Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 jr-11... ........................... UMRÆÐAN SUS lýsir frati á fæðing’arorlof í stjómmálaályktun Sambands ungra sjálf- stæðismanna (SUS) sem samþykkt var á málefnaþingi í byijun þessa mánaðar má lesa eftirfarandi: Réttur for- eldra til fæðingarorlofs á að vera samnings- atriði atvinnurekenda fg launþega. Sam- ykktin markar nokkur tímamót en hún gengur í berhögg við stefnu sem mótuð var með nýj- um lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Lögin voru samþykkt sam- hljóða á Alþingi síðast- liðið vor og rómuð sem mikið fram- Jafnrétti Samþykktin, segir Þór- unn Sveinbjarnardóttir, gengur í berhögg við ný r lög um fæðingarorlof. faraspor í jafnréttisbaráttu kynjanna. Með nýgerðri samþykkt sinni hefur SUS í raun lýst frati á nýju lögin um fæðingar- og foreldra- orlof og verður það að teljast til tíðinda þegar ungliðahreyfing sem stærir sig af því að vera sú fjölmennasta hér á landi tekur svo afger- andi afstöðu gegn þeim grundvallarréttindum sem jafn réttur beggja foreldra til töku fæðing- aroriofs er - í það minnsta í huga þeirra sem aðhyllast kven- frelsi og jafnrétti kynj- anna. Karlanefndin faguaði... Ég held að öllum þeim sem greiddu hinum nýju lögum atkvæði í maímán- uði síðastliðnum hafi verið ljóst að um tímamótalagasetningu var að ræða. Margra áratuga barátta fyrir jöfiium rétti kynjanna til fæðingarorlofs bar loks árangur og margir urðu til þess að fagna. Karlanefhd jafnréttisráðs fagnaði þessum tímamótum og sagði hin nýju lög vera jafnstórt framfara- skref í jafnréttismálum og þegar kon- ur fengu kosningarétt árið 1915. Karlanefndin, með formann sinn, Ól- af P. Stephensen, fremstan í flokki, skoraði einnig á íslenska karlmenn að nýta sér þau tækifæri sem felast í nýrri löggjöf og nýta rétt sinn til töku fæðingarorlofs í þágu eigin fjöl- skyldutengsla og þágu jafnréttis. Lík- lega hefur enginn úr karlanefndinni setið málefnaþing SUS á Akureyri. .. .en ekki ungir sjálfstæðismenn Formaður jafnréttisnefndar Sjálf- stæðisflokksins, Stefanía Óskars- dóttir varaþingkona, ritaði grein í þetta blað þar sem m.a. sagði að með nýjum lögum um fæðingarorlof væri öllu lagalegu misrétti á milli kynjanna eytt hér á landi. Má ætla að formaður jafnréttisnefndar flokksins hafi ritað þetta í trausti þess að þorri sjálfstæð- ismanna væri fylgjandi jafnrétti í reynd. Nú hefur hins vegar komið á daginn að ungir sjálfstæðismenn telja rétt foreldra til fæðingarorlofs best tryggðan í samningum á milli at- vinnurekenda og launþega. Er nokk- ur furða þótt maður velti því fyrir sér hvert Sjálfstæðisflokkurinn stefni í jafnréttismálum? Ekki síst í ljósi þess að málefnaþing SUS situr yngsta kynslóð sjálfstæðismanna, sú sem væntanlega ætlar sér stóra hluti í stjómmálum á komandi árum og ára- tugum. Höfundur situr á þingi fyrir Sam- fylkinguna. Þórunn Sveinbjamardóttir Hreinsa þarf upp allt rusl sem fleygt er á götur borgarinnar. Þaö kostar peninga sem koma frá þér. Er þeim ekki betur varið annars staðar? Göngum vel um borgina okkar og losum rusl í ruslafötur. REyKJAVlK U ES H r ISPAKIFÖTIN i Borgarstjórinn í Reykjavík Hreinsunardeild Gatnamálastjóra GÖTUR ERU EKKI RUSLAFÖTUR Fjárfestum í beinum HINN 20. október er alþjóðlegi beinvemdar- dagurinn. Tilgangur- inn með honum er að minna almenning á mikilvægi lifnaðar- hátta sem stuðla að beinvernd. Slagorð al- þjóðabeinverndardags- ins er að þessu sinni „invest in your bones“ eða „fjárfestum í bein- um“. Aætla má að á ís- landi brotni árlega a.m.k. þúsund einstakl- ingar af völdum bein- þynningar, þ.e. við lít- inn eða engan áverka. Beinbrot em mjög dýr fyrir éin- staklinginn og þjóðfélagið, að ekki sé talað um þjáningarnar sem þau valda. Bein era lifandi vefur sem er í stöðugri endurnýjun lífið á enda. Staðreyndin er hins vegar sú að á fyrsta þriðjungi ævinnar er upp- bygging meiri en niðurbrot en eftir það breytast hlutföllin og sé ekkert að gert verður niðurbrotið mun meira en uppbyggingin á síðari hluta ævinnar. Utkoman verður þá hinn þögli sjúkdómur beinþynning. Því fyrr sem einstaklingur byrjar að fjárfesta í beinum sínum, því betra. Fjárfesting í beinum felst í hollu mataræði sem er ríkt af kalki og D- vítamíni, reglulegri hreyfingu, því að forðast reykingar og neyta áfengis í hófi. Hjúkranarfræðingar á bæklunar- deild vinna mikið með fólki sem hef- ur beinþynningu. Eðli sjúkdómsins vegna era eldri konur þar í talsverð- um meirihluta. Þessar konur era oft lágvaxnar, smábeinóttar og orðnar hoknar í baki. Forsagan er yfirleitt sú að þær urðu fyrir því að detta og þrátt fyrir að fallið væri alls ekki al- varlegt brotnaði það bein sem þyngsta höggið fékk, oftast mjaðmarbein. Sumar þessara kvenna hafa jafnvel oft brotnað og era orðnar svo hrædd- ar um að detta og brotna að þær hreyfa sig varla út úr húsi. Þá era þær jafnframt komnar inn í vítahring vegna þess að minni hreyfing leiðir af sér meiri beinþynningu. Um leið og einstakling- ur byggir upp vöðva byggir hann upp bein. Mjaðmarbrot krefst skurðaðgerð- ar þar sem settur er nagli í beinið til að það grói rétt saman og í sumum tilfellum þarf að setja gervilið í Beinvernd Því fyrr, segir Eyrún Ólafsdóttir, sem ein- staklingur byrjar að fjárfesta í beinum sín- um, því betra. mjöðmina. Strax daginn eftir upp- skurðinn er einstaklingurinn drifinn á fætur og hefst þar með endurhæf- ingin. Mjaðmarbrot leiðir af sér mikla skerðingu á getu einstaklings- ins til sjálfshjálpar. Til þess að ein- staklingurinn komist heim þurfa margir aðilar að koma að máli, s.s. félagsráðgjafar, hjúkranarfræðing- ar, iðjuþjálfar, læknar, sjúkraliðar og sjúkraþjálfarar. Stundum þarf einstaklingurinn að dvelja á stofnun í mjög langan tíma áður en hann kemst til síns heima. Aldraðir ein- staklingar sem hafa búið heima þrátt fyrir mjög takmarkaða getu til þess geta jafnvel þurft að breyta um bú- setu eftir áfall sem þetta. Fjárfesting í beinum er góð fjár- festing. Ég hvet alla til að huga að beinabankanum sínum og hvað þeir geta gert til þess að eiga þar sem mest innlegg ævina á enda. Því fyn- sem byrjað er að fjárfesta í beinum, því betra. Höfundur er hjúkrunarfrædingur og er í stjóm Beinvemdar. Eyrún Ólafsdóttir Hvaleytarbiaul 18-20 220 Hafiuul|Siðui. Siml: S6S-S0SS / Fax. S6S-S036 SÝNING: Fræsarar, járnsmíðavélar, Rennibekkir, Blikksmíðavélar, Sagir, CNC vélar, a.FL.. O.fl.. □ pið hús. Miðvikud.- Föstud. Ki_. 10-19. Laugard. Kl. 10-18. SUNNUO. Kl_. 10-17. ***26 ára traust samstarf við íslenskan iðnað.*** I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.