Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 --------------------------- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Grasrót og afþreying Er virkilega tilJyöldi leikhúsa úti um allan bœ sem geturframleitt leiksýningar á mun lægra verði en opinberu leikhúsin? Isíðutu viku efndu stjórnendur Borgarleikhússins til fyrstu umræðu - af mörgum vonandi - um leikhús og leiklist. Þessi fyrsti fundur lofaði góðu og var sannarlega til marks um að þörf er slíkum vettvangi til umræðu og opinna skoðanaskipta. Einn frummælenda, hinn nýi deildarstjóri leiklistar í Listaháskólanum, Ragnheiður Skúladóttir, bar með sér ferskan andblæ og nýja sýn á tilgang leiklistarmenntunar og hvaða hugmyndir hún hyggst leggja til grundvallar við uppbyggingu deildarinnar. Tinna Gunnlaugsdóttir, forseti Bandalags VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson íslenskra listamanna og leikari hjá Þjóðleik- húsinu og Leikfélagi Islands, lagði einnig orð í belg í grein í Morgunblaðinu á dögunum og gerði ágæta tilraun til að koma umræðunni á málefnalegt plan með upplýsingum um stefnu hollenskra yfirvalda í leikhúsmálum. Hún kvað umsögn undirritaðs um eðli markaðsleikhússins vera móðgun við þá listamenn sem starfað hafa í markaðsleikhúsi; að segja þá leiklist sem þar er stunduð ómerkilega og ekki neinum til gagns nema þeim sjálfum, væri lítilsvirðing við starf þeirra og þá áhorfendur sem sýningarnar sækja. Hvers vegna þessi viðkvæmni? Af hverju má ekki segja að tilteknar sýningar séu engu merkilegri en margt af því sem sýnt er í kvikmyndahúsunum og er hreint afþreyingarefni? í því felst engin lítilsvirðing þótt það beri með sér þá grundvallar- afstöðu að ekki sé allt jafngott og þó góðir listamenn taki þátt í lítilfjörlegum sýningum breyti það ekki eðli sýninganna. En þær geta hins vegar verið leiknar af list og verið hin ágætasta skemmtun. Afþreying í leikhúsi er ekki bannorð. Fátt veit ég jafn afslappandi og að horfa á vel leikið gamanleikrit í leikhúsi eða spennumynd í kvikmyndahúsi. En það þýðir ekki að ég sé gapandi yfir því hversu merkileg upplifunin sé.Atvinnuskapandi sagði einhver um þessa starfsemi. Víst má það til sanns vegar færa. En hvers vegna má ekki kalla hlutina sínum réttu nöfnum? Það getur verið gaman að sjá sýningar sem falla undir skilgreiningu markaðsleikhússins. Markaðs- leikhús er ekki stofnun eða fyrirtæki. Það er ákveðin stefna sem birtist í vali á verkefnum og úrvinnslu þeirra. Það er hugsunin sem baki býr. Það er iðulega einkarekið leikhús en alls ekki alltaf og allra síst hér á íslandi þar sem farið hefur saman markaðsleikhús og opinberlega styrkt leikhús, samanber bæði Leikfélag Reykjavíkur til margra áratuga og einnig Þjóðleikhúsið. Það er vissulega umhugsunarefni að leikhús sem styrkt eru af opinberu fé skuli verja því til uppsetningar sýninga sem þjóna engum öðrum tilgangi en að afla fjár en hlutskipti opinberu leikhúsanna hefur verið slíkt að þau hafa neyðst eða freistast til að blanda verkefnaval sitt markaðsvænum verkum. Reyndar kemst maður í vandræði um leið og þetta er sagt því ef litið er yfir þær sýningar sem hvað mestrar aðsóknar hafa notið þá falla þær alls ekki allar sjálfkrafa í kassa hinna svokölluðu „markaðsvænu stykkja.11 A það hefur einnig verið bent að málflutningur þeirra sem standa utan opinberu leikhúsanna hafi snúist um 180° á síðastliðnum áratug eða svo. Nú vilja sum sjálfstæðu leikhúsanna (alls ekki öll) fá óskrifað einkaleyfi til að sviðsetja söngleiki og gamanleikrit því þetta séu þær sýningar sem setji flesta rassa í sæti. Tilraunir og frumkvæði þar sem tekin er listræn og fjárhagsleg áhætta eigi að fara fram í vernduðu umhverfi stofnanaleikhúsanna, þar sem aðstaðan og áhættulaust fjármagn er til staðar. Tinna Gunnlaugsdóttir hélt þessu sjónarmiði fram í áðurnefndri grein sinni. Mátti skilja orð hennar sem einhvers konar stefnuyfirlýsingu Bandalags íslenskra listamanna? Tvennt skiptir máli í þessu sambandi Annað er að fyrir 10-20 árum var annað fólk í grasrótinni en nú er. Hitt er líka nauðsynlegt að hafa í huga að sjálfstæðu leikhúsin svokölluðu eru stór hópur og engan veginn samstæður eða með sameiginleg markmið.Hagsmunir þeirra fara alls ekki alltaf saman. A milli þeirra ríkir hörð samkeppni um fjármuni, athygli og áhorfendur. I raun virðist sem fleira skilji þau að en sameini, þó öll geti þau sameinast í kröfunni um aukna opinbera viðurkenningu í formi fjárstyrkja. .Málflutningur samtaka sjálfstæðu leikhúsanna sem birtist í auglýsingu hér í Morgunblaðinu í liðinni viku þar sem borinn er saman opinber styrkur á hvern seldan miða í sjálfstæðu leikhúsunum og stofnanaleikhúsunum er hins vegar í meira lagi hæpinn. Sjálfsagt stenst hann reikningslega en hann gerir ekkert gagn og er einungis vatn á myllu þeirra sem vilja draga úr opinberum stuðningi við leiklistarstarfsemi í landinu yfirleitt. Ályktunin sem draga mátti af texta þessarar auglýsingar var einfaldlega sú að Þjóðleikhús og Borgarleikhús væru þungir fjárhagsbaggar á sjóðum ríkis og borgar og til væri fjöldi leikhópa út um allan bæ sem gæti framleitt leiksýningar á mun lægra verði. Er það svo? Ef skilja átti þessi skilaboð á annan veg þá er hér með kallað eftir skýringu talsmanna sjálfstæðu leikhúsanna. Helst dettur manni í hug samlíking við mann sem situr á trjágrein og hamast við að saga hana sundur við stofninn. Rílíið hefur hækkað lyfjakostnað Það getur verið varasamt að rugla saman hugtökum. Að undanförnu, og reynd- ar lengi vel, hafa hug- tökin lyfjakostnaður og lyfjaverð verið notuð jöfnum höndum. Jafn- framt er hugtakið lyfjaverð gjarnan látið jafngilda þeirri upp- hæð sem sjúklingur greiðir. Fjölmiðlar og fleiri aðilar beita þess- um hugtökum í flestum tilvikum ranglega og því er ástæða til að fara nokkrum orðum um þennan misskilning. Sem dæmi má nefna frétt sem var í ríkissjónvarpinu fyrir nokkru. Þar var rætt við talsmann samtaka hjartasjúklinga sem vakti athygli á auknum greiðsluhluta sjúklinga í lyfjaverði er gekk í gildi í júní sl. Fréttamaðurinn, sem síðan hélt áfram með fréttina, talaði um hækk- að lyfjaverð sem er alrangt. Þetta segir okkur að ekki er vanþörf á að upplýsa landsmenn um þessi grund- vallaratriði. Hvað er lyfjaverð og lyfjakostnaður? Lyfjaverð er heildsöluverð eða apóteksverð lyfsins, þ.e. heildarverð frá dreif'anda/heildsölu til apóteksins eða heildarverð úr apóteki. Apóteks- verðið skiptist síðan oftast í tvennt eða þann hluta sem sjúklingur greið- ir og hinn hlutann sem TR greiðir þegar afgreidd eru lyfseðilsskyld lyf sem TR tekur þátt í að greiða. Lyfjakostnaður er hins vegar kostnaður hvers og eins eða lyfja- kostnaður sjúkrahúsanna, neytend- anna og ríkisins og er allt annar hlutur en lyfjaverð sem hefur lækk- að. Lyfjaverð hefur lækkað Hámarksverð lyfja í heildsölu hef- ur í raun lækkað hérlendis á undan- förnum árum. Frá jan. ‘97 til des. ‘99 hefur verð á innfluttum lyfjum, sem Tryggingastofnun ríkisins (TR) tek- ur þátt í að greiða, lækkað um 8,2%. Skv. tilkynningu Hagstofunnar 12. september sl. hafði vísitala neyslu- verðs hins vegar hækkað um 4% síð- ustu tólf mánuðina. Liðurinn matur og drykkjarvörur hefur t.d. hækkað um 12,6% frá mars ‘97 til sept. 2000 og ávextir á sama tíma um 11,5%! Apóteksverð á lyfjum hefur líka lækkað vegna aukinnar samkeppni milli apóteka um viðskiptavinina eft- ir breytingu lyfjalaga 1. mars 1996. Þá var gamla apótekarakerfinu breytt á þann hátt að hver lyfjafræð- ingur mætti opna apótek að upp- fylltum ákveðnum skil- yrðum. Niðurstaðan er lækkað lyfjaverð og þá bæði heildsölu- og smásöluverð. Hlutur sjúklinga í lyfjaverði Ymsum opinberum aðilum, fjölmiðlum og þar með almenningi hættir til að hamra á því að lyfjaverð hafi hækkað sem er al- rangt. Það er einungis hlutur sjúklinga í lyfja- verðinu sem hefur hækkað, þ.e. sú upp- hæð sem neytandinn lætur úr buddunni í hvert sinn sem hann nær í lyf gegn lyfseðli í apótek- inu. Þessi hækkun skrifast á ríkið því það eru stjórnvöld sem ákveða hversu mikinn hluta lyfjaverðs Lyf Hámarksverð lyfja í heildsölu, segir Guð- björg Alfreðsdóttir, hefur í raun lækkað hérlendis. sjúklingurinn skal greiða. Hlutur sjúklinga í lyfjaverði hefur marg- sinnis hækkað á undanförnum árum. Stjórnvöld hafa gripið til slíkra að- gerða í fjögur til fimm skipti á síð- astliðnum fjórum árum. Allt til þess að lækka þann hluta sem ríkið greið- h- eða „spara“ fyrir ríkið og leggja meiri beinan kostnað á sjúklinginn. Hvimleiður misskilningur Því hefur verið slegið upp í fjöl- miðlum að hækkandi lyfjaverð sé t.d. að raska fjárhagsáætlunum sjúkrahúsa. Þennan hvimleiða mis- skilning virðist erfitt að uppræta. Lyfjakostnaður sjúkrahúsa hefur að sönnu hækkað en lyfjaverðið hins vegar lækkað, bæði vegna lækkunar á hámarksverði og í kjölfar útboða. Lyfjakostnaður er ekki sama og lyfjaverð! Lyfjakostnaður sjúkrahúsanna hefur aðallega hækkað vegna til- komu nýrra lyfja sem bæta lífslíkur og auka lífsgæði sjúklinga. Allt of oft er einblínt á þennan kostnað og skortir mikið á að hann sé skoðaður í víðara samhengi. Notkun nýiTa og betri lyfja getur sparað samfélaginu gríðarleg útgjöld, s.s. með fækkun legudaga á sjúkrahúsi, minni fjar- vista frá vinnu vegna veikinda og hugsanlega með notkun færri lyfja til að ná tilætluðum árangri í með- ferð sjúkdóma. Heildarmyndin Erum við Islendingar ekki ein af ríkustu þjóðum í heimi? Eigum við því ekki að geta státað af heilbrigðis- kerfi eins og best gerist í heiminum? Faglega flokkast það sem eitt það allra besta sem völ er á að mínu mati. En pólitíkin og spurningin um það í hvað peningarnir eiga að fara eru að kaffæra alla faglega umræðu um heilbrigðismál. Á sjúkrahúsum er sífellt verið að skera niður, loka deildum o.fl. og bitnar það að sjálf- sögðu fyrst og fremst á sjúklingun- um og þar á meðal þeim sem fá ekki bót meina sinna vegna langra bið- lista. Síðan eru það lyfin. Þau liggja vel við höggi pólitíkusa og embættis- manna sem segja við alþjóð: „lyf hafa hækkað“, „lyf eru dýr“. Allt þvílík firra að engu tali tekur. Lyf era til að lækna sjúkdóma og líkna sjúkum. Lyf eru lækningatæki, ekki rafmagn sem þú bara notar þegar þér dettur í hug. Læknir ávísar sjúklingnum lyf til að lækna eða líkna, svo einfalt er það. Hann trúir á það sem hann er að gera, með bætta heilsu, líðan og starfsorku skjólstæðings síns að leiðarljósi. Að sjálfsögðu eigum við að fara vel með opinbert fé og beita því markvisst en þá verðum við líka að setja útgjöld til heilbrigðismála í þjóðhagslegt samhengi. Það er löngu tímabært að stjórnmálamenn líti á heildarmyndina í stað þess að einblína á einstaka kostnaðarliði. Spurningin er einföld: hvað kostar að meðhöndla ekki? Lyf skipta sköpum Hefur einhver velt því fyrir sér hversu víðtæk sérgreinin lyflækn- ingar er? Undir lyflækningar flokk- ast hjartalækningar, meltingar- lækningar, gigtarlækningar og öldrunarlækningar svo að nokkuð sé nefnt. Lyflæknisfræðin er gríðar- lega víðfeðm og flókin fræði. Lækn- ar fara í margra ára sérfræðinám, oftast erlendis, til að afla sér þessar- ar sérþekkingar. Ég skora á landsmenn að líta í eigin barm og velta því fyiir sér hve- nær þeir eða þeirra nánustu þurftu á lyfjum ap halda og hveiju þau breyttu. Ég er viss um að í 99 % til- vika leiddi lyfjameðferð til bættrar líðanar eða lækningar. Lyf eru gríð- arlega mikilvægt tæki sem læknir beitir til góðs fyrir sjúklinginn. Þau eru ein af meginforsendum heil- brigðis og lífsgæða í nútímasamfé- lagi. Höfundur er formaður lyfjahóps Samtaka verslunarinnar. Guðbjörg Alfreðsdóttir Hugleiðing um HEIÐRUÐU valda- menn: I gærkvöldi voru umræður á Al- þingi um svokallaða stefnuræðu forsætis- ráðherrans. AUir ræðuskörung- arnir þurftu að minn- ast á kjör okkar gamla fólksins og öryrkj- anna. Þá voru notuð skrauthvörf eins og „lítilmagnar“ og „þeir sem minnst mega sín“. Nú er það svo að hvorki öryrkjar né gamalmenni hafa sjálf neitt um kjör sín að segja. Við erum án samningsréttar um peningalega hagi okkar. Eins og hverjir aðrir paríar. Það eruð þið löggjafar- og fram- kvæmdavaldsmenn sem ákvarðið lifsviðurværi okkar í bráð og lengd. Kjör ykkar eru ákvörðuð af kjaradómi sem þiggur laun sín frá ykkur sjálfum. Kjör okkar eru síð- an komin undir mætti og vilja ykkar en ekki krafti okkar sjálfra. Verðskuldi einhverj- ir lítilmagnatitilinn í þessu samhengi eruð það þið. Það eruð þið, sem megið ykkar ekki meir en svo, að lífskjör okk- ar margra eru undir hungurmörkum. Það eruð þið, sem beitið sjórnar- skrárbrotum til að hlunnfara okkur ef þið eruð í stjórn. Það eruð þið, sem látið ykkur nægja krókódflstár og tilfinninga- vellu ef þið eruð í stjórnarandstöðu. Þorgeir Þorgeirson orðafar Aldraðir Það er ömurlegt lánleysi okkar gamla fólksins og öryrkjanna, segir Þor- geir Þorgeirson, að hafa ykkur í forsvari. Lítilmagnar sem þið eruð í þess- um málum. Það er ömurlegt lánleysi okkar gamla fólksins og öryrkjanna að hafa ykkur í forsvari. Eða er það kannski lánleysi þjóð- arinnar í heild að hafa trúað ykkur lítilmögnunum fyrir öllu þessu valdi? Höfundur er öryrki og elli- lífeyrisþegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.