Morgunblaðið - 14.09.2000, Síða 68

Morgunblaðið - 14.09.2000, Síða 68
J8 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ 4, TT > J 4 Rifsber o g krækiber Matur og matgerð Kristín Gestsdóttir skrapp til Seyðis- fjarðar um daginn og sá þar meira af berjum en hún hefur nokkru sinni séð. HLÍÐARNAR voru bókstaflega þaktar af aðalbláberjum, bláberj- um og krækiberjum og á Hall- ormsstað var býsn af hrútaberj- um. En fleira er blátt á Seyðisfirði en ber - þar er líka blá kirkja, sem er geysifalleg bæði að utan og inn- an. Unaðslegt var að sitja í henni og hlýða á fjölbreytta tónleika. Þama er menningin svo sannar- lega í blóma. Á Seyðisfirði hefur ýmislegt breyst þótt sumt hafi staðið í stað. Götur hafa verið færðar tíl, mikil uppfylling komin þar sem ég óð út á leiruna í æsku og smábátahöfn er komin fyrir neðan húsið sem ég ólst upp í. En Verzlun E. J. Waage stendur enn svo til óbreytt, nema nú eru högl og púð- ur ekki lengur vigtuð í búðinni en því meira er af tískuvörum, gard- ínuefnum og skóm. Gaman var að heilsa upp á Pálínu Waage sem hefur rekið búðina í áratugi og koma inn í stofu að baki búðarinn- ar og sjá myndir af forfeðrunum sem stofnuðu og ráku búðina í fal- legum römmum uppi á vegg. Á Seyðisfirði eru mörg geysifal- leg hús sem búið er að gera upp, enda vel byggð þar sem velsæld var mikil í bænum. Bærinn er nú er gjörbreyttur, en fjöllin eru á sínum stað. Nú í fyrsta skipti fannst mér sem Bjólfurinn mundi detta fram fyrir sig og steypast yfir mig. En Strándartindur er fastur fyrir og enn fegurri en ég mundi hann. Krækiberja/ rifsberjahlaup (ábsetisréttur) V2 lítri hreinn krækiberjosafi '/2 lítri hreinn rifsberjasofi _________2 dlsykur______ 10 blöð matarlím ________1 peli rjómi ___ ____2 meðalstórir bananar 1. Byrjið á að hakka krækiber. Eg notaði blandara, en nota má önnur tæki svo sem berjapressu, hakkavél eða matvinnslukvöm. Síið berin á fínu sigti eða í grisju og mælið V2 lítra af safanum. 2. Sjóðið rifsber, síið og mælið V2 h'tra af safanum og blandið saman við krækiberjasafann. Setjið í pott og bætið sykri út í. Hitið síðan að suðu. 3. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 5 mínútur. Kreistið matarlímið og bræðið í heitum berjasafanum. Hellið í hringform eða annað form og látið standa í kæliskáp í hálfan sólarhring. 4. Við notkun: Dýfið foi-minu augnablik í heitt vatn og hvolfið á fat. 5. Þeytið rjómann. Merjið bananana lauslega með gaffli og blandið varlega saman við rjóm- ann. Ef þetta er hrært of mikið, verður það seigt og leiðinlegt. Setjið í skál og berið með. Það hlaup sem hér er uppskrift af er bæði mjög fallegt og geysi- gott. Þau rifsber sem ég notaði voru vel þroskuð en nokkuð af hálfgrænum berjum var með. Hlaupið hljóp mjög vel. Stilkarnir og nokkuð af laufi var með. Ef berin eru yfirþroskuð þarf að nota sultuhleypi. (Vinsamlega farið eft- ir leiðbeiningunum á umbúðun- um.) Krældberja/ rifsberjahlaup (sulta) V2 lítri hreinn krækiberjasafi (sjó ________fyrri uppskrift)___ 1 kg rifsber, helst ekki mjög þrosk- uð (stilkar og nokkur lauf meS) tæplegg 100 g sykur í hvern dl af ____________safg___________ 1. Setjið krækiberjasafann í pott, setjið rifsberin saman við og sjóðið við hægan hita í V2-I klst. Merjið berin með kartöflustapp- ara. 2. Helhð á grisju og látið síast í nokkra klukkutíma. Kreistið þá grisjuna vel. 3. Mælið safann, setjið tæplega 100 g af sykri í hvem dl af safa. Sjóðið í víðum potti við hægan hita í 15 mínútur. Fleytið froðuna ofan af. 4. Sjóðið krukkur og skrúfuð lok. Hellið hlaupinu í krukkurnar, hafið þær fleytifullar og lokið strax meðan allt er sjóðandi heitt. 5. Merkið með innihaldi og dag- setningu. Oscar Peterson og tónleikar hans í ÞÆTTINUM „í góðu tómi“ á Rás 1 í útvarpinu föstudag og laugardag 8. og 9. september var m.a. fjallað um Oscar Peterson djasspíanista og stórkost- lega tónleika hans hér- lendis sumarið 1978 - tón- leika sem mörgum djass- áhugamanninum líður seint úr minni. Af því sem fram kom í þættinum finnst mér ástæða til vekja athygli á eftirfar- andi: Fyrri helming tón- leikanna, fram að hléi, lék Oscar Peterson einsamall. Hann tilkynnti áheyrend- um í upphafi að Joe Pass gítarleikari, sem átti að spila með honum, hefði fengið sykursýkisáfall og orðið að leggjast inn á spítala í London. Síðan settist Oscar við flygilinn og lék heilu söfnin frá „Blues“ og „Boogie Woog- ie“ til standarda Duke Ellingtons, Cole Porters, Richard Rogers o.fl. auk þess sem hann sýndi stíl- brigði og tækni ýmissa gamalla meistara. Nefna má James P. Johnson, Luckie Roberts, Fats Waller og Art Tatum sem nokkur dæmi af mörgum. Strax eftir fyrstu taktana varð ekki vart við að neinn hefði orðið eftir í London - áheyrendur voru í sam- felldri sæluvímu fram að hléi. Nils Henning 0rsted Pedersen lék ekki með á þessum tónleikum fyrr en eftir hlé en seinni hluta þeirra fóru þeir félagar á kostum eins og þeirra var von og vísa. í útvarps- þættinum kom þetta ekki fram heldur hefði mátt ætla að NH0P hefði spilað með allan tímann. I þættinum var minnst á samkvæmi sem efnt hafði vi:i\\k\rvm Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags verið til hjá Menningar- stofnun Bandaríkjanna, sem þá var á Neshaga, að loknum tónleikum og til heiðurs Oscar Peterson sem þó hefði ekki látið sjá sig. Hér hefði mátt taka það fram, til að forðast misskilning, að Oscar Pet- erson er Kanadamaður en ekki Bandaríkjamaður eins og ráða hefði mátt af útvarpsþættinum „I góðu tómi“. Djassáhugamaður. Málleysingjar og aðfarir gegn þeim ÉG GET ekki annað en tekið mér penna í hönd og tekið upp hanskann fyrir málleysingjana, því það virðist enginn ætla að gera það. I DV. miðviku- daginn 30. ágúst sl. birtist manni ófögur sjón á for- síðu blaðsins. Stór mynd af dreng með barefli í hönd á leiðinni að murka lífið úr fýl, sem enga björg gat sér veitt, þar sem hann var varnarlaus á jörðu niðri og gat ekki flogið upp. Þarna voru fleiri drengir sem horfðu á. Þetta virðist vera fjöl- skylduskemmtun. Eg bara spyr: Hvernig eru börnin alin upp? Þegar ég var i sveit sem barn var manni kennt að bera virðingu fyrir málleysingjum og vera góður við þá. Okkur börnunum fannst nú nógu leiðinlegt, þegar dýrin voru leidd í sláturhús að hausti, mörg tár féllu þá af hvörmum. En nú til dags virðast ekki margir for- eldrar kenna börnum sín- um að umgangast þau með virðingu og vera góð við þau. Við höfum nægan mat í dag, þannig að fugl- arnir mættu vera í friði fyrir manninum sem er mesta rándýrið. Einnig langar mig að bæta hér við að mér finnst komið nóg af að heyra í Sigmari og þessum skotglöðu mönnum um að þeir vilji fá leyfi til þess skjóta hrossagaukinn. Nú finnst mér komið nóg. Þeir drepa nóg sér til skemmt- unar. Frekar mætti friða fleiri fugla, þar á meðal rjúpuna, þennan fallega fugl. Dýravinur 111043-2139. Frelsaður ÞRÆLAHALD er einn ljótasti bletturinn í sögu Vesturlanda. En ábatasöm varð samt sú iðja. Margar stærstu og fallegustu byggingar í Evrópu voru byggðar fyrir ágóða af sölu þræla. Menn hugsa lítið um slíkt í dag nema talað sé um áfengis-, lyfja- og kynlífsþræla. En þræla er hægt að „frelsa". Það var þarft og gott átak sem efnt var til á kristnihátíðarári að leysa börn á Indlandi úr þræla- haldi. Menn hafa horft til Indlands sem fyrirmynd- arríkis í ljósi fjölskrúð- ugra trúarbragða og um- burðarlyndis ólíkra hópa sem mynda annað fjöl- mennasta ríki heimsins. En ekki er allt sem sýnist og greinilega kom fram hjá biskupi að ekki dugði að kaupa frelsi fyrir þræl- ana, það þurfti einnig að tryggja að þeir yrðu ekki að þrælum á ný. Þetta minnir mig á Jes- úm Krist, þegar hann er nefndur til sögunnar sem frelsari mannanna. Okkur á Islandi finnst þetta ekki hrífandi orð að vera frels- ari okkar. Menn spyrja auðvitað, frelsari frá hverju? Orðin „frelsaður" og „frelsarinn" eru þýð- ingar úr gríska orðinu „soter“. En það þýðir ’sá sem frelsar, leysir og varðveitir’. Merking sem kom greinilega fram hjá biskupi gagnvart leysingj- unum á Indlandi. Börnin skyldu frelsuð og reynt að tryggja að það entist út lífið. Kristin trú boðar okkur mönnunum að Jesús Kristur hafi komið til að „frelsa“ synduga menn. Leysa og varðveita frá synd. En gerist það? Er það reynsla okkar Islend- inga að sú von sem við syngjum um: „Frelsaður kem ég fyrir þinn dóm“ eigi hljómgrunn í huga okkar ? Er sá frelsaður, sem aftur og aftur fellur fyrir „Bakkusi", vændi, eiturlyfjum, þjófnaði, inn- brotum, baktali, peningum eða því að dala í trú og gleyma Guði ? Tækjum við þátt í því að leysa sömu indversku börnin úr þrældómi eftir mánuð eða ár eða aftur og aftur? Að vera frelsaður þýðir þess vegna, að Guð hafi keypt okkur undan þrælahaldi syndar og djöfuls. Hann borgaði með lífi og blóði Jesú Krists - himneskum auði, til að þú sem lætur frelsast varðveitist frels- aður. Þeir sem varðveita ekki frelsið sitt í Jesú Kristi glatast. Fer Hallgrímur Péturs- son með lygi þegar hann segir: „Einn veg hann öll- um greiðir inngang í heimsins rann, marg- breyttar list mér leiðir liggi þó út þaðan.“ Ekkert er jafn mikilvægt okkur mönnunum ogað vera frelsaður frá synd, sukki og solli. Fyrir þá er him- inninn gjörður. Snorri í Betel. Tapad/fundid Kettlingar fást gefins FJÖGURRA til fimm mánaða kettlingar fást gefins á góð heimili. Þeir eru gulbröndóttir og hvít- ir, grábröndóttir og hvítir og einn svartur og hvítur. Upplýsingar í síma 483- 4906. Víkverji skrifar... LESTIR eru einhver þægilegasti ferðamáti og fyrirhafnarminnsti sem hægt er að hugsa sér. Sé ferðast milli tveggja stórborga taka menn lestina í einni miðborg og halda beint í miðborg áfangastaðarins. Engar sérstakar ferðir á flugvelli fyrir utan borgirnar, engar biðraðir eftir að skrá sig eða krafa um að mæta löngu fyrir áætlaðan brottfarartíma. Lestarvagnar eru yfirleitt þýðir og renna mjúklega eftir brautarteinun- um enda eru þeir að sjálfsögðu renni- sléttir og ekki hendast farþegar til í kröppum beygjum eða brekkum. Þeir eru líka ágætlega hljóðeinangr- saðir. Þetta á að minnsta kosti við um þær lestir sem eru á lengri leiðum og er hér ekki átt við sporvagna eða út- hverfalestir sem minna er lagt í. Helst koma hvellir og smellir þegar lestir fara um mörg skiptispor á stór- um stöðvum. Einn kostur við lestim- ar er að yfirleitt er plássið nóg. Hægt er að panta sæti fyrirfram (sem kannski kostar eitthvað aukalega). Þá ganga menn að því vísu og hreiðra þar um sig annaðhvort með farang- urinn í hillu ofan við sætin eða í stærri hillum við innganginn í lestar- vagninn. Hér er verið að tala um stóra lestarvagna en ekki t.d. sex manna klefa en þeir eru fremur not- aðir þegar ferðast er langar leiðir að næturlagi. Ekki má heldur gleyma einu aðal- atriðinu í lestarferð en það er að sjálfsögðu heimsókn í veitingavagn- inn. Þar geta menn unað sér lengi við mat og drykk, í félagsskap samferða- manna eða setið einir og lesið eða unnið. Og vitaskuld má sjá farþega með GSM-símann í annarri hönd og drykk í hinni sinna bráðnauðsynleg- um símtölum í næsta bæ eða landa á milli. Menn væru nú annars ekki menn með mönnum enda tók Vík- veiji þátt í símaleiknum af fullum þunga. Nema hvað. Lestir eiga einkum í samkeppni við flugið á meðallöngum leiðum en trúlega aðallega einkabílinn á þeim styttri. Samkeppnin er ekki aðeins á sviði farþegaflutninga heldur og ekki síður í vöruflutningum. Standa lestir kannski höllum fæti gegn flutninga- bílum sem sækja í sig veðrið með meiri burðargetu og minnkandi mengun. Þá þarf á sama hátt og í flugi talsverð mannvirki vegna lesta- samgangna og báðir þessir ferða- möguleikar hafa kosti og galla, m.a. með tilliti til umhverfisins. En aftur að ferðamátanum. ís- lendingnum finnst þetta kannski rómantík þar sem hann kemst ekki í tæri við lestir nema hann ferðist í út- landinu. Og er þá kannski helst í or- lofi. En Víkverji sér í öllu falli ýmsa kosti lestaferða fram yfir flug, þótt hann hafi líka sérlega gaman af flug- ferðum, og mun áreiðanlega nýta sér þennan kost meira ef og þegar tæki- færi gefst. XXX NÝLEGA var Víkverji á ferð í Finnlandi þar sem áhugavert fólk býr í fallegu landi. (Og þar eru líka lestir). Þar tala menn einkum finnsku en sænska er þó einnig opin- bert mál. Hennar gætir þó einkum í suðvesturhluta landsins. Þegar kom- ið er í aðra landshluta getur íslend- ingurinn orðið nokkuð ráðvilltur þar sem hann er gjörsamlega einangrað- ur ef hann býr ekki yfir finnskukunn- áttu. Hann getur ekki spurt til vegar og ekki stautað sig gegnum leiðbein- ingar af þvi tungumálið er svo gjör- samlega frábrugðið öðrum málum sem við helst kunnum. Það gagnar lítið að vita að ravintola þýðh- veit- ingastaður og kyrjakauppa bókabúð því yfirleitt er nokkuð auðséð gegn- um gluggana hvað fer fram á þessum stöðum. Kannski er hægt að stynja upp keskusta sem þýðir miðbær í því skyni að fá leiðbeiningar en málið getur vandast ef varið er bara á finnsku! Þá verður bara handapatið að duga. Og það er hægt að fara flatt á því að þykjast kunna eitthvað. Víkverji kom á veitingastað og sló um sig með því að segja kolme sem þýddi að hann þyrfti pláss fyrir þrjá. Þjónninn kom með einhverja spurningu á móti á finnskum orðaflaumi. Þar sem Vík- veiji varð augljóslega mát spurði þjónninn einfaldlega á ensku hvort við vildum sitja í reyk eða reyklausu svæði. Eftir þetta sér Víkverji að það er líklegra gáfulegra að læra eitthvað almennilega í þessum framandi mál- um í stað þess að slá um sig með stik- korðum og þykjast kunna eitthvað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.