburvar þrædd- ur án orða og Morinsheiði lofuð fyrir áferðina. Það var með þessa gönguferð eins og líf Guðmundar. Hann naut þess sem íyrir augu bar en ólatúr sagði hann hug sinn um menn og málefni og hvað eina sem á vegi hans varð. Hann hafði yndi af skylmingum með orðum, vel pólitískur og hneigður fyrir fé- lagsstarf. Honum var gjamt að fara beina leið upp hjallana og tók það ekki nærri sér þó að hann hitti fyrir þá sem höfðu andstæðar skoðanir en latur var hann að víkja fyrir þeim. Guðmundur hitti marga á lífsleiðinni hvort sem það var til sjós, í járnsmíði, kennslu, sölumennsku eða viðskipt- um. Ferill hans var sarpur reynslu sem hann naut og miðlaði af. í augum barna má lesa hvað þeim finnst um hugarþel fullorðinna. Guð- mundur laðaði til sín afastrákana. Þeir voru hans menn og Guðmundur var þeirra maður. Hann var líka okk- ar maður sem tilheyrum fjölskyldu hans. María Jóhannesdóttir tengdamóð- ir mín var móðir Guðmundar. Hún var hæglát kona, lítt framhleypin og valdi fremur sneiðinga en bratta. Samt náði hún því marki sem hún vildi enda rík í skapi þótt hljótt færi. María hafði séð mig áður en ég sá hana fyrst. Samt var hún feimin við mig þar sem hún stóð innan við búð- arborðið en ég unglingurinn í tygjum við dóttur hennar fyrir framan borðið með vörur. Hún sagði „komdu sæll“ og fékk svarið „sæl“ í staðinn. Seinna rjátlaðist feimnin af okkur og hún tók mig undir vemdarvæng sinn eins og aðra í fjölskyldunni. Samskiptin voru opin og það var gaman að kankast á við hana og fá meitluð tilsvör hennar þegar þannig stóð á. María veitti okk- ur ómetanlegan stuðning fyrstu bú- skaparárin. Alla tíð leit hún á hag barna sinna og fjölskyldna þeirra sem sinn hag. Hún á drjúgan þátt í góðum merg barnabama sinna. Tryggð og góðmennska fyllir hveija síðu í vega- bréfi tengdamóður minnar. Hún lagði fyrir að útför sín færi fram í kyrrð og ró. María og Guðmundur sonur henn- ar lögðu upp í hinstu ferð sína með tveggja daga millibili. Hún hafði ekki hug á að lifa böm sín. Hann vildi verða samferða móður sinni úr því sem komið var. Þessi ráðstöfun lýsir þessu fólki. Tryggðin og samheldnin rofnaði ekki þó að þrekið og heilsan nálgaðist endamörk. Olík voru kjör móðurinnar og son- arins síðustu mánuðina. Hún fór hæglát sneiðingana og yfir slétta heiði þar til sá sem gaf henni andann tók hann aftur. Guðmundi var gert að fara hörðustu leiðina upp mestan brattann. Öfugt við ferðina yfir Fimmvörðuhálsinn forðum var minna sagt eftir því sem fleiri hjallai’ voru að baki. Að þessu sinni var ekki komist yfir Heljarkambinn. Samt vom til stuðnings fólkið hans, eiginkonan, börnin, tengdabömin og systkini beggja. Þau gáfu allt sem þau áttu en lífið tapaði fótfestunni. Það er enginn snauður sem leggur upp í ferð með þessu fólki. Skapari himins og jarðar hefur séð til þess að menn þurfi ekki að ferðast einir þegar verk hans taka að gefa sig. Fjölskyldan hefur breyst. Tveir máttarstólpar era farnir. Áðrir vaxa upp. í minningu Maríu og Guðmund- ar höldum við hópinn og hlið við hlið tökum því sem okkur er ætlað af verkum skapara himins og jarðar. Snorri S. Konráðsson. Nú ertu farinn í aðra vídd þú blíði drengur góði. I hugarró og kyrrð ert þú nú að rökræða við máttarvöldin. Eneffirsitjaástvinir ísöknuðiogharmi. En Ijósið mun lýsa þeim leiðina er þú umvefur þau örmum þínum. Elsku Mummi. Guð blessi þig og megi allar þínar hugsjónir lifa um alla framtíð. Þín mágkona, Lijja. Jæja Guðmundur minn, það fór þá þannig að maðurinn með Ijáinn sigraði að lokum, loksins þegar þú ætlaðir að fara njóta lífsins, eiga þægileg eM ár. Þín verður sárt saknað í hádeginu, þar sem við ásamt fjölda af frábæra fólki börðumst hetjulegri baráttu við að halda taktinn og gera allar æfingar eins réttar og okkur var sýnt. Oft var nú hlegið og gantast að tilburðum bæði okkar og þeirra sem næstir okk- ur vora og alltaf þegar ég mætti þá var búið að taka frá pall eða palla í okkar fræga fiflahomi, eins og við skírðum það, því eins og við margræddum þá vildum við ekki fá einhveija ókunnuga náíægt okkur til að trafla sprellið og umræður dagsins. Margar heitar um- ræður urðu til í gufubaðinu á eftir, sumar svo mergjaðar að ekkert mátti leka út úr klefanum þar sem við sát- um, fastafélagar í Hreyfingu, nokkr- um sinnum í viku hverri, börðumst hetjulegri baráttu við kílóin, ekki granaði mig að þessar stundir tækju svo fljótt af, enda varst þú bjartur eftir aðgerðina í vor sem leið. En þú gerðir þér alltaf grein fyi-ir öllu sem gæti komið upp á, við ræddum það í léttum tóni en þó við vissum báðir að það gat bragðið til beggja vona. Kæri vinur, þín verður sárt saknað og skarð þitt vandfyllt í hominu okk- ar fræga en minning um góðan mann lifir. Ég þakka þér fyrir okkar góðu kynni í gegnum árin. Við félagarnir í Hreyfingu sendum eiginkonu og fjölskyldu okkar dýpstu samúðarkveðjur. Þinn leikfimisfélagi, Jón P. Jónsson. Kærleikur er máttuga aflið í heim- inum, sem öU tilvera er háð. Því guð er kærleikur. Og sá sem trúir á hann mun eiga eUíft líf. Þegar þú, Ása mín, hringdir í mig klukkan 10 hinn 6. september sl. og sagðir við mig með þinni rósemi, sem þér er einni gefin: „Gerða mín.hann Mummi er látinn,“ þá sagði ég ég trúi því ekki. Mummi minn sem hringdi í mig í vetur og sagðir: „Nú þarf ég á þínum líknai- höndum að halda. Ég er svo slæmur í hnakkanum og læknir- inn sagði að ég væri með svo mikla vöðvabólgu." Eg gaf þér tíma og þú komst til mín í nudd, en ég sagði: „Mummi minn, þetta er ekki vöðva- bólga, farðu strax niður á bráðamót- töku og biddu um heilaskönnun." Þú trúðir mér ekki, en annað kom í Ijós. Það reyndist vera heilaæxli illkynjað við heilann. Aðgerðin gekk mjög vel og þú náðir þér mjög fljótt. Ég gleymi því aldrei þegar þú komst niður á stofu til mín svo ánægður og glaður. Eftir aðgerðina varstu aftur bytjaður að vinna. Ég varð svo glöð að ég sagði, þú ert hreint kraftaverk. Við Ása konan þín höfðum mikið sam- band. Þegar þú gekkst undir þessa aðgerð. Hún vissi hvað við voram miklir fé- lagar og vinir frá barnæsku, við ól- umst upp á sama stað í Höfðaborg- inni í Reykjavík. Gengum saman í skóla, voram jafn gömul, þú hafðir gaman af því að minna mig á þegar ég var að búa til sögur fyrir neðan Höfða. Þá átti ég það til að segja svo magnaðar sögur að ég varð hrædd sjálf og sagði, núna verð ég að fara heim, og var fyrst heim, þú þekktir músarhjartað í mér, og vissir að ég var sjálf hrædd. Ég gleymi því ekki hvað þú hlóst þegar Guðrún Stefensen kennarinn okkar kom niður á Skúlagötu 40. Þegar við stelpurnar héldum þorrablót, fyrir unga sem gamla. Og sagðir að einu sinni þegar hún fór úr stofunni og við krakkarnir voram ein inni í stofu og ég réði ekki við ykkur strákana, þá lét ég líða yfir mig. Þið vorað búnir að væta töflusvampinn og láta leka yfir mig vatn. Þið hélduð að ég væri dauð. Og það fyrsta sem þið sögðuð þegar hún kom inn. Hún Gerða er dauð. Það eina sem hún sagði: Já, og hver drap hana?“ Hún þekkti mig og vissi hvað mikill leikari ég var og hvemig ég gat leikið á ykkur strákana. Eftir að ég fluttist til Breiðdalsvíkur fylgdist þú með því, þú og fjölskyldan þín komuð og heimsóttuð mig. Svona varst þú alltaf, gleymdir engum, varst alltaf sami góði vinurinn. Ég gleymi því ekki hvað þú varst glaður þegar ég flutti aftur til Reykjavíkur og þú hittir mig í Kola- portinu við að auglýsa stofuna mína og smyrslin mín. Hvað sagðir þú oft við mig: „Þú drepur þig á allri þessari vinnu.“ Stundum komst þú með mat í vinnuna og færðir mér guði sé þér þökk fyrir það. Enda veiktist ég og brann yfir. Fyrir tveimur árum, ég veiktist á annan hátt en þú Munni minn. Guð sé þökk að ég er með guðs hjálp, komin yfir mín veikindi. Ég á fallegt heimili í dag og ég hefði viljað að þú hefðir getað séð það. Ég get endalaust haldið áfram, og skrifað heila bók. Um okkar bemsku og æsku. Betri bróður og betri vin hef ég ekld átt en og þig. Eg ætla að muna þig eins og þú varst bam, unglingur og fullorðinn maður. Þú varst það góða í mínu lífi og lífi annarra. Þú fylltir lífið ljósi. Og ljósið þitt og Drottins lýsir minninguna um þig, sem góðan vin, leikbróður og skóla- bróður. Elsku Ása mín, guð blessi þig og þína fjölskyldu. Minning um góðan eiginmann, föður og afa lifir í hjörtum ykkar. Haustið er komið, sumarið frá, með sólina sína björtu. Láttu samt Jesú drottinn minn þá. Ljósin skína í hjörtu. Gerður Benediktsdóttir. Guðmundur Bjamleifsson var fé- lagshyggjumaður í orðsins fyllstu merkingu. Hugsjónir hans snerast um réttlæti fyrir alla þegna þjóðfé- lagsins og honum var misboðið að horfa upp á misréttið, sem víða blasir við og vildi bæta úr með þátttöku í stjórnmálasamtökum, sem leggja meM áherzlu á manngildi en auð- hyggju. Það verður tæplega sagt, að Guð- mundur hafi alist upp við allsnægtir í bernsku, en hann ólst upp við gott at- læti í fjölbreytilegu umhverfi, þar sem unglingar höfðu frjálsræði og áttu sína drauma um framtíðina. Ungur að árum fór Guðmundur að sækja æfingar á félagssvæði Fram, sem þá var fyrir neðan Sjómanna- skólann. Hann var góður liðsmaður Fram og lék með unglingaliðum fé- lagsins. Æ síðan fylgdi hann félaginu að málum og var áhugasamur um vel- ferð þess. Kynni okkar Guðmundar hófust á þessum áram og héldust upp frá því. Það má segja, að með stofnun Reykjavíkurlistans hafi sambandið við Guðmund orðið nánara, en hann fagnaði innilega, að félagshyggjufólk í Reykjavík skyldi taka höndum sam- an um stjórn borgarinnar. Var hann mjög áhugasamur um atvinnulífið og að vel væri staðið að uppbyggingu þess í því skyni, að atvinnuöryggi borgarbúa yrði tryggt sem bezt. Att- um við ófá samtöl útaf þeim málum. I erfiðum veikindum stóð fjöl- skylda Guðmundar vel við bakið á honum og segja má, að eiginkona hans Ása Þorsteinsdóttir hafi vakað yfir honum dag og nótt. í síðasta skiptið, sem ég hitti Guðmund á líkn- ardeild Landsspítalans var baráttu- hugur hans óbugaður og hann ræddi um framtíðar áform sín. Nokkram dögum síðar var hann allur. Ég sendi fjölskyldu Guðmundar innilegar samúðarkveðjur vegna hins ótímabæra fráfalls góðs drengs. Alfreð Þorsteinsson. J í dag, ftmmtudaginn 14. septem- ber, kveðjum við okkar gamla leikfé- laga og vin Guðmund Rúnar Bjam- leifsson, af okkur og fleiram oftast kallaður Mummi. Minningar frá æskuáranum urðu Ijóslifandi fyrir nokkram áram þegar Mummi stóð fyrir því að við nokkrir æskuvinir kæmum saman. Sumir höfðu ekki sést mánuðum og jafnvel árum saman en það hvarf fljótt þegar farið var að ræða um leikina, „saklaus prakkarastrik“, fótboltann og fleira. En kvöldstundin leið fljótt. Á stundu * sem þessari saknar maður þess að hafa ekki notað tímann betur til sam- vera og það var okkur efst í huga við lok hverrar heimsóknar til Mumma nú í lok veikinda hans. í heimsóknunum var verið að ræða um það sem skemmtilegt hafði skeð hér fyrram, við hlógum og gerðum grín hver að öðram. Mummi var ekk- ert að flagga veikindum sínum. í sí- mtölum í sumar ræddi hann þau aldrei við okkur heldur var honum mjög í mun að finna lausn á vanda annarra en sjálfs sín. Þannig var hann, ætíð með hugann við velferð fé- laga sinna og samborgara. Hann tók þátt í margvíslegu félagsstarfi og vildi á þann hátt láta gott af sér leiða fyrir samfélagið. Mummi var einn af þeim sem stóðu fyrir því að fólk sem hafði búið á æsk- uslóðum hans í Höfðaborginni kæmi saman. Þessi samkoma varð að fleir- um þannig og endurnýjaði mörg vina- tengslin auk þess sem fólk úr fleM hverfum borgarinnar hefur tekið upp þennan hátt á að viðhalda kunnings- skapnum. Honum var mikið í mun að Höfðaborgarar héldu áfram að koma saman. Mummi lærði járnsmíði og vann við það eða tengd störf bæði hér á landi sem erlendis. Aðrir okkur" fróðari um lífshlaup hans munu gera því skil. Þess gerist ekki þörf að lýsa Mumma sem manni, hann gerði það best sjálfúr nú þegar dró að lokum. Þegar hann ræddi um hvert stefndi talaði hann ekki um hverju hann væri að missa af heldur hvað hann væri lánsamur að hafa fengið 55 góð ár, átt góða eiginkonu, böm og fjölskyldu. Margir hefðu fengið styttri tíma og jafnvel sumir nær engan. Fyrir það bæri honum að þakka og vona að það sem hann hefði gert gæti komið öðr- um til góða eða verið til eftirbreytni. Tveimur dögum fyrir andlát Mumma lést móðir hans. Munu þau hafa rætt saman um hvert stefndi og .. mun hún hafa óskað eftir að fara héð- an í kyrrþey. Er það lýsandi fyrir líf mæðra okkar, sem lifðu við að barátt- an fyrh’ lífsafkomunni var mjög hörð og hún háð án þess að kvarta eða vera í sviðsljósinu. Þessi sjónarmið og lífs- reynsla mótuðu félagsmálastarf Mumma mjög seinna á lífsleiðinni. Við eram vissir um að skósmiðurinn Bjarnleifur bíður nú spenntur eftir sínu fólki til að ræða við það um það sem er efst á baugi. Ekki verður langt í umræðuna um fótbolta og erfitt verður þá fyiir Mumma að skýra stöðuna hjá sínu gamla félagi Fram. Þeir feðgar munu fylgjast vel með hverju fram vindur. Við sendum eiginkonu, bömum, _ systkinum og öðram ættingjum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Miss- irinn er mikill en megi minningin um góðan dreng og þann góða tíma sem við fengum að njóta samvista við hann veita ykkur styrk á þessari sorgarstundu. Guð blessi minningu Mumma. En minning þín ermjúkoghlý og mun oss standa nærri, með hverju vori hún vex á ný ogverðurávalltkærri. (Magnús Asgeirsson.) , Ágfúst og Hafsteinn og fjölskyldur. • Fleirí minningargreinar um Guð- niund Kúnar Bjarnleifsson bíða birtingar og munu birtast (blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.