Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 56
>56 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Gjöf til Grafar vogskirkju ffiT SLÖKKVILIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS SAFNAÐARFÉLAG GrafarvogS; kirkju varð 10 ára á dögunum. I tilefni afmælisins gaf félagið Graf- arvogskirkju fullbúið eldhús. I stjórn Safnaðarfélags Grafar- vogskirkju eru frá vinstri Elín Pálsdóttir, ritari, Esther Guð- mundsdóttir, formaður, Sólborg Bjarnadóttir, varaformaður, Krist- björg Kristjánsdóttir, meðstjórn- Á AÐALFUNDI Ferðamálaráðs Norðurlanda, sem haldinn var í Kaupmannahöfn 12. október sl., tók Island við formennsku í ráðinu í fyrsta sinn. Aðild að Ferðamálaráði Norður- landa eiga Danmörk, Finnland, ís- land, Noregur og Svíþjóð og var til þess stofnað fyrir rúmlega 30 árum. Ferðamálaráð Norðurlanda sér um ýmis sameiginleg markaðs- og kynn- andi, Valgerður Gísladóttir, vel- unnari, Ingibjörg Nielsen, Edda Jónsdóttir, gjaldkeri og Jónína Jó- hannsdóttir, meðstjórnandi. Síðustu tíu árin hefur félagið staðið fyrir blómlegu starfi og gef- ið kirkjunni altarisgripi, hökla, fermingarkyrtla og fleiri gjafír, segir í fréttatilkynningu. ingarmál landanna fimm þar sem slíkt er talið henta og stendur að sameiginlegum ferðasýningum, seg- ir í fréttatilkynningu Þá hefur ráðið í vaxandi mæli unn- ið að úrvinnslu tölfræði um ferðamál á Norðurlöndunum og gerð kannana á sameiginlegum markaðssvæðum auk ýmissa annarra verkefna, sem snerta sameiginleg hagsmunamál ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins með nýtt merki SLÖKKVILIÐIN í Hafnarfirði og Reykjavík sameinuðust í eitt lið, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, 1. júní sl. Af því tilefni var ráðist í að gera nýtt merki fyrir hið nýja slökkvilið. Grafískur hönnuður merkisins er Sigurður Kjartans- son og hann lýsir því svo: „Merkið felur í sér hraða en hraði er einn af megin þáttum í starfsemi slökkvi- og bráðaþjónustu al- mennt. Styrk þrenning er tákn afls, stöðugleika og snerpu auk þess sem sjá má loga í því. Af boga flýtur örin í mark.“ Þá á og rekur Ferðamálaráð Norðurlanda hlutafélagið Scand- inavian Tourism Inc. í Bandaríkjun- um. Það fyrirtæki sér um öll sameig- inleg markaðs- og upplýsingamál landanna fímm í N- Ameríku. Formaður Ferðamálaráðs ís- lands, Tómas Ingi Olrich, gegnir þannig formennsku í Ferðamálaráði Norðurlanda næstu tvö árin og Magnús Oddsson ferðamálastjórí verður sama tíma framkvæmda- stjóri ráðsins. Þá verður forstöðumaður Ferða- málaráðs Islands í Bandaríkjunum, Einar Gústafsson, framkvæmda- stjóri hlutafélagsins Scandinavian Tourism Inc. Vilja bæta kjör kennara AÐALFUNDUR Kennarafélags Vesturlands haldinn að Varmalandi 29. september ályktar eftirfarandi: „Bömin eru framtíð Islands, menntun þeirra er fjárfesting til framtíðar. Undirstaða þessarar fjár- festingar er vel menntaðir starfs- menn og góður aðbúnaður. Upplýs- ingasamfélag, sem vill vera í fremstu röð í heiminum, verður að leggja menntun til grundvallar og hafa ávallt vel menntaða kennara á öllum stigum skólakerfisins. Sífellt verr gengur að fá menntaða kennara til starfa í skólum landsins og er þar fyrst og fremst um að kenna slökum kjörum. Kennarafélag Vest- urlands skorar á sveitarstjómarmenn á Vesturlandi að standa vel að skóla- málum með því að bæta kjör kennara og aðbúnað í skólum svo menntaðir kennarar fáist til starfa og skólar á Vesturlandi skipi sér í forustusveit. Betri skóli, björt framtíð!“ Heimsendir gíróseðlar - greíðsiukortatijónusta S: 535 1823/535 1825 Málstofa um verk- fræðistörf og verk- fræðinám KENNSLA í verkfræði til lokaprófs hófst á íslandi hinn 19. október 1940. Heimsstyrjöldin olli því, að nemend- ur gátu ekki farið til náms erlendis, og því var tveimur árgöngum kennt til lokaprófs. Alls luku sjö verkfræð- ingar prófi á þennan hátt. Verkfræði var síðan kennd til fyrrihlutaprófs fram til 1970 er aftur hófst kennsla til lokaprófs og hafa um 1000 verk- fræðingar brautski-áðst. í tilefni þessara tímamóta býður verkfræðideild Háskóla íslands til málstofu um verkfræðistörf og nám 19. október klukkan 16. Málstofan verður í stofu 158 í húsi verkfræði- deildar VR-II við Hjarðarhaga 6. Valdimai- K. Jónsson, forseti verk- fræðideildar, flytur ávarp. Erindi flytja: Þorsteinn Þorsteinsson verk- fræðingur: Verkfræði á Islandi fram til 1940, Ingi Ú. Magnússon, fv. gatnamálastjóri: Upphaf verkfræði- náms við Háskóla íslands 1940, Þor- björn Karlsson, próf. emeritus: Kennsla til lokaprófs í verkfræði eft- ir 1970, og Páll Valdimarsson pró- fessor: Kennsla í verkfræði við Há- skóla íslands í dag - staða og horfur. FÉLAG er nefnist Vinir Indlands var stofnað í september. Verkefni þessa félags er liður í verkefni Húmanistahreyfingarinnar í S-Ind- landi að vinna með hópum sjálf- boðaliða við að styðja börn úr fá- tækum fjölskyldum til náms, segir í fréttatilkynningu. Markmið félagsins er að safna fé til jafns við hópana í Indlandi og senda beint til skóla þar. Sjálfboða- liðar á Indlandi, auk þess að safna sjálfir fé, meta hvert tilfelli, allar uppástungur og umsóknir um að- stoð og ganga úr skugga um að um raunverulega fátækt sé að ræða. Aðstoðin nær einnig til barna á munaðarleysingjaheimilum en auk aðstoðar við nám styður félagið við almennan rekstur slíkra heimila. í þessu fjölmenna landi er mikil og margvísleg neyð og ljóst er að víða er hægt að bera niður með að- Síminn ger- ir samning' í Brasilíu VIÐSKIPTAVINIR Símans GSM geta frá 16. október notfært sér iDEN-þjónustu farsímafyrirtækis- ins Nextel í Brasilíu. Til að nota þjónustuna þarf Motorola Í2000- síma, sem eru til sölu og leigu hjá Símanum. IDEN-kerfi Nextel nær til flestra ríkja Bandaríkjanna og margra landa í Rómönsku Ameríku. Nú þeg- ar eru orðnir virkir reikisamningar Símans GSM við Nextel í Bandaríkj- unum, Brasilíu, Argentínu, Mexíkó og Perú. Fleiri samningar taka gildi á næstunni og stækkar reikisvæðið því enn frekar. Frá og með nk. fimmtudegi, 19. október, geta viðskiptavinir Símans ennfremur notað GSM-þjónustu Blu á Ítalíu. Þá hafa nýlega verið gerðir reikisamningar við Cosmorom í Rúmeníu og K’Cell í Kazakhstan. Samtals hefur Síminn GSM gert 160 reikisamninga við farsímafyrir- tæki í 74 löndum. --------------- Gengið eft- ir hitaveitu- stokknum HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendui’ fyrir gönguferð eftir hitaveit- ustokknum í kvöld, miðvikudags- kvöld, frá Elliðaárhólmum vestur í Öskjuhlíð. Mæting er við Hafnarhúsið, Mið- bakkamegin, kl. 20 og farið með SVR inn að Elliðaám. Síðan gengið frá gömlu rafstöðinni og hitaveitu- stokknum fylgt vestur í Öskjuhlíð. Þar verður val um að ganga niður á höfn eða fara með SVR. Ailir velkomnir. stoð. Varanlegasta hjálpin hlýtur þó að vera að gera fólk hæfara til þess að hjálpa sér sjálft en sóma- samleg menntun er grunnur þess, segir í tilkynningunni. A stofnfundi félagsins í septem- ber sl. var kosin fyrsta stjórn fé- lagsins. Hana skipa Gunnar Kvar- an, Óskar D. Ólafsson, formaður, Sólveig Sörensen, Sigrún Þor- steinsdóttir og Sigurður M. Grét- arsson, gjaldkeri. Þeim sem vilja leggja fram fé til þessa verkefnis er bent á reikning- inn Vinir Indlands, 0526-14-603094, kt. 440900-2750. Allt fé sem lagt er inn á þennan reikning fer óskipt til skóla og munaðarleysingjaheimila, allt um- sýslustarf og skipulag er unnið í sjálfboðavinnu af félagsmönnum og félögum í Húmanistahreyfingunni, segir ennfremur í tilkynningunni. Tilboð í Plús apótekunum TILBOÐSVERÐ af allri Nicotinell línunni frá 18. - 24. okt. “ ^Z?iZS! ? 3ð SÍSraSt á og slastihop með þeim sem ekki reykja. Plús apótekin Apótek Austuriands • Apótek Blönduóss • Apótek Keflavíkur • Apótek Ólafsvíkur Apótek Vetmannaeyja • Árbæjar apótek • Borgar apótek • Dalvíkur apótek Grafarvogs apótek • Hringbrautar apótek • Isafjaröar apótek • Laugames apótek Lyfsalan Grundarfirði • Lyfsalan Patreksfirði • Nesapótek, Seltjamamesi • Rima apótek Sauðárkróks apótek • Siglufjarðar apótek • Stykkishólms apótek Ti1 ffyvirí wiU VícotfwcU Nicotinell Island í forystu í Ferða- málaráði Norðurlanda Sigrún Þorsteinsdúttir, Gunnar Kvaran, Súlveig Sörensen og Óskar D. Ólafsson sitja í sljúm félagsins Vinir Indlands. Á myndina vantar Sigurð M. Grétarsson. Safna fé til mennta- átaks á Indlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.