Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 6.5 _______FÓLK í FRÉTTUM__ Björninn unninn hjá David Gray ERLENDAR oooooo Davíð Logi Sigurðsson fjallar um plötuna White Ladder sem vakið hefur eftirtekt á snjöll- um lagasmið, David Gray. ★★★★☆ ÞAÐ má víst þakka frændum okkar írum að þessi snilldarplata Davids Grays hlaut á endanum þá athygli sem hún átti skilið í Bretlandi. Það eru nefnilega liðin hátt í tvö ár síðan White Ladder kom fyrst út en það er fyrst núna í ár sem hún skýst í hæstu hæðir vinsældalistanna, eftir að Irar tóku hana upp á sína arma, spiluðu lögin af henni í útvarpi og ollu því þannig að breskir útvarpsmenn féllu loksins kylliflatir. Eg verð að játa að ég kunni engin deili á David Gray þegar ég heimsótti Irland í sumar. Þegar ég fór þaðan eftir tíu daga heimsókn var nafn hans hins vegar greypt mér í minni enda var varla hægt að kveikja á útvarps- tæki án þess að heyra smellinn Bab- ylon óma um öldur Ijósvakans. Nú mun lagið hafa tekið að heyrist einnig hér á íslandi og er það vel. Gray mun hafa verið að burðast við að slá í gegn í Bretlandi allt frá árinu 1992 þegar hann gerði fyrst samning við útgáfufyrirtækið EMI. Plötum hans þremur vai- jafnan hampað af poppskríbentum og öðrum lista- mönnum sem til Grays þekktu en ein- hverra hluta vegna náðu þær aldrei að gera það gott. Gray gafst síðan upp á öllu saman 1997, þegar samn- ingur hans við EMI rann út, ákvað að láta kylfu ráða kasti og gera næstu plötu heima í stofu hjá sér, algerlega á eigin forsend- um en ekki í slagtogi við hinn hverfula tónlistar- bransa. Afraksturinn varð White Ladder, sem Gray gaf sjálfur út. Hann hafði ákveðið að listin skyldi vera algerlega á hans eig- in forsendum, sölutölur skiptu ekki lengur máli og hann gerði sér í besta falli von um að selja eins og fimm þúsund eintök eða svo. White Ladder spurð- ist hins vegar einkar vel út og hefur nú selst í milljón- um eintaka. Nafn Grays er ekki lengur vel geymt leyndarmál heldur er hans næstu plötu beðið með eft- irvæntingu. En hvað er svona merkilegt við White Ladderl Jú, platan er fersk og skemmtileg, lög- in eru hvert öðru betra og söngrödd Grays nýtur sín til fulln- ustu. Kassagítarinn er fyrirferðar- mikill á plötunni og raunar er Gray talsvert í trúbador-gímum. Öðrum hljóðfæium er hins vegar beitt af út- sjónarsemi og fylla lögin, þannig að hvert einasta lag nýtur sín til fulln- ustu. Hvergi er hljóði ofaukið, hvergi er verið að beita einhverjum „effekt- um“ þar sem þeirra er ekki þörf. Minnir tónlistin m.a. á bestu verk Vans Morrisons, sem Gray hefur í hávegum, Hothouse Flowers og aðra viðlíka listamenn, sem gera laga- smíðunum hátt undir höfði en beita ekki tækninni til að mála yfir glufurn- ar í sjálfri andagiftinni. Þegar hefm’ verið minnst á lagið Babylon sem er einkar grípandi og skemmtilegt enda það lag sem náð hefur mestum vinsældum af plöt- unni. Fyrsta lagið, „Please Forgive Me“, er einnig útvarpsvænt og naut víst dágóðra vinsælda á dansgólfun- um í sumar í þar til gerðri útgáfu Pauls Hartnolls (Orbital). Titillagið „White Ladder“ grípur líka vel, kannski vegna þeirrar hráu áferðar sem er á laginu, sem og rólegt lag, Nightblindness“. Loks ber að geta gamla Soft Cell-lagsins „Say hello wave goodbye", sem Gray fer snilld- arlega með á þessari plötu. Það er hins vegar heildarmyndin sem skiptir máli. Lögin á plötunni eru alls tíu og þar er hvergi veikan hlekk að finna, öll standa þau fyrir sínu og njóta sín vel þegar skrúfað er upp í tækinu. Gray er einfaldlega svo snjall lagasmiður og útsetjari að full- yrða má að hann sé kominn til að vera og þurfi aldrei aftur að hafa áhyggjur af því að ná ekki eyrum fjöldans nú þegar björninn er loksins unninn. Ert þu buin að skra þig? Virkjum kraft kvenna Ráðstefna fyrir konur á Grand hótel á morgun 19. október kl. 13-17. Skráning á mbl.is eða í síma 510 6252 HASKÚLINN | RIVKJAVlK MVKJAVIR Ul Deloítte & NÝSKÖPUNARSJÖÐUR ÍSLANDSBANKI TOUCÍIB^ NU ENN KROFTUGRA OG FLJÓTVIRKARA Vid kynnum Age Management Retextur Booster Þú finnur strax muninn Húð þín geisiar Nú veistu að eftir 7 daga veróur húó þín áberandi yngri KYNNING í dag, miðvikud. 18. okt.. í Kringiunni, á morgun. fimmtud. 19. okt.. á Laugaveg: 10% kynningaraísláttur - æSw’ og fallegur kaupauki Vertu velkomin Kringlunni. sími 533 4533 Laugavegi 23. simi 511 4533 HVA0 EF ÞU GÆTIR SÉÐINN Í HUGA M0R0INGJA ...VITAÐ UYNOARMAL HANS ...HVAÐ £F ÞÖ GÆTiR EKKISLOPPIÐ FRUMSYND 20 0KTÓBER strik MÍNHINIH SDtnNUllUft UÍINNUU UOUNUM VNUHIIN IU AHA ÍUIS IKKIUIU HAIIUIIIKVAMHA HV-.KOI MilU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.