Morgunblaðið - 14.09.2000, Síða 49
MORGUNBLAfilD
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 49
+ Baldur Stein-
grímsson var
fæddur að Sandhól-
um í Tjörneshreppi,
Suður-Þingeyjar-
sýsiu, 21. júní 1904.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi að morgni 5.
september eftir
stutta sjúkrahús-
legu. Foreldrar hans
voru Steingrímur
Árnason, búfræðing-
ur, f. 11. febrúar
1868, d. 28. ágúst
1931, og kona hans,
Rebekka Aðalbjörg Þorbergsdótt-
ir, f. 24. september 1879, d. 31. júlí
1962.
Systir Baldurs var Birna Hildi-
gerður Steingrímsdóttir, f. 12. júní
1902, d. 30. desember 1990. Birna
var gift Sigfúsi Jóelssyni, kennara
og skólastjóra, f. 1. febrúar 1907,
d. 27. ágúst 1977.
Baldur stundaði nám við Gagn-
fræðaskólann á Akureyri 1922-
1925 og varð sfðan kennari í Tjör-
neshreppi 1925-1927. Um þetta
leyti hafði móðir hans veikst af
berklum og farið á heilsuhælið að
Vífilsstöðum. Fluttist Baldur þá
suður og var ráðinn heimiliskenn-
ari á Vífilsstöðum og Vífilsstaða-
hæli. Gegndi hann því starfl 1927-
1928 og fyrri hluta
vetrar 1928-1929. Á
Vífilsstöðum starfaði
þá sem aðstoðarráðs-
kona Margrét Sigfríð-
ur Símonardótttir, f.
9. nóvember 1896 á
Miklabæ í Skagafírði,
d. 15. september 1989.
Þau Baldur og Mar-
grét kynntust, felldu
hugi saman og gengu í
hjónaband 19. maí
1929. Synir þeirra
eru: 1) Steingrímur,
prófessor emeritus, f.
9. febrúar 1930, kona
hans er Fríða Valgerður (Vala) Ás-
björnsdóttir, heimilisfræðikenn-
ari, f. 10. desember 1939, synir
þeirra eru: a) Baldur, doktorsnemi
í rafmagnsverkfræði, f. 8. október
1973, kona hans er Kyeong Rho,
doktorsnemi í rafmagnsverkfræði,
f. 20. febrúar 1965. b) Héðinn
Steinn, tölvunarfræðingur, f. 11.
janúar 1975. c) Gunnar, nemandi,
f. 16. nóvember 1979. 2) Höskuld-
ur, Iæknir, f. 30. maí 1934, kona
hans er Magdalena Jórunn Búa-
dóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 19.
mars 1934, börn þeirra eru: a)
Margrét Jóna, lyfjafræðingur, f.
25. apríl 1972, maður hennar er
Torfí Hermann Pétursson, lyfja-
fræðingur, f. 25. mars 1968, dóttir
þeirra er Magdalena Anna, f. 12.
febrúar 1996. b) Baldur Búi, tré-
smiður, f. 18. apríí 1977.
Baldur var gjaldkeri og bókari
hjá lögreglusljóranum í Reykjavík
1929-1940, skrifstofustjóri hjá
sakadómaranum í Reykjavík
1940-1961 og skrifstofustjóri hjá
saksóknara ríkisins frá stofnun
þess embættis, 1. júlí 1961 til árs-
loka 1974, er hann lét af embætti
vegna aldurs. Þá var Baldur
stundakennari og eftirlitskennari
hjá Námsflokkum Reykjavíkur
1949-1958, var í stjórn Knatt-
spyrnufélagsins Vals 1940-1960, í
stjórn og framkvæmdastjóm
íþróttabandalags Reykjavíkur frá
stofnun 1944 til 1947, í stjórn
Rfmnafélagsins 1950-1953 og
1957-1960 og í sijórn lff-
eyrisþegadeildar SFR frá stofnun
hennar27. maí 1976.
Baldur og Margrét byggðu
heimili á Skeggjagötu 6 í Norður-
mýri, rétt austan við Snorrabraut,
sem þá bar reyndar nafnið Hring-
braut. Fyrir austan byggðina, sem
þarna var að rísa, voru þá tún og
kýr á beit. Fluttust þau hjón á
Skeggjagötu 1938 og áttu þar
heima til æviloka.
Eftir andlát konu sinnar bjó
Baldur áfram á Skeggjagötu 6 og
fékk heimilisaðstoð einu sinni í
viku. Þá borðaði hann hádegisverð
á Droplaugarstöðum og gekk
þangað frá heimili sínu bæði sum-
ar og vetur.
Útför Baldurs verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
BALDUR
STEINGRÍMSSON
„Ég stend í meiri þakkarskuld við
hann en við nokkra aðra persónu. Ég
sagði honum samt aldrei frá því, og
nú er það orðið of seint.“ Þetta sagði
Steingrímur, maðurinn minn, við
mig, þegar hann kom heim frá föður
sínum látnum eftir síðustu vökunótt-
ina jfir honum.
Eg varð hugsi, en sagði svo: „Það,
sem raunverulega skiptii- mann
mestu máli, er erfitt að tjá í orðum.
En ég er viss um, að umhyggja þín,
sem þú sýndir honum, hefur verkað
betur en nokkur orð fá gert.“
Synir okkar, þeir Gunnar, Héðinn
og Baldur, kölluðu hann afa Baldur.
Eg gerði það oft líka, þótt hann væri
ekki afi minn heldur tengdapabbi.
Baldur afi var ljúfur, hógvær og
trúr. Hann vildi ávallt láta sem
minnst fyrir sér hafa. Alveg fram á
hinsta dag var hann að reyna að
hjálpa til, þegar hjúkrunai'konumar
voru að lagfæra hjá honum í íúminu.
Hann byggði og bjó á Skeggjagötu
6. Daginn eftir verslunarmannahelg-
ina fékk hann aðsvif og datt, þegar
hann var nýbúinn að fara fram úr
rúmi sínu, með þeim afleiðingum, að
sinafesta rifnaði í upphandlegg.
Hann fór á Landspítalann í Fossvogi,
þar sem þetta var lagfært með skurð-
aðgerð.
Allt virtist ganga vel í fýrstu. En
eftir fárra daga dvöl á spítalanum fór
eitt og annað að gefa sig. Líkaminn
virtist vera búinn að fá nóg.
Hann átti ekki afturkvæmt út í lífið
að nýju.
Baldur afi hafði áður látið það í
Ijós, að hann vonaðist tíl, að dvöl sín á
stofnun yrði sem styst. En nú sætti
hann sig við að fara þangað að spít-
aladvölinni lokinni.
Eftir fráfall konu sinnar, Margrét-
ar Símonai'dóttur, fór hann ævinlega
í mat í hádeginu á Droplaugarstaði og
tók sér rúman tíma í það. Baldur afi
vildi ekki missa af þessum þætti í
daglegu lífi sínu, þótt hann færi í mat
til drengjanna sinna síðdegis sama
dag. Á Droplaugarstöðum las hann
blöðin og fylgdist vel með.
Það var reyndar í frásögur færandi
á svellatímunum í vetur, að gamli
maðurinn lét sig hafa það að fara í há-
degisverðinn sinn. A broddaskóm
með stafi í báðum höndum fikraði
hann sig áfram að áfangastaðnum,
Droplaugarstöðum. Við þetta tæki-
færi birtist mynd af honum í DV - 95
ára víkingur!
Síðasta áratuginn skipuðu Drop-
laugarstaðir sérstakan sess í lífi hans.
Þar hafði hann hitt fjóra ekkjumenn,
sem hann hafði þekkt dálítið frá fyrri
tíð. Með þessum mönnum tókst sér-
stök vinátta, og það að hittast var
hápunktur dagsins. Eftir matinn
fylgdust þeir félagar að niður að
homi Snorrabrautar og Laugavegs,
þar sem staldrað var við drjúga
stund, áður en leiðir skildi og hver
hélt til síns heima.
Á Skeggjagötu 6 var allt í röð og
reglu svipað því, sem áður var, þegar
Margrét, tengdamóðir mín, var þar
húsmóðir. Þar fengu bamabömin
hans fimm það skjól og þá hlýju, sem
eftir var leitað.
Flest gátu þau rætt um við afa
sinn, svo hógvær og yfirvegaður, sem
hann var.
Baldur, elsti sonur minn, bjó hjá
afa sínum og nafna um tíma.
Endurminning frá næstsíðasta
degi Baldurs afa á spítalanum er sem
greypt í huga mér. Báðir synir hans,
Steini og Haddi, eins og hann kallaði
þá, voru við fótagaflinn á rúmi hans.
Skömmu áður höfðu þeir lokið við að
hagræða pabbanum í rúminu. Vegna
þess, að gamli maðurinn átti erfitt um
mál sökum hósta og orkuleysis, hurfu
þeir í djúpar samræður sín á milli.
Skyndilega beindi gamli maðurinn
sjónum sínum að þeim bræðrum,
strákunum sínum. Hann beinlínis
stai'ði á þá opnum augum drykklanga
stund og tók ekki eftir neinu öðru.
Mér datt í hug helgistund.
Baldur afi gat komið á óvart. Hann
var sá maður, sem mest var sjálfum
sér nógur af þeim, sem ég hef þekkt.
Síðasta dag ævi sinnar var hann all-
órólegur í rúminu. Súrefnisgríman
fékk ekki að vera í friði, hann átti
þungt um andardrátt og var að reyna
að hreyfa sig. En skyndilega heyi'ði
ég hann segja: „Mér leiðist,11 og eftir
nokkurt hlé endurtók hann þessi orð.
Ég gat ekki látið vera að hlæja létt
í gegnum tárin, því að endalokin vora
þá trúlega ekki langt undan. Gamli
maðurinn virtist ákveðinn í að fara
fram úr ráminu til að vinna! En ork-
una vantaði í líkamann.
Þegar litið er yfir farinn veg má
segja, að fátt sé svo með öllu illt, að
ekki boði nökkuð gott, og að forsjónin
hafi komið til móts við óskir hans.
Hann fór aldrei á stofnun sem dvalar-
gestur.
Með Baldri Steingrímssyni er
genginn sá maður, sem ég bar einna
mesta virðingu íyrir.
Hann eyddi aldrei um efni fram.
Hann var örlátur á hlýju og Ijúfleika,
og ég er þakklát fyrir að hafa átt all-
löng kynni af honum.
Fríða Vala Ásbjörnsdúttir.
að veikindi þau, sem urðu honum of-
viða, hafi ekki komið mér algjörlega á
óvart, enda var hann 96 ára að aldri.
Ég minnist afa míns sem mikils
höfðingja og sem sanns mikilmennis,
þó að hann hafi hvorki verið
langskólagenginn né sérstaldega lík-
ur af veraldlegum gæðum. Ég stend í
mikilli þakkarskuld við hann vegna
þess, að hann tók mig upp á arma
sína á tímabili, sem var erfitt í lífi
mínu, þegar ég átti í fá önnur hús að
venda. Á þeim áram, sem ég bjó hjá
honum meira eða minna, varð hann
einn af bestu vinum mínum, og ég
kynntist hjá honum viðhorfum til lífs-
ins, sem ég hef kunnað að meta betur
og betur æ síðan, sérstaklega þó á
síðustu árum mínum, sem ég hef eytt
í Bandaríkjunum. í Bandaríkjunum
ríkir sterk efnishyggja, og margir
'eru ákaflega eigingjamir. I viðleitni
fólks þar til að eignast dýi’ar bifreiðar
og til að geta búið í stóra húsnæði er
margt lagt á sig. Sumir hverjir leggj-
ast jafnvel svo lágt að troða öðrum
um tær eða bregðast trausti fólks í
von um persónulegan ávinning. Þess
konar viðhorf vora afa mínum fjar-
læg, hann mat það mun meira að lifa í
sátt við sjálfan sig. Hann tróð aldrei
öðrum um tær, og þess vegna eignað-
ist hann aldrei neina óvini, að því er
égveit.
Þrátt fyrir frekar takmörkuð efni,
var afi minn höfðingi heim að sækja.
Hann passaði sig á því að eyða ekki
um efni fram, barst aldrei á, en hann
leið heldur ekki skort. Hann gat alltaf
boðið gestum upp á einhvers konar
hressingu. Hann sýndi gestum, sér-
staklega þó bamabömunum, mikinn
áhuga og var alltaf tilbúinn til að
hlusta á það, sem þau höfðu að segja.
Kurteisi hans og þolinmæði var róm-
uð. Framkoma hans í garð annarra er
meginástæða þess, að ég lít á hann
sem mikilmenni, og ég hef orðið var
við, að ég er ekki einn um það. I mín-
um huga er það aðalsmerki mikil-
menna að koma vel fram við aðra,
sérstaklega við þá, sem era minni
máttar. Afi minn sýndi öllum sömu
nærgætni og tillitssemi, ekki síst
þeim, sem kunna að hafa verið minni
máttar.
Menntun var ætíð höfð í hávegum
hjá afa mínum, þrátt fyrir að hann
hefði sem ungur maður ekki átt kost
á langskólagöngu. Sjálfur átti hann
stórt bókasafn og var vel að sér í bók-
menntum. Bókakaup vora eini mun-
Andlát afa míns bar brátt að. Hann
lést hinn 5. september sl. á hjarta-
deild Landspítalans í Fossvogi eftir
stutta baráttu við veikt hjarta. Mér
er mikill missir að afa mínum, þó svo
.\\Wfr Legsteinar
SSTf&t i Lundi
5ÓLSTEINAR við Nýbýlaveg, Kópavogi
Simi 564 4566
aðurinn, sem afi hafði leyft sér á ár-
um áður. í safni hans var að finna öll
meginverk íslensks skáldskapar frá
upphafi sem og marga annála og ætt-
fræðirit. Ég held, að það hafi haft
áhrif á syni hans að alast upp á miklu
bókaheimili. Afi minn hafði mjög gott
vald á íslensku máli. Góð meðferð á
málinu, færni hans í notkun máls-
hátta og orðtaka og sérstaklega fal-
leg rithönd gerðu það að verkum, að
persónuleg bréf hans vora líkust
listaverkum. Ég stend í mikilli þakk-
arskuld við afa minn fyrir að hafa að-
stoðað mig við smíði ritgerða í grunn-
og menntaskóla. Mér er sérstaklega
minnisstætt vorið 1992, þegar ég
dvaldist hjá honum og var að lesa íyr-
ir stúdentspróf í MR, en afi minn var
þá kominn hátt á níræðisaldur. Við
lásum saman íslenskar bókmenntir
og komum með ýmsar áhugaverðar
túlkanir, sem sumar hverjar nýttust
vel í prófinu.
Góðar fréttir af námsframvindu
bamabarnanna glöddu afa minn
meira en flest annað. Því var gaman
að geta glatt gamla manninn, ef mér
tókst vel upp á prófi. Ég held líka, að
það sama hafi gilt á árum áður um
góðar fréttir af námsframvindu sona
hans. Eftir að ég hóf framhaldsnám í
Bandaríkjunum hafði ég ekki tök á að
tala eins oft við afa minn og ég hafði
gert áður. Engu að síður spurði afi
frétta af mér í hvert skipti sem tæki-
færi gafst. Ég tel það mjög lýsandi
fyrir afa, að hann bað bróður minn að
senda mér rafpóst og spyrjast fregna
eftir að hann lagðist inn á spítala í
hinsta sinn. Ég talaði við afa í síðasta
sinn, þegar ég hringdi á spítalann til
að færa honum nýjustu fréttir af mér.
Það er mjög erfitt að sætta sig við, að
ég fái ekki tækifæri til þess að spjalla
aftur við einn besta vin minn og einn
af þeim fáu, sem alltaf, án einnar ein-
ustu undantekningar, hefur borið
hag minn fyrir brjósti og alltaf um-
vafið mig hlýju og kærleika. Þó er
hægt að gleðjast yfir því, að afi náði
að lifa löngu og farsælu lífi í sátt við
Guð og menn, og ég á margar góðar
minningar frá okkar samvistúm. Ég
mun aldrei gleyma afa mínum eða
stundunum, sem við áttum saman.
Guð blessi afa minn.
Baldur Steingrímsson.
Það var sumar og ég var fjögurra
ára. Ég sat í rólu og afi var að ýta
mér. Heiðlóukvæði hét ljóðið sem
hann kenndi mér þann dag en þau
áttu vissulega eftir að verða fleiri.
Þetta er fyrsta minningin sem ég á
um Baldur afa minn sem nú er fallinn
frá. Eftir situr sorg, söknuður og ekki ■
síst þakklæti fyrir allar þær sam-
verastundir sem við áttum saman.
Þegar ég minnist afa kemur fyrst
upp í hugann hversu vandaður og
góður maður hann var. Hann var
hæglátur og rólegur að eðlisfari og
þolinmæði hans og umhyggju í garð
okkar barnabamanna vora engin
takmörk sett. Þegar ég var lítil þótti
mér alltaf jafn gaman að koma á
Skeggjagötuna til afa Baldurs og
ömmu Margrétar. Afi hafði alltaf
nógan tíma og þreyttist aldrei á því
að lesa fyrir mig, kenna mér vísur eða
bara spjalla um lífið og tilverana.
Afi var bókelskur og víðlesinn
maður og ósjaldan naut ég aðstoðar
hans og leiðsagnar í gegnum mína
skólagöngu. Oft leitaði ég ráða hjá
afa hvað varðar orðalag, orðtök og
málfar við ritgerðarsmíð í mennta-
skóla og aldrei kom ég að tómum kof-
anum. Afi var mikill gráskari og hann
hafði mikinn áhuga á ættfræði og ís-
lenskum bókmenntum. Mér er sér-
lega minnisstætt að í hvert sinn sem
afi fékk veður af því að ég ætti að
semja ritgerð um Islendingasögum-
ar hófst hann handa við að útbúa ætt-
artré og persónulýsingar og svo sát-
um við oft langtímum saman og
ræddum saman um söguna og krufð-
um hana til mergjar, eftir það varij
ritgerðin leikur einn.
Afi sýndi skólagöngu minni alltaf
mikinn áhuga og gladdist þegar vel
gekk. Því þótti mér mjög vænt um að
hann lifði til að sjá mig útskrifast úr
Háskóla íslands nú í vor. Dýrmætast
þykir mér þó að fjögurra ára dóttir
mín, Magdalena, náði að kynnast
langafa sínum eins vel og raun bar
vitni. Þau voru miklir vinir og hún var
stolt hans og gleði. Þegar Magdalena
var yngri las afi oft fyrir hana bai-na-
bækur en nú í seinni tíð eftir að sjón
hans tók að versna spiluðu þau oft
saman minnisspilið og höfðu bæði
gaman af.
Afi átti því láni að fagna að halda
andlegri heilsu fram á síðasta dag og
það er okkar gæfa að fá að muna eftir
honum þannig. Við afi áttum nokkur
samtöl um dauðann og það var hans
ósk að fá að kveðja þennan heim án
langrar sjúkralegu og það gekk eftir.
Hvíldu í friði, elsku afi minn.
Margrét Jóna.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og
afi,
SIGURÐUR EMIL RAGNARSSON,
Rauðumýri 6,
Akureyri,
lést þriðjudaginn 5. september.
Útförin hefur farið fram.
Þökkum af alúð auðsýnda samúð og vinarhug.
Guðrún Siglaugsdóttir,
Ragnar Karl Sigurðsson,
Bryndís Sigurðardóttir,
Hafdís Sigurðardóttir,
Steinunn Sigurðardóttir, Elín Rósa Ragnarsdóttir
og dóttursonur.
, t
Elskuleg eiginkona min, móðir okkar, tengda-
móðir, amma, dóttir og systir,
SÓLRÚN MAGNÚSDÓTTIR,
Eyrarholti 3,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu að kvöldi sunnudagsins
10. september.
Jarðsett verður frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
mánudaginn 18. september kl. 13.30.
Sindri Grétarsson,
Hermann Örn,
Harpa Hrönn Grétarsdóttir,
Erna Mjöll Grétarsdóttir,
Járnbrá Einarsdóttir,
Grétar Bjarnason,
Elín Björg Ragnarsdóttir,
Jón Bjarni,
Hannes Jón Marteinsson,
Guðlaugur Jón Þórðarson,
Magnús Jónas Jóhannesson,
Gunnar Jóhannes Magnússon, Stefnir Einar Magnússon,
Björg Magnúsdóttir, Freydís Sjöfn Magnúsdóttir,
Rósa Björk Magnúsdóttir.