Morgunblaðið - 14.09.2000, Page 72

Morgunblaðið - 14.09.2000, Page 72
72 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 *---------------------------- MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM Queen-sýning frumsýnd í Broadway á laugardaginn Tveir kóngar, ein drottning Laugardaginn 16. september verður sett upp dans- og hljómlistarsýning í Broadway, tileinkuð bresku ofurrokksveitinni Queen þar sem Freddie Mercury mun holdgerast í barka ofurrokkarans Eiríks Haukssonar. Arnar Eggert Thoroddsen kannaði þessi komandi herlegheit. Morgunblaðið/Kristinn Gunni Þórðar í Brian May-sveiflu, 11 (■. I' Wtl ÞAÐ MÁ ljóst vera að ekki þótti ^fcíætt á öðru en að fá almennilega fagmenn til að verka Queen-óðinn. Hinn djúpvitri alfaðir, Gunnar Þórðarson, mun með styrkri hendi drottna yfir hljóðfæraleiknum og hvað sönginn áhrærir þótti aðeins einn maður koma til greina. Aðstandendur gerðu sér nefnilega lítið fyrir og seildust alla leiðina til Noregs eftir þeim rétta sem er enginn annar en rauðhærði ridd- arinn Eiríkur Hauksson, galdra- kariinn eini og sanni, sem jafnvíg- ur er á fjölda (íægurtónlistarforma, allt frá Evróvisionpoppi til bárujárns. Gunnars þáttur Þórðarsonar Gunnar hávelborinheit Þórðar- son er einn af reyndari tónlistar- mönnum íslands. Hann hefur verið starfandi sem hljómsveitarstjóri á vegum Ólafs Laufdal frá árinu 1982 og ætti því að vera „fær í flest sjó“ - ef svo mætti að orði komast. „Ein af ástæðunum fyrir því að þessar sýningar sem byggja á er- lendum listamönnum hafa verið settar upp er að erlendum ferða- löngum fer sífellt fjölgandi allt ár- ið um kring,“ segir Gunnar. „Þeir höndla ekki ísienska efnið jafn vel ogþað erlenda. Svíarnir beinlínis grétu til að mynda á ABBA- sýningunni." Það mætti segja að Queen væri hinn fullkomni efni- viður í sýningu af þessu tagi enda var allt gert með pomp og prakt meðan sveitin var og hét: „Þegar ég var að hlusta á Iögin fyrir sýn- inguna sá ég að sumir kaflarnir eru nánast eins og óperur, enda var Freddie mikill áhugamaður um slíkt.“ En er Gunnar Queen- maður? „Eg hef alltaf verið „queen-ari“ í mér síðan ég heyrði „Bohemian Rhapsody“. Ég hef nú aldrei orðið jafn hrifinn af nokkru lagi og því.“ Eiríks þáttur Haukssonar Eins og fram hefur komið er lát- únsbarkinn Eiríkur Hauksson bú- settur í Noregi, þar sem hann starfar sem tónlistarmaður. Blaða- maður sló á þráðinn til hans og komst að því að til stendur að ferja Eirík vikulega fram og til baka yf- ir Atlantshafið á meðan á sýning- unni stendur. Það er greinilegt að það kom einn og aðeins einn mað- ur til greina í hlutverk Freddie. „Það eru nú þeirra orð en ekki mín“, segir Eiríkur og hlær, og vís- ar hér í sýningarhaldara. „Gunni Þórðar hringdi í mig og þegar við sáum að þetta yrði fært og aðstan- dendur væru reiðubúnir að standa straum af kostnaðinum ákváðum við að slá til.“ Mörgum myndi þykja það óðs manns æði að ætla að feta í fótspor eins ástríðufulls orkubolta og Freddie Mercury, en maðurinn sá var óneitanlega skemmtikraftur af guðs náð í lifanda lífi. En Eiríkur er hvergi banginn enda þraut- reyndur í skemmtanabransanum. „Ég er nú oft þannig að því geggjaðri sem verkefnin eru, því betur hugnast mér þau,“ segir hann kersknislega. „Þetta verður vissulega krefjandi, þarna þarf að skipta ótt og títt úr hefðbundnum rokksöng yfir í háar falsettur og nærvera Freddie á sviði var afar sterk eins og fólk kannast við. En ég hef nú verið í þessu f þónokkurn tíma og ætti því að ráða við þetta,“ bætir hann við af stakri hógværð. Eiríkur hefur lifibrauð sitt af tónlist úti í Noregi og er með mörg járn í eldinum sem stendur. „Ég er núna með þrjú bönd í gangi, allt cover-bönd (ísl. ábreiðslusveitir). Ég syng sálartónlist með Soul Train, Bítlalög með Sgt. Pepper og þungt rokk með Rock’n’Roll Adv- enture. Ég fæ fína útrás í þessu en stærð markaðarins í Noregi gerir að verkum að maður sleppur við að vera í svonefndum ballsveitum sem spila allt. Það er hægt að lifa af því að vera í svona „sérhæfðum" sveit- um,“ segir hann að lokum. Þessi margþætta reynsla á vafalaust eft- ir koma að góðum notum er Eirík- ur tekst á við víðfeðma söngda- gskrá Freddie Mercury og félaga í Queen næsta laugardagskvöld. .JifUEEN er óneitanlega ein af vin- sælustu rokksveitum allra tíma og því ekki ónýtt að nýta tækifærið hér og rýna aðeins í sögu sveitar- innar. Undanfarna tvo vetur hafa verið settar upp sýningar áþekkar Queen-sýningunni á fjölum Broad- way - eina byggða á lögum ABBA- ílokksins sænska og svo aðra þar sem staðgenglar áströlsku bræðr- ana í Bee Gees kíktu í heimsókn. Báðar þessar sýningar hafa vakið bæði kátínu og lukku hjá þeim sem þær hafa sótt og því engin furða að ráðist hafi verið í nýtt verkefni, þó að í þetta sinnið sé það með eilítið öðruvísi brag en áður hefur verið. Ólafur Laufdal, veitingamaður á föroadway og hugmyndasmiður sýningarinnar, segir Queen eiga breiðan hlustendahóp hér á landi sem sífellt bæti við sig með hverri komandi kynslóð. Og það er líka al- veg „lauf‘rétt hjá honum. En hví er enn þessi hvínandi áhugi hjá öllum, konum jafnt sem köllum, á hljómsveitinni Queen? Ef litið er yfir feril sveitarinnar má, í bókstaflegri merkingu, finna eitt- hvað handa öllum. Queen er ekki auðflokkanleg sveit og hefur valdið mörgum höfuðverknum hjá áhuga- sömum poppfræðingum og sÁdlgreiningarunnendum. Þeir fé- lagar, Roger Taylor (trommur), Brian May (gítar), John Deacon (bassi), að ógleymdri hinni óviðjafn- anlegu söngspíru Freddie Mercury, döðruðu við og blönduðu saman hinum og þessum stíltegundum á ferlinum, á plötum þeirra var hægt jið finna myljandi þungt bárujárns- rm>kk við hlið ægifallegrar vöggu- Hví hvín enn í Queen? Queen í stuði. vísu og hvort sem um var að ræða hreint og beint vinsældapopp, framsækið listarokk eða innblásnar, sorgbundnar ballöður virt- ist Queen ávallt vera á heimavelli. En það sem er kannski mest um vert er óumræðilega skarpt næmi meðlima á góðar lagasmíð- ar og á tímabili virtist það útilokað fyrir Queen að taka eitt einasta feilspor. f árlegri og viðamikilli skoð- anakönnun breska tímaritsins Record Col- lector á þvf hvaða dægur- listamenn eiga hug og hjarta þeirra sem viða að sér hljómplötum verma Queen iðulega annað sæt- ið, á eftir sjálfum Bítlun- um, og er það ekki að ósekju. Perlur fyrir Queen Queen var stofnuð árið 1971 er þeir Brian May og Roger Taylor, fyrrum meðlimir hinnar sýrðu rokksveitar Smile tóku höndum saman við fyrrum söngvara hljóm- sveitarinnar Wreckage, Freddie Mereury. Bassaleikarinn John Deacon slóst svo fljótlega í hópinn og næstu tvö ár fóru í stífar bíl- skúrsæfingar. Árið 1973 fannst Queen-liðum orðið tímabært að fara að setja einhverja alvöru í dæmið og á því herrans ári leit frumburð- ur sveitarinnar, samnefndur henni, dagsins ljós. Sú skífa var að upplagi fremur hefðbundin harðrokksskífa og vakti litla athygli almennings sem gagn- rýnenda. Gæfan snerist sveitinni þó heldur betur í vil á næstu plötu, sem nefnist hinu andans innblásna nafni Queen II. Þeir félagar fluttu svo lagið „Seven Seas of Rhye“, sem er að finna á þeirri skífu, í hin- um eilífa breska tónlistarþætti Top of the Pops og hlutu við það mikla hylli. Vegur Queen hóf svo að vaxa jafnt og þétt og lokahnykknum var náð með tímamótaverkinu A Night At ther Opera sem var gefið út árið 1975. Á þeirri plötu er að finna hina undurfurðulegu og sígildu smíð „Bohemian Rhapsody“, sem verður enn í dag að teljast þeiiTa þekkt- asta lag - kannski jafnvel það besta? Heimsfrægðin og allt það sem henni fylgir varð að blákaldri stað- reynd í kjölfarið og ypru Queenliðar og hirðmenn þeirra ekki að liggja á liði sínu í framkvæmdum tengdum henni; bráðlega urðu villt teiti og annar hefðbundinn rokklifnaður að lífsstíl hjá meðlimum og vel það. Queen Rdsalin Á níunda áratugnum hélt stjama sveitarinnar áfram að skína af full- um krafti og virtist vinsældum aldrei ætla að linna. Lög eins og „Radio Ga Ga“, „A Kind of Magic“ og „Invisible Man“ eru bara brota- brot af smellum þeim sem Queen- vélin dældi út á þeim árum. Svip- legt fráfall söngvarans Freddie Mercury, sem dó úr AIDS árið 1991, setti svo í raun lokapunktinn við frægðarferil hljómsveitarinnar og þó að eftirlifandi meðlimir hafi haldið nafni sveitarinnar gangandi síðan hafa afurðirnar verið í skötu- líki miðað við afrek fyiri ára. Queen er einfaldlega ekki Queen án hins goðumlíka Freddie Mercury, það verður nú að segjast alveg eins og er. Það era fáir ef einhverjir, fæddir eftir 1940 í það minnsta, sem ekki ættu að geta hummað lagstúf eða tvo sem runninn er undan rifjum Freddie og félaga. í Broadway í vetur gefst mönnum svo tækifæri á að humma þau lög í kór undir handleiðslu Eiríks hins Rauða og Gunna Þórðar. Verra gæti það nú verið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.