Morgunblaðið - 14.09.2000, Síða 57

Morgunblaðið - 14.09.2000, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 57 UMRÆÐAN Upp skal á kjöl klífa - menningarferðaþj ónusta á Norðurlandi vestra Á undanförnum ár- um hefur verið unnið markvisst að uppbygg- ingu menningarferða- þjónustu á Norðurlandi vestra. Hvatinn að þeiri-i vinnu hefur m.a. verið rýr hlutur svæð- isins í uppbyggingu ferðamennskunnar þar sem flestir gestir þessa svæðis hafa í gegnum tíðina verið gestir sem ekki kaupa mikla þjón- ustu eða gista á svæð- inu heldur aka beint í gegnum kjördæmið. Greiðfært er í gegnum Norðm-land vestra, vegir góðir og fáar hindranir. Með uppbyggingu ferðaþjónustunnar hefur verið unnið að því að fá gesti til að staldra við og kynna sér það sem svæðið hefur upp á að bjóða, og það er fjölmargt. Menning svæðisins hefur verið færð í söluvænar umbúð- ir sem kynnt er ferðamönnum á margvíslegan hátt. Fjölmörg söfn eru á Norðurlandi vestra og mörg þeirra mjög sérhæfð. Dæmi um slík söfn eru Síldarminjasafnið á Siglu- fírði, Vesturfarasetrið á Hofsósi, Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og Vex-siunaiTninjasafnið á Hvamms- tanga. Þá eru ótalin byggðasöfn svæðisins sem sýna þróun byggðar og lífshætti fyrri tíma eins og önnur byggðasöfn víða um land. Auk þess að státa af mörgum söfnum hefur vinnan að uppbyggingu menningarferðaþj ón- ustu fætt af sér önnur afkvæmi. Margir ferða- þjónustuaðilar flétta menningu síns svæðis samanvið ferðaþjón- ustu sína. Fjöruhlað- borðið á Vatnsnesi er nærtækt dæmi um hvernig matarmenn- ingu við sjávarsíðuna á fyrri tíð eru gerð skil á skemmtilegan hátt. Draugaröltið á Hólum er hins vegar dæmi um hvernig nota má um- gjörð sögufrægs staðar til kynningar á sögum sem mörgum eru kunnar. Þetta eru aðeins örfá dæmi um það hvernig menning og saga Norðurlands vestra er færð í nýjan búning og unnið markvisst að því að kynna hana ferðamönnum. Á Norðurlandi vestra er mikill áhugi á margvíslegri og litríkri sögu svæðisins. Þá er ótalinn þáttur verkefnisins Leonardo Guide 2000 sem er Evrópuverkefni á sviði menningar- tengdrar ferðaþjónustu og hefur það staðið í tæp 2 ár. Þar fer fram mikil vinna, þar sem lagt er til grandvallar hvernig nýta megi menningararf Norðurlands vestra til uppbygging- ar ferðaþjónustu og til að kynna verðandi leiðsögumönnum það sem okkar menning í nútíð sem og fortíð hefur upp á að bjóða. Gefið verður út Ferðaþjónusta Fjölmörg söfn eru á Norðurlandi vestra, segir Þorvaldur Guð- mundsson, og mörg þeirra mjög sérhæfð. kennsluefni fyrir leiðsögumenn og nk. laugardag verður haldin ráð- stefna á Hólum í Hjaltadal um menningartengda ferðaþjónustu. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Upp skal á kjöl klífa“. Þátttökulöndin auk íslands era Danmörk, írland og ítal- ía. fsland stýrir verkefninu og er undirbúningur ráðstefnunnar unn- inn í samvinnu við Reykjavík Menn- ingarborg 2000. Markmið ráðstefn- unnar er að efla umræðu um þau tækifæri sem felast í menningu til uppbyggingar ferðaþjónustu og miðla reynslu frá Norðurlandi vestra og þátttökulöndunum. Það ætti eng- inn að velkjast í vafa um að þátttaka í starfí sem þessu er afar gefandi og skilar miklu til heimamanna á mjög margan hátt og hefur orðið aflvaki hugmyndaflæðis og framkvæmda. Höfundur er ferðamálafulltrúi Húnaþings vestra og situr i verkefn- issljrírn verkefnisins Leouardo Guide 2000 á íslandi. Guðmundsson Öryggismiðstöðvar Ísíands öku tilboðsvert Nú býðst korthöfum VISA heimagæsla á sérstöku tilboðsverði. Einungis er greitt fyrir 10 mánuði á ári. Bjóöum einnig þráðlausan búnað. © í V/SA FRÍÐINDAKLÚBBURINN Síml533 2400 Mýkingarefni sálarinnar 1 • Gamanaðgefa Nautn að njóta NELSON&RUSSELL AROMATHERAPY ILMKJARNAOLÍUR NUDDOLÍUGRUNNUR NUDDOLÍUR FREYÐIBÖÐ STURTUSÁPUR AUGNMASKI ANDLITSÚÐI Apstekið Síðumúla 24 -26 108 Reykjavík Sími 568 0606 www.kosy.is Opnum í 1000 mhúsnæði á morgun Við flytjum um setí Síðumúla 24-26 í miklu stærra húsnæði. Við munum bjóða upp á enn meira úrval af ítölskum húsgögnum og amerískum dýnum og þvúíkt úrval af ítölskum fataskápum að annað eins hefur varla sést. Fjöldi affataskápum eru til sýnis uppsettir í versluninni á glæsilegu sýningarsvæði. Ath. lokað í dag fímmtudag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.