Morgunblaðið - 14.09.2000, Side 56

Morgunblaðið - 14.09.2000, Side 56
56 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN i. “■ / Stúdentaráð mótmælir mannréttindabrotum Haukur Margrét Vilborg Agnarsson Bjarnadóttir EINS og alþjóð veit kom Li Peng, forseti kínverska þjóðþings- ins, í heimsókn til Is- lands í boði Alþingis í byrjun þessa mánaðar. Li Peng er sá sem tal- inn er bera hvað mesta ábyrgð á þeim voða- verkum sem áttu sér stað á Torgi hins himneska friðar 4. júní 1989 þar sem fjölmarg- ir kínverskir stúdentar voru myrtir á kaldrifj- aðan hátt þegar þeir með friðsömum hætti mótmæltu ástandnu í Kína og kröfðust lýð- ræðisumbóta. Einróma ályktað gegn mannréttindabrotum Pegar slíkur maður heimsækir ísland er skylda okkar stúdenta að gagnrýna þá hörmulegu atburði sem áttu sér stað. Röskva lagði því fram tillögu í Stúdentaráði þar sem ódæð- isverkin voru fordæmd og minnt var á rétt stúdenta til frjálsra skoðana- skipta og til að koma mótmælum sínum með friðsamlegum hætti á framfæri við stjórnvöld. Tillagan var samþykkt einróma. Mannréttindi eiga sér ekki landamæri og það er nauðsynlegt að stúdentar allra landa sýni samstöðu í baráttunni fyrir þeim. Það er hinsvegar bein pólitísk spuming hvort viðræður Islendinga Mannréttindabrot Það er afar óviðeigandi, segja Haukur Agnars- son og Margrét Vilborg Bjarnadóttir, að nota slíkt alvörumál, þar sem fjöldi stúdenta beið bana, til útúrsnúninga í því skyni að koma póli- tísku höggi á meirihluta Stúdentaráðs. við kínverska ráðamenn verði til góðs eða ills, og ekki í verkahring Stúdentaráðs að taka afstöðu í þeim efnum í nafni allra stúdenta við Há- skóla íslands. Sama gildir um hinar íslensku námsmannahreyfingarnar, BÍSN, SÍNE, INSÍ og FF, en engin þeirra taldi í sínum verkahring að svara þeirri pólitísku spurningu. Pað er hinsvegar skylda stúdenta að berjast fyrir mannréttindum stúd- enta og votta fórnarlömbum slíkra ódæðisverka virðingu sína og því lagði Röskva til framangreinda ályktun þar sem hinir hörmulegu at- burðir voru fordæmdir og áhersla lögð á réttindi stúdenta. Útúrsnúningar Vöku Pví miður hefur Vaka, félag lýð- ræðissinnaðra stúdenta, kosið að láta að því liggja að Röskva telji það ekki skyldu sína og Stúdentaráðs að mótmæla mannréttindabrotum. Tveir Stúdentaráðsliðar Vöku gengu m.a.s. svo langt í grein sinni í Morgunblaðinu síðastliðinn laugar- dag að velta upp spurningu eins og: „Og hvers vegna skiptir Stúdenta- ráð sér ekki af því þegar jafngróf- lega er brotið á mannréttindum stúdenta?“ Einnig segja fulltrúar Vöku að Röskvu fmnist augljóslega ekki tiltökumál að ábyrgðarmaður stúdentadrápanna komi hingað til lands. Þetta er afar einkennilegur málflutningur af hálfu fulltrúa sem voru viðstaddir Stúdentaráðsfund- inn, þar sem fulltrúar Röskvu lögðu fram tillögu í tilefni komu Li Peng, þar sem mannréttindabrot voru for- dæmd. Það er afar óviðeigandi að nota slíkt alvörumál, þar sem fjöldi stúdenta beið bana, til útúrsnúninga í því skyni að koma pólitísku höggi á meirihluta Stúdentaráðs. Þessi mál- flutningur og útúrsnúningar Vöku eiga ekki heima á vettvangi Stúdentaráðs þar sem ötul hags- munabarátta fer fram. I stað þess að stunda pólitíska hnefaleika, þar sem reynt er að fella andstæðinginn með neðanbeltishöggum, ættum við stúd- entar frekar að sameinast í barátt- unni fyrir mannréttindum og öðrum hagsmunamálum stúdenta. Öflug hagsmunabarátta Stúdentaráðs Yfirstandandi starfsár Stúdenta- ráðs er nú hálfnað. Hagsmunabar- átta Stúdentaráðs hefur verið kröft- ug, mikill árangur náðst og Stúd- entaráð verið öflugur málsvari stúdenta, jafnt innan skólans sem utan. Þegar fréttist af heimsókn Li Peng til landsins brást Stúdentaráð að sjálfsögðu við, gagnrýndi voða- verkin og lagði áherslu á mannrétt- indi stúdenta. Að halda öðru fram er rangt og það að reyna með útúr- snúningum að skjóta pólitískum skotum þegar stúdentar eru ein- huga í afstöðu sinni til mannrétt- indabrota er vanvirðing við þann mikla íjölda stúdenta sem tapaði lífi sínu í friðsamri baráttu fyrir sjálf- sögðum mannréttindum. Höfundnr sitja í Stúdentaráði fyrir Röskvu. Við biðjumst velvirðingar Á morgun kemur til þín nýr bœklingur frá Rúmfatalagemum. Á baksíðu varð okkur á að setja rangt verð á „Francina“ gardínuefni og biðjumst við velvirðingar á því. „Francina" gardínuefni Jaquard ofið glæsiefni og kappar í stíl. 57% polyester og 43% bómull. 5 mismunandi litasamsetningar sem erfitt er að velja á milli. Efni breidd 140 sm. Verð pr. metra aðeins: I Kappar rykktir með frönskum rennilás. Hæð 42 sm. Verð pr. metra aðeins: Skoifunni13 Norðurtanga 3 Roykjavfkurvogi 72 108Reykjavfk 600 Akuroyri 220 Hafnarfjðröur 568 7499 462 6662 565 5560 ART2000 - Undirbún- ingur á lokastigi Undirbúningur að fyrstu Alþjóðlegu raf- og tölvutónlistarhátíð- inni sem haldin hefur verið á íslandi, ART2000, er nú að komast á lokastig. Há- tíðin sem verður í Tón- listarhúsi Kópavogs dagana 18.-28. októ- ber, stefnir í að verða stærsti menningarvið- burður sem fram hefur farið í Kópavogi til þessa. ART2000 er sam- starfsverkefni Tónlist- arskóla Kópavogs, Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar - M2000. Stofn- endur og umsjónarmenn hátíðar- innar eru tónskáldin Hilmar Þórð- arson og Ríkharður H. Friðriksson, forsvarsmenn Tónvers Tónlistar- skóla Kópavogs, sem heldur um leið upp á fimm ára afmæli sitt. Meðal þátttakenda víðsvegar að úr heiminum eru heimskunn tón- skáld, fyrirlesarar og tónlistarmenn á sviði raf- og tölvutónlistar, ásamt breiðum hópi íslensks tónlistar- fólks. Verndari hátíðarinnar er menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, og mun hann flytja ávarpsorð við upphaf hennar. Að loknum hverjum hinna ellefu tónleika í Kópavogi verða haldin sérstök bar-kvöld á Gauki á Stöng. Þau verða kynnt nánar síðar, en þar verða margskonar spennandi tón- listaruppákomur í boði. Tónskáldafélag íslands, Erkitíð, Tilraunaeldhúsið og Bibbi.is hafa hvert um sig tekið að sér að sjá um skipulagningu nokkurra tónleika hátíðarinnar og gerir það dag- skrána enn fjölbreytilegri og vand- aðri en ella. Hægt er að kynna sér dagskrána í heild á www.musik.is/ art2k/dagskra.htm Alþjóðleg tónlistarhátíð af þess- ari stærðargráðu er mikið fyrirtæki og kostnaðarsamt. Undirbúningur hefur gengið mjög vel og hafa und- irtektir fyrirtækja og stofnana um stuðning við framtakið verið góðar og er fjáröflun enn í fullum gangi. Sérstaklega hafa framsækin fyrir- tæki í hátæknigeiranum tekið við sér, en segja má að þar liggi sam- eiginleg taug með tónlistinni sem flutt verður á hátíðinni. Nú þegar hefur verið gerður samningur við margmiðlunarfyrir- Hilmar Ríkharður H. Þórðarson Friðriksson Tónlistarhátíð Alþjóðleg tónlistarhátíð af þessari stærðar- gráðu, segja Ríkharður H. Friðriksson og Hilmar Þórðarson, er mikið fyrirtæki og kostnaðarsamt. tækið XNET (www.xnet.is) um beinar útsendingar á Netinu frá öll- um tónleikum hátíðarinnar ásamt bar-kvöldunum. Má segja að aðstandendur hátíðarinnar séu gott fordæmi í landsbyggðarmálum, þvi þannig gefst öllum landsmönnum kostur á að fylgjast með hátíðinni. Tónleikarnir verða síðan endur- sýndir reglulega þannig að öll heimsbyggðin getur fylgst með á þeim tíma sem best hentar. Þetta segja forsvarsmenn hátíð- arinnar mjög mikilvægt spor því með þessum hætti vekjum við mikla athygli víðsvegar um heiminn, ekki bara á hátíðinni heldur íslandi og Tónlistarhúsinu, í ellefu sólar- hringa samfleytt. Þá mun þetta vera í fyrsta sinn svo vitað sé að tónlistarhátíð er send í heild út á Netinu. Útsendingin mun fara um ljósleiðara Landssímans sem trygg- ir mestu mögulegu gæði sendingar- innar, en ljósleiðarinn verður form- lega tekinn í notkun við upphaf hátíðarinnar. Framlag fyrirtækisins Landmats (www.virtualiceland.com) verður þá einnig kynnt, en fyrirtækið sérhæf- ir sig í gagnvirkri miðlun landfræði- legra upplýsinga í margmiðlunar- og netumhverfi og hefur fyrirtækið í tilefni þessarar fyrstu alþjóðlegu raf- og tölvutónlistarhátíðar gert sýndarferðalag um Tónlistarhúsið sem skoða má á netinu. Bókunarmiðstöð íslands hefur (www.discovericeland.is) tekið að sér að sjá um netforsölu miða á alla tónleika ART2000 ásamt frekari kynningu á ART20Ó0 í tengslum við forsöluna. Þá skipuleggur B.I. sér- stakar dagsferðir erlendu gestanna t.d. á Þingvelli og í Bláa lónið, ásamt skoðunarferðum í helstu menningarstofnanir. Þess ber að geta að auk stuðnings Reykjavíkurborgar og Kópavogs- bæjar hefur ART2000 hlotið styrki úr eftirfarandi sjóðum sem aðstand- endur líta á sem mikla viðurkenn- ingu: NOMUS (Norræni tónlistar- sjóðurinn) , Nordisk Kulturfond (Norræni menningarsjóðurinn) og Menningarsjóður íslandsbanka- FBA. Til þess að gera hátíðina sem veglegasta og treysta undirstöður hennar sem best til frambúðar, var nauðsynlegt að leita til fyrirtækja og stofnana um frekari fjárstuðning þar sem hátíð sem þessi er viðamik- il, enda hefur undirbúningur að henni staðið í rúm þrjú ár. Við upphaf hátíðarinnar kemur út bók á vegum ART2000 sem ber heitið Fyrsta alþjóðlega raf- og tölvutónlistarhátíðin á Islandi. Þar verður m.a. fjallað um raf- og tölvu- tónlist og helstu gesti hátíðarinnar ásamt ágripum úr fyrirlestrum sem fluttir verða meðan á hátíðinni stendur. Auk þess birtist listi yfir helstu bakhjarla hátíðarinnar ásamt nöfnum aðila er vildu færa Kópavogsbúum sérstakar ham- ingjuóskir með ART2000 og hið glæsilega Tónlistarhús sem nýtist í fyrsta sinn til fulls við upphaf hátíð- arinnar. Aðstandendur ART2000 vilja gjarna fá að koma á framfæri þakk- læti til þeirra fyrirtækja og stofn- ana sem þegar hafa veitt stuðning sinn. Öðrum sem vilja styðja fram- takið er bent á heimasíðu ART2000, http://www.musik.is/art2000. Þar er að finna allar helstu upplýsingar um hátíðina ásamt stuðningsmöguleik- um sem hægt er að velja úr og ganga frá á Netinu. Höfundar eru tónskáld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.