Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fulltrúar stjórnmálaflokkanna um hugmyndir starfshóps um nýskipan norræns samstarfs FULLTRÚAR stjórnmálaflokk- anna eru ekki á eitt sáttir um til- lögur, sem svokallaður vitringahóp- ur undir forystu Jóns Sigurðssonar, bankastjóra Nor- ræna fjárfestingabankans, kynnti með nýrri skýrslu nýlega. I skýrsl- unni er lagt til að horfið verði frá þrískiptingu norræns samstarfs í Evrópumálefni, málefni granns- væðanna í austri og Norðurlanda- málefni. Segir að þess í stað eigi að taka upp samstarf, sem byggt yi'ði á sveigjanlegum samstarfshringj- um um mikilvæga málaflokka. Starfshópurinn dregur einnig í efa gagnsemi þess að hafa jafn- margar norrænar ráðherranefndir og nú sitja og mælist til þess að í stað 18 verði þær um það bil tíu og sinni þverfaglegum viðfangsefnum. Hæpið að setja upp tvöfalt kerfí Sigríður Anna Þórðardóttir, for- maður þingflokks Sjálfstæðisflokks og forseti Norðurlandaráðs, sagði að almennt þættu sér þessar hugmyndir allrar at- hygli verðar og fagnaði að hópurinn hefði skilað skýrslunni af sér. Hins veg- ar hefði enn ekki gefíst tími tiLað átta sig á hvað þessar tillögur myndu þýða fyrir samstarfið og hvaða breyt- ingar þyrfti að gera. „Mér líst ágætlega á ým- islegt sem þarna er, en ann- að miður,“ sagði hún. „Eg get til dæmis nefnt tengslin við þjóðþingin. Við höfum lengi haft mikinn áhuga á að það yrðu betri tengsl inn í þjóðþingin og fylgt betur eftir ákvörðunum, sem eru teknar í norrænni samvinnu og á vettvangi Norðurlandaráðs. Sú skylda hvílir á þeim þingmönnum, sem eru í landsdeildunum að fylgja þessu eftir. Þarna er verið að leggja til meiri tengsl við mál- efnanefndir þjóðþinganna og þá vaknar spurningin hvort menn séu ekki komnir út á hálan ís og að setja upp tvöfalt kerfi, annars veg- ar landsdeildirnar og hins vegar eitthvert samstarf milli málefna- nefnda.“ Hún sagði að þetta væri álitamál, sem þyrfti að skoða, og búast mætti við að ýmislegt fleira væri af þessu tagi. „Ég get aftur á móti tekið undir það sem er talað um þrískiptingu samstarfsins á vegum Norðurlandaráðs," sagði hún. „Ég hef aldrei verið ánægð með hvernig þessu var skipað 1995. Það voru til dæmis ýmsir í mínum flokkahópi og ekki þá síst í sumum landsdeild- unum, til dæmis íslandsdeildinni, með miklar efasemdir um að þetta gengi upp. Mér sýnist að þær áhyggjur, sem við höfðum uppi þá hafí verið mjög raunsæjar. Þarna var verið að fara frá því að flokka í nefndir eftir málefnum og fara út í þessa þrískiptingu í norrænu nefndina, Evrópunefndina og nærsvæðanefndina. Ég held að það sé óhætt að segja að Evrópunefnd- in hafí átt í nokkrum erfiðleikum með að fóta sig í sínu starfi vegna þess að það er kannski ekki nógu skýrt hvert starfssvið hennar á að vera.“ Sigríður Anna sagði að við fyrstu sýn gæti virst skynsamlegt að fækka ráðherranefndum um helm- ing. Hins vegar ynnu þessar nefnd- ir heilmikið starf og fjölluðu um mikilvæg mál. „Ég fagna því að þessi skýrsla skuli vera komin fram,“ sagði hún. „En menn verða líka að átta sig á hvað stutt er síðan við fórum í gegnum þessar miklu breytingar og það er varla komin reynsla á það. Það er kannski töluvert hratt farið.“ Sigríður Anna sagði að um þessi mál yrði fjallað á fundi Norðurlandaráðs í Reykjavík 6. til 8. nóvember og spennandi yrði að sjá hvernig það færi. Að sinni hyggju væri þó hvatinn að því að ráðist var í að láta gera skýrsluna þær miklu breytingar, sem eru að Sjá kosti o g galla við þrí- skipt samstarf Hugmyndir svokallaðs vitringahóps um nýskipan norræns sam- starfs hljóta misjafnar undirtektir fulltrúa stjórnmálamanna, þótt flestir virðist sammála um að breytinga sé þörf á því skipulagi, sem tekið var upp á Norðurlandaráðsþingi í Reykjavík 1995. Sighvatur Björgvinsson verða í heiminum öllum, auk þeirr- ar sérstöku stöðu að þrjú Norður- landanna eru í Evrópusambandinu, en tvö utan og þau tvö, sem ekki eru í ESB eru í NATÓ auk eins þeirra, sem eru í ESB. „En þetta ætti að vera að hægt að nýta sér og í skýrslunni er verið að tala um mikilvægi þess að Norð- urlöndin tali einum rómi og komi fram sem sterk heild,“ sagði hún. „Það fínnst mér í raun vera aðalat- riðið og aldrei of oft sagt. Ef þessar tillögur gætu orðið til þess að kveikja slíka umræðu og áherslur og styrkja kröfur í þá veru er það fagnaðarefni.“ Ekki að fullu reynt á þrfskiptingu ísólfur Gylfí Pálmason, þingmað- ur Framsóknarflokks og formaður Islandsdeildar Norðurlandaráðs, sagði að það starf, sem Jón hefði innt af hendi í svokölluðu vitringa- ráði, hefði fyrst og fremst verið að skoða innviði norræns samstarfs, benda á leiðir og hluti, sem gæti þurft að breyta. „Síðan er okkar að vinna úr þess- um hugmyndum," sagði hann. „Norðurlandaráðsþing verður hald- ið í Reykjavík 6. til 8. nóvember næstkomandi og þá verður þessi skýrsla til umfjöllunar og menn eru í raun afar spenntir að sjá hvaða augum þetta vitringaráð lítur starf- semi Norðurlandaráðs, sem er þróað og gamalt - hefur starfað í um 50 ár.“ Hann sagði að líta bæri á tillögur starfshópsins um að fækka norræn- um ráðherranefndum um helming eins og aðrar tillögur hópsins: „Þær eru allra góðra gjalda verðar og full ástæða til að skoða þær. Leikurinn er til þess gerður að varpa upp nýjum hugmyndum og nýju ljósi á þetta samstarf og ég ætla að skoða allar þessar hug- myndir mjög opnum huga.“ ísólfur Gylfí sagði að ekki væri langt síðan gagnger breyting var gerð á starfsemi Norðurlandaráðs og flokkahóparnir fóru að vinna saman eins og nú væri gert og grip- ið var til þrískiptingar samstarfsins á vegum Norðurlandaráðs. „Eg tel að það sé það stutt síðan þessar breytingar voru gerðar að þær hafí ekki sannað sig eða af- sannað til fullnustu ennþá,“ sagði hann. „Ég hef alltaf viljað passa Sigríður Anna Steingrímur J. Sverrir Þórðardóttir Sigfússon Hermannsson upp á áhersluna á vest-norræna svæðið. Það dró úr henni þegar far- ið var að horfa til austurs, en mér finnst að við séum að ná þessari áherslu betur inn í norrænu hugs- unina á ný. Ég tel að Evrópusvæð- ið, nærsvæðanefndin og Norður- landanefndin eigi að geta sinnt þessu ef starfið er rétt.“ Óhjákvæmilegt að endurskoða samstarfíð enn á ný Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, sagði um skýrsl- una í heild að eftir væri að taka hana formlega fyrir í sínum flokka- hópi í Norðurlandaráði og vildi hann ekki tjá sig um hana afdrátt- arlaust fyrr. „En fljótt á litið eru þarna marg- ar mikilvægar hugmyndir, sem ég tel alveg koma til álita,“ sagði hann. „Svo mikið er víst að ég er ekki þeirrar skoðunar að breyting- arnar, sem gerðar voru 1995 hafi verið vel heppnaðar. Þvert á móti hafa því miður flest þau varnaðar- orð, sem þá voru mælt, ekki síst af flokkahópi vinstri manna og reynd- ar allmörgum einstökum þing- mönnum úr einstökum hópum, gengið eftir. Ég er þar af leiðandi þeirrar skoðunar að það sé óhjá- kvæmilegt að að taka starfshætti og -skipulag Norðurlandasam- starfsins enn á ný til endurskoð- unar, þótt það sé bölvað í sjálfu sér að hringla með skipulag og starfs- hætti í svona of oft.“ Steingrímur sagði að í sínum flokkahópi hefðu áður en skýrslan kom verið teknar á dagskrá hug- myndir um breytingar og hefði hann tekið saman sérstakt minnis- blað um málið og umræður, sem urðu 1995 og 1996 um þetta fyrir- komulag áður en farið var út í hina landfræðilegu þrískiptingu. „Hún hefur verið á kostnað skýrrar málefnalegrar uppbygg- ingar í starfi," sagði hann. „Þessi gáfumannaskýrsla er ákveðið hug- myndaflug og það er ágætt til þess að vinna úr, en ég er alls ekki viss um að breytingarnar verði að end- ingu allar samkvæmt þeirra tillög- um eða hugmyndum." Um þá hugmynd að í stað þrí- skiptingar ætti að koma samstarf, sem byggt yrði á sveigjanlegum samstarfshringjum um mikilvæga málaflokka sagði Steingrímur að ísólfur Gylfi Pálmason menn yrðu að passa sig á því að gera skipulagið ekki of losaralegt og losa um formlegar nefndir til dæmis í Norðurlandaráði. „Ég er ekki spenntur fyrir því að fara út í enn losaralegra skipulag, einhvers konar vinnu í tímbundn- um nefndum og tilfallandi verk- efni,“ sagði hann. „Þá er ég hrædd- ur að þetta gliðni allt of mikið í sundur. Ég held að þarna verði að vera nokkuð skýr og fastmótaður samstarfsrammi þar sem unnið yrði með langtímamarkmið nor- rænnar samvinnu í huga ... Ég ótt- ast hugmyndir, sem ganga í þá átt að losa enn frekar upp hina forn- bundnu, skipulögðu norrænu sam- vinnu og vil vera á varðbergi gagn- vart slíku. Sums staðar á bak við slíkt leynist einfaldlega áhugaleysi margra á því að viðhalda þessu samstarfi inn í framtíðina." Steingrímur vék aftur að breyt- ingunum, sem gerðar voru um miðjan síðasta áratug á norrænu samstarfi, og sagði að eftir á að hyggja hefðu menn þá verið allt of uppteknir af þeim atburðum, sem urðu 1990 og látið þá ráða viðhorf- um sínum. „Svo kemur auðvitað á daginn að það er bara ekkert sniðugt að skipta Norðurlandasamstarfi upp í Norðurlandanefnd, Evrópunefnd og nærsvæðanefnd," sagði hann. „Menn héldu þarna að Evrópumál- in annars vegar og samskiptin við Eystrasaltsríkin væru að taka yfír sem verkefni. Svo kemur á daginn að þetta var tímabundið, lífið held- ur áfram og hið sjálfstæða norræna samstarf heldur gildi sínu og þá mega menn ekki vera að djöfla til skipulaginu á því reglubundið út af einhverjum utanaðkomandi atburð- um, sem menn eru uppteknir af hverju sinni.“ Þrískipting ekki óeðlileg Sverrir Hermannsson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, sagði að sér þætti núverandi þrískipting ekki vera óeðlileg. „Þegar hún var sett á hugsaði ég með mér að þessi starfsskipting væri skynsamleg," sagði hann. „Evrópumál eru auðvitað fyrir Norðurlandaþjóðir, sem eru Evrópuþjóðir, að sjálfsögðu mál mála. Norðurlöndin hafa leikið geysilega mikilvægt hlutverk í samskiptum við Eystrasaltsríkin og eiga að gera. Þess vegna held ég að áfram eigi að taka það alveg sér- tökum og sinna því sérstaklega." Sverrir sagði að hann væri ekki þeirrar hyggju minni þörf væri á öflugu samstarfí við Eystrasalts- ríkin nú en þegar þrískiptingunni var komið á fyrir fimm árum. „Ég held að enn sé mikil þörf á þessu,“ sagði hann. „Þau hafa hvorki náð inngöngu í Evrópusam- bandið né NATO og enn telja þau sjálf að þau búi við ógnun að aust- an, að ekki sé öll nótt úti enn í sam- skiptum þeirra við Rússland. Þess vegna er mikilvægt að halda vöku sinni og standa þétt með þeim.“ Sverrir kvaðst minnast þess að þegar hann átti sætti í slíkum nefndum sem iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra hefðu sér þótt þeir gagnlegir. „Þeir voru ólíkt gagnlegri en oft vildi verða á hinum fjölmennu þing- um,“ sagði hann. „Hitt kann vel að vera að þetta hafí vaxið samkvæmt Parkinson og það megi þess vegna fækka nefndunum, en það er ekki sama hvernig skorið verður niður því að mjög margar mikilvægar nefndir eru að störfum.“ Þingmannahliðin útundan Sighvátur Björgvinsson, þingmaður Samfylkingarinn- ar, rifjaði upp þegar núver- ahdi skipan var innleidd á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík 1995. „Ástæðan fyrir því að starfshættir Norðurlanda- ráðs voru teknir fyrir var náttúrlega Evrópumálin," sagði hann. „Öll Norðurlönd- in voru með einhverjum hætti tengd Evrópusambandinu, annars vegar með beinni aðild og hins veg- ar í gegnum EES-samninginn. Þá kom til álita hvernig Norðurlönd gætu brugðist við þessum nýju að- stæðum, en utanríkismál höfðu fram að því verið bannorð á vett- vangi Norðurlandaráðs.“ Sighvatur sagði að menn hefðu gert sér í hugarlund hver hugsan- leg þróun gæti orðið á Evrópustarfinu innan Norðurlanda og héldu að það myndi ef til vill ganga þannig að þau myndu meira og minna samræma stefnu sína inn- an ESB frá upphafi og yrðu nokk- urs konar blokk innan Evrópu. „Við íslendingar og Norðmenn, sem stóðum utan Evrópusam- bandsins, héldum að við gætum notað norrænt samstarf sem bak- dyr inn í Evrópusamstarfið og fengið aðkomu að undirbúningi ákvarðanatakna á vettvangi ESB,“ sagði hann. „I þessu ljósi er ger- breytt skipan verkefnasviðs Norðurlandaráðs og talið að það eigi að byggjast á þessum þremur stoðum: hinu gamla, hefðbundna Norðurlandasamstarfi, Evrópu- samstarfinu og samstarfinu við grannríkin þar sem var gert ráð fyrir því að Norðurlöndin ætluðu sér að vera nokkurs konar sendi- herra Evrópusambandsins gagn- vart grannríkjunum og sendiherra grannríkjanna gagnvart Evrópu- sambandinu. Þróunin varð hins vegar allt önnur. Norðurlöndin mynduðu aldrei neina blokk innan Evrópu og má segja að við höfum þess vegna aldrei getað notað þetta norræna samstarf til að hafa áhrif á mál í Evrópusambandinu á undir- búningsstigi. En við höfðum að sjálfsögðu náið samstarf við hin Norðurlöndin um það hvernig ætti að löggilda tilskipanir og fram- kvæma. Samstarfið milli ráðherr- anna og embættismannanna var í fínu lagi, en undirbúningsstigið varð aldrei neitt ef undan er skilið Schengen. Nægir að líta á ágrein- inginn milli Norðurlandanna um myntbandalagið." Sighvatur sagði að Norðurlanda- ráð, þingmannasamkundan, hefði breytt sínu skipulagi til samræmis við stoðirnar þrjár, fellt niður gömlu nefndirnar og búið til þrjár nýjar: Norðurlandanefnd, Evrópu- nefnd og grannsvæðanefnd. Ráð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.