Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 13
íslensk rannsókn um herpes zoster birt í British Medical Journal
Niðurstöðurnar marka tíma-
mót í rannsókn á sjúkdómnum
vegna herpes zoster útbrota eru yfirleitt mjög
vægir hjá börnum og unglingum og eru í öllum
tilvikum horfnir innan eins mánaðar frá því að
fyrstu einkenni um útbrot komu í ljós. Þá eru lík-
ur á langvarandi verkjum í þrjá mánuði eða leng-
ur mjög litlar eða innan við 2% hjá fólki yngra en
60 ára, eins og áður sagði, og eru verkirnir þá
vægir í flestum tilvikum. Líkurnar á langvarandi
verkjum aukast á hinn bóginn eftir 60 ára aldur
og geta verkirnir þá staðið yfir árum saman. Þeir
geta þó einnig horfið að nokkrum árum liðnum.
Börn í Bandaríkjunum
bólusett regJulega
I niðurstöðunum kemur aukinheldur í ljós að
ekkert bendi til þess að útbrot af völdum herpes
zoster séu fyrirboði um alvarlega sjúkdóma svo
sem krabbamein eins og læknar töldu áður fyrr
og jafnframt segir í niðurstöðunum að líklegt sé
að notkun veirulyfja sé gagnslítil eða óþörf fyrir
fólk yngra en 60 ára með herpes zoster. Veirulyf
geti þó komið að gagni hjá fólki 60 ára og eldri og
þá til að minnka líkur á langvarandi fylgikvillum
sjúkdómsins. „Hugsanlegan ávinning af lyfjagjöf
þurfa þó læknir og sjúklingur að meta saman,“
segir Sigurður, „því margir aldraðir með ristil
hafa litla verki sem hverfa tiltölulega fljótt. Þá er
vitað að langvinnir verkir koma frekar hjá þeim
sem fá slæman ristil með miklum útbrotum og
verkjum."
Getur Sigurður þess að síðustu að verið sé að
rannsaka bóluefni um þessar mundir sem örvar
mótefniskerfí hjá fullorðnum með þeim hætti að
minni líkur verði á því að þeir fái ristil. „Og börn
í Bandaríkjunum era nú reglulega bólusett
snemma á ævinni gegn hlaupabólu. Það gæti orð-
ið til þess að ristill komi ekki fram eða mun væg-
ar síðar á ævinni."
Morgunblaðið/Jim Smart
Sigríður Guðmundsdóttir, Sigrún Arnadóttir frá Rauða krossi íslands og Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra kynntu söfnunina Göngum til góðs gegn alnæmi í Afríku.
Leita sjálfboðaliða í
baráttu gegn alnæmi
HIÐ víðlesna læknisfræðitímarit Brithish
Medical Journal birti í síðasta hefti sínu vísinda-
grein eftir íslensku læknana Sigurð Helgason
heimilislækni, Gunnar Pétursson lækni, Jóhann
Agúst Sigurðsson prófessor og Sigurð Guð-
mundsson landlækni um sjúkdóminn herpes
zoster sem nefndur hefur verið ristill á íslensku.
Er í greininni greint frá umfangsmikilli rann-
sókn læknanna á sjúkdómnum og niðurstöðum
hennar. Alls 421 sjúklingur hjá 62 heimilislækn-
um tóku þátt í rannsókninni á árunum 1990 til
1995.
Að sögn Sigurðar Helgasonar læknis og upp-
hafsmanns rannsóknarinnar er þetta í fyrsta
sinn sem svo stórum hópi sjúklinga með herpes
zoster er fylgt eftir í svo langan tíma. Niður-
stöðurnar þykja því marka tímamót í rannsókn-
um á þessum sjúkdómi. í þeim kemur m.a. fram
að líkurnar á langvarandi verkjum í þrjá mánuði
eða meira í kjölfar herpes zoster útbrota eru
mjög litlar eða innan við 2% hjá fólld yngra en 60
ára. Komi hins vegar sjúkdómurinn fram eftir 60
ára aldur aukast líkurnar á langvarandi verkjum.
Sjúkdómurinn herpes zoster er að sögn Sig-
urðar endurvakning á hlaupabóluveirunni og lýs-
ir sér með verkjum, útbrotum og smáblöðrum á
húðinni. Sumir þjást af langvinnum verkjum eft-
ir að útbrotin era horfin og var eitt af markmið-
um rannsóknarinnar að finna út hve margir
sjúklinganna fengu slíka verki. Að sögn Sigurðar
fá menn veiruna í sig þegar þeir fá hlaupabólu,
oftast sem krakkar, en eftir að hlaupabólan er
gengin yfir fer veiran i taugahnoð upp við mæn-
una og leggst þar í dvala. Sumir verða hins vegar
fyrir því að veiran vaknar úr dvalanum og fer
eftir taugabrautunum aftur út í húðina. Við það
myndast áðurnefnd útbrot og blöðrar sem kall-
ast herpes zoster. „Það er engin góð skýring til á
Ristill lýsir sér meðal annars með rauðum út-
brotum og blöðrum.
því hvers vegna veiran vaknar upp hjá sumum en
öðrum ekki. Það er þó vel þekkt að virkni ónæm-
iskerfísins er minni hjá eldra fólki og eykur það
líkurnar á ristli,“ segir Sigurður. Tekur hann
fram að í einni af niðurstöðum rannsóknarinnar
komi fram að herpes zoster er algengari hjá
börnum og unglingum en áður var talið. Sjúk-
dómurinn er þó tíu sinnum algengari meðal
manna sem komnir era yfir miðjan aldur að sögn
Sigurðar.
I niðurstöðunum kemur einnig fram að verkir
herrahópurinn, samstarfsaðili þing-
hlutans, hefði aldrei gert neinar
breytingar, heldm- haldið sínum 18
ráðherranefndum óbreyttum.
„Það verður til þess að samskipti
Norðurlandaráðs og norrænu ráð-
herranefndarinnar verða mjög
óeðlileg," sagði hann. „Þetta verður
ekki eins og í samstarfi þjóðþinga
og ríkisstjórna þar sem nefndir í
þjóðþingum era skipaðar með hlið-
sjón af ráðuneytum í ríkisstjórn og
geta alltaf haft beint samband við
viðkomandi ráðuneyti og ráðhen-a.
Með skipulagsbreytingunni 1995
dettur þetta samband gersamlega
út þannig að það er ekki lengur
neitt samræmi milli skipulags
Norðurlandaráðs og skipulags nor-
rænu ráðherranefndanna."
Sighvatur sagði að þau lönd, sem
áður féllu undir grannsvæðin, til
dæmis Eystrasaltsríkin og Pólland,
væra á leiðinni inn í Evrópusam-
bandið. Þegar spurt væri hvað gera
mætti fyrir þau í Norðurlandaráði
væri eina svarið hvað það gæti gert
til að greiða götuna inn í Evrópu-
sambandið og NATO.
Skipulagsleg ringulreið
„Við erum því komin með
Evrópumálin í Evrópunefnd,
grannsvæðanefnd og forsætis-
nefndina," sagði hann. „Þetta er
orðin skipulagsleg ringulreið."
Vitringaráðið var skipað af sam-
starfsráðherram Norðurlandanna,
en einnig er verið að skoða þessa
mál í Norðurlandaráði og hefur
Sighvatur nú stýrt þeirri vinnu af
hálfu jafnaðarmanna í um ár. A
mánudag í liðinni viku var hann á
fundi ásamt Jóni Sigurðssyni til að
ræða nýjungar í norrænni sam-
vinnu við starfsfólk norrænu ráð-
herranefndarinnar og Norður-
landaráðsskrifstofunnar.
„Þeir hugsa þetta meira frá ráð-
herrahliðinni en þingmannahliðinni
og hugmyndin er sú að hin pólitíska
samvinna Norðurlanda verði kjarn-
inn í samstarfi, sem geti teygt sig
allt frá Kanada til Rússlands um
einstök sameiginleg viðfangsefni,"
sagði hann. „Norrænu forsætisráð-
herrarnir mynda stýrihópinn eða
kjarnann í samstarfinu, en síðan
geta þeir falið samstarfsráðherram
að vinna með sér. Loks er gert ráð
fyrir því að forsætisráðherrarnir
geti beitt sér fyrir því að eiga fundi
með sambærilegum ráðherram, í
sumum tilvikum frá Eystrasalts-
ríkjunum og í sumum tilvikum frá
Eystrasaltsríkjunum og Póllandi
og svo framvegis."
Sighvatur sagði að i skýrslunni
væri talað um að ráðherranefndirn-
ar væra of margar. Þetta skipti
hins vegar ekki máli vegna þess að
núverandi skipulag gengi inn í
þessar hugmyndir hvort sem fyrir-
komulagi ráðherranefndanna yrði
breytt eða ekki.
„Gallinn á þessu skipulagi er hins
vegar að það gengur ekki upp frá
þingmannahliðinni," sagði hann.
„Ef taka á þingmannahliðina er
gert ráð fyrir því að í stað for-
sætisráðherranna komi þingforset-
ar og þingnefndir í staðinn fyrir
ráðuneytin,“ sagði hann. „Þá er
búið að fella niður Norðurlandaráð
í núverandi mynd. Þá er engin for-
sætisnefnd vegna þess að þingfor-
setar stýra starfinu. Það verða
heldur engir kjörnir fastafulltrúar í
Norðurlandaráði heldur stundum
fundir með utanríkismálanefndun-
um, stundum fundir með
samgöngunefndunum og svo fram-
vegis og enginn fastur punktur
verður lengur í þingmannasam-
starfinu.“
Hann sagði að þvert á móti yrðu
nánast allir þingmenn komnir inn í
þetta starf og úr yrði mikið bákn.
Nú hefðu sjö íslenskir þingmenn
fasta setu í Norðurlandaráði, en
með þessu skipulagi yrðu allir 63
þingmennirnir meira og minna á
fundum.
„Það má ímynda sér hvað það
yrði í fyrsta lagi dýrt,“ sagði hann.
„í öðra lagi hvað erfitt yrði að
stjórna þessu og hafa yfirsýn. Það
sem við okkur blasir er að finna
hvernig eigi að skipuleggja þing-
mannasamstarfið. Það hafa höfund-
ar skýrslunnar ekkert hugsað um.“
Á NÆSTU tveimur vikum ætlar
Rauði krossinn að safna tvö þús-
und sjálfboðaliðum til að ganga í
hvert hús á landinu í landssöfnun
sem vonast er tii að skili 20 millj-
ónum króna f baráttuna gegn al-
næmi í Afríku.
Kjörorð söfnunarinnar er
„Göngum til góðs“. Talsmenn
Rauða krossins kynntu þessa
söfnun sl. föstudag ásamt Halldóri
Ásgrímssyni utanríkisráðherra.
„Alnæmisvandinn er orðinn svo
risavaxinn að þjóðfélög, einkum í
sunnanverðri álfunni, riða til falls
og víða eru lífslíkur fólks orðnar
þriðjungur af því sem þær voru
fyrir nokkrum árum. Alls eru 24
milljónir Afríkubúa sýktar af
veirunni og það er í raun dauða-
dómur því fæstir hafa efni á lyfja-
meðferð," segir í frétta frá Rauða
krossinum.
Þegar hefur mikill fjöldi þjóð-
þekktra manna gengið til liðs við
Rauða krossinn við söfnunina,
sem verður 28. október, stjórn-
málamenn, rithöfundar, og fjár-
málamenn auk tryggra sjálfboða-
liða Rauða krossins.
Deildir félagsins, sem eru 51
um allt land, safna sjálfboðaliðum
hver á sínu svæði. Rauði krossinn
bindur vonir við að fyrirtæki
hvetji starfsmenn sína til þátttöku
og hafa nokkur fyrirtæki þegar
ákveðið að gera það.
Landssiminn leggur til síina-
númerið 907-2020 og í það númer
getur fólk hringt á söfnunardag,
ef ekki næst til þess á annan hátt,
og þá eru 500 krónur teknar af
símreikningnum og renna óskipt-
ar til söfnunarinnar.
Rauði krossinn hvetur alla þá
sem geta lagt samtökunum lið við
söfnunina að hafa samband við fé-
lagið og deildir þess um land allt.
Nauðasamn-
ingur hindrar
ekki skulda-
jjöfnun
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
héraðsdóm og sýknað ríldð af kröfu
manns, sem taldi sýslumanni hafa
verið óheimilt að skuldajafna inneign
hans á móti vangreiddum opinberum
gjöldum, þar sem hann hefði fengið
heimild til nauðasamnings.
Opinber gjöld mannsins vora end-
urákvörðuð í nóvember 1998 og
leiddi það til inneignar. Síðan
skuldajafnaði sýslumaður allri inn-
eign mannsins á móti vangreiddum
opinberam gjöldum. Maðurinn taldi
að þetta hefði verið óheimilt, þar sem
sér hefði verið leyft að leita nauða-
samnings, og höfðaði hann mál gegn
ríkinu til heimtu inneignarinnar.
Hæstiréttur segir að um lögmælt-
an skuldajöfnuð hafi verið að ræða.
Lögvarin krafa til endurgreiðslu
stofnaðist ekki á meðan gjaldandi
væri í slíkri skuld við ríldssjóð.
Skuldajöfnuður hafi því verið heimill
þrátt fyrir að manninum hafi verið
veitt heimild til nauðasamnings.
------#-»-4----
Átján mánaða
fangelsi
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest 18
mánaða fangelsisdóm yfir manni sem
réðst að öðram manni, sparkaði í enni
hans og stakk hann með hnífi í bak og
bijóstkassa. Maðurinn var einnig
dæmdur til að greiða fórnarlambinu
200 þúsund krónur í miskabætur.
Átöldn urðu fyrir utan heimili
árásarmannsins 5. október í fyrra.
Honum og félaga hans varð sundur-
orða vegna peninga, sem félaginn
skuldaði honum vegna símareikn-
ings. Árásarmaðurinn tók upp vasa-
hníf og stakk einu sinni í bak og einu
sinni í brjóstkassa mannsins, með
þeim afleiðingum að hann hlaut
grannt stungusár á baki og stungu-
sár á brjósti svo gat kom á annað
lungað. Enginn áverkanna taldist
lífshættulegur.