Morgunblaðið - 14.09.2000, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ
______UMRÆÐAN____
Herra forseti
LÝÐVELDIÐ ís-
land er ungt, einungis
56 ára. Er þjóðin
hafði tekið þá ákvörð-
un að hún skyldi sjálf-
stæð verða var emb-
ætti þjóðhöfðingja
stofnað og valinn
fyrsti Forseti íslands.
Hinn 1. ágúst sl.
hófst annað kjþrtíma-
bil 5. Forseta íslands,
herra Ólafs Ragnars
Grímssonar.
Á liðnum árum hafa
mótast ýmsar hefðir
um embætti Forseta
íslands. Er þá ekki
átt við þær hefðir sem
snúa að Forseta sjálfum heldur
þeim hefðum sem almenningur og
fjölmiðlar hafa sett sér í samskipt-
um við æðsta embættismann lýð-
veldisins. Þær hafa ekki verið fest-
ar í reglur, enda lýðveldið ungt,
heldur hafa fremur fest sig í sessi í
krafti hefðarinnar og eiga fjölmiðl-
ar þar ríkan þátt.
Þannig hefur m.a. myndast hefð
um heiti embættis þjóðhöfðingjans.
Eins og kemur fram í bók Gunnars
G. Schram lagaprófessors, Stjórn-
skipunarréttur, gætir ekki fulls
samræmis í stjórnarskránni á heiti
embættis þjóðhöfðingjans. Er í
ýmsum greinum stjórnarskrárinn-
ar talað um „Forseta lýðveldisins“
en ekki Forseta íslands. Um
stöðuheitið Forseti íslands hefur
þó myndast hefð og fer vel á því að
embættisheiti þjóðhöfðingjans sé
kennt við landið, eins og prófessor-
inn nefnir í bók sinni.
Við þá breytingu að 4. Forseti
Islands lét af störfum og sá 5. tók
við höfðu margir af yngri kynslóð-
inni fyrst tækifæri til að bera sam-
an aðila í æðstu stöðu ríkisins,
enda hafði 4. Forseti Islands setið
í embætti í 16 ár.
Fara þar glæsilegir fulltrúar
þjóðar sinnar, hvor með sínu lagi.
Við þessi tímamót hóf undirrit-
aður könnun á virðingu forsetaem-
bættisins og hvort merkja mætti
einhverja breytingu á virðuleika
embættisins með nýjum manni á
tímum vaxandi aga- og virðingar-
leysis.
Við könnun höfundar kom í ljós
að frá árinu 1996 er með óyggjandi
hætti hægt að fullyrða að notkun á
ávarpi á Forseta Islands eru orðin
sjaldséðari og handahófskenndari
en áður hefur verið. Sést það m.a.
við skoðun á blaðagreinum úr
Morgunblaðinu allt frá kjöri fyrsta
Forseta íslands, herra Sveins
Björnssonar, og til dagsins í dag.
Kom í ljós að mjög al-
menn notkun hefur
verið á ávarpi á For-
seta Islands og frúr
þeirra. Er einna helst
misbrestur á notkun
ávarps við fyrstu
embættistökur For-
setanna, en að öðru
jöfnu virðist ávarp
hafa verið notað í
greinum blaðsins.
Árið 1998 sendi höf-
undur fyrirspurn til
ráðuneytisstjóra utan-
ríkisráðuneytisins, en
við ráðuneytið er
starfrækt embætti
prótókollstjóra, eða
siðameistara ríkisins. Var spurt
hvort einhverjar reglur giltu hjá
íslenska ríkinu um ávarp á For-
setann. Svaraði ráðuneytisstjórinn
því til að engar reglur væru til um
slíkt en að skv. hefð væri herra að-
eins notað um Forseta íslands og
biskupinn yfir Islandi.
Forseti
En fleira hefur breyst sem hefur
verið til þess fallið að rýra virð-
ingu forsetaembættisins.
Notkun á titlinum forseti hefur
farið vaxandi hjá hinum ýmsu fé-
lögum. Með aukinni notkun á titl-
inum hefur merking hans og mátt-
ur eðlilega farið dvínandi.
Dæmi eru um að stöðuheitið
Forseti íslands sé skrifað með há-
um upphafsstaf, svo sem gert er í
þessari grein. Má sjá dæmi þess
m.a. í auglýsingu Hæstaréttar Is-
lands í Morgunblaðinu 12. júlí 1952
og á kjörbréfi herra Kristjáns Eld-
járns. Þá má sjá sumstaðar í opin-
berum gögnum að stöðuheitið For-
seti íslands hefur verið ritað allt
með háum stöfum, þó að öðru leyti
sé textinn skrifaður með lágum
stöfum. Virðist þessu beitt til að
aðgreina Forseta Islands frá öðr-
um texta og undirstrika stöðu
hans, sem fremstan meðal jafn-
ingja.
Þá eru stöðuheiti þjóðhöfðingja
annarra landa oft skrifuð með há-
um upphafsstaf en þá því beitt að
skeyta saman nafni landsins og
stöðuheitinu líkt og Bandaríkjafor-
seti, Noregskonungur og Dana-
drottning, þó stöðuheitin séu í
raun starfsheiti og beri að skrifa
með lágum upphafsstaf skv. staf-
setningarr eglum.
I svari við fyrirspurn höfundar
til forstöðumanns Islenskrar mál-
stöðvar árið 1998 kom fram að
reglur um íslenska stafsetningu
séu gefnar út af menntamála-
Forsetaembættið
Með aukinni notkun
á titlinum hefur merk-
ing hans, segir
Bjarki Már Magnússon,
og máttur eðlilega
farið dvínandi.
ráðuneytinu og skv. þeim skuli rita
Forseti íslands með lágum upp-
hafsstaf í opinberum gögnum og ef
breyta eigi opinberu reglunum
komi til kasta menntamála-
ráðuneytisins og bætti við að ráðu-
neytið hafi falið Islenskri málstöð
að yfirfara gildandi reglur og að sú
vinna stæði yfir í málstöðinni.
Vonar höfundur að íslensk
stjórnvöld muni taka þá afstöðu að
embættisheiti þjóðhöfðingja verði
rituð með stórum staf, skv. reglum
um íslenska stafsetningu.
Myndir
Ái'ið 1996 fékk dómsmálaráðu-
neytið fyrirspurn frá sýslumannin-
um á Patreksfirði um hvort til
væru reglur um myndir af Forseta
íslands. Svaraði ráðuneytið því til
að ekki væru til neinar skráðar
reglur um slíkt en það teldi eðli-
legt að mynd af Forseta íslands
prýddi opinberar stofnanir. Var
enn fremur bent á að um það hefði
myndast hefð og bent á dæmi því
til stuðnings.
Þykir höfundi rétt að taka undir
niðurstöðu ráðuneytisins um að
rétt sé að mynd af Forseta íslands
prýði opinberar stofnanir.
Ekki er ætlunin að rekja hér
fleiri dæmi um atriði sem fallin eru
til þess að draga úr virðingu for-
setaembættisins. Með greininni er
einungis ætlunin að benda á þá
nauðsyn að löggjafinn og fram-
kvæmdavaldið setji reglur sem
festi í sessi þá virðingu sem æðsta
embætti ríkisins ber.
I innsetningarávarpi herra
Kristjáns Eldjárns árið 1976 sagði
hann: „Mér er [...] mjög fjarri
skapi að mæla með eða óska eftir
að forsetaembættið lækki í virð-
ingu meðal þjóðarinnar, þó það nú
væri, og til þess hefði ég heldur
ekkert leyfi, ekki á ég þetta emb-
ætti, heldur þjóðin."
Höfundur er húsasmiður og nemi í
stjórnmáhifræði við Háskóla fslands.
Nýkomin sending af sófasettum
Vandað Mantelassi
leðursófasett, alklætt leðri
3+1 + 1. - Litir Vínrautt,
grænt, dökkkoníaksbrúnt
og Ijóskoníaksbrúnt
I
Vönduð
ágóðuvetði!
Hjá okkur eru Visa- og
Euroraösamningar
ávísun á staðgreiðslu
usqoqn
Ármúla 8 - 108 Reykjavík
Síml 581-2275 m 568-5375 m Fax 568-5275
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 59
Opel Veclro
CDX V6
Nýskr. 07.1999, 2500 cc vél, 4 dyra,
sjálfskiptur, blár, ekinn 16 þ. 17“
|L álfelgur, spioler, dökkar rúóur,
jSfÉjiL sóllúga, geislaspilari. YH-889.
Veró 2.370 þús
Grjóthólsi 1
Sími 575 1230/00
www.lancome.com
Glæsilegir haust- og vetrarlitir LANCÖME eru nú komnir.
Ráðgjafi verður í versluninni í dag og á morgun.
Komdu og líttu á djúpa plómuliti og létta silfurtóna.
Veglegir kaupaukar að hætti LANCÖME.
SNYR.TIVERSLUN1N
ðara
Bankastræti 8,
sími 551 3140.
BYLGJAN
Hamraborg 14a,
sími 564 2011.
•f
BAR£)NIA
...Wt
tískuverslun
v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680
Opið daglega frá kl. 10—18, laugardaga frá kl. 10 — 14
I