Morgunblaðið - 18.10.2000, Qupperneq 56
>56 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Gjöf til Grafar
vogskirkju
ffiT SLÖKKVILIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
SAFNAÐARFÉLAG GrafarvogS;
kirkju varð 10 ára á dögunum. I
tilefni afmælisins gaf félagið Graf-
arvogskirkju fullbúið eldhús.
I stjórn Safnaðarfélags Grafar-
vogskirkju eru frá vinstri Elín
Pálsdóttir, ritari, Esther Guð-
mundsdóttir, formaður, Sólborg
Bjarnadóttir, varaformaður, Krist-
björg Kristjánsdóttir, meðstjórn-
Á AÐALFUNDI Ferðamálaráðs
Norðurlanda, sem haldinn var í
Kaupmannahöfn 12. október sl., tók
Island við formennsku í ráðinu í
fyrsta sinn.
Aðild að Ferðamálaráði Norður-
landa eiga Danmörk, Finnland, ís-
land, Noregur og Svíþjóð og var til
þess stofnað fyrir rúmlega 30 árum.
Ferðamálaráð Norðurlanda sér um
ýmis sameiginleg markaðs- og kynn-
andi, Valgerður Gísladóttir, vel-
unnari, Ingibjörg Nielsen, Edda
Jónsdóttir, gjaldkeri og Jónína Jó-
hannsdóttir, meðstjórnandi.
Síðustu tíu árin hefur félagið
staðið fyrir blómlegu starfi og gef-
ið kirkjunni altarisgripi, hökla,
fermingarkyrtla og fleiri gjafír,
segir í fréttatilkynningu.
ingarmál landanna fimm þar sem
slíkt er talið henta og stendur að
sameiginlegum ferðasýningum, seg-
ir í fréttatilkynningu
Þá hefur ráðið í vaxandi mæli unn-
ið að úrvinnslu tölfræði um ferðamál
á Norðurlöndunum og gerð kannana
á sameiginlegum markaðssvæðum
auk ýmissa annarra verkefna, sem
snerta sameiginleg hagsmunamál
ferðaþjónustu á Norðurlöndum.
Slökkvilið
höfuðborgar-
svæðisins með
nýtt merki
SLÖKKVILIÐIN í Hafnarfirði og
Reykjavík sameinuðust í eitt lið,
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins,
1. júní sl. Af því tilefni var ráðist í
að gera nýtt merki fyrir hið nýja
slökkvilið. Grafískur hönnuður
merkisins er Sigurður Kjartans-
son og hann lýsir því svo: „Merkið
felur í sér hraða en hraði er einn
af megin þáttum í starfsemi
slökkvi- og bráðaþjónustu al-
mennt. Styrk þrenning er tákn
afls, stöðugleika og snerpu auk
þess sem sjá má loga í því. Af boga
flýtur örin í mark.“
Þá á og rekur Ferðamálaráð
Norðurlanda hlutafélagið Scand-
inavian Tourism Inc. í Bandaríkjun-
um. Það fyrirtæki sér um öll sameig-
inleg markaðs- og upplýsingamál
landanna fímm í N- Ameríku.
Formaður Ferðamálaráðs ís-
lands, Tómas Ingi Olrich, gegnir
þannig formennsku í Ferðamálaráði
Norðurlanda næstu tvö árin og
Magnús Oddsson ferðamálastjórí
verður sama tíma framkvæmda-
stjóri ráðsins.
Þá verður forstöðumaður Ferða-
málaráðs Islands í Bandaríkjunum,
Einar Gústafsson, framkvæmda-
stjóri hlutafélagsins Scandinavian
Tourism Inc.
Vilja
bæta kjör
kennara
AÐALFUNDUR Kennarafélags
Vesturlands haldinn að Varmalandi
29. september ályktar eftirfarandi:
„Bömin eru framtíð Islands,
menntun þeirra er fjárfesting til
framtíðar. Undirstaða þessarar fjár-
festingar er vel menntaðir starfs-
menn og góður aðbúnaður. Upplýs-
ingasamfélag, sem vill vera í fremstu
röð í heiminum, verður að leggja
menntun til grundvallar og hafa ávallt
vel menntaða kennara á öllum stigum
skólakerfisins.
Sífellt verr gengur að fá menntaða
kennara til starfa í skólum landsins og
er þar fyrst og fremst um að kenna
slökum kjörum. Kennarafélag Vest-
urlands skorar á sveitarstjómarmenn
á Vesturlandi að standa vel að skóla-
málum með því að bæta kjör kennara
og aðbúnað í skólum svo menntaðir
kennarar fáist til starfa og skólar á
Vesturlandi skipi sér í forustusveit.
Betri skóli, björt framtíð!“
Heimsendir gíróseðlar -
greíðsiukortatijónusta
S: 535 1823/535 1825
Málstofa
um verk-
fræðistörf
og verk-
fræðinám
KENNSLA í verkfræði til lokaprófs
hófst á íslandi hinn 19. október 1940.
Heimsstyrjöldin olli því, að nemend-
ur gátu ekki farið til náms erlendis,
og því var tveimur árgöngum kennt
til lokaprófs. Alls luku sjö verkfræð-
ingar prófi á þennan hátt. Verkfræði
var síðan kennd til fyrrihlutaprófs
fram til 1970 er aftur hófst kennsla
til lokaprófs og hafa um 1000 verk-
fræðingar brautski-áðst.
í tilefni þessara tímamóta býður
verkfræðideild Háskóla íslands til
málstofu um verkfræðistörf og nám
19. október klukkan 16. Málstofan
verður í stofu 158 í húsi verkfræði-
deildar VR-II við Hjarðarhaga 6.
Valdimai- K. Jónsson, forseti verk-
fræðideildar, flytur ávarp. Erindi
flytja: Þorsteinn Þorsteinsson verk-
fræðingur: Verkfræði á Islandi fram
til 1940, Ingi Ú. Magnússon, fv.
gatnamálastjóri: Upphaf verkfræði-
náms við Háskóla íslands 1940, Þor-
björn Karlsson, próf. emeritus:
Kennsla til lokaprófs í verkfræði eft-
ir 1970, og Páll Valdimarsson pró-
fessor: Kennsla í verkfræði við Há-
skóla íslands í dag - staða og horfur.
FÉLAG er nefnist Vinir Indlands
var stofnað í september. Verkefni
þessa félags er liður í verkefni
Húmanistahreyfingarinnar í S-Ind-
landi að vinna með hópum sjálf-
boðaliða við að styðja börn úr fá-
tækum fjölskyldum til náms, segir
í fréttatilkynningu.
Markmið félagsins er að safna fé
til jafns við hópana í Indlandi og
senda beint til skóla þar. Sjálfboða-
liðar á Indlandi, auk þess að safna
sjálfir fé, meta hvert tilfelli, allar
uppástungur og umsóknir um að-
stoð og ganga úr skugga um að um
raunverulega fátækt sé að ræða.
Aðstoðin nær einnig til barna á
munaðarleysingjaheimilum en auk
aðstoðar við nám styður félagið við
almennan rekstur slíkra heimila.
í þessu fjölmenna landi er mikil
og margvísleg neyð og ljóst er að
víða er hægt að bera niður með að-
Síminn ger-
ir samning'
í Brasilíu
VIÐSKIPTAVINIR Símans GSM
geta frá 16. október notfært sér
iDEN-þjónustu farsímafyrirtækis-
ins Nextel í Brasilíu. Til að nota
þjónustuna þarf Motorola Í2000-
síma, sem eru til sölu og leigu hjá
Símanum.
IDEN-kerfi Nextel nær til flestra
ríkja Bandaríkjanna og margra
landa í Rómönsku Ameríku. Nú þeg-
ar eru orðnir virkir reikisamningar
Símans GSM við Nextel í Bandaríkj-
unum, Brasilíu, Argentínu, Mexíkó
og Perú. Fleiri samningar taka gildi
á næstunni og stækkar reikisvæðið
því enn frekar.
Frá og með nk. fimmtudegi, 19.
október, geta viðskiptavinir Símans
ennfremur notað GSM-þjónustu Blu
á Ítalíu. Þá hafa nýlega verið gerðir
reikisamningar við Cosmorom í
Rúmeníu og K’Cell í Kazakhstan.
Samtals hefur Síminn GSM gert
160 reikisamninga við farsímafyrir-
tæki í 74 löndum.
---------------
Gengið eft-
ir hitaveitu-
stokknum
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
stendui’ fyrir gönguferð eftir hitaveit-
ustokknum í kvöld, miðvikudags-
kvöld, frá Elliðaárhólmum vestur í
Öskjuhlíð.
Mæting er við Hafnarhúsið, Mið-
bakkamegin, kl. 20 og farið með SVR
inn að Elliðaám. Síðan gengið frá
gömlu rafstöðinni og hitaveitu-
stokknum fylgt vestur í Öskjuhlíð. Þar
verður val um að ganga niður á höfn
eða fara með SVR. Ailir velkomnir.
stoð. Varanlegasta hjálpin hlýtur
þó að vera að gera fólk hæfara til
þess að hjálpa sér sjálft en sóma-
samleg menntun er grunnur þess,
segir í tilkynningunni.
A stofnfundi félagsins í septem-
ber sl. var kosin fyrsta stjórn fé-
lagsins. Hana skipa Gunnar Kvar-
an, Óskar D. Ólafsson, formaður,
Sólveig Sörensen, Sigrún Þor-
steinsdóttir og Sigurður M. Grét-
arsson, gjaldkeri.
Þeim sem vilja leggja fram fé til
þessa verkefnis er bent á reikning-
inn Vinir Indlands, 0526-14-603094,
kt. 440900-2750.
Allt fé sem lagt er inn á þennan
reikning fer óskipt til skóla og
munaðarleysingjaheimila, allt um-
sýslustarf og skipulag er unnið í
sjálfboðavinnu af félagsmönnum og
félögum í Húmanistahreyfingunni,
segir ennfremur í tilkynningunni.
Tilboð í
Plús apótekunum
TILBOÐSVERÐ
af allri Nicotinell línunni frá 18. - 24. okt.
“ ^Z?iZS! ? 3ð SÍSraSt á
og slastihop með þeim sem ekki reykja.
Plús apótekin
Apótek Austuriands • Apótek Blönduóss • Apótek Keflavíkur • Apótek Ólafsvíkur
Apótek Vetmannaeyja • Árbæjar apótek • Borgar apótek • Dalvíkur apótek
Grafarvogs apótek • Hringbrautar apótek • Isafjaröar apótek • Laugames apótek
Lyfsalan Grundarfirði • Lyfsalan Patreksfirði • Nesapótek, Seltjamamesi • Rima apótek
Sauðárkróks apótek • Siglufjarðar apótek • Stykkishólms apótek
Ti1 ffyvirí wiU VícotfwcU
Nicotinell
Island í forystu í Ferða-
málaráði Norðurlanda
Sigrún Þorsteinsdúttir, Gunnar Kvaran, Súlveig Sörensen og Óskar D.
Ólafsson sitja í sljúm félagsins Vinir Indlands. Á myndina vantar Sigurð
M. Grétarsson.
Safna fé til mennta-
átaks á Indlandi