Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sannkölluð tíma- mótasýning MYIVDLIST Kjarvalsstaðir HÖNNUN ÍSLENSKIR HÖNNUÐIR Á20. ÖLD Til 12. nóvember. Opið daglega frá kl. 10-18. MÓT er trúlega sýningin sem flestir hafa verið að bíða eftir frá því farið var að tala um íslenska hönnun. Þegar hlaupin er slík gróska í fagið getur maður vart annað en klórað sér í kollinum og spurt: - Hvers vegna var þessi sýning ekki komin fyrir löngu? Svarið er ofur einfalt. I fyrsta sinn erum við að átta okkur á hvílíkum framförum íslenskur iðnaður hefur tekið á liðnum árum. Hrós annarra þjóða sem hljómar svo sætlega í eyrum okkar heyrir ekki lengur til undantekninga þegar talið berst að íslenskri framleiðslu. Það er þó ör- stutt síðan vörumerki á borð við Marel, X18 og Össur tóku að gera garðinn frægan. Lengst af höfðum við sjálfir sáralitla trú á því sem við framleiddum enda voru tæki- færin til þróunar hvers kyns frum- gerða mjög takmörkuð. Hver man ekki fellistól Valdimars Harðarson- ar sem hann neyddist til að selja úr landi sökum þess að enginn inn- lendur aðili taldi sig þess umkom- inn að styrkja þróun hugmyndar- innar? Hitt er þó miklu verra og það er hve lítill áhugi hefur verið á því að varðveita afrakstur íslensks hug- vits gegnum tíðina. Það var dæmi- gert þegar finna átti upprunalegan kútter frá hinni margfrægu skútu- öld undir aldamótin síðustu að eng- in skúta fannst utan ein og var þá búið að gjörbreyta henni í vélbát. Þannig höfum við vanist því að fleygja öllu sem ekki var lengur í tísku, hárviss um að nýjasta nýtt tæki öllu öðru fram um gæði og fegurð. Aðstandendur sýningarinn- ar á Kjarvalsstöðum kvörtuðu yfir því hve miklu var búið að farga af þeirri hönnun sem verið hafði flaggskip módernískrar byltingar á fyrri hluta aldarinnar og um mið- bik hennar. Lýsingarorð á borð við „hallærislegur" eða „gamaldags" nægir enn til að sögulegum verð- mætum sé umhugsunarlaust komið í lóg. Segja má að neikvæð nýjunga- girni hafi elt okkur út óldina og ef til vill gott betur. Virðingarleysi fyrir hefðbundinni og framsækinni fagmennsku hefur löngum gert okkur grunnhyggna í garð eigin listfengis enda ber stöðugt brott- kast á hönnun vott um afar reikula sjálfsímynd. Vonandi verður sýningin Mót til að breyta þessum erkilesti í stolt yfir gömlum og nýjum afrekum á sviði hönnunar í sinni fjölþættustu mynd. Af nægu er að taka í vest- ursal Kjarvalsstaða þar sem hvers kyns hönnun - húsgögn, fatnaður, skartgripir, tæki, húsagerð, grafísk logo og tölvumyndgerð - fyllir rýmið, haganlega fyrir komið á þar til gerðum sviðspöllum og bláum, gagnsæjum plexístöplum og hillum. Meðfylgjandi sýningarskrá er þykk og sneisafull af girnilegum fróðleik. Fyrri hluti hennar rekur aldar- langa sögu nánast frá ári til árs svo hægt er að sjá breytingarnar sem verða frá nítjánhundruð til okkar daga. Með þessu fyrirkomulagi geta lesendur rakið sig eftir þekkt- um dæmum og höfundum þeirra. Umbrotið er einstaklega líflegt og litríkt, og textinn leynir á sér. Við fyrstu sýn virðist hann hvorki mik- ill né merkilegur, en smám saman dregur hann til sín athygli les- Baujukollur þeirra Manfreðs Vilhjálmssonar og Dieter Roth fyrir Tónabæ, 1964. andans og þá kemur greinargott yfirlitið í ljós, lagt út með sérstakri tilfinningu fyrir lit, lögun og letur- gerð. Hér er á ferðinni eigulegur gripur sem vonandi getur snúið við þeim illskiljanlega plagsið að láta sem sýningaskrár séu ekki til. Of langt mál væri að fara ofan í saumana á þessari margslungnu sýningu, en uppsetning hennar er afrek út af fyrir sig. Allt í einu eru hlutirnir rifnir upp af föndurplan- inu og ljósi brugðið á það sem of lengi hefur legið í þagnargildi; að við eigum mun ríkulegri hönnunar- arfleifð en við þorðum að vona. Það sem hefur hamlað framförum í fag- inu er þögnin, þessi dragbítur allra íslenskra lista, sem svæfir umræð- una og leggur dauða hönd á allt kröftugt framtak. A verklega plan- inu er tekist á um vægi og virð- ingu. Við höfum of lengi lifað við þá lygi að hlutirnir komi af sjálfu sér án allrar aðhlynningar. Hönnuðin- um hefur oftar en ekki verið ýtt út í horn eftir að búið var að þurrausa hugmyndabrunn hans. Þannig hafa Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Horft yfir hluta af sýningunni Mót í vestursal Kjarvalsstaða. Á veggnum fyrir aftan má lesa kjörorð Philippe Stark. Samskiptaleikur hörkutólanna frá Gagarín og Jóns Óskars er ágætt dæmi um sambræðslu íslenskrar margmiðlunartækni og hönnunar. hlutirnir dagað uppi í skorti á allri heilbrigðri framtíðarsýn. Þögnin er einmitt versti óvinur framþróunar og það virðist einung- is vera vegna afskiptaleysis sem allir þeir merkilegu hlutir sem prýða vestursal Kjarvalsstaða hafa ekki fyrr ratað saman á sýningu. Vissulega er margt óráðið enda er íslensk hönnun enn í startholun- um. Sýningin á Kjarvalsstöðum kem- ur þó langþráð á besta tíma til að blása byr í seglin og og sýna al- menningi fram á nauðsyn þess að rækilega sé stutt við hina ungu en margslungnu atvinnugrein. Eftir er að treysta betur grunninn - helst með útgáfu hönnunar-, húsagerðar- og listtímarits - og efla svo áhug- ann að ekki verði aftur snúið. Vit- undarvakningin sem orðið hefur kringum Form ísland, hönnunar- deild Listaháskólans og nýstofnað Hönnunarsafn er vísastur vegur til að treysta frumkvæðið. Það er því við hæfi að óska öllum hlutaðeig- andi til hamingju með þessa stór- merku tímamótasýningu á Kjar- valsstöðum. Halldór Björn Runólfsson Moore í Kína VEGFARANDI virðir hér fyrir sér einn skúlptiira breska myndhöggvarans Henry Moore í Behai-garðinum í Kína. Tólf af skúlptúrum listamannsins prýða Behai-lystigarðinn þessa dagana, en Moore var hlynntur því að verk hans skyldu sýnd úti í náttúrunni svo hægt væri að virða þau fyrir sér frá öllum hliðum. M-2000 Midvikudagur 18. október SALURINN KL. 20 ART2000 - Alþjóðleg raf- og tölvu- tónllstarhátíö Fyrsta alþjóðlega raf- og tölvutón- . listarhátfðin sem haldin hefur verið á íslandi. Haldnirverða 11 tónleikarí Salnum og vfðar þar sem saga (fortíð, nútíð og framtíð) raf- og tðlvutðnlistar er meginþemað. Við opnun hátíðarinnar verðurgefinn út fyrsti geisladiskurinn með verkum Magnúsar Blöndal Jóhannssonar og tónleikarverða íþoði Tónskáldafé- lags íslands en tónleikarnir marka einnig upphafað íslenskri tðnlist ílok 20. aldar. Þessi þriðji og síðasti hluti hátíðar Tónskáldafélagsins verður tileinkaður tónsmíðum frá 1985 og til aldarloka og beryfirskriftina „ Framtíðarsýn" LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNARHÚSIÐ cafe9.net 13-15: KinderCargo, verkstæði þar sem þórn geta unnið efni og skrifast á viðjafnaldra sína íhinum þorgunum (alla miðvikudaga frá 13- 15). www.cafe9.net Gestir frá Tékklandi TONLIST Salurinn KAMMERTÓNLEIKAR Ivan Zenaty fiðluleikari og Jaromír Klepáé pfanóleikari lcku Scherzo eftir Jóhannes Brahms, Sdnötu í A- dúr fyrir fiðlu og píanó eftir César Franck og Sónötu nr. 9 í A-dúr op. 47 fyrir fiðlu og píand eftir Ludwig van Beethoven. Sunnudag kl. 20. FYRIR um aldarfjórðungi var það slíkur viðburður að fá erlenda tónlistarmenn hingað til lands, að allir þeir sem vettlingi gátu valdið og á annað borð höfðu áhuga á tónlist fóru að hlusta. Þá voru tón- leikar Tónlistarfélagsins í Reykja- vík og Kammermúsíkklúbbsins helsti vettvangur erlendra gesta. Nú er öldin önnur, og erlendir tónlistarmenn æ sjaldséðari gestir, nema á stórhátíðum á borð við Listahátíð í Reykjavík. í vor kom hingað tríó frá Kraká og lék lista- vel í Salnum og í sama húsi lék fransk-kanadískur píanóleikari í fyrrahaust; allt voru þetta fram- úrskarandi listamenn. Ég minnist þess að á hvorumtveggja þessara tónleika var venju fremur fá- mennt; - ótrúlega fámennt í Ijósi þess um hve mikla músíkanta var að ræða. Á sunnudagskvöldið voru tveir Tékkar gestir Salarins, þeir Ivan Zenaty fiðluleikari og Jar- omír Klepác píanóleikari. Ferils- skrár þessara manna eru langar og litríkar og báðir eigar alls kyns verðlaun og viðurkenningar í handraðanum. Enn gerðist það þó, að allt of fámennt var í salnum, og varla létt verk fyrir langt að komna tónlistarmenn að rífa upp stemmningu í hálf-tómu húsi. Þeir Ivan Zenaty og Jaromír Klepáé riðu á vaðið með Scherzo fyrir fiðlu og píanó eftir Jóhannes Brahms. Þeir léku verkið feiknavel og af þeim Brahmsíska eldmóð sem til þarf. Sónata í A-dúr eftir César Franck er eitt fallegasta verk sinnar tegundar og þyldi vel að heyrast oftar. Verkið var brúð- argjöf tónskáldsins til vinar síns og landa, fiðluleikarans Eugéne Ysafe árið 1886, sem frumflutti verkið síðar sama ár. Sónatan er byggð á þriggja tóna stefi, - þeim þremur tónum sem fiðlan leikur í upphafi. Þetta stef heyrist í ýms- um myndum í upphafi allra þátta verksins og enn útfærðari mynd- um allt verkið á enda. Tékknesku tónlistarmennirnir léku verkið ákaflega vel. Zenaty lék sérstaklega fallega veikt piano í upphafi verksins, þar sem verkið eins og grær inn í sjálft sig úr þessu upphafsstefi og vex svo smám saman ásmegin. Hann lék þó of dramatískt í sterkari köflun- um og þungt víbrató gerði það að verkum að gegnsær og loftkennd- ur andblær þáttarins skilaði sér ekki sem skyldi. Það er þó ekki hægt að segja annað en að verkið hafi í heild verið stórvel leikið og tónn fiðluleikarans var jafnan mjög fallegur. Píanóleikarinn var skínandi góður og samleikur þeirra í sónötunni eins og best verður á kosið. Sónata Beethovens í A-dúr fyrir fiðlu og píanó gengur jafnan undir nafninu Kreutzer sónatan eftir píanóleikaranum sem Beethoven samdi verkið fyrir. Verkið var þó ekki samið fyrir Kreutzer; - held- ur George Bridgetower árið 1803, en hann frumflutti verkið með miklum glans sama ár. Beethoven var kominn í svoddan tímaþröng með verkið, þegar frumflutningur- inn stóð fyrir dyrum, að í stað þess að semja lokaþátt, dró hann fram lokaþátt í sömu tóntegund úr ann- arri sónötu sem hann hafði samið en lagt á hilluna. Lokaþátturinn er brilliant; - léttur og kátur og mikil andstæða fyrri þáttanna. Það var eitthvað aera ekki small saman í leik Ivans Zenatys og Jar- omírs Klepáés á sónötu Beethov- ens. Báðir léku þeir þó óaðfinnan- lega. Það vantaði einhvern sann- færingarkraft sem hefði fullvissað mann um að þarna væru ekki bara flinkir músíkantar í vinnu, sem þeir væru orðnir svolítið þreyttir á, heldur eitthvað meira. Fiðluleik- arinn hefði þurft að leika utanað, og flygillinn hefði kannski átt að vera aðeins minna opinn til að jafnvægið milli þeirra hefði verið betra. Neistinn sem kveiknaði í leik þeirra á Sónötu Césars Francks var við það að slokkna þegar kom að lokaþættinum í Beethovensónötunni. Þá náðu þeir sér á strik og léku skínandi vel. Það kom á óvart að langbesta atriði tónleikanna var fyrsta auká- lagið, - lítið lag eftir Béla Bartók byggt á þjóðlagi. Þar fóru þeir fé- lagar á kostum, enda búnir að fleygja frá sér nótunum. Þar sá maður að þetta var eitthvað sem þeir bæðu kunnu og unnu og þeir komust á mikið flug. Bergþóra Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.