Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 V STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMKOMULAG I SHARM EL-SHEIKH ÞAÐ dregur enginn í efa að sam- komulag það er náðist á fundi þeirra Ehud Baraks, forsætis- ráðherra Israels, og Yasser Arafats, leiðtoga Palestínumanna, í Sharm el- Sheikh í Egyptalandi í gær er brot- hætt. Það sést kannski best á því að þrátt fyrir samkomulagið héldu átök áfram á Vesturbakkanum og Gaza eftir að tilkynnt hafði verið um það. Það breytir hins vegar ekki mikil- vægi samkomulagsins. Eftir þriggja vikna stigmagnandi ofbeldi virtist sem sá árangur er náðst hefur í við- ræðum síðustu sjö ár væri að verða að engu. Umheiminn hryllti við að sjá palestínsk börn drepin af ísraelskum hermönnum. Palestínumenn hefndu sín með hrottalegum morðum á þremur ísraelskum hermönnum síð- astliðinn fimmtudag og harkaleg við- brögð og gagnárásir Israela gerðu vonir margra að engu. í stað þess að endanlegt samkomu- lag í Palestínudeilunni væri í augsýn, líkt og talið var í sumar, skipti nú mestu að fá leiðtoga Israels og Pal- estínumanna til að ræða saman og slíðra sverðin. Það virðist hafa tekist með sameig- inlegu átaki þeirra Bill Clintons Bandaríkjaforseta, Kofi Annans, framkvæmdastjóra SÞ, Abdullah Jórdaníukonungs og Hosni Mubar- aks, forseta Egyptalands. ísraelar fallast á að draga herlið til baka frá sjálfstjórnarsvæðum Palest- ínumanna á Vesturbakkanum og Gaza og opna þau að nýju, þar með talinn flugvöllinn í Gaza. Alþjóðleg nefnd mun kanna orsakir átaka síð- ustu vikna og Bandaríkjastjórn mun reyna að koma friðarumleitunum af stað á nýjan leik. Þá hefur verið haft eftir ísraelskum embættismönnum að leynilegt samkomulag hafi verið gert um fyrirkomulag öryggismála. Samkomulag sem þetta er hins vegar einskis virði sé því ekki fram- fylgt. Því reynir nú á leiðtogana á næstu dögum að sýna í verki að þeim er alvara. Báðir eiga þeir við ramman reip að draga heima fyrir. Barak hefur boðað myndun þjóðstjórnar sem Ariel Shar- on, hinn herskái leiðtogi Likud, myndi eiga aðild að. Arafat þarf að takast á við öfl á borð við Hamas er hafa lítinn áhuga á friðsamlegri sam- búð við ísraela. Slík lausn verður hins vegar að finnast líkt og ísraelski rithöfundur- inn Amos Oz bendir á í grein í Morg- unblaðinu í gær: „Þessu mun ljúka. Því mun ljúka með málamiðlun og tvö ríki verða lausnin. Hvorki gyðingar né Palestínumenn munu fara nokk- urn skapaðan hlut. Þeir geta ekki búið saman eins og sameinuð og ham- ingjusöm fjölskylda vegna þess að þeir eru ekki sameinaðir, þeir eru ekki hamingjusamir og varla hægt að segja að þeir séu fjölskylda. Eina lausnin er að draga einhvers staðar markalínu í samræmi við búsetu- mynstur þjóðanna og gerast ná- grannar. Ekki bræður og systur, að- eins siðaðir grannar. Þetta mun gerast og jafnvel fyrr en flestir geta ímyndað sér á þessum hræðilegu tímum. Þegar það gerist munu hinir látnu úr röðum beggja stara á okkur án aflást og spyrja hvers vegna, hver var ástæðan?" UPPBOÐ A RASUMI BANDARIKJUNUM BANDARIKJAMENN hafa nú fylgt í fótspor nokkurra Evrópu- ríkja og ákveðið að efna til uppboðs á fjarskiptarásum eða rafsegulbylgjum. Clinton Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér sérstaka yfirlýsingu um málið og það er talið til marks um mikilvægi þess í augum Bandaríkjastjórnar að sagt er að forsetinn hafi haft persónu- leg afskipti af þeirri stefnumörkun sem nú hefur verið kynnt. í frásögn bandaríska stórblaðsins New York Times af þessari ákvörðun segir, að fjarskiptarásir séu orðnar helzta verðmæti nýja hagkerfisins, jafnmikilvæg verðmæti og olía og kol voru á tímum iðnbyltingarinnar. Þetta er mikið sagt en ekki ofsagt. Bandaríkjamenn stefna að því, að haustið 2002 fari fram mjög umfangs- mikið uppboð á leyfum til þess að reka hina svokölluðu þriðju kynslóð far- síma. Er gert ráð fyrir að tekjur ríkis- sjóðs Bandaríkjanna af þessu uppboði verði gífurlegar. Ljóst er af fréttum- af þessari ákvörðun Clintons og stjórnar hans að aðstæður eru töluvert ólíkar í Bandaríkjunum frá því sem er í Evrópu. Og af þeim sökum eru að- gerðir Bandaríkjastjórnar á þessu sviði yfírgripsmeiri en jafnframt flóknari. Raunar hafa útvarpsrásir og sjónvarpsrásir verið boðnar upp í Bandaríkjunum í langan tíma eins og raunar í Bretlandi allt frá því snemma á valdaferli Thatcher. Þau uppboð hafa hins vegar verið með mismun- andi hætti og tekið mið af staðbundn- um aðstæðum. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því, að þeir séu að verða eftirbátar Evrópuþjóða í þessum efn- um og telja það hættulegt vegna þess, að hin nýja fjarskiptatækni sé undir- staða framfara á næstu árum og ára- tugum. Sú ákvörðun Bandaríkjastjórnar að fylgja í kjölfar Evrópuþjóðanna að þessu leyti að vandlega íhuguðu máli er enn ein staðfesting á því, að þær þjóðir, sem hafa ákveðið að fara þessa leið, hafa valið rétt. í skýrslu Auðlindanefndar er lagt til að sama leið verði farin hér við út- hlutun á rafsegulbylgjum. Ákvörðun Bandaríkjastjórnar styrkir málstað þeirra sem barizt hafa fyrir því, að þetta fyrirkomulag verði tekið upp hér. Tvær meginröksemdir eru fyrir því að fara þessa leið. Önnur er sú, að þarna er um mikil verðmæti að ræða eins og fram kemur í skýrslu Clintons. Hin að það er nánast ómögulegt að út- hluta þessum verðmætum á annan veg með sanngjörnum hætti. Hvernig ætti það að gerast? Með pólitískum ákvörðunum? Auðvitað sjá menn, þegar vel er að gáð, að önnur leið er einfaldlega ekki fær. Reuters Leiðtogarnir á fundinum í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi á mánudag. Frá vinstri: Kofí Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, Bill Clinton Bandaríkjaforseti, Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, Hosni Mubarak Egyptalandsforseti og Abdullah Jórdaníukonung- ur. Einnig var á fundinum Javier Solana, talsmaður Evrópusambandsins í utanríkis-og varnarmálum. Otryggt hlé og traustið horfíð Talið er að hvorki Barak né Arafat sé lík- legur til að geta staðið við samkomulagið í Sharm el-Sheikh, segir í grein Kristjáns Jónssonar. Staða þeirra á heimavígstöðv- um sé einfaldlega of veik og harðlínumenn muni taka af þeim ráðin. LEIÐTOGAR ísraela og Palestínumanna, þeir Ehud Barak og Yasser Arafat, létu loks undan miklum þrýstingi Bandaríkjamanna og fleiri þjóðarleiðtoga í strandbæn- um Sharm el-Sheikh á mánudag. Barak og Arafat hétu því að beita sér fýrir aðgerðum til að stöðva of- beldið á svæðum Palestínumanna. En endanlegur friður er varla í augsýn. Trúnaðurinn sem var far- inn að myndast milli deiluaðila síð- ustu sjö árin er horfinn, væntingar brostnar. Nú eru það herskárri öfl sem móta stefnuna og hafna niður- stöðunni á mánudag. „Hið nýja afl sem leyst hefur verið úr læðingi í Palestínu og arabaheiminum var ekki tekið með í reikninginn í um- ræðunum í Sharm el-Sheikh,“ segir Hanan Ashrawi, palestínskur þing- maður sem talin hefur verið hófsöm. íbúar sjálfsstjórnarsvæðanna eru örvæntingarfullir. Kjör þeirra hafa ekkert batnað þrátt fyrir friðarum- leitanimar síðustu árin, þeir eru einnig margir búnir að missa trú á stjóm Arafats vegna mannréttinda- brota hennar og mikillar spillingar í röðum ráðherranna. Mannfallið að undanfömu, flugskeytaárásirnar og auðmýkingin sem fylgir banni Isra- ela við umferð milli sjálfsstjómar- svæðanna hjálpast að við auka á heiftina. Hinum megin víglínunnar er svo komið að meirihluti ísraela er nú orðinn vantrúaður á friðarferlið. „Það er aldrei hægt að treysta ar- öbum,“ sagði ungur Israeli í sjónvarps- viðtali. Sjónvarpsmynd- ir af æstum múg sem misþyrmdi og tók af lífi tvo ísraelska hermenn sem höfðu villst inn á svæði Palestínumanna í Ramallah eru eins og greyptar í vitund fólks í Israel. En hver var niðurstaðan á mánu- dag? Barak og Arafat urðu m.a. sammála um að þegar í stað yrði komið á vopnahléi og ísraelskt her- lið dregið tÚ baka til sömu stöðva og það var á áður en átökin hófust fyrir rúmum tveim vikum. Bandaríkja- menn munu verða í forsvari fyrir nefnd sem kanna á tildrög óeirð- anna en munu ráðfæra sig við Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ. Hafnar verða aftur tilraunir til að semja um endanlegan frið og munu Bandaríkjamenn í því skyni hafa Israelar hafa ekki lengur trú á frióar- viðleitninni samráð við fulltrúa ísraela og Pal- estínumanna næstu tvær vikumar. Ekki var minnst á eina af mikilvæg- ustu kröfum ísraela, að stjóm Pal- estínu hefði hemil á eða afvopnaði svonefndar Tanzim-sveitir Fatah- hreyfingarinnar, hinna gömlu sam- taka Arafats. Israelar benda á að liðsmenn sveitanna hafi róið undir átökum og beitt skotvopnum gegn ísraelskum hermönnum sem hafi varið sig. En þegar skotið sé inn í mannþröng, sem byssumennimir noti sem skjöld, sé óhjákvæmilegt að óbreyttir borgarar falli. Við fyrstu sýn virðist sem Arafat hafi ekki tekist vel upp. Ljóst er að hann fékk ekki í gegn kröfuna um alþjóðlega rannsókn á aðdraganda átakanna. Israelar segjast hafa slæma reynslu af hlutlægni alþjóð- legra nefnda og stofnana er fjalli um deilurnar og þeir neituðu að fallast á rannsókn nema Bandaríkin væm þar í forsæti. Reyndu að draga úr væntingum Báðir reyndu leiðtogarnir tveir að draga úr væntingum um árangur af fundinum áður en hann hófst og ljóst er að mikil andstaða var við þátttöku í honum meðal palestínsks almennings. Líklegt er að öfgahóp- ar reyni að grafa undan honum með tilræðum og öðram aðgerðum. Það sem skiptir enn meira máli, ekki var nóg með að Hamas og fleiri heit- trúarsamtök legðist gegn fundinum heldur vora sumir af nánustu sam- --------- starfsmönnum Arafats einnig andvígir viðræð- um núna. Eitt af því sem emb- ættismenn Israela og ýmsir fréttaskýrendur velta nú fyrir sér er hvort Arafat vilji í reynd koma á friði áður en fundur Arababanda- lagsins hefst í Kaíró á laugardag. Ef hann hefur frá upphafi eða á síðari stigum átakanna ákveðið að reyna að nota píslarvætti óbreyttra borg- ara, unglinga og barna til að fá stuðning múslimaþjóða er það hon- um til framdráttar að enn verði bar- ist á sjálfsstjórnarsvæðunum á laugardag. Hversu kaldranalegt og ógeðfellt sem Vesturlandabúum kann að þykja það era sjónvarps- myndir af látnum og slösuðum mót- mælendum mikilvægt innlegg í bar- áttu Palestínumanna fyrir kröfum sínum um fullt sjálfstæði og óskert yfirráð yfir Austur-Jerúsalem. Pal- estínumenn vita flestir að þeir munu ekki sigra ísraelsher í styrjöld. Vonir þeirra byggjast á almenn- ingsálitinu, viðbrögðum umheims- ins, hneykslun áhorfenda sem sjá hermenn berjast gegn vopnlausu fólki og unglingum sem gjarnan era í fararbroddi þegar ráðist er á vígi Israela. „Þú ert ekki í CNN núna,“ hreytti Shlomo Ben-Ami, utanríkisráð- herra Israels, út úr sér þegar einn af talsmönnum Palestínumanna í Sharm el-Sheikh, Saeb Erekat, réðst með óbótaskömmum á ísraela íyrir að reyna að koma þjóð sinni á kné með vopnavaldi. Nú er það styrkur leiðtoganna tveggja, Arafats og Baraks, á heimavelli sem allt snýst um og margir efast um að þeir hafi burði til að fylgja ákvæðunum eftir. Veik staða Arafats Arafat hefur verið hart gagn- rýndur fyrir að taka ekki af skarið og beita sér fyrir því að ofbeldisfull- um mótmælum gegn Israelum verði hætt og Ijóst er að hann er orðinn hræddur við að taka áhættu. Hann óttast að missa taumana úr hendi sér. Á fundi sem haldinn var í Camp David í Bandaríkjunum í sumar hafnaði hann tilboði Baraks sem teygði sig lengra í átt að sjónarmið- um Palestínumanna en nokkur ísra- elskur leiðtogi hafði áður gert. Ara- fat bar því við að hann hefði ekki umboð til að sætta sig við málamiðl- un um Jerúsalem og gæti heldur ekki sætt sig við að ákvörðun um stöðu borgarinnar yrði frestað. Jerúsalem og hinir helgu staðir múslima í Gömlu borginni væru mál allra múslima, sagði hann. Aðrir benda á að hlutskipti þriggja til fjögurra milljóna palest- ínskra flóttamanna sem bjuggu á svæðum, er áfram verða undir stjóm Israela, hafi ekki enn verið rætt að neinu ráði. Þótt samkomu- lag náist um aðra hluti sé vandi flóttafólksins, sem margt býr í Jórd- aníu og Líbanon, enn óleystur og enginn viti hvemig bæta skuli því skaðann undanfama fimm áratugi. Er Arafat kom heim státaði hann af því að hafa ekki slakað til og í fjölmiðlum Palestínustjómar var farið að hvetja til jihad, heilags stríðs, gegn Israelum um Jerúsal- em. Slík áköll era svo ofnotuð í heimi islams að áhrifin era ekki allt- af mikil. En ísraelar töldu samt að Arafat og menn hans sýndu ábyrgð- arleysi með því að nota slagorð af þessu tagi meðan friðarferlið var í biðstöðu. Og fyrir Barak skiptu þau máli; í hvert sinn sem Sharon og aðrir and- stæðingar allra tilslakana í viðræð- um við Arafat tjáðu sig fundu þeir nóg af skotfæram í áróðri Palestínu- manna til að rökstyðja þá skoðun sína að arabar vildu í raun og vera stríð en ekki frið, hvað sem ákvæði FRA CAMP DAVID TIL SHARM EL-SHEIKH 11. júlí: _______Bill Clinton efnir til leiðtogafundar með Ehud Barak og Yasser Arafat í Camp David í Bandaríkjunum. Leiðtogar ísraela og Palestínumanna hefja í fyrsta sinn samningaviðræður um erfiðustu deilumál þeirra með það að markmiði að ná endanlegu friðarsamkomulagi. HAHmraLeiðtoaafundinum lýkur án samkomulags eftir 15 daga. Deilur um yfirráð yfir Jerúsalem og framtíð palestínskra flóttamanna eru helstu ásteyt- ingarsteinarnir. Palestínumenn vilja að Austur-Jerúsalem verði höfuðborg fyrirhugaðs ríkis þeirra. ísraelar hernámu borgarhlutann í sex daga stríðinu 1967 og segja að Jerúsalem sé óskiptanleg höfuðborg (sraels. |^jJ2U^Arafat fer í ferð til fjölmargra ríkja til að afla sér stuðnings við stefnu sína. Arabaríki styðja þá afstöðu hans að hafna tilslökunum í deilunni um Jerúsalem en mörg vestræn ríki hvetja hann til að lýsa ekki yfir stofnun sjálfstæðs ríkis 13. september þegar friðarviðræðunum átti að Ijúka. ^E2SHSci'nton tekst ekki leysa deiluna í viðræðum við Arafat og Barak i New York á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í tilefni af árþúsundamótunum. ^^^^^2223 Þing Palestínumanna ákveður að fresta því að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis til að hægt verði að reyna til þrautar að ná friðarsamningi. Þingið á að ræða málið aftur 15. nóvember. aö ná varanlegum friðarsamningi rennur út án þess að samkomulag sé í sjónmáli. EEEDSSSSSaAriei Sharon, leiðtogi ísraelskra hægrimanna, fer á helga staði gyðinga og múslima í Jerúsalem. Ferðin verður til þess að átök blossa upp milli palestínskra mótmælenda og ísraelskra öryggissveita. Tugir manna særast. Palestinumenn berjast við ísraelskar öryggissveitir sem skjóta á þá gúmmíhúðuðum byssukúlum við al-Aqsa moskuna i Gömlu borginni í Jerúsalem. Nokkrir Palestínumenn bíða bana. EESEEÍEBÁtt* blossa upp á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum. PE3ESE3ísraeiskir arabar og gyðingar berjast í bæjum í norðurhluta israels. 4. október: ____________[Arafat og Barak ræða við Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandarikjanna, í París. Arafat neitar að undirrita samning um að binda enda á átökin þar sem ekki náðist samkomulag um að hefja alþjóð- lega rannsókn á tildrögum þeirra. BESgjSaAraM ræðir við Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, og Albright í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi. Barak sér ekki ástæðu til að fara á fundinn vegna afstöðu Arafats í viðræðunum í París. örvooisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir ályktun þar sem Israelar eru gagnrýndir fyrir að beita of mikilli hörku í átökunum við Palestínumenn. Bandaríkin sitja hjá. Barak setur Palestínumönnum úrslita- kosti og segir að bindi þeir ekki enda á átökin líti ísraelsstjórn svo á að friðarviðræðunum sé lokið. Skæruliðahreyfingin Hizbollah í Líbanon tekur þrjá ísraelska hermenn til fanga í árás yfir landamærin að ísrael. 9. október: ___________|Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fer til Miðausturlanda til að reyna að afstýra því að friðarumleitanirnar renni algjörlega út i sandinn vegna átakanna. BXmgismel^ar herþyrlur skjóta flugskeytum á nokkur skotmörk í tveimur palestínskum borgum eftir að æstur múgur Palestínumanna myrðir tvo ísraelska hermenn í palestínskri lögreglustöð. |EESS33Aratat °9 Barak sitja leiðtogafund með Clinton, Mubarak og Abdullah Jórdaníukonungi til að reyna að binda enda á átökin. nŒEESEBLBÍðtogeifundinum lýkur með því að Arafat og Barak sam- þykkja að binda enda á blóðsúthellingarnar, hefja rannsókn á tildrögum átakanna og kanna leiðir til að hefja friðarviðræðurnar að nýju. Átökin hafa kostað rúmlega 100 manns lífið. friðarsamninga segðu til um. Síðustu daga hefur Arafat hvatt til einingar allra Palestínumanna og undanskilur þá ekki Hamas. Barak hefur fyi-ir sitt leyti reynt að fá harðlínumanninn Áriel Sharon og hægriflokk hans, Likud, til að mynda með sér þjóðstjórn. Það myndi verða „koss dauðans" fyrir friðarviðleitnina, segir áðumefndur Saeb Erekat. Herskáustu öfl beggja deiluaðila gætu þannig fengið ráðherraemb- ætti og bundið skjótan enda á allar friðaramleitanir. Slíka martröð þora ráðmenn Vesturveldanna varla að hugsa um og sama er að segja um menn eins Hosni Mubarak Egypta- landsforseta sem óttast að allt fari í bál og brand í Miðausturlöndum ef svo illa takist til. Israelar sýr.a vandkvæðum Pal- estínuleiðtogans ekki mikinn skiln- ing. „Ef Arafat gat ekki samið um frið í Camp David vegna pólitískra aðstæðna átti hann að segja það og þá hefðu friðaráætlanir tekið mið af því,“ segir ísraelskur embættismaður í samtali við Morg- unblaðið. Gerði stjórn Clintons mistök í Camp David? Clinton Bandaríkjaforseti lætur af störfum í janúar og hafði hugsað sér að tryggja sér góð eftirmæli með því að koma á varanlegum friði milli Palestínumanna og Israela. í grein í The New York Times í vik- unni er sagt frá því að margir álíti nú að forsetinn og menn hans hafi gengið of hart fram er efnt var til viðræðnanna í sumar. Arafat hafi alls ekki verið reiðubúinn og þurft meiri tíma. Enn er eftir að finna lausn á vanda flóttamanna Aðrir segja að ákveðinn grund- vallarmisskilningur hafi spillt fyrir. Friðarviðleitnin á valdaskeiði Clintons hefur aukið skilning milli valdastéttarinnar í röðum Israela og Palestínumanna en ekki milli þjóðanna sem slíkra, hafði The New York Times eftir bandarískum emb- ættismanni. Blaðið segir að Clinton og Barak hafi viljað allt eða ekkert og þessi stefna hafi ef til vill skemmt fyrir friðaramleitunum. Barak vildi styrkja stöðu sína innanlands með því að tryggja endanlegan frið. Stjóm hans hefur nú misst meiri- hluta sinn á þinginu, Knesset, sem kemur saman eftir rúma viku. Með því að beita sér fyrir tilslökunum gagnvart Palestínumönnum, viður- kenna m.a. rétt þeirra til Austur- Jerúsalem, hefur hann glatað stuðn- ingi nokkurra mikilvægra stjórn- málamanna heima fyrir án þess að vinna friðinn. Sjálfur er hann kosinn beinni kosningu en ljóst að án meirihlutastuðn- ings á þingi getur hann sig hvergi hrært. í könn- unum segja 70% aðspurðra Israela að hann hafi staðið sig illa sem for- sætisráðherra. En hvað bíður þjóðanna ef hrak- spárnar rætast? Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, er ekki í vafa í grein sem hún birti á mánudag. „Síðastliðna viku höfum við getað skyggnst inn í framtíð án sameigin- legrar sýnar, framtíð gatnanna þar sem hvarvetna era deyjandi börn og hermenn era myrtir, grjót flýgur um loftið, þyrlur sveima yfir og hat- ur er í loftinu," sagði Álbright og hvatti til þess að aftur yrði byrjað að vinnauð traustum friði. ✓ 22% Islendinga eru með einkenni vélindabakflæðis Brýnt að fólk reyni að halda einkennum niðri Mikill fjöldi íslendinga þjáist af svokölluðu vél- indabakflæði sem veld- ur gjarnan miklum óþægindum og getur jafnvel leitt til alvar- legra sjúkdóma. I gær var hrundið af stað átaki að frumkvæði Fé- lags sérfræðinga í melt- ingarsjúkdómum til að auka vitneskju og efla forvarnir. TALIÐ er að um 22% Is- lendinga séu með ein- kenni svokallaðs vélinda- bakflæðis, sem lýsir sér fyrst og fremst með brjóstsviða og nábít, en sérstakt átak hefur verið sett af stað að framkvæði Félags sérfræðinga í meltingarsjúkdómum til að auka almenna vitneskju um þennan kvilla og þar af leiðandi efla forvarnir gegn honum. Átak þetta er fyrsta viðfangsefni þverfaglegs verkefnis sem kallast Vitundar- vakning, og miðar að því að hefja skipulegar forvamir gegn sjúkdóm- um í meltingarvegi. Sérfræðingar í meltingarsjúk- dómum hafa framkvæði að Vitund- arvakningu, en verkefnið er unnið í samráði við heimilislækna, skurð- lækna og hjúkranarfræðinga meðal annarra. Samvinna er einnig höfð við Landlæknisembættið og Krabbameinsfélagið og einnig er haft samráð við Evrópusamtök meltingarsérfræðinga. Framleiðni um 7-10 milljörd- um lægri á ári vegna kvillans Við kynningu á verkefninu í gær sagði Ásgeir Theodórsson sérfræð- ingur í meltingarsjúkdómum og formaður stýrihóps verkefnisins að ný athugun sýndi að um 22% Is- lendinga væra með einkenni vél- indabakflæðis, en að almenningur væri engu að síður afar illa upplýst- ur um þennan kvilla. Árni Ragnar Árnason, alþingis- maður og meðlimur í stýrihópi verkefnisins, sagði að talið væri að fjarvistir frá vinnu og minni fram- leiðni væri veraleg vegna þessa kvilla. Ætla mætti aðfjöldi þeirra sem haldinn væri vélindabakflæði hér væri svipaður og í Svíþjóð og samkvæmt útreikningum um minni framleiðni sem afleiðing af þessum kvilla þar mætti áætla að framleiðni hér væri um sjö til tíu milljörðum króna lægri á ári en ella, vegna kvillans. Brjóstsviði, nábítur, sársauki við að kyngja og bijóstverkur Orsök bakflæðis er sú að loku- vöðvinn í vélindanu starfar ekki eðlilega og þannig komast magasýr- ur upp í vélindað. Þegar magasýrar flæða ítrekað þessa leið leiðir það til fyrrgreinds sjúkdóms. Helstu ein- kenni bakflæðis era brjóstsviði - brana- eða sviðatilfinning bak við bringubein, nábítur - þegar súrt magainnihald leitar upp í kok, erfið- leikar eða sársauki við að kyngja og sár brjóstverkur sem jafnvel getur minnt á hjartaverk. Hjá sumum sjúklingum með bak- flæði geta einnig komið fram ein- kenni asma, barkabólgu, öndunar- erfiðleikar og hæsi, en í þeim tilvikum getur jafnvel verið um samspil tveggja eða fleiri þátta að ræðaþannig að hætt er við að víta- hringur myndist. Asmi og hósti get- ur framkallað bakflæði sem aftur getur framkallað hósta og jafnvel asma. Morgunblaðið/Sverrir Árni Ragnar Árnason alþingismaður, Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir, Ásgeir Theodórs og Ásgeir Böðvarsson, sérfræðingar í meltingarsjúkdómum, Jón Þorvaldsson kynningarfulltrúi og Trausti Valdimarsson, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum. Einkenni: Nábítur, hósti, hæsi og brjóstsviði Langvarandi bakflæði getur auk þess leitt til þess að slímhúðin innan í vélindanu skemmist og myndast þá gjarnan bólgur í þekjuvef vél- indans. Einnig geta myndast sár og þrengsli í vélindanu vegna örvefs- myndana. Langvarandi bakflæði getur valdið því að nýr þekjuvefur mynd- ast í vélindanu sem er líkari vefnum í maga eða þörmum, en álitið er að þessi vefskipti séu tilraun líkamans til að verja sig fyrir frekari skaða af völdum magasýra. Einnig er talið að langvarandi bólga í vélinda geti leitt til framubreytinga sem í sum- um tilfellum era undanfari krabba- meins. Um 50.000 manns fá brjóst- sviða a.m.k. mánaðarlega Ásgeir Theodórsson sagði að ný- leg könnun meðal fólks á aldrinum 16 til 80 ára hefði leitt í ljós að um 23 til 24 þúsund manns fyndu fyrir einkennum brjóstsviða mánaðar- lega, um 11 til 12 þúsund manns fyndu fyrir einkennum vikulega, um 12 til 13 þúsund fyndu fyrir einkennum tvisvar í viku og að 3.300 til 3.500 manns fyndu fyrir einkennum brjóstsviða daglega. I sömu könnun var þekking fólks á vélindabakflæði kannaður og sagði Ásgeir að um 43% aðspurðra hefðu heyrt kvillann nefndan, en að aðeins 18% hefðu vitað hverjar orsakir hans era. Ásgeir sagði mikilvægt að auka þekkingu á einkennum bakflæðis og kynna leiðir til forvarna og með- ferðar þessa algenga kvilla og sagði mikilvægt að starfsfólk innan heil- brigðisgeirans tæki saman höndum og ynni að forvörnum af þessu tagi, en slík vinna væri mikilvægur þátt- ur í nútímalæknisfræði. Margir fresta því árum saman að leita meðferðar Ásgeir Böðvarsson, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum og formaður fræðsluráðs vegna átaksverkefnis- ins, sagði að það væri mjög algengt að þeir sem haldnir væra vélinda- bakflæði frestuðu því lengi að leita sér lækninga, jafnvel svo árum eða áratugum skipti. Hann sagði að ekki væri vitað hvers vegna fólk frestaði því svo að leita meðferðar við bakflæði en að ein af ástæðun- um væri líklega sú að einkennÍR- ágerðust hægt og bítandi og stæðu svo jafnvel í stað þannig að fólk teldi sig ekki endilega verið haldið alvarlegum kvilla. Eins sagði hann að fólk vendist einkennunum smám saman og teldi þau jafnvel hluta af eðlilegu lífi, en hann brýndi fyrir fólkimikilvægi þess að leita leiða til að halda einkennunum niðri, því þó að kvillinn væri yfirleitt ekki hættu- legur gætu langvarandi bólgur leitt til alvarlegra sjúkdóma á borð við krabbamein í vélinda. Ásgeir sagði bakflæði einnig geta valdlð miklum óþægindum og að það skerti mjög lífsgæði þeirra sem illa væra haldnir. Eins sagði hann bakflæði geta verið orsök ýmissa einkenna sem fólk gerði sér ekki grein fyrir að tengdust því, svo sem hósta og verkja við átök, en hyrfu hins vegar við meðferð á kvillanum. Feitt og kryddað, svefn eftir máltíðir og þröng föt Við vægu bakflæði nægir oft að breyta um mataræði eða lífsstíl eða nota sýrabindandi lyf sem fáanleg era án lyfseðils. Sé bakflæðið komið á alvarlegra stig eru gefin lyfseðils- skyld sýrabindandi lyf, en ef lyfja- meðferð dugir ekki til að hald» einkennum í skefjum er hægt að beita skurðaðgerð sem styrkir loku- vöðvann í vélindanu. Þeir sem þjást af vélindabakflæði geta gert ýmislegt til að halda ein- kennum þess niðri. Mælt er með því að forðast mjög stórar máltíðir, því þegar matur fyllir magann slaknar lokuvöðvinn í neðri hluta vélindans tímabundið, auk þess sem máltíðir örva sýraframleiðslu magans. Einnig er mælt með því að forðast vissar fæðutegundir, en feitur og kryddaður matur getur valdið auknum einkennum sem og kaffi, súkkulaði, áfengi, piparmynta og nikotín. Fólki með vélindabakflæði er einnig ráðið frá því að leggja sij^ eftir máltíðir og eins er því ráðlagt að neyta ekki matar tveimur til þremur klukkustundum fyrir svefn. Ýmsar venjur og athafnir geta einnig haft áhrif á einkenni bak- flæðis. Ef fólk klæðist þröngum föt- um er því til dæmis hættara við að finna fyrir einkennum bakflæðis og eins ef fólk bograr mikið. Einnig er talið æskilegt að hækka höfðalag rúms frá miðju baki. Vitundarvakning um vélindabak- flæði mun standa yfir í um mánuð og hafa upplýsingabæklingar um kvillann verið útbúnir bæði fyrir al- menning og fagfólk. Eins verður að finna ítarlegar upplýsingar á vef Félags sérfræðinga í meltingar- sjúkdómum, www.fsm.is. Eftir ára- mót verður viðfangsefni Vitundar- vakningar ki-abbamein í ristli og endaþarmi og þá verður sambæri- legu fræðsluátaki um þá sjúkdóma hrandið af stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.