Morgunblaðið - 14.09.2000, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 47
I Er þreytan var að ná yíírtökunum
f| var hellt á könnuna, gott þungarokk
' sett á hæsta styrk, kveikt í og haldið
áfram. Blaðinu varð að koma út, hvað
sem tautaði og raulaði.
Arni reykti óskaplega og drakk
meira kaffi en nokkur sem ég hef
kynnst. Og hann naut þess í botn! Oft
þegar honum var boðinn matarbiti
afþakkaði hann með þeim orðum að
hann væri búinn að fá sér kaffi og
Winston. Þessi lífsmáti hefur eflaust
I ekki hjálpað upp á þegar sótti á
1 brattann eftir að hann lagðist fár-
* veikur á sjúkrahús í nóvember. Eng-
an óraði þá fyrir því að þar færi upp-
hafið að endalokunum.
Um það leyti sem samvinnu okkar
á Skagablaðinu var að ljúka kynntist
Arni töffaranum í lífi sínu, HrafnhOdi
Jónsdóttur. Hún var með harða skel
eins og hann; leðurklædd og virkaði
hrjúf á yfirborðinu. Og ég viðurkenni
fúslega að mér leist ekkert á hana í
I fyrstu. Ég komst þó fijótt að því að
| rétt eins og í Árna bjó í henni blíð sál
sl og ástríkt hjarta. Reynslan sýndi
enda að þau voru eins og sniðin hvort
að öðru. Ég hitti þau allt of sjaldan í
seinni tíð en endurfundir vora alltaf
jafn ljúfir. Þá var eins og tíminn
stæði í stað.
Það er sárara en táram tekur að
hugsa til þess að eftir stendur nú litli
snáðinn, Karl Alex, einn með
mömmu og stóru hálfsystur, Evu.
I Elsku Hrafnhildur, við Steina og
I bömin biðjum þess að algóður guð
I styrki ykkur á þessari sorgarstundu,
sem og mömmu Steinu, stóra systk-
inahópinn og allan frændgarðinn
hans Arna sem eftir stendur hnípinn.
Far í friði, vinur sæll. Hafðu þökk
fyrir allt og allt. Ég kíki í kaffi við
tækifæri!
Sigurður Sverrisson.
Það var ævintýri líkast hvemig
I vinkona okkar kynntist Árna og frá
1 fyrsta degi var eins og þau væra gerð
hvort fyrir annað. Það leið ekki lang-
ur tími þar til við fengum að kynnast
þessum manni frá Akranesi og strax
varð okkur ljóst að Hrabba fór ekki
með neinar ýkjur, hann var allt það
sem hún sagði.
Og hvernig var Ái-ni? Eins og
góðra vina er siður grennsluðumst
við fyrir um hver þessi maður væri
og í hvert skipti sem við hittum ein-
1 hvem frá Akranesi eða einhvern sem
| þekkti til þar spurðum við þvort við-
komandi þekkti þennan Árna sem
vinkona okkar var alveg fallin fyrir.
Það var alveg sama hver var spurður,
svörin vora öll á sama veg. Hann
Árni. Jú, jú, allir þekktu hann og allt-
af af góðu. Greinilegt að hann var
hvers manns hugljúfi.
Hann var ekki hár i loftinu eða
mikill um sig. En þeim mun meiri
persónuleiki, léttur á fæti og enn létt-
I ari í lund. Ekki þó þannig að hann
I væri skaplaus og ef honum mislíkaði
eitthvað þá gat brúnin orðið þung.
Hann sagði skemmtilega frá, átti
auðvelt með að fá mann til að brosa
og líta á björtu hliðarnar í lííinu og
þær vora alltaf ánægjulegar heim-
sóknirnai' á Akranes og síðar í Mos-
fellsbæinn.
Þær vora ófáar heimsóknirnar
sem við fórum til Árna og Hröbbu
Iþegar þau bjuggu á Akranesi og allt-
af tilhlökkun þegar til stóð að fara.
Það kom aldrei neitt annað til greina
af þeirra hálfu en að við gistum og
allt það besta veitt í mat og drykk. Þá
var Árni í essinu sínu, stjanaði við
okkur á allan hátt og ekkert var of
mikið mál til að framkvæma það. Að
sjálfsögðu var þungarokk í hávegum
haft og mátti vart á milli sjá hvor var
yngri Raggi eða Árni þegar sú tónlist
hljómaði, þrátt fyrir talsverðan al-
Idursmun. Síðan var setið og spjallað
fram á nótt og ekki brást það að þeg-
ar við vöknuðum var Árni vaknaður,
búinn að hella á kaffi og til þjónustu
reiðubúinn. Þannig munum við Árna
best, alltaf tilbúinn að aðstoða með
bros á vör.
Það var mikið reiðarslag þegar
Árni veiktist í nóvember síðastliðinn
og honum vart hugað líf. Aðeins hálft
ár liðið frá brúðkaupi Árna og
Hröbbu, yndislegur dagur sem um
alla tíð mun geymast í minningunni.
Svo ósanngjarnt og sárt þegar hann
veiktist og allir sem til þekktu og
fleiri tii lögðust á bæn um að vel færi.
En allt kom fyrir ekki, Árni kvaddi
þennan heim 7. september síðastlið-
inn eftir tíu mánaða veikindastríð og
ólýsanlega erfiðan tíma fyrir ástvini.
Og Kalli litli, pabbadrengurinn og
augasteinninn hans Árna, orðinn föð-
urlaus aðeins sex ára gamall. Ámi
sagði einhvern tíma við okkur eftir að
Kalli fæddist að hann hefði ákveðið
að gefa honum allan þann tíma sem
hann gæti og það er óhætt að segja
að hann hafi fullkomlega staðið við
það. Það var unun að horfa hvað hann
var natinn og þolinmóður við Kalla.
Það era erfiðir tímar framundan hjá
litlum dreng sem er að byrja sína
skólagöngu í haust og lífið nú þegar
búið að leggja á hann þessa erfiðu
raun.
Við kveðjum kæran vin með sáram
söknuði og sendum samúðarkveðjur
til þeirra sem eiga um sárt að binda.
Inga og Ragnar.
„Dáinn, horfinn!" - Harmafregn!
Hvílíkt orð mig dynur yfir!
En égveit, að látinn lifir.
Það er huggun harmi gegn.
Hvað væri annars guðleg gjöf,
geimur heims og lífíð þjóða?
Hvað væri sigur sonarins góða?
Illur draumur, opin gröf.
Sístvil ég tala um svefn við þig.
Þreyttum anda er þægt að blunda
og þannig bíða sælli funda -
það kemur ekki mál við mig.
Flýt þér, vinur, í fegra heim.
Kijúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
(J.H.)
Addi er farinn. Hans minnumst við
sem yndislegs drengs sem alla vildi
gleðja og öllum hjálpa. Það var alltaf
bjart yfir Adda og létt lund hans
skapaði margar ánægjustundimar í
umgengni við hann. Við trúum að það
hljóti að vera áríðandi verk að vinna
sem hann hefur verið kallaður til á
besta aldri.
Eftir situr sorg og tóm, en minn-
ingin um góðan dreng lifir og yljar
okkur.
Guð blessi minningu þína, kæri
vinur, og takk fyi-ir samleiðina.
Helga Dóra og Hilmar.
Enn og aftur eram við minnt á fall-
valtleika lísins. Maður á besta aldri
veikist skyndilega og eftir margi-a
mánaða harðvítuga og hetjulega bar-
áttu verður hann að lúta í lægra haldi
fyrir þeim sem sigrar okkur öll að
lokum. Maður spyr sig um tilgang-
inn, þegar fólki í einni svipan og án
nokkurs aðdraganda er kippt í burt
frá fjölskyldu og vinum og sorgin og
óvissan tekur völdin. Lífsýnin verður
önnur og hversdagslegt amstur verð-
ur hjómið eitt þegar náinn og trygg-
ur vinur þarf skyndilega að berjast
við illvígan sjúkdóm og aðeins er
hægt að standa álengdar í bæn og
von. En eins og svo oft áður er fátt
um svör, en einhver hlýtur tilgangur-
inn samt að vera.
Kynni okkar Árna hófust fyrir al-
vöra þegar hann gerðist Ijósmyndari
hjá Bæjarblaðinu á Akranesi. Eins
og flestir Skagamenn vissi maður
hver Ami var, greinilega vinsæll og
vinamargur. Nokkrum áram síðar
kom ástæðan í ljós. Þama var á ferð-
inni mikið tryggðartröll og sannur
vinur vina sinna. Ámi var mikill
áhugamaður um ljósmyndun, sem
hann hafði sem aukastarf á þeim ár-
um sem hann starfaði sem vélvirki
hjá Þorgeir og Ellert hf. Hann sýndi
strax að hann var bæði áhugasamur
og vandvirkur ljósmyndari og var
alltaf boðinn og búinn til aðstoðar
þegar á þurfti að halda. Síðar þegar
hann og Sigurður Sverrisson stofn-
uðu Skagablaðið, sýndi hann enn og
aftur hversu traustur hann var. Blað-
ið átti hug hans allan og fómfúsari
mann var ekki hægt að hugsa sér og
hafði hann fulla atvinnu af blaðaúgáf-
unni á þeim áram. Þegar blaðið hætti
starfsemi hóf hann störf að nýju hjá
Þorgeir & Ellert hf. en flutti síðar í
Mosfellsbæinn og hóf störf hjá
Stálsmiðjunni og vann þar síðustu
árin.
Þær era margar ljúfar minningar-
ar um Áma sem nú leita á hugann.
Margar vora ánægjustundirnai- að
Suðurgötu 16 forðum daga þegar
málin vora rædd af fullum þunga yfir
kaffibolla og oftar en ekki vora blaða-
og útgáfumál ofarlega á baugi. Ef
einhverja aðstoð þurfti var nóg að
hringja í Árna og hann var mættur
og málunum var bjargað á svip-
stundu. Það sem einkenndi Árna
öðru fremur var frábær kímnigáfa.
Hann hafði einstakt lag á því að sjá
spaugilegu hliðamar á mannlífinu og
var hann fljótur að koma öllum í gott
skap í kring um sig með nokkram vel
völdum og hnitmiðuðum setningum.
Það var mikil gleði í lífi Áma þegar
hann kynntist eftirlifandi eiginkonu
sinni, Hrafnhildi Jónsdóttur, og einn-
ig þegar augasteinninn hans, Karl
Alex, fæddist. Stoltari faðir hefur
ekki sést ennþá. Karl Alex var hon-
um allt. Þeir voru óaðskiljanlegir þau
sex ár sem þeir nutu saman og var
Árni óþreytandi að sinna honum og
vera með honum öllum stundum.
Eftir að Árni og Hrafnhildur hófu
búskap varð ég áfram mikill vinur
fjölskyldunnar og sýndu þau mikla
tryggð og vináttu. Áttum við öll
margar ógleymanlegar stundir sam-
an bæði hér á Akranesi og í Mosfells-
bæ.
Nú að leiðarlokum vil ég, kæri vin-
ur, þakka þér allt það sem þú gafst
mér og allar ánægjustundirnar sem
við áttum saman. Minningin um þig
mun lifa með mér um ókomna tíð.
Hafðu þökk fyrir allt.
Elsku Hrafnhildur, Kalli og Eva
Hrönn, megi guð vera með ykkur og
veita ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
Sigþór Eirjksson.
Það er skarð fyrir skildi í hópnum
okkar. Árni Áma er fallinn frá langt
fyrir aldur fram og eftir stendur
hnípinn og sorgmæddur hópur skóla-
félaganna andspænis napurri og
óumbreytanlegri staðreynd.
Þessi hópur sem hóf sameiginlega
skólagöngu um sjö ára aldur, þekkt-
ist þá þegar nokkuð mikið. Leikir í
kringum húsin á Akranesi, í fjöranni,
á litlu bryggjunni og svo mög önnur
tiltæki höfðu meitlað vinabönd
margra sem enn era bundin hnútum
sem aldrei rakna.
Þessi bönd hnýttust þó enn frekar
þegar áranum fjölgaði og við minn-
umst Árna strax í uppvextinum sem
þessa ljúfa og káta einstaklings sem
alltaf sá björtu hliðarnar á lífinu, og
skipti þar engu máli þó að um árabil
væri hann heftur af spelku sem í dag
þætti ekki létt að lifa með. Ekkert
gat stöðvað þennan strák eða kveðið
niður í honum lífsgleðina og kátín-
una.
Þau okkar sem nutu þess að koma
á heimili foreldra hans undrar þetta
ekki í dag þegar hugurinn reikar til-
baka. Þannig var upplagið og umönn-
unin.
Þegar við hentumst þangað inn
svöng og þreytt var alltaf tekið á móti
okkur af ljúfmennsku, og hjá hæg-
látri móðurinni var alltaf stutt í hlát-
urinn.
Heimilið var mannmargt en allir
fengu sína aðhlynningu og enginn fór
þaðan án þess að una glaður við sitt.
Á leiðinni í gamla Bamaskólann og
í frímínútunum var margt spjallað og
spekúlerað. Mikið var farið í leiki og
alltaf var Ámi á fullri ferð, jafnvel
með spelkuna á fullum krafti í fót-
bolta.
Með árunum og Gagnfræðaskól-
anum þóttumst við orðin fullorðin og
viðbrigðin voru mikil. Leikirnir tóku
á sig aðra mynd, ný áhugamál tóku
við og gelgjuskeiðið var um margt
flókið. Fullorðinsveröldin sem hafði
verið fjarlæg, birtist nú í töluvert
annarri mynd en við höfðum reiknað
með og því var oft tekist á, þegar sið-
venjur kynslóðanna skullu saman í
margbreytileik sínum.
Bítlarnir og Rolling Stones hlutu
að koma fram á þessum tíma því
jai'ðvegurinn var tilbúinn og á ver-
öldinni skall eitt mesta breytinga-
skeið síðari tíma með síðu hári og
ýmsum þeim hrellingum sem foreld-
arnir fylgdust með, skelfingu lostnir.
Að sjálfsögðu gekk Ámi í gegnum
þetta eins og við hin og gleypti Ston-
es í sig af svo miklum ákafa að ekki
var alltaf svefnsamt á Suðurgötunni.
Það er alveg sama hvar við berum
niður í minningunni allsstaðar er
myndin af Áma Áma, mynd af heil-
steyptum ungum dreng og unglingi,
sterk og skær, ljúf og létt.
Fyrir þetta eram við afar þakklát
og það er þægilegt að ylja sér við að
viðhorf þessa unga drengs og ungl-
ings til lífsins hafði áhrif á okkur hin
til góðs. I honum sást einfaldlega að
eigi maður sér draum og staðfestu til
að láta drauminn rætast, þá gerist
það svo oft.
Á þessum tímapunkti skiptist hóp-
urinn þar sem nokkrir fóru í lang-
skólanám, aðrir í iðnnám og enn aðrir
beint að vinna.
Ami tók sína stefnu í námi og
starfi og við tók vinnan og lífið sjálft, í
öllum sínum margbreytileik. Ámi
var samviskusamur og iðinn og átti
ákaflega gott með að lynda við sína
samstarfsmenn.
Ami festi ekki ráð sitt fyrr en hann
var alveg viss í sinni sök og var það
honum vissulega mikið gæfuspor
þegar til þess kom.
49 árgangurinn sendir öllum að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur, sérstaklega þó eftirlifandi
eiginkonu og syni.
Allt á að mætast á efsta stað,
allt að samhjjómnum stefiiir.
Hvem þann, sem vann um æfi þar að,
eilífa lífsbókin nefnir.
Elsku Árni okkar, hafðu heila
þökk fyrir þá miklu lífsins litadýrð
sem þú varpaðir til okkai- í svo ríkum
mæli með návist þinni.
Guð blessi góðan dreng.
Kveðja,
Skólasystkinin í ’49-
árganginum - Akranesi.
Okkur langar að minnast Árna
með fáeinum orðum. Að fá ekki tæki-
færi til að hitta hann aftur er óbæri-
legt á þessari stundu. Minningar um
liðna atburði fljúga í gegnum hugann
og í þessum minningarbrotum er
Árni alltaf brosandi, oftast á fleygi-
ferð við að færa öðram kaffi eða eitt-
hvað annað sem óskað var eftir.
Heimili Árna var oft eins og braut-
arstöð og ekki að ástæðulausu, já-
kvætt og yndislegt viðmót Árna var
þannig að fólk laðaðist að honum. Að
eiga slíkan dreng að þegar aðstoðar
var þörf var ómetanlegt og allt sem
hann gerði var gert með mikilli
ánægu.
Atriði eins og að fylgjast með Árna
aðstoða og tala um foreldra sína og
síðar móður sína eftir að faðir hans
lést, var á þann hátt að það snart við-
kvæma strengi í hjarta. Slík var
væntumþykjan og hlýjan í þeirra
gai’ð. Nærvera við Árna gerði þá sem
hennar nutu að betri manneskjum,
þetta era stór orð en sönn.
Eins og gengur verða samvera-
stundirnar færri þegar flutt er í ann-
að sveitarfélag, en alltaf var jafn ynd-
islegt og gott að hitta Árna.
Arni bjó einn í mörg ár, en fyrir
nokkram áram kynntist hann Hrafn-
hildi. Fyrir sex áram eignuðust þau
soninn Karl Alex. Við sem þekktum
Árna vitum að missir þeirra er meiri
en nokkur orð fá lýst. Við kveðjum
Ái'na með söknuð í hjarta og sendum
Hrafnhildi, Karli Alex, Evu Hrönn,
Steinunni og systkinum hans innileg-
ar samúðarkveðjur.
Hafðu þökk fyrir allt, elsku Árni
minn.
Minning um einstakan mann mun
lifa áfram.
Guðrún Agnes Þorsteins-
dóttir, Magnús Ingvason.
SIGRÍÐUR
JÓNSDÓTTIR
+ Sigríður Jóns-
dóttir fæddist 15.
maí 1927. Hún lést
21. júlí siðastliðinn
og fór útför hennar
fram í kyrrþey.
Röng mynd birtist
með þessari grein
laugardaginn 9.
september síðastlið-
inn. Hlutaðeigendur
eru beðnir velvirð-
ingar á mistökunum.
Kveðja frá
Húsmæðrafélagi
Reykjavíkur
Nú höfum við kvatt eina af okkar
ágætustu félagskosnum í Hús-
mæðrafélagi Reykjavíkur, en Sig-
ríður starfaði þar í yfir 30 ár. Móðir
hennar Vilhelmína var einn af frum-
kvöðlum félagsins, og starfaði þar
meðan heilsan leyfði.
Sigríður gegndi margvíslegum
trúnaðarstörfum í félaginu og lengst
af var hún gjaldkeri fé-
lagsins. Auk þess átti
hún sæti í fjölmörgum
nefndum á vegum fé-
lagsins.
Hún sat í stjórn
Bandalags kvenna um
árabil og starfaði einn-
ig sem gjaldkeri KRFÍ.
Sigríður var vinur
vina sinna og með af-
brigðum hjálpsöm, og
fús til að leysa öll verk-
efni setn henni vora fal-
in.
Á 55 ára afmæli fé-
lagsins vár hún gerð að
heiðursfélaga Húsmæðrafélagsins.
Við kveðjum hana með broti úr
ljóði eftir Davíð Stefánsson.
Hver fugl skal þreyta flugið móti sól
að fótskör Guðs að lambsins dýrðarstól
og setjast loks á silfurbláa tjörn
og syngja fyrir lítil englaböm.
Við félagskonur vottum manni
hennar, Guðjóni H. Pálssyni, og fjöl-
skyldu hennar innlega samúð.
VALTÝR
GÍSLASON
+ Valtýr Gíslason
fæddist að Rip,
Hegranesi í Skaga-
firði 23. desember
1921. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 30. ágúst
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Fossvogskirkju 8.
september.
Elsku hjartans afi.
Með þessu fáu orð-
um langar mig að
minnast þín, elsku afi
minn. Ég vil þakka þér ánægjuleg-
ar stundir sem við áttum saman,
ég man svo vel þegar ég var rétt
farin að tala og þú kenndir mér
uppáhalds ljóðið þitt, Lækinn eftir
Gísla Ólafsson. Einnig
eru mér sérlega minn-
isstæðar stundirnar
er við áttum saman í
bústaðnum fyrir norð-
an og við spiluðum
heillengi, þá aðallega
Olsen Olsen.
Ég á eftir að sakna
þess að hafa þig ekki
um jólin því þau byrj-
uðu ekki fyrr en þú og
amma komuð á að-
fangadag, jólin munu
aldrei verða eins án
þín.
Þú hefur alltaf ver-
ið einstaklega hlýr og yndislegur
afi og ég veit að þú verður alltaf
hjá mér og gætir mín.
Eva Benediktsdóttir.
v"*