Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 66
66 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLKí FRÉTTUM
Uppgjör í
skugga
harmleiks
The Blackwater Lightship eftir
Colm Tóibín. 273 bls. Fyrst útgefin
íLondon 1999.
*- .
IRLAND hið gamla og Irland hið
nýja takast á í þessari bók rithöfund-
arins Colms Tóibín, sem tilnefnd var
til Booker-bókmenntaverðlaunanna
bresku árið 1999. Sem kunnugt er
hefur írskt samfélag þótt heldur
íhaldssamt á þessari öld, jafnvel aft-
urhaldssamt, og endurspeglaðist það
í umræðunni þar í landi um rétt
kvenna til fóstureyðinga 1992 en þá
hafði ungu fórnarlamb nauðgunar
verið meinað að ferðast til Bretlands
til að fara í fóstureyðingu. írland hef-
ur þó undanfarin ár verið að brjóta af
sér hömlur fortíðar og brjótast undan
ægivaldi kaþólskra kenningasmiða. A
sama tíma hafa ferskir vindar af öðru
tagi einnig blásið um eyjuna grænu.
Þijár kynslóðir kvenna, amman
Dora, dóttir hennar Lily og sú
yngsta, Helen, eru í The Blackwater
Lightship neyddar til að takast á við
drauga fortíðarinnar þegar kemur
upp úr dúrnum að Deelan, bróðir
Helen, þjáist af AIDS og á skammt
eftir ólifað. Samskipti kvennanna
þriggja hafa verið þymum stráð og
þær eiga því allt annað en auðvelt
með að takast saman á við þann
harmleik sem við blasir.
Þar að auki hafði hvorki Lily, móð-
iu- Helen og Declan, né Doru verið
kunnugt um að Declan væri samkyn-
hneigður, hvað þá að hann væri langt
leiddur af sjúkdómnum hræðilega.
Áherslan beinist því bæði að því
hvemig eldri konumar tvær, sem ól-
ust upp í íhaldssamara Irlandi en
Helen, takast á við samkynhneigð
Declans og síðan hvemig konumar
þijár ná þrátt fyrir allt saman um að
hjúkra Deelan hans hinstu stundir.
Ohjákvæmilega verða þær síðan að
gera upp sín fyrri samskipti innbyrð-
is þegar þær svo óforvarendis neyð-
ast til að deila sama rými. Tóibín
tekst vel upp í frásögn sinni af hinum
mannlega þætti. Yfir bókinni er sorg-
legur blær, ekki aðeins vegna veik-
^pda Declans heldur líka vegna þess
hversu sannar lýsingar hans af erfið-
um samskiptum kvennanna þriggja
hljóma. Allir þekkja af eigin raun
hversu erfitt það getur reynst þegar
hnífur er rekinn milli náinna ættingja
(og orsök biturleikans þarf ekki alltaf
að vera stórvægileg) og hvernig
óvildin síðan magnast vegna þess að
málin em ekki gerð upp.
Bókin er samt einnig fjörleg, ekki
síst fyrir þátt Declans sem gerir sitt
besta til að stuðla að sáttum. Boð-
skapurinn er sá að harmleikur geti
þrátt fyrir allt leitt fólk saman og ef'
til vill reynast veikindi Declans upp-
hafið að einhveiju nýju milli kvenn-
anna þriggja, jafnvel fullum sáttum?
Tóibín tekst þó ekki alltaf jafn vel
upp í The Blackwater Lightship og
stundum hljómar textinn þvingaður.
Andinn sem er yfir sögunni heldur
manni þó föngnum allt til enda.
Davíð Logi Sigurðsson
STEVE JOBS, STJÓRNARFORMAÐUR APPLE
ELSKAÐUR OG
HATAÐUR SAMTÍMIS
ÞAÐ FÆRIST í tísku að skrifa um
frammámenn í tölvuiðnaði vestan
hafs og þá ekki grámyglulega fjár-
málamenn, heldur hugsjónamenn-
ina og frumheijana. Undanfarið
hafa þannig komið út bækur um
Microsoft og markaðsmanninn
William Gates og Jim Clark, stofn-
anda Silicon Graphics og Netscape
og bók um Larry Ellison olli deil-
um fyrir skemmstu. Sumir höfund-
anna hafa fengið góðan aðgang að
viðfangsefnum sínum, sam-
starfsmönnum þeirra eða ættingj-
um, en margir vilja helst ekkert af
slíkum skrifum vita, vilja bara fá
að vera í friði. Enginn hefur verið
eins fjandsamlegur gagnvart þeim
sem vilja skrifa um hann og Steve
Jobs, stjórnarformaður Apple.
Þannig hefur hann beitt þau blöð
þrýstingi sem hugðust skrifa um
hann greinar, bannað sam-
starfsfólki sinu og vinum að ræða
við blaðamenn og bókahöfunda og
jafnvel hótað að hætta að auglýsa í
þeim blöðum sem skrifa greinar
um hann. Gott dæmi um það er bók
eftir Alan Deutschman, The
Second Coming of Steve Jobs, sem
kom út fyrir skemmstu, því ekki
var bara að Jobs sýndi Deutsch-
man fullan fjandskap og reyndi að
bregða fyrir hann fæti, heldur kom
hann í veg fyrir að tímaritið Van-
ity Fair, sem Deutschman starfar
hjá, birti kafia úr bókinni með því
að hringja í útgefandann og hóta
honum að Apple myndi ekki
auglýsa í ritinu framar. I bókinni
kemur reyndar fram að þetta eigi
rætur að rekja til þess er Time
hugðist setja Jobs á forsíðu sem
mann ársins 1982 en hætti við þeg-
ar það komst að því að Jobs hafði
neitað að gangast við barni sem
hann átti með fyrrverandi sambýl-
iskonu sinni og neitað að greiða
með því þó hann væri sannanlega
faðir þess. Fyrir vikið var Macin-
tosh-tölva valin „maður ársins" í
Time og Jobs lagði fæð á blaða-
menn upp frá því.
Hálfgert hippafyrirtæki
Apple var á sínum tima eitt
fremsta fyrirtæki heims á sviði
einkatölvunnar. Það var með
fyrstu fyrirtækjum til að markaðs-
setja einkatölvur á verði sem hent-
aði fyrir heimilisbrúk og var síðan
brautryðjandi í grafískum not-
endaskilum með Macintosh-tölvum
sínum. Einn höfuðarkitekt þeirrar
tölvu var Steve Jobs, sem var
líka einn stofnenda fyrirtækis-
ins, og þáttur hans í þeirri smíði
gerir að verkum að Jobs hefur
jafnan verið helsta átrún-
aðargoð Makkavina.
Apple var hálfgert - ,,
hippafyrirtæki rekið af
hugsjónamönnum sem
vildu búa til
bestu tölvur í —————
heimi, en jakka- fata-
liðið náði völdum, menn
sem vildu græða á tölvu-
framleiðslu. Það fór því -
svo að Jobs lenti út f kuldanum
hjá Apple, varð nánast valdalaus
skrautfígúra. Bók Deutschmans
hefst eiginlega þar sem Jobs er í
þá mund að segja skilið við
Apple, er búinn að ákveða að
hefna sín á fyrirtækinu sem
hann stofnaði og sýna
heiminum hvernig á að
búa til alvöru tölvur. í
kjölfarið áttu eftir að líða
mörg mögur ár og erfið
og Jobs drakk bikar nið-
urlægingarinnar í botn.
Dóragreindarlaus
hönnuður
Þegar Jobs sagði
loks skilið við
Sagt hefur verið um
Steve Jobs, stjórnar-
formann Apple, að
ýmist elski menn hann
eða hati og oft hvort
tveggja samtímis.
Árni Matthíasson
rýndi í nýja bók um
Jobs sem vakið hefur
deilur vestanhafs.
Apple, eftir að hafa nánast verið
sparkað, ákvað hann að hefna sín
rækilega á fyrrum félögum sínum.
Deutschman segir þá sögu nokkuð
rækilega hvernig Jobs tókst að
komast á forsíður flestra blaða og
timarita fyrir tölvu sem ekki var
til og ekki einu sinni búið að
hanna. Hönnun og smiði á vélinni,
sem fékk heitið NeXT, er merkis-
saga útaf fyrir sig og holl lesning
öllum þeim sem talið hafa Jobs
nánast óskeikulan snilling. I því
vinnuferli kom í ljós að hann hefur
sérdeilis næmt auga fyrir hönnun,
en ekki dómgreind að sama skapi,
því mikill tími og peningar fóru í
að hanna hluti sem enginn átti eft-
ir að sjá, eins og til að mynda móð-
urborð tölvunnar nýju sem var sér-
hannað með tilliti til útlits þess.
TJtlit tölvunnar sjálfrar var líka
sérstakt; svartur ferhyrningur
sem stakk gersamlega í stúf fyrir
það sem menn höfðu talið tölvu
fram að þessu.
NeXT tölvurnar voru helst ætl-
aðar náms- og fræðafólki og þann-
ig lýsti Jobs því yfir í upphafi að
tölvurnar yrðu aðeins seldar í æðri
menntastofnunum, enda hugðist
hann ná viðlíka árangri þar og
Apple með Macintosh á sfnum
tíma. Sá hængurinn var á að vél-
arnar voru allt of dýrar; ódýrasta
gerðin kostaði um 500.000 kr. og
með aukahlutum eins og prentara,
en ekki var hægt að nota aðra
prentara við hana, var verðið kom-
ið upp í 800.000 kr. á með-
an hægt var að kaupa PC-
samhæfða vél með öllu á um
150.000 kr.
Trúr sannfæringu sinni hafði
Jobs reist verksmiðju til að fram-
leiða vélarnar, nánast sjálfvirka og
afkastaði 10.000 vélum á mánuði.
Fyrsta árið, 1988, fór framleiðslan
ekki yfir 400 vélar á mánuði. 1989
lækkaði Jobs verðið til muna og
setti NeXT tölvur í sölu tölvuversl-
unarkeðju sem spannaði öll Banda-
ríkin, en sú náði ekki að selja nema
360 tölvur á árinu. Um líkt leyti
streymdu peningarnir inn hjá
Apple og því má segja að niður-
læging Jobs hafi verið alger, ekki
sfst í ljósi þess að hann hafði selt
öll hlutabréf sín í Apple nema eitt
og því orðið af milljarðagróða.
Pixar verður Jobs til bjargar
Eitt af þvf sem varð Jobs til
bjargar var að hann keypti af
George Lucas deild í kvikmynda-
fyrirtæki sem sá síðarnefndi hugð-
ist Ieggja niður og síðar fékk heitið
Pixar. Eins og Deutschman segir
frá þá varð það Pixar til happs að
Jobs var upptekinn við að sóa auð-
ævum sfnum í NeXT og þvf fékk
fyrirtækið að þróast eins og stjórn-
endur þess vildu, enda kom í Ijós á
síðari stigum að afskipti Jobs voru
síst til góðs. Þannig rekur
Deutschman að þó Jobs hafi hlotið
lof fyrir verk Pixars þá voru það
innanbúðarmenn fyrirtækisins
sem breyttu teiknimyndaheimin-
um með Toy Story, mynd sem var
nánast gerð þrátt fyrir Jobs en
ekki fyrir hans innlegg og inn-
blástur. Þar fór fremstur í flokki
John Lasseter, sem er teikni-
myndahöfundur á við þá bestu sem
Dinsey risinn hefur af sér alið.
Pixar gerði Jobs að milljónungi
að nýju og kom honum í sviðsljósið
eftir að hann hafði átt heldur erf-
iða daga. Skondin er frásögn
Deutschmans af því hvernig Jobs
breyttist í mótlætinu, varð mann-
legri og indælli í umgengni, eyddi
meiri tíma með börnum sínum og
kom betur fram við starfsfólkið.
Það er nefnilega kenning sam-
starfsmanna Jobs að hann sé í raun
tvær persónur, góði og vondi, og
vondi hafí yfirhöndina þegar allt
leiki í lyndi, en góði þegar allt er í
voða.
Eins og kvikmyndahandrit
Deutschman er iðinn við að bera
Jobs saman við trúarleiðtoga sem
hafa líf og hamingju áhangenda
sinna í hendi sér, enda segir hann
Jobs beita álíka aðferðum við að
bijóta menn niður og síðan byggja
upp. Sagan sem hann rekur í
bók- inni er eins og kvik-
myndahandrit; ungur
hugsjónamaður hrindir
af stað byltingu með félög-
um sínum. Hann
lendir í hremm-
ingum vegna gráð-
ugra kerfiskarla, en fær
uppreisn æru í lokin og
. stendur loks með pálm-
ann í höndunum.
Flestir þekkja söguna af því
þegar Steve Jobs var fenginn
aftur til Apple að bjarga fyrir-
tækinu og það hvernig hon-
um tókst að snúa svimandi
tapi í hagnað á undraskömm-
um tíma. Þær ákvarðanir
sem hann tók þar voru fyrir-
tækinu til góðs eins og sjá má
af árangrinum, en í ljósi sög-
unnar sem rakin er í bók
Deutschmans og þeirri mynd
sem dregin er upp af „Jackie
Kennedy Onassis viðskipta-
og tækniheimsins“, eins og
Deutschman kýs að nefna Jobs,
er ástæða til að spyija hvort
umskiptin séu varanleg.
Fiskar á
þurru landi
Interpreter of maladies eftir
Jhumpa Lahiri. Smásagnasafn, 198
bls. London 1999.
JHUMPA Lahiri er ung skáld-
kona af indverskum ættum. Hún ólst
hins vegar upp í Bandaríkjunum og í
henni togast á tveir gjörólíkir menn-
ingarheimar, svo mikið er ljóst af
skáldsagnasafni hennar Interpreter
of maladies sem hlaut Pulitzer-bók-
menntaverðlaunin bandarísku nú í
ár. Smásögurnar sem fylla bókina
eru næstum allar um indverska inn-
flytjendur í Bandaríkjunum, sem
virðast eiga það sameiginlegt skv.
Lahiri að vera eins og fiskar á þurru
landi, eða um fólk af lægri stéttunum
í Indlandi sem kemst í kynni við
vestræn menningaráhrif með einum
eða öðrum hætti.
Af innsíðum bókarinnar og kápu
hennar má glöggt sjá að gagnrýn-
endur hafa fallið kylliflatir fyrir rit-
snilld Lahiri. Interpreter of malad-
ies hefur að geyma níu smásögur,
flestar af svipaðri lengd og yfirbragð
þeiiTa allra er fremur angurvært.
Gjarnan er um að ræða sögur úr lífi
indverskra innflytjenda í Bandaríkj-
unum sem sannarlega hafa það
margfalt betra en þeir gætu haft það
í heimalandi sínu en hafa þó aldrei
náð að slíta taugina sem liggur heim
til æskustöðvanna.
Titilsagan fjallar um fátækan bíl-
stjóra sem sýnir ferðamönnum
helstu perlur Indlands en verður
svona líka skotinn í einum farþega
sínum, konu af indverskum ættum
sem búið hefur lengi vestanhafs. Til
allrar óhamingju er hún í fylgd með
eiginmanni sínum ogbörnum og von-
ir bílstjórans um að þær stolnu
stundir sem þau eiga saman geti orð-
ið upphafið að einhverju meira
slokkna um síðir.
Sami andi leikur yfir fleiri sögum.
Sexy fjallar um forboðna ást ungrar
konu á giftum manni, sem vitaskuld
mun aldrei leiða til neins, og A
Temporary matter er dapurleg saga
um ung hjón sem hafa fjarlægst
hvort annað eftir að þau urðu fyrir
því að bam þeirra fæddist andvana.
Mrs. Sen’s er öllu frísklegri en þar
rifjar ungur piltur upp vist sína hjá
heimavinnandi húsmóður af ind-
verskum ættum, sem ekki getur með
nokkru móti lært að aka, og This
Blessed house er skringileg saga af
indverskum hjónum í Bandaríkjun-
um (sem ekki þekktust neitt fyrir
brúðkaupið) sem flytja inn í gamalt
hús og taka síðan að finna ólíkleg-
ustu hluti í hinum ýmsu krókum og
kimum hússins.
Hér er einungis stiklað á stóru en
segja má að Lahiri sýni sannarlega
góð tilþrif þó að ég verði að játa sem
lesandi að smásagnaformið hentar
mér ekki alveg. Hinar menningar-
legu andstæður sem speglast í sög-
unum níu eru hins vegar áhugavert
viðfangsefni og Lahiri tekst vel að
nýta þær sem bakgrunn að litlum
sögum úr hversdagslífi venjulegs
fólks.
Davíð Logi Sigurðsson