Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Vatnajökull rýrnaði um
hálfan metra í sumar
Atvinnulaus-
um fækkaði
um 24,5% frá
því í ágúst
Bráðnun á Vatnajökli var mjög mikil á
sumrinu sem er að líða og hefur bráðnun á
norðanverðum jöklinum ekki mælst meiri
frá því mælingar hófust árið 1991. Egill
Ólafsson ræddi við Helga Björnsson jökla-
fræðing um afkomu Vatnajökuls.
VATNAJOKULL minnkaði á þessu
jökulári að meðaltali um hálfan
metra. Urkoma síðastliðinn vetur
var nokkru meiri en undanfarin
þrjú ár, en bráðnun var óvenju mik-
il. Bráðnunin á norðanverðum jökl-
inum er sú mesta sem mælst hefur
frá því mælingar hófust 1991 og á
vestanverðum jöklinum sú næst-
mesta á þessu tímabili.
Helgi Björnsson, jöklafræðingur
á Raunvísindastofnun Háskólans,
segir að afrennsli vatns frá Vatna-
jökli í sumar sé um 20 rúmkflómetr-
ar, sem sé rúmlega fimm sinnum
meira en allt vatn sem hljóp fram í
stóra Skeiðarárhlaupinu 1996, en
það hlaup mældist 3,6 rúmkflómetr-
ar.
Raunvísindastofnun hefur í sam-
vinnu við Landsvirkjun gert af-
komumælingar á yfírborði Vatna-
jökuls frá árinu 1991. Mælingamar
byggjast á því að finna snjóþykkt á
yfírborði jökulsins á vorin og sum-
arbráðnun að hausti. Borað er niður
í gegnum það snjólag sem féll um
veturinn á um 50 stöðum á jöklin-
um. Með því að vigta borkjarnann
er hægt að finna vatnsgildi vetrar-
úrkomunnar. Síðan er mælistikum
komið fyrir í borholunum á jöklin-
um. Þær þurfa að ná niður fyrir
vetrarsnjólagið vegna þess að við
jökulsporðana hverfur allur vetrar-
snjór á sumrin.
Á haustin fara starfsmenn Raun-
vísindastofnunar og Landsvirkjun-
ar síðan aftur upp á jökulinn og
mæla af stikunum hve mikið hefur
bráðnað yfir sumarið.
Helgi sagði að þessar mælingar
gæfu strax upplýsingar um afkomu
jökla og mun nákvæmar en mæling-
ar á breytingum á jökulsporðum, en
mælingar á þeim hafa verið gerðar
hér á landi allt frá um 1930. Mörg ár
liðu frá því breytingar verða í af-
komu jökla þangað til þeirra gætti
við jökulsporðana. Hvorttveggja
væru þó mikilvægar mælingar.
Rýrnun jökulsins síðustu ár
Helgi sagði að í upphafi níunda
áratugarins hefðu mælingar sýnt að
Vatnajökull var að vaxa. Hann hefði
t.d. bætt á sig sem næmi um einum
metra jafndreift yfir allt yfirborð
sitt árið 1992 og álíka mikið 1993.
Frá miðjum áratugnum hefði
bráðnun hins vegar aukist og jökull-
inn rýrnað ár frá ári. Mest bráðnun
hefði orðið 1997 þegar afkoma jök-
ulsins var neikvæð um tæpan 1,5
metra. Hann sagði að þá hefði farið
saman óvenju lítil vetrarúrkoma og
mikil sumarleysing.
Finnur Pálsson, sérfræðingur hjá
Raunvísindastofnun, sagði að einn
af þeim þáttum sem réðu leysingu
jökla væri það hversu óhreinir þeir
væru. Jöklar tækju til sín mun meiri
geislun frá sólinni þegar þeir væru
skítugir en þegar snjór væri hreinn.
Hann sagði ljóst að aska frá gosinu í
Gjálp árið 1996 hefði átt mikinn þátt
í mikilli bráðnun 1997, en fleira
hefði komið til. Minni úrkoma yfir
veturinn hefði leitt til þess að yfir
sumarið hefði bráðnunin náð
snemma sumars niður í gamlan
óhreinan ís og við það hefði bráðnun
orðið enn hraðari en áður.
Helgi sagði að sérstaklega hátt
hitastig árið 1997 gæti ekki skýrt
slæma afkomu jökulsins. Það væri
ekki síst lítil úrkoma þetta ár sem
hefði leitt til þessar slæmu afkomu
Vatnajökuls.
Helgi sagði að mælingar á Vatna-
jökli í ár sýndu að úrkoma hefði ver-
ið nokkru meiri í ár en síðustu þrjú
ár á undan eða um 1,5 metrar að
meðaltali. Bráðnun hefði hins vegar
verið um 2 metrar sem þýddi að af-
koma jökulsins hefði verið neikvæð
um hálfan metra að jafnaði. Hann
sagði að bráðnun á jöklinum væri
mjög mikil í ár. Aldrei áður frá því
reglubundnar mælingar hófust í
byrjun níunda áratugarins hefði
mælst jafnmikil bráðnun á norðan-
verðum Vatnajökli og bráðnun á
vestanverðum jöklinum væri sú
næstmesta sem mælst hefur. Ekki
væri búið að ljúka úrvinnslu mæl-
inga á sunnanverðum jöklinum.
Fimm sinnum meira bráðnaði
en í Skeiðarárhlaupinu
Helgi sagði að í ár hefði leysing á
Vatnajökli verið um 16 rúmkfló-
metrar og að viðbættri rigningu
mætti ætla að 20 rúmkílómetrar af
UTGAFUTONLEIKAR
Sálmar lífsins
Sigurður Flosason: Saxófónar
Gunnar Gunnarsson: Orgel
Forsala aðgöngumiða í bókabúð
MáU og menningar, Laugavegi 18
Hallgrímskirkja
21.10. kl. 17
iúsavíkurkirkja,
>2.10. kl. 16
ftkureyrarkirkja,
22.10. kl. 20
Ytri-Njarðvíkurkirkja,
23.10. kl. 20
Hveragerðiskirkja,
26.10. kl. 20
Selfosskirkja,
28.10. kl. 16
Mái og mennlngl
mologmonnlng.lsl
Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Sfðumúla 7 • Slml 510 2500
ATVINNULEYSI hér á landi í
Afkoma Vatnajökuls 1992-2
vatni hefðu runnið af jöklinum; en
það jafngildir 20 cm vatnslagi jafn-
dreifðu yfir allt ísland. Rýmun jök-
ulsins væri hins vegar um 4 rúm-
kflómetrar þegar búið væri að taka
tillit til tekna jökulsins vegna vetr-
arsnjókomu.
Þessi rýrnun er því sambærileg
við allt vatn sem jökullinn missti í
stóra Skeiðarárhlaupinu 1996, en þá
hlupu frá honum 3,6 rúmkílómetrar
af vatni í kjölfar eldgossins í Gjálp.
Helgi sagði að þegar litið væri yf-
ir síðustu 10 ár hefði Vatnajökull
bætt á sig fyrstu árin en síðan rýrn-
að og samanlögð afkoma sýndi rýrn-
un um liðlega einn metra. Með slíkri
afkomu á komandi áratugum myndi
Vatnajökull endast lengi enn. Þess
má geta að meðalþykkt jökulsins er
tæplega 500 metrar. Helgi bætti
hins vegar við að nú hefði Vatnajök-
ull rýrnað um hálfan metra á einu
ári eða 0,1% af heildarþykkt sinni. Á
hlýindaskeiðinu 1930-1960 hefði
jökullinn hins vegar rýrnað að með-
altali um rúmlega hálfan metra ár-
lega. Með sama áframhaldi og var
síðastliðið ár og fyrr á öldinni myndi
jökullinn láta fljótt á sjá og rýrnun
hans vaxa hröðum skrefum eftir því
sem yfirborð hans lækkaði. Hvort
það yrði hins vegar reyndin vildi
Helgi ekki spá. Það færi bæði eftir
vetrarúrkomu og sumarleysingu á
komandi árum.
Raunvísindastofnun og Lands-
virkjun hafa einnig mælt afkomu
Langjökuls, en þær mælingar hóf-
ust 1997. Niðurstaða þeirrar mæl-
ingar bendir til að snjókoma á jökl-
september síðastliðnum hefur ekki
mælst jafnlágt frá því í september
1991 en þá mældist það 0,9% eins
og nú. I september í ár voru skráð-
ir tæplega 27 þúsund atvinnuleys-
isdagar á landinu öllu. Þetta svarar
til þess að 1.236 manns hafi að
jafnaði verið atvinnulaus í mánuð-
inum eða 0,9% af mannafla á
vinnumarkaði, þar af eru 500 karl-
ar og 1.006 konur.
Þetta eru að meðaltali 406 færri
atvinnulausir en í síðasta mánuði
en um 751 færri en í september í
fyrra en atvinnuleysi í ágúst mæld-
ist 1,1% og 1,7% í september í
fyrra.
Atvinnulausum hefur fækkað í
heild að meðaltali um 24,5% frá
ágústmánuði en fækkað um 37,5%
miðað við september í fyrra.
Atvinnuástandið batnar alls stað-
ar á landinu nema á Suðurnesjum.
Atvinnuleysið minnkar hlutfalls-
lega mest á Norðurlandi eystra, á
Suðurlandi, á höfuðborgarsvæðinu
og á Norðurlandi vestra.
ÞEGAR dagana styttir er það eitt
af hefðbundnum haustverkum að
gera vitana klára fyrir veturinn svo
þeir geti verið sjófarendum leiðar-
ljós í dimmasta skammdeginu.
Enda var létt yfir þessum tveim-
ur félögum sem dittuðu að vitanuin
á Krísuvíkurbjargi á dögunum.
I Bráðab.niðurst. 1999-20001
inum hafi verið meiri í ár en
undanfarin ár, líkt og á Vatnajökli.
Leysing var einnig mikil og jökull-
inn rýrnaði líkt og undanfarin þrjú
ár.
Morgunblaðið/Vilhelm Gunnarsson
Gert við vitann á Krísuvíkurbjargi.
1991- 1992- 1993- 1994- 1995- 1996- 1997- 1998- 1999-
1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000
Lándssamband slökkviliðsmanna
Urskurður kaup-
skrárnefndar ógiltur
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavflcur
felldi í gær úr gildi úrskurð kaup-
skrárnefndar varnarsvæða í máli
Landssambands slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna (LSS) gegn
starfsmannahaldi varnarliðsins. Mál-
ið snerist einkum um það hvort kaup
slökkviliðsmanna á Keflavíkurflug-
velli ætti að hækka til samræmis við
laun slökkviliðsmanna í Reykjavík.
Ágreiningur var um hvort greiðsl-
ur til slökkviliðsmanna í Reykjavík
vegna reykköfunarálags og samvist-
artíma ættu að leiða til þess að kjör
slökkviliðsmanna á Keflavíkurflug-
velli hækkuðu til samræmis eða
hvort þessar greiðslur væru þegar
innifaldar í svokallaðri sporslu sem
slökkviliðsmenn á Keflavíkurflug-
velli hafa fengið. Niðurstaða nefnd-
arinnar var sú að slökkviliðsmenn í
Keflavík byggju við betri kjör en
slökkviliðsmenn í Reykjavík, störf
þeirra væru ekki sambærileg og því
beri þeim ekki sömu laun. Nefndin
byggði niðurstöðu sína á samanburði
á launakjörum slökkviliðsmanna á
Keflavíkurflugvelli og í Reykjavík.
Héraðsdómur komst að þeirri nið-
urstöðu að rökstuðningur kaup-
skrárnefndar uppfylli ekki þær kröf-
ur sem gerðar eru í stjómsýslu-
lögum. Dómurinn féllst á að í
úrskurðinum skorti með öllu á tölu-
legan samanburð launa. Ekki er
heldur tekin afstaða til röksemda
LSS um að svonefnd sporsla sé í
raun greiðsla fyrir aukastörf slökkvi-
liðsmanna á Keflavíkurflugvelli.
Héraðsdómur vísaði kröfu LSS um
rétt slökkviliðsmanna á Keflavíkur-
flugvelli til álagsgreiðslna frá dómi.
Sömu sögu er að segja um kröfu
þeirra til launaðs samvistartima líkt
og hjá slökkvfliðsmönnum í Reykja-
vík.
Úrskurður áður felldur úr gildi
Árið 1998 felldi Hæstiréttur úr
gildi hluta úrskurðar kaupskrár-
nefndar frá því í maí 1996. Féllst
rétturinn á kröfu LSS f.h. slökkvi-
liðsmanna á Keflavíkurflugvelli, um
að úrskurðurinn uppfyllti ekki kröf-
ur stjórnsýslulaga og reglna um
kaupskrárnefnd að því er varðar
form og rökstuðning. Þar sem nefnd-
in hefði það mikilvæga hlutverk að
úrskurða endanlega á stjómsýslu-
stigi um kjaramál manna yrði að
gera ríkar kröfur til hennar um
vandaða málsmeðferð.
Úrskurð kaupskrárnefndar, sem
héraðsdómur felldi úr gildi í gær,
felldi nefndin eftir endumpptöku
þessa máls.