Morgunblaðið - 14.09.2000, Síða 60

Morgunblaðið - 14.09.2000, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ 60 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 \ ......... UMRÆÐAN Góðæri hinna fáu Á SÍÐASTA ári var viðskipta- hallinn rúmir 42 milljarðar og hann fer vaxandi. Ástæðan fyrir þessum halla er einföld þótt af ýmsum ástæðum sé málið stundum gert flóknara en ástæða er tíl. Viðskipta- halli er merki um meiri kaupmátt og meiri neyslu en fjárhagur lands- ins stendur undir. Þetta kann að koma nokkuð flatt upp á þann fjöl- menna hóp launþega sem býr við rýrnandi kaupmátt þar sem neyslan takmarkast við brýnustu nauðþurft- ir, að ég nú ekki tali um þann hóp " bótaþega sem beinlínis býr við neyðarástand. En skýringin er að sjálfsögðu sú að hér qr um meðaltal að ræða. Kaupmáttur hefur vaxið og neysla aukist hjá ákveðnum hluta þessarar þjóðar í þvílíkum mæli að tilfinnanlegur skortur ann- arra hrekkur ekki til þess að jafna metin. Tvær þjóðir Góðæri undanfarinna ára hefur ríkisstjórn Davíðs og Halldórs not- að til þess að búa hér til tvær þjóð- ir sem fátt eiga sameiginlegt. Ánn- ars vegar ei*u ellilífeyrisþegar, öryrkjar og bótaþegar af ýmsu tagi sem búa við stöðugt versnandi lífs- ' kjör og mæta af hálfu stjórnvalda blöskranlegum hroka og lítilsvirð- ngu og á sama báti rær einnig það 'ólk sem nú er á hröðum flótta úr immönnunarstörfum af ýmsu tagi, Vá grunnskólum, leikskólum, elli- fieimilum, heimahjúkrun og spítöl- iim því það getur ekki lengur lifað af launum sínum. Og það stendur oessum hópum ekki fyrir svefni hvort skattar þeirra séu á al- mannavitorði, hitt kynni að vefjast fyrir þeim hvort unnt sé að standa skil á þeim. Hin þjóðin í landinu eru einkum svonefndir fjármagnseigendur en slíkir greiða sem kunn- ugt er aðeins 10% fjár- magnstekjuskatt af eyðslueyri sínum og hafa það bara takk bærilegt ef marka má afkomutölur fyrirtækja. Þenslan ógnrlega Þegar spurt er hvað valdi því að fólk hrekst úr bráðnauðsynlegum umönnunar- og þjón- ustustörfum ár eftir ár í góðærinu miðju horfa ráðamenn til himins og svara því einu til, forkláraðir á svip, að þessu valdi þenslan. Við þessari voðalegu þenslu hafa menn einkum brugðist með því að hækka vexti og að draga úr framkvæmdum. Vextir hér eru nú til muna hærri en í helstu viðskiptalöndum okkar. Mér er raunar til efs að í nálægum löndum þekkist sú skipan mála að venjulegir viðskiptamenn banka greiði okurvexti af lánum sínum sem séu að auki verðtryggð og oft að auki tryggð með undirskrift ábyrgðarmanna því að sjálfsögðu sjá bankar landsins að okurvextir ásamt verðbótum á viðsjáverðum tímum gera fjárhag skuldara svo ótryggan að vissara er að vinir og vandamenn þeirra firri bankana allri ábyrgð. Tvenns konar skuldarar En vaxtahækkanir til þess að draga úr neyslu valda því m.a. að arðbært verður fyrir fjármálastofn- anir að taka erlend lán á lægri vöxtum og endurlána innanlands með þeim afleiðingum að neysla fer vaxandi ásamt viskiptahalla. Niðurstaðan af fjármálaæfingum af þessu tagi verður með öðrum orðum sú að hinn almenni skuldari sem rær líf- róður til þess að greiða niður námslán, húsnæðisskuldir og þess konar nokkuð, hann stendur verr en áður. Sá skuldari sem Jafnrétti Versnandi samkeppnis- staða fyrirtækja, segir Sigríður Jóhannesdótt- ir, er ekki af völdum þess fólks sem gleymd- ist í góðærinu. hins vegar er í aðstöðu til þess að taka erlend lán á lágum vöxtum mun að sjálfsögðu gera slíkt og auka þar með bæði neyslu og kaup- mátt með vaxandi viðskiptahalla; vaxandi þenslu. Til þess að draga úr þenslu þykir þjóðráð að draga úr fjárfestingum og einkaneyslu. Gallinn á þvi þjóð- ráði er hins vegar sá að þótt stjóm- völd geti í þessu skyni frestað opin- berum framkvæmdum, s.s. vegabótum er takmarkaður áhugi á Sigríður Jóhanncsdóttir því að koma böndum á einkaneyslu þeirra sem geta sótt sér erlent lánsfé á lægri vöxtum en hér tíðk- ast og aukið því bæði þenslu og við- skiptahalla á eigin spýtur. Gengissig Þegar margnefnd þensla hefur svo náð ákveðnu stigi er næsta vers gengisfelling. Afleiðingar hennar verða hækk- un á vöruverði og vísitölubindingar draga með sér hækkun skulda í takt við verðlag. Þar sem skuldir em tengdar vísitölu en laun ekki leiðir gengislækkun til versnandi lífskjara almennings. í þessu sambandi skiptir litlu hvort gengið er fellt í einu stökki eða látið síga. Nú þegar hefur verð- bólga að mestu hirt ávinning síð- ustu kjarasamninga hjá launafólki. Hér má t.d. nefna að á fyrsta fjórð- ungi ársins hækkuðu laun að með- altali skv. samningum um 3,4% en vísitala neysluverðs um 5,8%. Samkvæmt því rýrnaði kaup- máttur dagvinnulauna á þessu tímabili um 2,3%. Þróist mál áfram með þessum hætti hafa undangeng- in góðærisár fært launafólki versn- andi kjör. Misnotað góðæri Ekki fer á milli mála að undan- farin ár höfum við notið einstaks góðæris hvað allar ytri aðstæður snertir. Einhvern tímá hefði þótt góður siður á slíkum tímum að safna til mögru áranna, sem vísast munu koma, en ríkisstjórnin hefur hins vegar notað þessar aðstæður til þess að gefa útvöldum, ekki að- eins óveiddan fisk í sjó heldur líka arðbærustu fyrirtæki landsins. Reynt hefur verið með skipulegum hætti að veikja velferðarkerfið og eyðileggja það öryggisnet sem sam- hjálp er þeim sem á þurfa að halda. Þetta er gert m.a. með því að skera niður stuðning við aldraða og ör- Viðskiptasambönd eru verðmæt! Efldu tengslin með persónulegum og eftirtektarverðum hætti. Gjafaáskrift að lceland Review er í senn fyrirhafnarlaus og mjög ódýr leið til þess að minna á sig fjórum sinnum á ári. Ársáskrift kostar aðeins 3.175 kr. með vsk.. sendingarkostnaður innifalinn. Við sendum fallegt gjafabréf til móttakanda gjafaáskriftar. Hrinadu strax í síma 550 3000 Treystu böndin á ódýran og fyrirhafnarlausan hátt. Iceland Review subscribe@icenews.is www.icenews.is yrkja, með því að velta æ stærri hluta lyfjakostnaðar yfir á sjúklinga með því að krefjast þess að sífellt fleiri stofnanir séu sjálfbærar sem hefur í för með sér vaxandi kostnað fyiár neytendur. I heilbrigðiskerf- inu er, eins og víðar, stefnt að auknum einkarekstri þótt vitað sé að slíkur rekstur er ekki aðeins dýrari fyrir þjóðfélagið heldur líka óskilvirkari fyrir skjólstæðinga kerfisins. Þeir sem hrifnastir eru af þvílík- um framtíðarmöguleikum eru jafn- vel famir að tala opinskátt um að almenningur geti bara keypt sér einkareknar sjúkratryggingar. I ljósi gríðarlegra hækkana á skyldu- tryggingum bifreiða, sem fjármála- eftirlitið ypptir bara öxlum yfir, er sú hugmynd ekki aðlaðandi. Þessari andúð á velferðarkerfinu fylgir einnig sú árátta að svelta all- ar þær stofnanir og allt það starfs- fólk sem kemur að umönnunar- störfum. Hallalaus fjálög, að ég nú ekki tali um fjálög með afgangi, eru of dýru verði keypt ef menn strika einfaldlega út fjárþörf heilbrigðis-, skóla- og tryggingarkerfis. Okkar niðurlæging kemur að utan Nú þessa dagana berast af því fréttir utan úr heimi að efnahags- stjórn íslands hafi verið verðfelld á heimsmarkaði. Samkeppnishæfni fyrii-tækja hefur fallið um 6 sæti á alþjóðlegum lista. Ástæðurnar eru einkum þær að viðskiptahalli hefur vaxið um þriðjung milli ára. Ástæða þessa er vaxandi neysla; neysla þeirra sem skammta sér laun og ákveða sjálfir skattleysi sitt. Önnur ástæða er of mikill munur á inn- og útlánsvöxtum, m.ö.o. of mikill gróði bankanna. En gróða bankanna þarf að halda uppi svo þeir verði seljan- legri og hlutabréf þeirra hækki í verði. Síðast en ekki síst þykir matsmönnum sem skattar á meðal- tekjur séu hér langt um of háir. Það er öllum ljóst að vaxandi neysla og viðskiptahalli er ekki á þeirra ábyrgð sem búa nú við rým- andi kjör, það eru heldur ekki þeir sem borga skuldir og námslán af launum sínum sem hafa sérstaka hagsmuni af miklum vaxtamun. Það er hins vegar augljóst að skattar á launafólk verða að vera mjög háir meðan svo fáir greiða þá. Versn- andi samkeppnisstaða fyrirtækja er ekki af völdum þess fólks sem gleymdist í góðærinu. Það eru gullkálfar stjórnvalda sem þannig launa nú ofeldið. Höfundur er alþingismaður Sam- fylkingar í Reykjanesi. Heildsoltidreifinft. s. 897 6567 Fingur tannbursti Barnaefni í úrvali Skólavörðustíg 21, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.