Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 35
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Þau eru hluti Stúdentaleikhússins sem vaknað er af dvala.
Stúdentaleik-
húsið æfír Stræti
STÚDENTALEIKHÚSIÐ er vakn-
að af dvala og ætlar að takast á við
nýtt verkefni. Áætluð er frumsýning
á Stræti eftir Jim Cartwright 27.
október næstkomandi. Leikstjóri
verður Elfar Logi Hannesson og sá
hann einnig um leiklistarnámskeið
nú í september sem var einskonar
undanfari æfingatímabilsins. Stræti
fjallar um undirmálsfólk og umrenn-
inga, lif þeirra og sögur.
Stúdentaleikhúsið hefur breytt
gömlu iðnaðarhúsnæði á vegum
Loftkastalans í niðurnídda götu og
nefnist húsnæðið Loftkastalinn, Sal-
ur B. Við sýninguna á Stræti gerir
Móeiður Helgadóttir leikmynd en
Stúdentaleikhúsið hefur farið í sam-
starf við Listaháskóla Islands um út-
litshönnun sýningarinnar. Ljósa-
hönnuður er Stefán Hallur
Stefánsson. Tónlist semur og flytur
Svavar Knútur Kristinsson. Leikar-
ar eru 20 talsins en alls koma um 50
manns að sýningunni. Sýningin er
styrkt af Bandalagi íslenskra leikfé-
laga, Háskóla íslands og Stúdenta-
ráði. Einnig hefur Stúdentaleikhúsið
ákveðið að efna til handritasam-
keppni innan Háskólans þar sem
nemendum gefst kostur á að spreyta
sig í ritlistinni. Verðlaun eru í boði og
er stefnt að uppsetningu á vinnings-
handritinu um miðjan febrúar 2001.
„Mikill áhugi er innan háskólans fyr-
ir auknu leiklistarlífl, jafnt hjá nem-
endum, kennurum og stjómendum.
Markmið Stúdentaleikhússins í vet-
ur er að koma til móts við þennan
áhuga og setja upp veglegar, metn-
aðarfullar sýningar,11 segir i kynn-
ingu.
Norræn sam-
vinna í góðu lagi
TOJVLIST
Norræna húsið
SÖNGTÓNLEIKAR
Sænska mezzósópransöngkonan
Kristina Wahlin, íslenska sópran-
söngkonan Hulda Björk Garðars-
dóttir og norski píanóleikarinn
Beth Elin Byberg fluttu norræn
sönglög eftir Edvard Grieg, Wil-
helm Stenhammar, Iljálmar H.
Ragnarsson, Ture Rangström Sig-
valda Kaldalóns, E. Alnæs, Sigfús
Einarsson og Gösta Nyström.
Mánudag kl. 20.
TÓNLEIKARNIR í Norræna
húsinu á mánudagskvöldið voru að
forminu til hinir fullkomnu tónleik-
ar. Efnisskráin hafði skýrt og af-
markað yfirbragð: norræn sönglög.
Tónleikarnir voru mátulega langir;
liðlega klukkutími, og þeir voru
lausir við allt prjál. Þarna voru þrjár
ungar norrænar konur að sýna það
besta í list sinni; verkefnavalið var
frábært, engir slagarar, bara falleg,
góð lög sem sjaldan heyrast og gam-
an er að rifja upp. Söngkonurnar
kynntu lögin sjálfar; látlausar en
skemmtilegar. Innihaldið; - jú,
þetta voru afbragðs góðir tónleikar;
söngkonurnar báðar mjög góðar og
píanóleikarinn framúrskarandi.
Tónleikarnir í Norræna húsinu á
mánudagskvöldið voru afrakstur
norrænnar samvinnu eins og hún
gerist best. Þessar þrjár tónlistar-
konur eiga sér, ef að líkum lætur,
mikla og bjarta framtíð á listabraut-
inni. Hulda Björk Garðarsdóttir hef-
ur sungið hér áður og vakið verð-
skuldaða athygli fyrir fallegan söng.
A mánudagskvöldið var hún ekkert
að bregða út af því. Söngur hennar
og framkoma voru til marks um
mikla hæfíleika, sem vonandi fá að
þroskast eins og hugur hennar
stendur til. Góður textaframburður
Huldu Bjarkar ætti að vera öðrum
söngvurum til fyrirmyndar. Sænska
mezzósópransöngkonan Kristina
Wahlin á þegar að baki sigra á
óperusviðinu, þótt hún sé rétt út-
skrifuð úr skóla. Það er ekki að
undra því hún hefur geysilega góða
rödd og flotta söngtækni. Hún var
öryggið uppmálað og augljóslega
performer af guðs náð. Söngur
hennar var einstaklega góður og
frábær þegar best lét. Norski pían-
istinn Beth Elin Byberg var þriðja
hjól á vagni. Píanóleikur hennar var
feiknagóður og gæti Beth Elin vafa-
lítið orðið í fremstu röð Ijóðasöng-
spíanóleikara þegar fram i sækir.
Þótt hún sé einnig ný skriðin úr
skóla stendur hún þegar fyrir sinni
eigin tónleikaröð þar sem hún býður
söngvurum til samvinnu við sig.
Leikur hennar með söngkonunum
var glæsilegur, ekki síst í lögunum
eftir Stenhammar, þar sem virki-
lega reynir á hæfni píanóleikarans.
Flutningur hennar og Kristinu á
lagi hans Till en ros, þar sem ljóð-
mælandi spyr rósina hverjum hann
eigi að gefa hana, var sérstaklega
áhrifamikill. Söngur Kristinu er
þróttmikill og röddin sérstaklega
blæfögur. Hún á auðvelt með að
sveipa hana myrkri og dulúð sem
hæfir norrænu lögunum mörgum
svo vel. Hulda Björk fór á kostum í
tveimur litlum lögum eftir Alnæs;
Gyngevisa, hljóðlátri vögguvísu við
Ijóð eftir V. Krag og gleðisöngnum
um regnið, Regn, við ljóð eftir Obst-
felde. Islensku lögin fóru vel við þau
norrænu, ekki síst söngvar Hjálm-
ars H. Ragnarssonar við ljóð Einars
Benediktssonar úr leikritinu um
Pétur Gaut. Hulda Björk söng lög
Hjálmars frábærlega vel.
Þetta voru skínandi góðir tónleik-
ar, gefandi og gleðjandi á gráu
mánudagskvöldi.
Bergþóra Jónsdóttir
Dansleikhús af lífi og sál
PAJVS
Iðnó
Höfundar: Þátttakendur í sýning-
unni. Leikarar/dansarar: Aino
Freyja Jarvela, Ámi Pétur Reynis-
son, Guðmundur Elías Knudsen,
Hrefna Hallgrímsdóttir, Kolbrún
Anna Björnsdóttir, Richard Koln-
by, Sveinbjörg Þórhallsdóttir. List-
rænn stjórnandi: Silvia von Kos-
poth. Aðstoðarmaður: Karen María
Jónsdóttir. Tónlist: Kristján Eld-
jám. Leikmynd/búningar: Rann-
veig Gylfadóttir. Lýsing: Coen
Wermers. Ljósakeyrsla á sýning-
um: Unnar Már. Sýningarstjóri/
hljóðkeyrsla: Sibylle Kull.
14. október 2000.
NOKKURRAR grósku hefur
gætt í danslistinni undanfarið og
dansarar sem um árabil hafa
stundað nám erlendis koma heim
og láta ljós sitt skína. Á höfuðborg-
arsvæðinu hafa aldrei áður jafn-
margar og ólíkar uppfærslur á
dansverkum eftir íslenska höfunda
litið dagsins ljós. Verkið „Tilvist“
eftir aðstandendur Dansleikhúss
með ekka var sýnt í þriðja sinn í
Iðnó á laugardaginn var. Hópurinn
vinnur gjarnan út frá ákveðnu
þema og í þetta sinn er það tilvist
mannsins, með áherslu á samskipti
hans við annað fólk.
Dansverkið fór fram innan um
áhorfendur sem sátu bæði á sviðinu
og í sal Iðnós. Verkið hófst á því að
úr loftinu seig niður kona sem velti
fyrir sér einföldum spurningum um
líkama sinn. Leikendur sem sátu á
víð og dreif um salinn stigu fram
og framkvæmdu stutt atriði tveir
saman. Ymsum spurningum um líf-
ið og tilveruna var varpað fram og
þær framkvæmdar í dansi og leik.
Milli kaflanna náðu leikendur
upp hraða og spennu með því að
hlaupa þvert yfir gólfið og kasta
sér á trambólín sem stóðu upp á
endann horn í horn í salnum.
Hugmyndirnar í Tilvist eru mis-
góðar en eiga það sameiginlegt að
vera vel útfærðar. Hópurinn hefur
til að bera skýra framsögn og ör-
uggar agaðar hreyfingar. Hvort
sýningin skilur eftir sig tilvistar-
spurningar skal ósagt látið. Aðst-
andendur sýningarinnar vinna út
frá sínum eigin raunveruleika sem
er ágætt en þær spurningar sem
varpað er fram mættu vera mun
áleitnari og hvassari. Rými leik-
hússins var skemmtilega vel nýtt;
uppröðun stóla, staðsetning leik-
ara/dansara, gluggar salarins og
dyr út á anddyri.
Leikmyndin var í lágmarki og
lítið meira um hana að segja. Bún-
ingarnir klæðilegir og lýsingin ein-
föld en hrífandi. Dansleikhús með
ekka er spennandi félagsskapur
sem tryggir sér hugmyndaflæði
með því að hleypa inn í hópinn
ólíku fólki sem spyrr spurninga sem
því sjálfu eru hugleiknar. I dans-
leikverkinu Tilvist nýtir Dansleik-
hús með ekka sér eiginleika og sér-
stöðu hvers og eins sem skilar sér í
sérstakri og vandaðri sýningu.
Lilja ívarsdóttir
Formfögur ástarsaga
KVIKMY]\DIR
Rfóborgin
I STUÐI FYRIR ÁST
(IN THE MOOD FOR
LOVE)* + *
Leikstjórn og handrit: Kar-wai
Wong. Kvikmyndataka: Christo-
pher Doyle. Klipping og búningar:
William Chang. Aðalhlutverk: Tony
Leung Chin Wai, Maggie Cheung,
Lai Chen og Rebecca Pan. Hong
Kong 2000.
ÞAU eru tvö, bæði ein og yfir-
gefin af maka sínum. Chow og Su
búa hlið við hlið og verða vinir, sam-
bandið þróast og þau reyna að leyna
því fyrir umheiminum.
Kar-wai Wong hefur í öllum sín-
um myndum haft með sér trausta
samstarfsmenn, þá Christopher
Doyle kvikmyndatökumann og
William Chang sem sér um listræna
stjórnun myndanna og klippingu og
reyndar framleiðir In the Mood for
Love. Þessi seinasta mynd þeirra
félaga er sérlega formfögur og ljóð-
ræn, ólíkt þeirra fyrri myndum sem
hafa borið mjög sterkan stíl en gjör-
samlega ólíkan; töffaðri og tilrauna-
kenndari. Hér er allt nákvæmlega
úthugsað.
Myndatakan er mjög greinileg og
skemmtileg. Uppbygging rammans
er oft sérstök, og í fullu samræmi
við tilraunir evrópskra framúr-
stefnumanna frá sama tíma og
myndin á að gerast, eða upp úr
1960. Myndatakan minnir ekki síst á
Michelangelo Antonioni og hvemig
hann stillti sínum pöram upp. Fyrir
vikið verður myndin raunsærri um
leið og hún rifjar upp skemmtilega
stemmningu þess tíma. Kar-wai
Wong tekur myndina skrefi lengra
með leik að litum og fullkominni
sviðsmynd og fallegum búningum.
Myndin er hæg, þokkafull og
áhorfandi svífur áfram með Chow
og Su í gegnum innri átök þeirra.
Leikurinn er er mjög hófstilltur og
allt gerist innan í persónunum. Hér
er engin mötun í gangi, myndin
krefst þátttöku áhorfendanna um að
þeir setji sig í spor Chow og Su. Það
er í fullu samræmi við stílinn og get-
ur verið mjög myndrænt, einsog
þegar Su situr ein og starir á hótel-
herberginu og tár rennar niður
kinnar hennar. Það er mjög fallegt,
en stundum fannst mér þau of freð-
in og hreinlega líflaus til þess að ég
hefði einfaldlega áhuga á þeim.
Enn er Kar-wai að tala um ein-
semdina og hvernig fólki tekst ekki
að tengjast jafnvel þótt það sé sam-
an, og á það við um aðalpersónurn-
ar.
In the Mood for Love er sérlega
smekklegt kvikmyndaverk, frum-
legt og einlægt, skref í nýja átt hjá
Kar-wai Wong og það verður mjög
spennandi að sjá hvað kemur frá
hinum næst.
Hildur Loftsdóttir
Samfylkingin í Suðvesturkjördæmi
Stofnfundur kjördæmisráðs Samfylkinqarinnar í
Suðvesturkjördæmi verður haldinn fimmtudaginn
19. október í Stjörnuheimilinu við Ásgarð i
Garðabæ kl. 20.00
Dagskrá:
Tillaga að nýjum lögum kjördæmisráðs
kynnt og borin fram til atkvæða.
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, ávarpar fundinn.
Margrét Sigurðardóttir,
söngkona úr Garðabæ, syngur nokkur lög.
Stofnfundurinn er opinn öllu Samfylkingarfálki.
Kaffiveitingar
Tryggjum góða mætingu
Undirbúningsnefnd
í Suðvesturkjördæmi eru Kjósahreppur,
fullnnnin Mosfellsbær, Seltjamames, Bessastaðahreppur,
& Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður.