Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Ljósaviðburður á útilistahátíð í Borgarholtshverfí í Grafarvogi í byrjun nóvember Samstarfsverkefni þriggja norrænna menningarborga ÐAGANA 3.-6. nóv- ember verður haldin útilistahátíð, sem ber nafnið Ljósin í norðri. Hátíðin er á dagskrá Reykjavíkur- menningarborgar og er samstarfsverkefni norrænu menningar- borganna. Þáttur í hátíðinni er ljósavið- burður sem haldinn verður í Borgarholts- hverfi í Grafarvogi og er á vegum norsks fyrirtækis, Bergen og Ómegn Boligbygge- lag (BOB). Robert Rastad, sem er upplýs- ingafulltrúi hjá BOB, var hér á landi um helgina og átti þá m.a. fundi með fulltrúum Norræna hússins vegna verkefnisins. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að BOB hefði fyrir um tveimur árum komið að máli við undirbún- ingsnefnd menningarborgarverk- efnisins í Bergen og borið það undir hana hvort ekki væri spennandi að standa fyrir ljósa- hátíð í einhverju úthverfa borgar- innar í tengslum við menningar- borgarárið. Kom þá upp úr dúrnum að Helsinki var að undirbúa sam- bærilegt verkefni. Samráð við íbúana BOB er svokallað byggingasamfélag. Fyrirtækið kaupir jarðir og byggir á þeim íbúðarhverfi og selur síðan íbúðir til meðlima sinna á kostnaðarverði. Jafn- framt sér BOB síðan um að reka ýmsa sameiginlega aðstöðu í byggðakjörnunum, auk þess sem það stendur fyrir menningaruppákomum í úthverf- unum. Er samstarf fyrirtækisins við menningarborgarnefndina í Bergen komið til af áhuga fyrir- tækisins á því að skapa samfé- lagslega samkennd í úthverfun- um. Ljósahátíðin sem íbúum Reykjavíkur og Helsinki mun gef- ast kostur á að njóta verður eins konar smækkuð mynd af þeirri sem sett verður upp í Bergen enda eru það Norðmennirnir sem stýra verkefninu. BOB sendir bæði tæknimann og hönnuð hing- að til Reykjavíkur í tengslum við ljósasýninguna en Reykjavík ríð- ur einmitt á vaðið, hátíðin verður haldin hér 4. nóvember, þann átjánda í Helsinki og þann þrí- tugasta í Bergen en þar í borg markar hún upphaf lokaviku menningarborgarársins. Rastad segir að sýningin fari þannig fram að ljósi verði varpað upp á veggi húsabygginga með það að markmiði að sýna íbúunum nýjar hliðar á hverfinu sínu, í þessu tilfelli íbúum Borgarholts- hverfis í Grafarvogi. „Við vildum nota húsin sem eins konar leiksvið. Það er því ekki aðeins um það að ræða að við vörpum ljósi upp á húsveggina heldur reynum við að tryggja þátttöku alls hverfisins," segir Rastad. Þetta geti m.a. gerst með því að ljósi verði varpað til baka ofan af þaki húsanna eða svölum íbúða. Segir hann að ennfremur verði reynt að tryggja þátttöku barna og unglinga, búa til stemmningu og gera úr þessu hina bestu skemmtan. „Þema hátíðarinnar á að vera dulúð, við notumst við ýmis atriði úr goðafræðinni og tvinnum síðan Robert Rastad MHr y&m i§y; Tmsy 1§ • v' • •í' fc * ! !| f'! 1 ÍtujÍttfÍ A Hí 10 Bl É ji’i: 1® IH.III BTjlíl H Gömlu bryggjuhúsin í Bergen. saman tónlist og ljós. Þannig tekst okkur vonandi að búa til al- veg sérstaka stemmningu.“ Birtu hleypt inn í líf fólks í skammdeginu „Það skiptir ekki síst máli að við gerum þetta á þeim árstíma þegar dimmt er um að litast í þessum norrænu löndum,“ segir Rastad. „Þannig er hugmyndin að gera ljósahátíðina sem áhrifa- mesta og hleypa birtu og hlýju inn í líf fólks einmitt þegar það á helst við, ef svo má að orði kom- ast.“ Rastad segir ætlunina að standa fyrir viðburði sem höfði til allra. Menningin og menningar- borgarárið eigi ekki aðeins að vera fyrir menningarelítuna held- ur einnig venjulegt fólk í úthverf- unum. Það sé ekki svo flókið mál að lýsa upp glæstar byggingar miðborganna með góðum árangri en hitt sé mun meira spennandi, að standa fyrir viðburði sem þess- um í úthverfum stórborganna. Jarðgöng úr botni Isafjarðar í Skálmar- dal og Fjarðartiorns- dal, sitt hvoru megin Klettsháls Steingrimsfjaróar- ■ heiði JW J JDynjandis- heiSi Hólmavík] Amkötlu- dalur—/ Þverun Gufufjarðar, Djúpafjarðar og Þorskafjarðar - Jarðgöng undir Eyrarfjall milli Mjóafjarðar og Isafjarðar Samgöngubætur á Vestfjörðum Könnun gerð á hagkvæmni jarðganga GUÐJÓN A. Kristjánsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, vill láta kanna hagkvæmni þess að samgöngur verði bættar á Vest- fjörðum. Hefur hann lagt fram tillögu þess efnis á Alþingi eins og greint hefur verið frá í Morg- unblaðinu. í meginefni tillögunn- ar segir: „Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að láta kanna hagkvæmni þess að gera jarð- göng úr botni ísafjarðar, innst í Isafjarðardjúpi, undir Kolla- fjarðarheiði. Að sunnanverðu, á Barðaströnd, yrðu þau tveggja arma og kæmu annars vegar út í Skálmardal, sem gengur inn úr Skálmarfirði, og hins vegar í Fjarðarhornsdal, innst í Kolla- firði. Einnig verði könnuð hag- kvæmni þess að gera jarðgöng undir Eyrarfjall, sem gengju úr Mjóafrrði í ísafjarðardjúpi yfir í ísafjarðarbotn, og þvera Þorska- fjörð, Djúpafjörð og Gufufjörð á Barðaströnd." Sjá má tillögur Guðjóns á meðfylgjandi korti. Er í greinargerð tillögunnar lagt til að borin verði saman hag- kvæmni þess að bæta samgöngur innan svæðisins með framkvæmd ofangreindra tillagna annars vegar og með því að fylgja nú- verandi vegáætlun hins vegar, en þar er ekki gert ráð fyrir jarð- göngum á þessum slóðum. Bilainnflytjandi sýknaður BÍLAINNFLYTJANDI sem sak- aður var um að hafa gefið upp rangt kaupverð á 27 bifreiðum, að- allega fólksbílum af gerðinni Mercedes Benz, var á föstudag sýknaður í héraðsdómi Reykjavík- ur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa við tollafgreiðslu hjá sýslu- manninum í Hafnarfirði og hjá Toll- stjóranum í Reykjavík notað ranga vörureikninga og kaupsamninga á notuðum bifreiðum sem hann keypti í Þýskalandi frá 1. nóvember 1995 til 1. júní 1996. Hann var sakaður um að hafa gefið upp lægra kaup- verð en hann hafði í raun greitt fyr- ir bifreiðamar og þannig komið sér hjá að greiða stóran hluta af að- flutningsgjöldum bifreiðanna. Hinn ákærði neitaði öllum sakargiftum. Lögreglumenn sendir til Þýskalands Rannsókn lögreglunnar var viða- mikil en tveir lögreglumenn voru m.a. sendir til Þýskalands til gagna- öflunar og yfirheyrslna. Forræði rannsóknarinnar var í höndum þýskra tollayfirvalda og þýskir rannsóknarmenn önnuðust yfir- heyrslumar en íslensku lögreglu- mennirnir voru viðstaddir og gátu komið að spurningum. I dómsgögnum kemur íram að tveir reikningar hafa verið til fyrir hver bifreiðakaup. f bókhaldi þeirra aðila í Þýskalandi sem seldu hinum ákærða bifreiðamar er kaupverð gefið upp hærra en það sem hinn ákærði gaf upp á íslandi og var á reikningum sem hann framvísaði hér. Héraðsdómur gerir ýmsar at- hugasemdir við rannsókn málsins og kemst að þeirri niðurstöðu að ákæmvaldið hafi ekki sýnt fram á með nægilega afgerandi hætti að hinn ákærði hafi gefið upp rangt kaupverð á bifreiðunum eða fram- vísað röngum kaupsamningum. Dæmt var fyrir hvert tilvik fyrir sig og þvi byggðist niðurstaða hérað- sdóms á mismunandi forsendum. Tveir reikningar Hér er niðurstaða dómsins varð- andi innflutning á Mercedes Benz bifreið en mörg áþekk dæmi er að finna í dómnum: „Við tollafgreiðslu bifreiðarinnar xx-xxx framvísaði ákærði kaup- samningi, dagsettum 26.7. 1996, í Hamborg þar sem kaupverð bifreið- arinnar er sagt 14.800 DM. Seljandi sagður Unterberger Dental GMBH og kaupandi Þýskir bílar ehf. Samn- ingurinn er undirritaður af seljanda og kaupanda báðum. Þá hggur einnig fyrir reikningur dagsettur sama dag í Hamborg. Reikningur- inn er á bréfhaus GTG og er stílað- ur á Þýska bíla ehf. Reikningurinn er að fjárhæð 26.000 DM. Akærði bar fyrir lögreglu og fyrir dómi að hann hefði keypt bifreiðina af Willi R. Wozny og greitt fyrir hana 14.800 DM. Hefði hann séð um alla skjalagerð vegna kaupanna. í skýrslu sem tekin var af Thom- as Kirchhoff í Hamborg 30.3. 1999, framkvæmdastjóra GTG, kvað hann Willi R. Wozny, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra GTG, hafa selt um- rædda bifreið Þýskum bílum ehf. á 26.000 DM. Kannaðist hann ekki við kaupsamning lægra verðs og kvað hann ekki gerðan af sér. í málinu liggur fyrir reikningur Þýskra bíla ehf. á X, dagsettur 12.8. 1996. Er kaupverð tilgreint í reikn- ingnum sem 662.744 krónur og hef- ur hann staðfest það með yfirlýs- ingu sem frammi liggur í málinu. Niðurstaða: Kaupsamningur sá sem ákærði framvísaði við tollafgreiðslu bifreið- arinnar er undirritaður af kaupanda og seljanda. Ákærði bar að hann hefði keypt bifreiðina af Willi R- Wozny á 14.800 DM og hefði hann séð um gerð allra skjala. Willi R- Wozny, sem var um tíma fram- kvæmdastjóri bílasölunnar GTG í Hamborg, hefur ekki verið yfir- heyrður um þessi viðskipti. Sam- kvæmt því sem hér hefur verið rak- ið er ósannað að ákærði hafi framvísað röngum gögnum við inn- flutning bifreiðarinnar svo sem hon- um er gefið að sök í ákærulið þess- um. Ber því að sýkna hann af þeim sakargiftum." Bílainnflytjandinn neitaði ávallt sakargiftum og var sýknaður af öll- um ákæruatriðum og ríkissjóði gert að greiða málsvarnarlaun verjanda hans, samtals 470.000 krónur. Umferðarátak á landsbyggðinm LÖGREGLUSTJÓRAR á Vestur- landi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi munu standa fyrir umferðarátaki föstu- daginn 20. október nk. Aukið lið lögreglu verður við eftirlit þennan dag. Lögreglan mun auk þess ræða við ökumenn og fá sjónarmið þeirra fram. í fréttatilkynningu frá lögreglu- stjórunum segir að lögreglan líti ekki svo á að lögregla og ökumenn séu í andstæðum fylkingum, heldur í sama liði með það að markmiði að tryggja öryggi allra vegfaranda. í fréttatilkynningunni segir að lögreglan vonist eftir því að al- menningur taki þátt í þessu um- ferðarátaki, þannig að það skili sér í enn einum slysalausum degi á landsbyggðinni. Það sé enda tilgangur umferðarlöggæslu og átaks af þessu tagi að fólk taki þátt og fari eftir þeim umferðarreglum sem eru í gildi. Sigurður Gunnars- son, sýslumaður í Vík í Mýrdal, seg- ir að umferðarátakið sé í framhaldi af slysalausum degi í Reykjavík og umferðarátaki á Reykjanesbraut. Dómsmálaráðherra og ríkislög- reglustjóri hafi hvatt til þess að lög- reglustjórar á landsbyggðinni héldu svipuð umferðarátök.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.